Alþýðublaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 9
8 OB ÝMSUM ATTUM
Miðvikudagur 18. ágúst 1976 biað?A
sssr Miðvikudagur 18. ágúst 1976
9
Vopn
í Færeyjum
Færeyingar eru mjög andvigir
hverskonar vopnaburöi og hafa
hina mestu skömm á tiltektum
danska hersins á færeyskri
grund. Þannig samþykkti
færeyska lögþingiB áriö 1970, aö
hvorki skyldu vera hermenn frá
NATO eða vopn i Færeyjum.
Nú hefur jafnaðarmannablaöiö
Sósialurin upplýst, að eigi að
siöur séu geymd vopn i stööinni I
Sornfelli, og birtir mynd af til
sönnunar.
Talsverðar umræður hafa orðiö
um þetta mál i færeyskum
blöðum og lögmaður Færeyja,
Atli Dam, hefur knúið fast á
stjórnvöld Danmerkur, að fyrr-
nefnd samþykkt Lög þingsins
verði tafarlaust látin taka gildi.
Einhver umsvif munu vera um,
að hrinda málinu i framkvæmd,
en danska stjórnin er hins vegar
ekki ljúf i taumi, finnst Færeying-
um. Þeir hafa enn á ný krafizt
þess að öll vopn veröi flutt á brott
frá Færeyjum.
„SÍS, Fram-
sókn og
hermangið”
í vikulegum þætti Þjóðviljans
„A þriðjudegi” I gær er gerö
hatrömm atlaga að samvinnu-
hreyfingunni og Framsóknar-
flokknum. Þessar stofnanir eru
sakaðar um hverskonar
hermang. Undir þessari grein er
starfurinn A, en ekki kunnum viö
deili á höfundi.
í greininni segir meðal annars:
„Vöxtur samvinnuhreyfingar-
innar á siðustu áratugum hefur
þvi miður veriö annarrar teg-
undar en hin upphaflega barátta.
1 stað þess aö vera áfram brjóst-
vörn bænda og verkalýðs i alhliða
kjarabaráttu hefur samvinnu-
hreyfingin i æ rikari mæli gengiö
til liðs við atvinnurekendavaldið
á Islandi. 1 rúma áratug hefur
Vinnumálasamband samvinnu-
félaga staðið viö hliðina á Vinnu-
veitendasambandinu sem for-
stjóri samvinnufélags bænda á
Suðurlandi veitir nú forstöðu.
Flestir stjórnendur samvinnu-
hreyfingarinnar hafa gerzt lags-
menn fjármálasnillinga og viö-
skiptajöfra ihaldsaflanna og sitja
nú við hlið þeirra i finustu reglum
og klúbbum þessa lands.
Fráhvarfiö frá fylkingu
alþýðunnar ogdaglegu lifi hennar
er aðeins önnur hliðin á öfug-
þroun samvinnuhreyfingarinnar
á siðustu áratugum. A vettvangi
hins efnahagslega sjálfstæðis
hafa einnig komið brestir i upp-
haflegan tilgang samvinnustarfs-
ins. Fyrirtæki samvinnuhreyf-
ingarinnar hafa jafnt og þétt
verið hneppt i fjötra hernámsvið-
skipta. Gróðinn af dvöl banda-
riska hersins er orðinn meirihátt-
ar þáttur i afkomu Sambandsins
og dótturfyrirtækja þess. 1 staö
þess að vera I fararbroddi barátt-
unnar fyrir efnahagslegu sjálf-
stæði er islenzka samvinnu hreyf-
ingin orðin fangi hermangsins.
Þaö er nauðsynlegt að þessi
herleiðing samvinnuhreyfingar-
innar sé tekin til umræðu, bæði
vegna afleiðingar hennar fyrir
samvinnustarfið og eins'vegna á-
hrifa hennar á raunverulega
stefnu Framsóknarflokksins.
Meðan hermagnið er gróöalind
SIS mun Framsóknarflokkurinn
ætið svikja allar yfirlýsingar um
brottför hersins. Bústjórar
Maddömunnar skera ekki
mjólkurkúna.”
Nokkru síðar segir:
„Byggingar flugskýla, flug-
brauta, ibúðarblokka, verkstæöa,
geymsluhúsa, skóla iróttamann-
virkja og sjúkrahúsa á herstöö-
inni á Reykjanesi hafa ekki verið
eina gróðalind samvinnuhreyf-
ingarinnar í hermangi eftirstriðs-
áranna. öflugasta dótturfyrir-
tæki Sambandsins, Esso-umboðið
á Islandi, hefur um langan aldur
haft einkaleyfi á sölu á oliu og
bensini til hersins. Er af þvi
einkaleyfi stórbrotin saga mikils
gróða og umfangsmesta fjár-
málasvindls sem enn hefur veriö
getið um i tlðindaskrá lands og
þjóðar.
