Alþýðublaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 1
MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST
Áskriftar-
síminn er
14-900
í BLAÐINU I DAG II Gagnasöfnun í ávísanamálinu langt komiö:
'I—\g--3crz
dL
Kristindómur og sósíalismi
A bls. 5 er rætt um norrænt þing kristi-
legra jafnaöarmanna, sem haldið var I
Noregi sl. júlimánuð. Þá er viðtal við
Benedikt Gröndal, form. Alþýöuflokksins
um þetta þing og að lokum er greint frá
kirkju og sósialisma á kreppuárunum.
Jlacr
ÍCUCUCJ';
útlönd
Rannsókn nýrra fæðutegunda
Rannsóknir visindamanna viða um
heim beinast nú mjög aö þvi að kanna á
hvern hátt megi nýta betur en gert hefur
verið til þessa ýmsar jurta og dýrateg-
undir til manneldis. Sjá sfðari hluta
greinar um sveltandi heim á bls. 6.
sr
1—1 ( j ( 7 { *
C C.D O “o cc3 C3 a
,Di_
5a
c-P C
30’
nrpco1
Pólitísk myndlistarsýning
A bls.7 er greint frá málverkasýningu i
Galleri Súm, fyrstu hápólitlsku mynd-
listarsýningu, sem sett hefur verið upp á
Islandi til þessa. Myndlistamaðurinn er
Sigurður Þórir Sigurðsson, 28 ára Reyk-
víkingur.
CT3C
3E
öi
ac
>ot
Ekki sama hvar menn kaupa
úr og klukkur
I horninu i dag er lesendum bent á, að
það er alls ekki sama hvar menn kaupa Ur
og klukkur. Sumir úrsmiðir, sem verzla
með þennan varning vilja hreint ekki taka
til viðgerðar aðrar vörur en þær, sem þeir
sjálfir eru umboðsmenn fyrir.
U CLJMg, L-
iSr
=DL
,0
íDc
Lj-
aOOL"
Litlir menn og stórir
Það er opinbert leyndarmál á Islandi að
ákveðnir hópar manna eiga mun greiðari
aðgang að lánastofnunum en eðlilegt
getur talizt. Um þetta er rætt i leiðara
blaðsins I dag.
L ‘L.. JL C'LJ___
t-IL 3CL3C=3'
cjcjct '—=g
-DOCIDCZDl____^ _
3«
Í
iaci
O'
SCD-S
3L
Notaði sama banka-
útibúið á nvjan leik
Alþýðublaðið hefur
fengið staðfestingu á því
hjá Sakadómi Reykja-
vikur að um 20 manns,
áhrifamiklir fjármála-
menn, kaupsýslumenn
og lögmenn, séu viðriðn-
ir umfangsmesta ávis-
anasvindl, sem um
getur hér á iandi. Hér
ið
m
Á-‘t^ZS91S^»SSM: kr«“ Or k
£»n,o,
kr
°«a ?
CVIKU 20 NllLUumR A.
dagútúr BÖNKUW
Heildorvelta ávísanahrmgs.ns un
: miUiarðar
1-
........
gSSasEg
»rssrr
StffasigL-
iTÍEI - ,
.&'« 1
ní
b»nk»0tl
■K»r toru
\á
\WF*
m - -v ** oJSa*
-'olH
%*ÉáflT
t gær höfðu hvorki Morgunblaðið né Timinn birt fréttir af þessu um-
fangsmikla ávisanafalsi — og kemur kannske ekki á óvart eftir hótanir
Timans um að hefja frásagnir af Ræsismálinu ef Morgunblaðið skipti
sér af Grjótjötni. Hitt er ekki siður athygiisvert, að þrátt fyrir leiðara-
skrif Dagblaðsins um hiutverk þess blaðs, hefur það ekki heidur birt
fréttir um málið, hvorki frjálsar, óháðar né aðrar. Hvað skyldi valda
þvi hiki?
virðist um að ræða
skipulagðan hóp fjár-
glæframanna, sem
hefur leikið sér að þvi að
svindla tugi milljóna út
úr bönkum og spari-
sjóðum síðustu tvö árin.
