Alþýðublaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 5
ssssr Miðvikudagur 18. ágúst 1976 VETTVANGUR 5 Kristilegir j af naðarmenn halda norrænt þing Samtök kristilegra jafnaðarmanna á hin- um Norðurlöndunum héldu með sér þing i Arendal i Noregi seint i júlimánuði, og fór það fram i Risoy alþýðu- skólanum. Formaður norsku samtakanna, Johannes Hansen, sagði í blaða- viðtali, að þetta mót hefði tekizt framar öll- um vonum, og þátttak- endur hefðu haft hið bezta gagn af sex daga dvöl á Risöy. Haldnir voru margir þingfundir með viðtækum umræð- um, en auk þess gafst tóm til hvildar og úti- vistar. Hansen sagöi, aB kristnir jafnaðarmenn i Noregi beröust nú fyrir því aö vinna aftur fyrir Verkamannaflokkinn nokkuö fylgi, er hann tapaöi meöal annars á fóstureyöingamálinu, sem var mikiö hitamál 1 Noregi. Þessir kjósendur fóruflestir I Kristeligt Folkparti, en þeir eiga aö ööru leyti ekki samleiö meö þeim flokkiogeru eftir sem áöur hlynntir jafnaöarstefn- unni.. • „Verkefni okkar er aö sýna þeim fram á, aö Verka- mannaflokkurinn hafi jákvæöa afstööu til kristins fólks, en þaö kom meðal annars fram í ræöu, Formenn hinna fjögurra kristilegu sambanda norrænna jafnaðarmanna, frá vinstri: Johannes Hansen (Noregi), Sakari Knuuttila (Finnlandi), Evert Svenson (Sviþjóð) og Gunnar Grauhoim (Danmörku). sem formaöur flokksins, Reulf Steen, hélt á þinginu.” Hansen sagöi meginhlutverk samtaka kristinna jafnaöar- manna vera aö útbreiöa kristna trú á vinnustööum. í fyrra héldu samtökin um 10.000 helgistundir á vinnustöðum. Samtökin hafa um 3.000 manns innan vébanda sinna, en njóta samúöar miklu fleira fólks, ekki sizt i kvenna- samtökunum og hjá ööru kristnu fólki. Verkamannaflokkurinn skip- aöi 1973fjölmenna nefnd til þess aö f jalla um flokkinn og kristin- dóminn. Skilaöi hún athyglis- veröu áliti, þar sem rökstutt var samhengiö milli jafnaöarstefnu ogkristínnar trúar og mæltmeö þvi, aö fiokkurinn léti 1 stefnu- skrá i ljós jákvæöa afstööu til trúarinnar. Sænsku samtökin héldu skömmu áöur landsþing sitt, og fluttu nokkrir af forustumönn- um sænskra sósfaldemókrata þar ræöur. Meöal þeirra mála, sem þar var mest rætt um, voru friöar- og afvopnunarmálin, og voru geröar um þau skeleggar ályktanir. Fulltrúar á norræna fundin- um i Noregi voru frá Sviþjóö, Danmörku, Finnlandi og heimalandinu. Fara iafnaðarstefna og kristín trú saman? „Myndi fagna samtökum kristinna jafnaðarmanna hér á Islandi” í tilefni af fréttinni af hinum norræna fundi kristilegra jafn- aðarmanna hafði blaðið tal af Benedikt Gröndal, formanni Alþýðuflokksins, og spurði hvers vegna engir fulltrúar hefðu verið þar frá Islandi. Þaö er af þeirri einföldu ástæöu, aö hér á landi eru ekki til samtök kristilegra jafn- aöarmanna, sem gætu veriö aöilar aö þessu samstarfi, svaraöi Benedikt. — Er lítill áhugi á trúmál- um i Alþýðuflokknum? Nei, þaö tel ég ekki vera. í fyrstu stefnuskrá flokksins 1916 stóö, aö trúmál væru einkamál og hinu opinbera óviðkomandi, komi þau eigi i bága viö þjóöfélagslifiö. Þetta að kirkjuvald tók sér stööu meö öðrum öflum, sem vöröu auö og sérréttíndi fyrir ásókn alþýöu og umbótamanna. Enn sjást merki um þennan arf, til dæmis í beinum stuöningi kaþólsku kirkjunnar á Italiu viö hægriflokkinn, Kristilega demókrata. Þessi mál hafa þó verið aö breytast og tíl dæmis hefur sambúö jafnaöarmanna i Þýzkalandi viö kaþólsku kirkjuna fariö batnandi. Mót- mælendatórkjan þýzka hefur hins vegar ekki haft nein af- skipti af stjórnmálum. — Má búast viö samtökum kristinna jafnaöarmanna á tslandi eins og hinum Noröur- iöndunum? Mér er ekki kunnugt um hreyfingulþá átt, en ég mundi fagna þvi, ef