Alþýðublaðið - 27.07.1976, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 27.07.1976, Blaðsíða 13
alþýðu- blaðið Þriðjudagur 27. júlí 1976. DJEGRADVÖL Öryggisloki er i itölsku istungunum og er þvi ekki hægt að stinga i þær máimhiut. fái i sig straum þó þau stingi bandprjóni eða nagla inn í þær. En þessum töppum fylgir sá ó- kostur að taka þarf þá i burtu ef setja á rafmagnstæki i sam- band. Oft vill þvi gleymast að setja þá á sinn stað aftur, auk þess sem börn geta auðveldlega plokkað þá i burtu. — AV 16. kali Barninu batnaði fljótt, en enn vissi enginn hver hafði sett það á tröppurnar hjá Robert. Ann hafði nóg að gera, þgar hún byrjaði aft- ur að vinna. Hún kom á óðalssetr- ið þrisvar eða fjórum sinnum. Lafði Barcombe spurði um barn- ið, enlét sér nægja að vita, að það væri á batavegi. Þegar Ann var búin að nudda hana á föstudag, sagði hún, að hún teldi, að þetta yrði i siðasta skipti, sem hún þyrfti að gera það. Meðferðin hafi reynzt vel. Það var ekki minnzt meira á hringinn og barnið. Eftir nuddið hringdi lafði Barcombe á te og bauð Ann. — Segið mér, systir, sagði hún jafnmynduglega og hún var vön, — hefur eitthvað heyrzt frá móð- ur fundna barnsins? — Nei, svaraði Ann og fékk sér sopa. — Og ég held, að hún finnist aldrei. — Ég hef hugsað mikið um þetta mál, systir, sagði lafði Bar- combe. — Ég held, að það væri rétt af lögreglunni að hafa upp á Anne-Marie Weigan... — Anne Marie Weigan,... var það ekki au-pair stúlkan, sem var hjá yður etóíi alls fyrir löngu? Ann starði undrandi á hana. — Jú. Ég neyddist til að senda hana á brott. Hún sýndi alltof mikinn áhuga á syni miijum. Ég sendi hana til London til systur minnarv en^hún tolldi ekki þar. — HaWið þér... að hún eigi barnið? Lafði Barcombe var alvarleg á svipinn. — Það kæmi mér ekki á óvart! Ekki vegna þess að ég sé að ásaka son minn. Þó að hún eigi barnið er ekki þar með sagt, að hann eigi það. Það er bara gull- hringurinn okkar, sem varð til þess, að mér datt þetta i hug. — Haldið þér, að sonur yðar hafi gefið henni hann? — Mér kæmi ekki á óvart, þó að hún heföi tekið hann sjálf! Og ég held ekki, aö hann hafi flækst óviljandi með f fötum barnsins. Ég held, aö það hafi verið ætlun- in, að hringurinn fyndist og skjaldarmerkið þekktist. Ætli barnið hefði ekki fiindist á tröpp- unum hjá okkur, ef það hefði ekki veriö veikt, i staðinn fyrir hjá dr. Mowe ! Ég veit ekki, hvortjþessi kenning min stenzt, en ég hef hugsað mér að tala við lög- regluna. Guð veit, hvað verður um veslings barnið! — Frú Scott vill taka það, sagði Ann. — Hún missti barnið sitt og vill gjarnan fá annað barn. — Ég hefði nú haldið, að frú Scott ætti nóg af börnum fyrir, sagði lafði Barscombe súr. — En við sjáum nú tO... Það var farið að hausta að i Meldersyde. Vinátta frk. Brackley og Brand ofursta stefndi i átt að einu hugsanlegu lausninni. Þau voru alltaf saman. Vitanlega stormar fólk ekki i hjónabandið á þessum aldri, sagði Ann við Robert, það kemur bara af sjálfu sér. — Aumingja maðurinn! Sagði ég ekki einu sinni við þig, að þetta yrði endirinn , þó að allt væri skreytt túlipönum og postu- linsstyttum? Það var agnið á önglinum, sem karlgreyið beit á. — Hann þurfti ekki að bita á, ef hann vildi það ekki, sagði Ann. — Krókurinn var svo lokkandi, sagði Robert þvermóðskulega. Robert og Ann höfðu um svo margt að tala, að þau hittast all oft upp á siðkastið, og æ oftar barst talið að litla barninu. Lafði Barcombe hafði farið á sjúkra- húsið til að sjá barnið, og hún hafði viðurkennt fyrir Robert, að henni virtist vera svipur með telpunni og syni sinum, en lengra vildi hún ekki ganga að sinni.... Sonur hennar Julian, var spillt- ur af eftirlæti, og það orð fór af honum i þorpinu, að hann væri illa innrættur, þó að hann væri glæsilegur að sjá og mjög að- laðandi. Nýlega hafði hann lent i alls konar dómsmálum i London vegna brjálæðingslegs aksturs, og það var aðeins eitt af mörgu sem ástrik móðir hans reyndi að loka augunum fyrir. Robert sagði, að litla barnið, sem fannst á