Mál þetta er enn ekki komið á
„yfirheyrslustigið” I Sakadómi.
Hinsvegar er gagnasöfnun komin
það langt, að augljóst er að hér er
I uppsiglingu fjármálahneyksli,
sem á eftir að draga fram i dags-
ljósið ýmsa velþekkta borgara og
aðra einstaklinga bæði innan af-
greiðsluborðsins sem utan.
Einn þeirra, sem meö rannsókn
þessamáls feri Sakadómi sagðist
ekki álita að yfirmenn bankanna
hefðu vitað um þessi misferli.
Hinsvegar hefur Alþýðublaðið
nokkuð öruggar heimildir fyrir
þvl, að tilteknum fjármálamanni
i Reykjavik hafi tekizt að fá ó-
venjulega góða aðstöðu I tilteknu
bankaútibúi eftir að hafa áður
veriö staðinn að fjármálasvindli i
viðskiptum við sama bankaútibú.
Sú spurning hlýtur þvi að vakna
hvort yfirmenn bankanna hafi
sofið á verðinum, eða hvort þeir
hafi visvitandi leitt hjá sér, aö
grafastfyrir um þau stórkostlegu
umsvif fjárglæframanna, sem
hér um ræðir.
Aður hefur komið fram i
fjölmiðlum og reyndar fyrst I
Alþýðublaðinu, að rannsókn
þessa ávisanamáls var I upphafi
tengt Geirfinnsmálinu. Rannsókn
á ávisunum, stiluðum til Geir-
finns Einarssonar, leiddi siðan til
þess að rannsóknarmenn komust
á sporið. En eins og áður segir vill
Sakadómur litið un málið segja á
þessu stigi. —BJ.
MIKIL ÞÁTTTAKA í UNDIRSKRIFTA-
SÖFNUN GEGN LOKUN MJÓLKURBÚOANNA
„Þetta hefur gengið alveg
ofsalega vel og viðbrögð fólks eru
framar öllum vonum” sagði Lilja
Kristjánsdóttir, ein af starfs-
stúlkum mjólkursamsölunnar, er
við spuröum hana hvernig undir-
skriftasöfnunin gegn lokun
mjólkurbúðanna gengi.
Sagði Lilja að enn vantaði sjálf-
boðaliða til að safna undirskrift-
um og þá óskuðu þær sem að
þessum aðgerðum stæðu, eftir
félagslegum stuðningi frá verka-
lýðsfélögunum. Hefur þeim þegar
borizt stuðningur frá starfs-
stúlknafélaginu Sókn, bæði fjár-
hagslegur og i formi stuðnings-
yfirlýsingar.
Aðspurð um hvaða rökum þær
styddu þá kröfu sina að hætt yrði
við lokun mjólkurbúðanna sagði
Lilja, aö i fyrsta lagi væri þaö
atvinnumissirinn en hann væri
það mál sem þær settu á oddinn.
Sagði hún að nú störfuöu 167
stúlkur við afgreiðslu i mjólkur-
búðum, auk þeirra sem koma til
sumarafleysinga, sem munu vera
um 100.
Þá teldu þær meö lokun
mjólkurbúðanna myndi þjónusta
við neytendur versna, þvi þær
efuðust um að kaupmenn myndu
anna þvi stöðuga eftirliti sem við
þyrfti að hafa þegar mjólkurvör-
ur væru annars vegar., og sagði
hún aö nú þegar væri komin
reynsla sem sannaði það. Sagði
Lilja einnig að misbrestur vildi
vera á þvi I þeim kjörbúðum sem
selja mjólkurvörur, að þar fáist
ávallt allar þær vörur sem fáan-
legar eru I mjólkurbúðunum,
bæri talsvert á að það vantaði
tegundir.
Að sögn Lilju eru margir
þeirraisem lagt hafa þeim lið I
baráttunni. neytendur sem
einmitt óttuðust þessi atriði.
Að lokum gat Lilja Kristjáns-
dóttir þess aö nú heföi þær opnað
skrifstofu i Kirkjustræti 4 sem
opin væri frá 16-21 og benti þeim,
sem vildu leggja þeim liö að snúa
sér þangað.