Alþýðublaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 7
alþýóu-
biadið Miðvikudagur 18. ágúst 1976
GAMLA FÓLKIÐ, SEM ER VEIKT!
Hvað verður um það?
Grein þessa hefur
Gisli Sigurbjömsson,
forstöðumaður Elli- og
hjúkrunarheimilisins
Grundar, ritað fyrir
Alþýðublaðið.
Fyrirsögn þessarar greinar er
skýr og er ekki um aö villast
hvert efni hennar er — en hitt er
svo annað mál, hvort lesand-
inn les lengra.
Hér er um eitt af þessum
„leiðinlegu vandræðamálum”
að ræða, sem helst enginn vill
skipta sér af og þess vegna eru
svo margir i vanda með sig og
sina.
Arum saman hefur verið bent
á, i ræðu og riti, að mesta vand-
amálið i ellinni er öryggið og
hafa einhvern til þess að hjálpa
þegar mest er aðkallandi. Um
slikt má helst ekki tala. Þetta
kemur allt á sinum tima — og ég
sé um mig þegar þar að kemur.
Þannig hafa menn hugsað og
hugsa flestir enn.
Nefndir hafa verið skipaöar,
sumar hafa tekið máliö alvar-
lega og gert samþykktir — sem
svo voru sviknar. Þannig hfur
þetta gengið árum saman. 1
hvert skipti og kosningar eru i
nánd, þá er rokið upp til handa
og fóta. Nefndir skipaðar, en i
þetta skipti eru hafnar fram-
kvæmdir viða á landinu og er
verið að reisa elliheimili — i
Reykjavik tvö — enda á borgin
ekkert. Þá er verið að breyta
Hafnarbúðum i langlegudeild
frá Borgarsjúkrahúsinu og á
gamla fólkið að komast þar aö.
Hrafnistumenn hafa hafiö fram-
kvæmdir 1 Hafnarfirði / Garða-
bæogverður rúm hjá þeim fyrir
240 manns. Sjúkradeild verður
þar. Staðirnir eru 10 eöa 12, þar
sem elliheimili eiga að risa á
næstu árum og er ekki nema
gott eitt um það að segja, en
kapp er best með forsjá og þess-
ir fjörkippir, sem koma, einnig
vegna þess að rikissjóður átti aö
greiða 30% af stofnkostnaði,
verða dýrir þegar til fram-
kvæmda kemur, en þó dýrastir,
þegar starfrækja á elliheimilin
að ég held.
Hvert á að fara meö konuna?
Hún hafði legið á sjúkrahúsi —
veriö i heimahúsum áður
mánuðum saman, en datt og
meiddist — þá var hægt að koma
henni inn á sjúkrahús, en nú
voru meiðslin gróin og það varð
að taka hana aftur. Við getum
ekkert meira gert, hún veröur
aðeins að liggja i rúminu, en
fyrir hana er ekkert pláss á
sjúkrahúsi. Margur leitar til
okkar á Grund. Við höfum 364
pláss — þar af megin hlutann
veikt og lasburða fólk, meðal-
aldur yfir 80 ár. 1 Asi / Ásbyrgi I
Hveragerði eru 195 manns —
meiri hlutinn aldraö fólk, sem
fær pláss á sjúkradeildinni
okkar á Grund þegar með þarf.
Þess vegna eru sjúkradeildirnar
eingöngu notaðar fyrir fólk á
stofnunum sjálfum. Við getum
komið sjúklingum á sjúkrahús
frá okkur þegar á þarf að halda,
enda tökum við þá aftur tií
okkar að lokinni sjúkra-
hússdvöl.
ídagkom kona og óskaði eftir
plássi fyrir föður sinn, sem er
um nirætt. Ég held að konan
hafi ekki skilið hvaö ég sagði.
Henni fannst svo fráleitt, aö
hvergi væri pláss fyrir föður
hennar, niræðan heiðursmann,
sem á langri ævi hafði unniö
landi og þjóð af dugnaði og
fyrirhyggju. Nú var honum
ofaukið. En þegar ég bað hana
um að fara til ráöamanna, ráð-
herra, borgarstjóra, landlæknis
eða borgarlæknis, þá vildi hún
ekki sinna þvi neinu. Ótal
sinnum hefi ég hvatt fólk til þess
að tala viö áðurnefnda ráða-
menn vegna þess, að ég tel lifs-
nauðsyn að þeir skilji og vití
hversu alvarlegt vandamáliö er.
Skipulagsleysið er óskaplegt og
óafsakanlegt. Tilgangslaust
með öllu að gera tillögur til
úrbóta. Grein þessier skrifuð að
beiðni Alþýðublaðsins, sem
virðist nú vera að fá áhuga á
þessum málum, likt og áður
var, þegar V.S.V., Vilhjálmur S.
Vilhjálmsson.starfaði við blaðið
— og ber vissulega að fagna þvi.
Verið er að reisa mörg elli-
heimili i landinu — sum þeirra
eiga aö hafa rúm fyrir sjúk-
linga. Þá eru margar búðir fyr ir
aldraða að komast upp og enn
fleiri eru á byrjunarstigi.