tröppunum hans, ætti kannski glæsta framtiö fyrir höndum.ef lafði Barscombe væri amma hennar, en henni hafði hann alltaf i huganum likt við Elisabetu fyrstu Englandsdrottn- ingu. Brddge Fann ekki vinningsleið- ina. Spilið i dag: & DG76 J942 DG8 *. K95 % DG105 4 A964 A AG1062 A2 V 76 4 K107532 4 873 4 K1098543 ¥ ÁK83 4------- 4 D4 Sagnir gengu þannig: Suður Vestur Norður Austur lsp. dobl 2 sp. 3 tigl. 4sp. 5 tigl. dobl pass 5 sp. pass pass dobl. Vestur spilaði út tigulás, sem sagnhafi trompaði og spilaði spaðakóngi út. Austur tók á ás- innog sló út hjarta sjöi, sem sagn- hafi tók á ás og spilaði iaufa- fjarka. Vestur tók á ásinn og spilaði hjarta. Sagnhafi tók á hjartakóng og spilaði blindi inn á tromp og spilaði siðan út tiguldrottningu. Kóngur frá Austri og sagnhafi trompaði.tók á laufadrottningu og spilaði blindi inn á spaða og fleygði tapslögun- um i hjarta i tigulgosa og laufa- kóng. Unnið spil. En veslings Austur, sem hafði doblað spaðann sat eftir með sárt ennið. Hann mátti vissulega sjálfum sér um kenna, þvi hann átti örugga leið til að hnekkja spilinu og vinna sina tvö földun. Það var máske ekki alveg augljóst. Ef Austur spilar smá tigli i þriðja slag. getur sagnhafi að visu fleygt niður tapspili í laufi eða hjarta. En sama er hvort hann gerir. Hann verður aö missa sinn slaginn i hvorum litnum. Vestur verður aðeins að gæta þess að drpa ekki smálaufið með ás. en geyma hann fyrir laufa- drottninguna. Ef þið trúið ekki. þá reynið sjálf! x Þetta er skák þeirra Guðmundar §igurjónssonar og Ungverjans Sax. Skákin var tefld i 12. umferð IBM skák- mótsins i Amsterdam. Hvitur: Guðmundur Sigur- jónsson Svartur: Sax 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 Cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e6 6. Be2 a6 7. f4 Dc7 8. 0-0 Be7 9. Del 0-0 10. Dg3 Db6 11. Be3 Dxb2 12. Bf2 Db4 13. e5Dxe5 14. fxe5 Re8 15. Re4 Rd7 16. Bd3 Da5 17. Rf3 f5 18. exf6 Rxf6 19. Rxf6+ Rxf6 20. Hael Dxa2 21. Bd4 Dd5 22. Dh4 Bc5 23. Bxc5 Dxc5+ 24. Khl Dh5 25. Db4 a5 26. Db6 a4 27. Bc4 Da5 28. Dd6 a3 29. Re5 He8 30. He3 a2 31. Hal Rd5 32. Bxd5 Dxd5 33. Dc7 Hf8 34. Hg3 Bd7 35. Rxd7 Hfl+ 36. Hxfl al (vekur upp drottningu) 37. Df4 Dxd7 38. Hgf3 Df6 og hvitur gefst upp. Bréfaskipti: Ísland-Japan 19 ára gömul, japönsk stúlka, sem hefur mikinn áhuga á bætt- um samskiptum þjóða i milli, hefur Sent Alþýðublaðinu bréf. Hana langar mjög mikið að ná bréfasambandi við islenzka unglinga. Hún heitir Sachino Tanaka og utanáskrift hennar er: Miss Sachino Tanaka 17-3 Harima 1-C Abeno-K, Osaka-S 545 Japan. Hún skrifar ágæta ensku. FRÉTTA- GETRAUN Svör uossuuBuijy jiu/fajj ‘oi UOSBISJO JE5JSO '6 iunipi|je§05|s Qv '8 uuijnui|Bs iQnBy •£ UOSSJBUiapiB^ UUIQPU <) joquiaAOu ■?. -g uoSSJEJO JnpiBAUgpH o Jinopsuor jnQ!aqu§B>] -j; JiUQpsupf bijji 'Z uosEupn;) .íngjoji j 1. Hver er maðurinn? 2. Hvað heitir fulltrúi sá hjá saksóknara er stjórnar rann- sókn Grjótjötunsmálsins? 3. Islenzk listakona hlaut fyrir skömmu verðlaun á Biennal- grafiklistasýningunni. Hvað heitir hún? 4. Sunnudagsleiðari Alþýðu- blaðsins fjaliaði um Húsavikur- kirkju. Hvað hét sá sem reisti kirkjuna? 5.1 opnu sunnudagsblaðs var fjallað um helztu stefnumál þeirra sem til greina koma sem forsetaframbjóðendur i Banda- rikjunum. Hvenær fara kosningarnar fram? 6. Alþýðublaðið hefir tekið upp þann sið að birta einu sinni i viku gamlar blaðagreinar sem fjölluðu um mál sem ollu deilum eða voru timamótamarkandi á sinni tið. 1 sunnudagsblaðinu var grein, sem bar heitið Rikis- lögreglan og ihaldið. Hver var höfundur hennar? 7. Það er ekki alvanalegt að ungverskar kvikmyndir séu sýndar i kvikmyndahúsum hér- lendis. Háskólabió sýnir þessa dagana eina slika sem mánu- dagsmynd. Hvaö heitir hún? 8. Nú um helgina var haldið hestamannamót á Suðurlandi. Hvar var það? ' 9. Þessa dagana stendur yfir ljósmyndasýning að Kjarvals- stöðum. Hvert er nafn ljós- myndarans sem sýnir þar? 10. Ilvað heitir formaður Neyt- endasamtakanna?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.