Um árabil hefur Esso skilað
margmilljóna gróða sem aö nær
ölluleyti hefur veriðgrundvallað-
ur á oliubomu og benzindrifnu
hermangi. Stærstum hluta þessa
gróða hefur svo verið beint til
Sambandsins og einstakra kaup-
félaga sem hafa hagnýtt hann til
ýmissa verka. Nokkur hluti hefur
einnig farið til uppbyggingar
Esso-umboðsins og reksturs
Framsóknarflokksins, einkum til
að styrkja Timann þegar þröngt
hefur verið I búi h já fjármálasén-
iinu á bænum þeim. Ollugróðinn
úr hermanginu hefur þannig
streymt um fjölmargar æðar
samvinnuhreyfingarinnar i land-
inu.
Auk hinnar umsvifamiklu
verktakastarfsemi og oliusölu
Sambandsins til hersins hefur
skipareksturinn einnig notið góðs
af viðskiptum við herinn.
Fiutningar á oh'u og bensini frá
birgðastöðvum til herstöðvar-
innar hafa skapað skipakosti
samvinnuhreyfingarinnar árviss-
ar tekjur sem greinilega hafa
verið taldar dýrmætar og stuölað
að öruggari rekstrarafkomu.”
1 lok greinarinnar segir:
„Þegar hin fjölþættu viðskipti
samvinnuhreyfingarinnar við
herinn eru höfð i huga — vafa-
samt er að nokkur annar
rekstraraðili i landinu græði
meira á hernum en SÍS og dóttur-
fyrirtæki þess — verður skiljan-
legt hvi Framsóknarflokkurinn
svikur ætið öll loforð um brottför
hersins og hve auðveldlega for-
ráðamenn flokksins tóku upp
stefnu hins aukna hermangs við
valdatöku núverandi helminga-
skiptastjórnar. Aukinn hergróöi
SÍS skapaði Framsóknarflokkn-
um gildari framlög I flokkssjóö”.
—AG—
Þriðjudagur 17. dgiiat 1976 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 7
Nýbygging Esso
Framsóknarflokksins viA RauAarárstlg
■ngu samvinnuhreyfingarinnar. Hcrboftakapur strlftskynslOft- Aukrhi*f--
A tlmum helmingaskipta arinnar I íorystu samyinn^rd.'^/ . - • ' j'r
Framsóknarflokks og SJálf- hreyfiníariiv-n - • .<* J ■ - •
atmftiafloklr* »• • l 1 - , í-"
fj
>ohafi þjónaði U
þjónafti islenska
p*Y/ingin tviþætt-
V. "
hernámsvibskipta. Gróftinn af
dvöl bandarlska hersins er orft-
inn meiribáttar þáttur t afkomu
-c*a,k<iiilaiii« na liAtlnrfvrir.
-v
HHHHI
Villidýr Afriku eru nú á fallanda fæti. Þótt ótrúlegt megi virðast er
taumlaus veiðimennska nú búin að valda þvi að dýrariki Vestur-Afriku,
jjsem i eina tið þótti hið fjölskrúðugasta i heimi, eru nú i tortimingarhættu.
Og riki Austur-Afriku ættu nú að skilja fyrr en skellur i tönnum. Sum
jþeirra hafa nú skilið, og boðið annaðhvort algert veiðibann, eða sett mjög
harðar og ákveðnar reglur um dýraveiðar.
BLÓÐBAÐ í FRUM-
SKÓGUNUM ÞRATT
FYRIR VEIÐIBANN
Sá timi er liðinn, að hvlti
maðurinn geti lagt leið sína
til Afriku hlaðinn vistum og
vopnum, ráðið þar innfædda
aðstoðarmenn, og leitað
ævintýra llfs sins við að
skjóta risastór villidýr, —
fila, Ijón eða nashyrninga,
veiðigleðinnar einnar vegna.
Hin ungu riki I Afrlku hafa
þegar fjallað um þessa
hættu, sem dýrallfi álfunnar
stafar af sportmennsku af
þessu tagi, leyfilegri eða
óleyfilegri. Bæði er það að
þau vilja gjarnan binda endi
á þessa veiðimennsku vegna
þess aðdýrallfið erihættu og
eins vegna þess að slik veiði-
mennska er sifeilt tákn og
minnisvarði um nýlenduár-
in.
En þau eru i vanda, þvi
ferðamennskan grundvallast
að verulegu leyti á veiöiferð-
um, og móttaka ferðamanna
er orðinnsnar þáttur I gjald-
eyrisöflun margra þessara
rikja. Ráðamenn þeirra
standa þvi milli steins og
sleggju þegar taka skal
ákvörðun um að hve miklu
ieyti binda skal endi á villi-
dýraveiðar.