Verður þvi ekki skortur á plássi
á elliheimilum eftir nokkur ár,
en vandamál þeirra, sem sjúkir
og aldraðir eru, þar er sorgar-
sagan. Veikt fólk, ungt eða
gamalt, þarf að komast á
sjúkrahús, þegar nauðsyn
krefúr. A sjúkrahúsum er að
sjálfsögðu margt eldra fólk,
sumsstaðar 20-30% af öllum
plássum. En samt er það ekki
nægilegt, vegna þess að öldruðu
fólki fjölgar hlutfallslega meira
en öðrum aldursflokkum og
þegar aldurinn færist yfir þá
bilar heilsan oft og tiðum. Um
þessar staðreyndir er ekki
deilt. Um hitt eru menn ekki
sammála hvernig freista skuli
að leysa vandann. Ég tel fyrir
mitt leyti alveg tvimælalaust
bestu lausnina vera þá, sem
nefnd skipuð af borgar-
stjóranum i Reykjavik gerði á
sinum tlma, en nefndin lagöi til,
að keypt væri og flutt inn tilbúið
hús, sem hefði rúm fyrir 40 s júk-
linga og átti húsið, aö vera reist
á lóð Borgarsjúkrahússins og
verða starfrækt frá þvi. Þetta
var samþykkt, en ekki fram-
kvæmt. Langlegudeildir fyrir
aldrað fólk og aðra, starfræktar
ibeinu sambandi við sjúkrahús,
er sú leið, sem nú er verið að
fara annars staðar og verður
auðvitað einnig farin hér — en
hvenær — það er spurning, sem
ekki er hægt að svara. Mér
finnst svo litill áhugi vera á
þessu öllu, aö stundum fer
maður að örvænta, hvað veröur
um allt þetta blessaöa gamla
fólk þegar það verður veikt og
þarf að komast á sjúkrahús.
Ef einhver, sem lesið hefur
greinina hefur áhuga á þessu
mikla vandamáli, væri mér
ánægja, að hann eða hún hringdi
eða kæmi til skrafs og ráða-
gerða.
Gisli Sigurbjörnuan
Sterk sýning í Gallerí Súm
A finum sandinum framan við iistaverkin má sjá blóðsletturnar, sem væntaniega er ætlað að
auka á spennu þessarar pólitisku uppstillingar, sem sýningin i heild er.
Þetta er málvcrk af fjármálaráðherra, Matthíasi A. Mathiesen.
Myndlistarsýning
Sigurðar Þóris Sig-
urðssonar i Galleri
SÚM er að þvi leyti sér-
stök, að þar er um að
ræða fyrstu hápólitisku
myndlistasýningu, sem
sett hefur verið upp á
íslandi. Listamaðurinn
tekur fyrir vandamál
íslenzku þjóðarinnar á
liðandi stund, sem
hann telur að rekja
megi til þeirra, sem
með valdið fara,
stjórnmálamannanna.
Samkvæmt skoðunum
listamannsins eru
stjórnmálamennirnir
fulltrúar auðvalds-
skipulagsins, sem hér
rikir. Þessir fulltrúar
fá siðan gæðastimpil
fyrir hugsjónir og
baráttu, sem miðar að
þvi, að blekkja al-
menning og beina sjón-
um hans frá raunveru-
legum vandamálum og
að hégómaskap.
1 sérstöku bréfi til sýningar-
gesta segir svo: „A Islandi er
stéttaþjóðfélag þar sem auð-
stéttin er rikjandi. Þessi stétt á
sér menningu, sem þjónar henn-
ar hagsmunum og er það sú
menning, sem haldið er mest á
lofti af islenskum fjölmiðlum. 1
hinni borgaralegu list er lögð
aðaláhersla á formið á kostnaö
innihaldsins. En vissulega er
hin borgaralega list ekki inni-
haldslaus. Hennar innihald er
að dreifa huga fólks frá barátt-
unni. í list alþýðunnar er inni-
haldið hins vegar aðalatriðið.
Listin er eitt af baráttutækjun-
um gegn kúgaranum.”
1 upphafi bréfsins segir á
þessa leið: „Það má öllum vera
ljóst að islenskir valdhafar,
auðstéttin, er stöðugt að styrkja
stöðu sina. Hlaðið er undir þá
riku á kostnað verkafólks. Vald-
hafarnir skirrast ekki við að
beita fyrir sig dómsvaldi og lög-
reglu til framdráttar hagsmun-
um sinum. Réttarsaga tslands
er gleggsta vitnið þessu til sönn-
unar. Það er einnig ljóst að
islenskt auðvald stendur ekki
óstutt að þessari þróun, til þess
nýtur það stuðnings heims-
kapitalismans. Samanber
aukna aðsókn auðhringa til arö-
ráns á tslandi.”
Sigurður Þórir Sigurðsson er
fæddur 31. mars 1948 i Reykja-
vik. Hann stundaði nám við
Myndlista- og handiðaskóla
tslands 1968 til 1971 en er nú við
nám við Akademiuna i Kaup-
mannahöfn. Þetta er fyrsta
einkasýning Sigurðar, en hann
hefur áður tekið bátt i samsýn-
ingum bæði hér heima og i
Kaupmannahöfn.
Hver svo sem afstaða manna
kann að vera til boðskaparins er
sýningin vel þess virði að á hana
sé litiö, þótt ekki væri nema af
sögulegum ástæðum einum.
—BJ
1