kristnir jafn- aöarmenn á tslandi mynduöu meö sér einhvers konar sam- tök, og ég mundi veita þeim allan stuöning, sem ég má, sagöi Benedikt Gröndal aö lokum. — segir Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins ákvæöi stafaöi ekki af trúleysi, þvi aö I rööum frum- herja stefnunnar hér á landi var margt trúað fólk, en þaö hallaöist oft aö frlkirkjunni. Ef til vill hefur þaö veriö i samræmi viö andstööu þess gegn rikjandi þjóöfélagsöflum á öörum sviöum. Æ siöan hafa starfaö i rööum Alþýöuflokks- ins áhugamenn um kristna trú, þar á meðal margir prest- ar, en flokkurinn hefur I seinni tiö ekki haft annaö á stefnu- skrá sinni I þessum efnum en trúfrelsi. A Alþingi hefur flokkurinn oft stutt kristin sjónarmiö, til dæmis I sam- bandi viö grunnskólalögin. — Fara jafnaöarstefna og kristin trú saman? Já, þaö tel ég tvlmælalaust. Jafnaöarstefnan hefur aldrei gert trúleysiogandstööu gegn kristni og kirkju aö stefnuatr- iöi, og er að þessu leyti veiga- mikill munur á okkur og kommúnistum. Hugsjónin um frelsi, jafnrétti og bræöralag er aö sjálfsögðu náskyld kjarna kristinnar trúar. Tak- markiö aö jafna auöi milli rikra og fátækra, sjá fyrir sjúkum og öldruðum og tryggja jafnan rétt allra er aö sjálfsögöu i anda kristninnar. — Samt hefur verið hörö andstaöa milli jafnaöarmanna og kirkjunnar viöa um lönd. Hvernig samræmist þaö þess- um sjónarmiöum? Kirkjan sem þjóöfélags- stofnun hefiir ekki veriö full- komin frekar en önnur mann- anna verk. Fyrr á öldum söfn- uöust auöur og völd I hendur mörgum kirkjuhöföingjum og lengi vel leiddi þetta til þess, Kirkja og sósíalismi á kreppuárunum Norrænir kirkjusagnfræöingar halda reglulega þing þar sem flutt eru erindi um þær sagn- fræöilega rannsóknir, sem unniö er aö hverju sinni, og á þingi norrænna kirkjusagnfræöinga i Uppsölum I Sviþjóö áriö 1974 flutti Islendingur í fyrsta sinn erindi á þessum vettvangi. Þaö var séra Kolbeinn Þorleifs- son, sem flutti á þessu þingi er- indi, sem hann nefnir „Et kort- fattet overblik over forholdet mellem kristendommen og socialismen i Island 1925 — 35 til- lite meö „docentsagens” (1935-38) tilknytning hertíl.” Eins og nafnið ber meö sér f jallar Kol- beinn I þessu erindi um kristin- dóm og sósialisma á Islandi og tengir viö þaö efni sögu dósent- málsins svonefnda i guöfræöi- deildinni árin 1936 — 38. Þetta er- indi Kolbeins hefur nú veriö gefiB út sérprentaö i Sviþjóð — og öli erindi og umræöur um þau einnig I sérstakri bók. Alþýöublaöiö hafði tal af séra Kolbeini og spuröist fyrir um þetta þing kirkjusagnfræöinga. „Þetta þing fjallaði einkum um byrjunarrannsóknir i kirkjusögu kreppuáranna á Noröurlöndum, eöa á f jóröa áratug þessarar ald- ar, segir Kolbeinn. „A þessariráöstefnuvoru tekin til meöferðar efni frá öllum Norð- urlöndunum og var fjallaö ma. um nazistatimabiliö, Oxford- hreyfinguna, sósiaiismann og ýmsa áberandi sértrúarflokka, svo sem Hvltasunnusöfnuöinn og Hjálpræðisherin n.” — Varst þú eini islenzki þátt- takandinn? „Já, og erindi mitt mun hafa veriö hiö fyrsta, sem flutt hefur verið af tsiendingi á þessum vett- vangi. Samtök norrænna kirkju- sagnfræöinga er hreyfing sem fjallar á sagnfræöilegan og vis- indalegan hátt um hin ýmsu vandamál kirkjunnar, og þar sitja ekki aðeins starfandi klerk- ar eöa biskupar, heldur einnig sagnfræöingar og leikmenn. Þetta erindi mitt hefur nú veriö gefiö út sérprentaö, en einnig hafa önnur erindi á þessari ráö- stefnu veriö gefin út á þann hátt, svo og þykk bók, 170 slöur, þar sem er aö fmna öil erindi, sem flutt voru á þinginu og þær um- ræöur sem um þau uröu.” — BS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.