Verndun dýralifsins skipt-
ir mestu máli i Tanzanlu,
Zaire og Tnaganyaka, og
þessi þrjú riki hafa náð sam-
stöðu með nokkrum öðrum
um algert veiðibann.
Gjaldeyrisöflunin hefur
hins vegar vegið svo þungt á
metaskálunum I Kenya, að
stjórnin þar hefur hikað við
ákvarðanir um bann. Þess I
stað hefur verið reynt að
fara inn á braut takmark-
aðra veiðiheimilda, svo sem
eins og að leyfa veiðar á til-
teknum svæðum undir eftir-
liti opinberra starfsmanna,
(sem veiðimennirnir verða
að greiða fyrir) og með
kvóta, likt og verið hefur um
hreindýraveiði hér á landi.
Boðum ekki hlýtt
Þýzka vikuritið Spiegei
skýrir frá þessu nýverið, og
þar er fullyrt aöbanni þessu
sé ekki hlýtt. Vestur-Þjóð—
verjinn Kuno Kalchreuter,
sem hefur kennt um árabil i
stofnun þeirri, sem hefur
haft með málefni dýrallfs að
gera I Mweka i Tanzaniu,
hefur reiknaö út, að eftir að
algert veiðibann var sett á
hefur meira verið feUt af
viUidýrum en fyrir daga
Enn eitt risadýrið er fallið. Ferðamaðurinn
heim í tjald sitt og fær sér glas. Hinir innfæddu
ur fenginn.
bannsins. Það er nánast úti-
lokað að hafa auga með
öllum hinum viðáttumiklu
svæðum, þar sem veiðarnar
eiga sér stað, og það hagnýta
sér jafnt leyniskyttur og
skipuleggjendur ólöglegra
safair-veiðiferða. Og fyrir
réttan skilding er alltaf hægt
að fá innfædda hjálparmenn,
sem ekki láta vita.
Bannið hefur að s jálfsögðu
einnig I för með sér aukið
álag og aukna sókn I þau
veiðisvæði, sem heimilt er að
sækja á — tU dæmis i Kenya
— og það setur dýrastofna
þe ss rlkis i aukna hættu.
En bannið þarf ekki endi-
lega að hafa i för með sér
samdrátt i móttöku ferða-
manna, sé rétt haldiö á spU-
unum. Það getur verið sitt-
hvað annað sem menn sækj-
ast eftir. Og hinar óleyfUegu
veiðiferðir gera hinum
„stóra hvita veiöimanni”
erfitt um vik vUji hann ferð-
ast um að hætti nýlenduherr-
anna, meö fjölmennt lið
hjálpar- og burðarmanna.
Stærsta austur-afrlska
safari-ferðaskrifstofan, Ker,
Down & Selby, býöur viö-
skiptavinum slnum ekki að-
fer sæll og glaður
sjá um að búta nið-
eins tU ráðstöfunar stórt lið
þjálfaðra aðstoðarmanna og
hraustra burðarmanna,
heldur fá þeir einnig með sér
damask dúka og kost til að
njóta veitinga úti I guðs
grænni náttúrunni — og
nokkrar ferðaskrifstof ur
hafa meira að segja boðiö
hinum hvitu veiðimönnum
„leiðsögufólk” af báðum
kynjum, til að stytta þeim
stundirnar á löngum nóttum.
En sk ipulegg jend ur
safari-ferðanna hafa nú búið
sig undir kreppu — og sumir
reyna þvi nýjar leiðir tU að
laða ævintýramenn og konur
tU Afrlku. i stað þess að
skjóta dýrin með voidugum
veiðirifflum er fólki nú gef-
inn kostur á að skjóta þau
með Unsum Ijósmynda og
kvikmyndavéla.
En það hentar þó ekki
þeim byssuglöðu. Þegar
vUlimerkur Austur-Afriku og
Vestur-Afriku lokast þeim
leggja þeir land undir fót,
eins og einn vestur-þýskur,
sem Spiegel hafði spurnir af.
Sá færðisig um fet, fór suöur
til Ródesíu, þar sem hann
fær að skjóta að vUd, og fær
meira að segja greitt fyrir
bráðina. En þar drepur hann
ekki ljón eða fUa, heldur þel-
dökkar þjóðfrelsishetjur, og
fær greitt frá Ian Smith fyrir
hverja fellda bráö. —BS
W
IJ
Það hefur kostað þessa finu frú milli 75 — 90 þúsund krónur á dag
hvern dag veiðiferðarinnar að geta notið þeirrar blóðugu nautnar
að sitja klofvega á dauðum fil.
„Hinir stóru hvitu veiðimenn” færa innfæddum gjaldeyri, en ört
hverfandi villidýrastofnum útrýmingarhættu.