Alþýðublaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 5
Föstudagur 3. september 1976 VIDHORF 5 íslenskubœttir Albyðublaðsins eftir Guðna Kolbeinsson Fram til þessa hafa Islensku- þættirnir hér i blaðinu byggst nær eingöngu á efni sem áður hefur verið flutt i útvarpi. En nú verður breyting á og munu þættirnir hér eftir verða samdir sérstaklega fyrir Alþýðublaðiö. Ætlunin er að reyna að hafa tvo þætti I viku hverri, á þriðjudög- um og föstudögum. Það gefur auga leið að erfitt er að fjalla um efni af þessu tagi án aðstoðar lesenda. Þvl er það ósk og von umsjónarmanns þessara þátta að lesendur láti ekki sitt eftir liggja og sendi á- bendingar sinar og fyrirspurnir til blaösins. Veröur siðan reynt að fjalla um þær eftir þvi sem þekking og kunnátta endist til. 1 þessum fyrsta „frumbirt- ingi” verður tlnt til smáræði úr ýmsum áttum. Fyrir tæpum mánuði birtist i Morgunblaðinu auglýsing sem hófst með þéssum orðum: „Aðili, sem er að flytjast er- lendis, ...” Þarna er tvennt at- hugavert; annars vegar oröiö aðili, sem mjög er ofnotað nú, og hins vegar aö flytjast erlend- is.Engin ástæða er til að nota hér hiö margþvælda orð aðili. Þess I stað má einfaldlega segja maðurogfer mun betur á þvi. Orðið erlendismerkir utanlands eöa i útlöndum og felur i sér dvöl. Þvi veröur að teljastrangt að tala um að flytjast erlendis; fólk flyst utan eöa til útlanda. f Timanum á þriðjudaginn var skýrt frá bvi að kunnur Fróðleiks- molar frá Sovét Fastar áætlunarsigling- ar milli Riga og Antwerpen Moskvu (APN). Sérbyggt sovéskt flutningaskip frá lett- neska skipafélaginu er nú 1 reglu- legum siglingum milli Riga og Antwerpen og er farmurinn um það bil 600 sovéskir bilar. Þar meö stundar Lettneska skipafé- lagið orðið siglingar á 10 föstum leiöum, þar af 6 með gáma- flutninga- og sérsmiöuöum skip- um milli Riga og Ventspils I Lett- landi og hafna I Bretlandi, Frakk- landi, Austur-Þýzkalandi, Portú- gal og fl. löndum. Andsegulmagnað skip Moskvu (APN).Eina algerlega andsegulmagnaöa skip i heimi, sovéska skonnortan Sarja, fifór fyrir nokkru frá Leningrad I 17. ferð sina, tiu vikna leiðangur um Eystrasalt og Norðursjó. Leiðangursstjóri er Juri Sidorov, og tilgangur ferðarinnar er að rannsaka breytingar I segulsviði jarðar á hafsbotni svo og að reyna ný tæki til nákvæmnismælinga. TRCL'OFUNARHRINGAR - > Fljót afgreiösla. * Sendum gegn póstkröfu GUÐM. ÞORSTEINSSON gullsmiður, Bankastr. 12 körfukriatyeiksmaður hygðist hætta að leika með félagi sinu og ætlaði ,,að helga llfi sinu guði”. — Sögnin að helga tekur með sér tvenns konar andlag: þolfall og þágufall (að helga eitthvað eöa helga einhverjum eitthvaö)» hagar sér sem sagt i þessu efni eins og sögnin gefa. Þvi heföi verið rétt að segja um þessa háleitu ætlun Iþ-ótta- mannsins aöhann heföi ihyggju að helga lff sittguöi. Allalgengt er I ræðu og riti að fornöfn eða sagnir, sem visa til frumlagsins, séu ekki i sömu persónu og / eða tölu og frum- lagið. Gerist þetta einkum ef nokkur orð eru á milli. Dæmi þessa var i Visi á föstudaginn. Þar sagöi svo: „Þaö má segja að um áratugihafi um helming- ur rikisstjórna verið valdir utan þings, ....” Betra væri að kom- ast svo að oröi að helmingur rikisstjórna hafi verið valinn. Auk þess færi að minum dómi betur á að segja um áratuga skeið, áratugum saman eða I áratugiTstáö um áratugi. Margt hefur verið rætt og rit- að um hina illræmdu þágufalls- sýki og hefur tekist að hefta út- breiöslu hennar svo, að hún mun nú á undanhaldi —og er það vel. En dcki mega menn vera svo hræddir við að smitast að þeir hætti aö nota þágufall þar sem það á við. 1 lesendabréfi i Visi á föstudaginn stóð þessi klausa: „Samkvæmt sjónvarpinu voru aðeins 2500 áhorfendur að leikn- um og hefur sjálfsagt marga boöið i grun hvert ástand vallar- insværi...” —Enrétt er taliðað nota þágufall með sögninni bjóða I samböndum sem þessu : sjálfsagt hefur mörgum boðið i grun. Að síðustu ein klausa úr titt- nefndu föstudagsblaði Vísis: „Listasafn íslands hyggst gang- ast fyrir fimm fræðsluhópum i listasögu á þessu hausti.” — Fræösluhópur er i sjálfu all- sæmilegt orð, en ekki er gott að tala um að gangast fyrir fræðsluhópum. Skárra væri að tala um að gangast fyrir nám- skeiðum eða halda námskeið, enda er næsta málsgrein frétt- arinnar I Visi á þessa leið: „Fyrsta námskeiöið hefst 15. september nk.” AÐ GANGAST FYRIR FRÆÐSLUHÓPUM Fyrsta bankaútibiHó í GARÐAB- veróur opnaö 3. sept. 1976 ÖLLINNLEND BANKAVIÐSKIPTI AFGREIÐSLUTIMI KL.13-18.30 —■ r ÍBIJNAÐARBANKI ÍSLANDS ÚTIBÚ GARÐABÆ SÍMI53944

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.