Alþýðublaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 7
7 alþýðu- biaöið Föstudagur 3. september 1976 „Nei, það held ég ekki, nema siður sé. Hinsvegar leyfa þeir sér ekki sumt af þvi, sem menn urðu að þola t.d. á kreppuárunum, þegar hægt var að beita menn at- vinn'ukúgun og öðru sliku.” — Er það ekki dáh’tið skemmti- leg tilviljun fyrir þig að fæðast sama ár og Alþýðusamband Is- lands er stofnað? ,,Jú, ég get ekki neitað þvi. Mér finnst árið 1916 vera mjög merki- legt ár fyrir margra hluta sakir. Þáer ASl stofnað, Alþýðuflokkur- inn og Framsóknarflokkurinn.” Þá brosti Björnogbætti við: „Nú svo fæddustýmsir merkir menn á þessu ári, ss. núverandi forseti Hannibal og Björn, fyrrverandi og núverandi forsetar ASt og verka- tslands, Kristján Eldjárn.” lýðsleiðtogar Samningar eru að lokum undirritaöir Ég rifja upp þessa nýliðnu sögu á afmæli Björns, af þvi að hún sýnir betur en valin lofs- yrði, hve miklum manndómi hann býr yfir og á hverju hann byggði örlagarika ákvörðun i lifi sinu. Það þarf hugrekki til að skipta um stjórnmálaflokk, þegar um forustumenn er aö ræða, sem verða að gera það fyrir opnum tjöldum og þola opinbera gagnrýni og árásir fyrir. Reynslan hefur þegar sýnt og á vonandi eftir að sýna enn frekar, að ákvörðun Björns var viturleg og farsæl, fyrir hann, fyrir Alþýðusambandið og fyrir Alþýðuflokkinn. Björn er fyrir löngu þrautreyndur stjórnmálamað- ur, sem þekkir völundarhús kjara- og valdabaráttunnar i þessu landi út og inn. Hann hef- ur sýnt vaxandi viðsýni ogá sið- ustu árum stýrt baráttu laun- þega af hófsemd, ábyrgð og hyggindum, sem ég efast ekki um, að allir aðilar viðurkenni. Jafnframt hefur hann leitað stuönings þeirra stjórnmála- afla, sem frá upphafi hafa stutt verkalýðshreyfinguna, og þann- ig stuðlað að einingu og styrk. Einnig hefur hann af skilningi haldið saman stjórn Alþýðu- sambandsins, sem er skipuð fólki úr öllum flokkum, og hann metur mikils það samstarf. Kynni okkar Björns hófust ekki að marki, fyrr en á siðustu árum, i þeim stjórnmálaatburð- um, er rifjaðir voru upp að ofan. Þau kynni hafa verið mjög ánægjuleg og góð. Björn var kjörinn ritari Alþýðuflokksins á siðasta flokksþingi og samstarf hans við annað forustufólk verkalýðsfélaga i flokknum hef- ur verið ágætt og styrkt stöðu þess. Hann hefur reynzt glögg- ur og ráðhollur og á virkan þátt i þvi,að Alþýðuflokkurinn ernúá uppleið. Sagan á þaö til aö endurtaka sig, og getur vel svo farið.að Alþýðuflokkurinn verði fyrren flesta grunar hið sterka sameiningarafl lýðræðissinn- aðra launþega á íslandi. Björn Jónsson á langan starfsdag framundan, en skipar nú eitt þýðingarmesta starf þjóðarbúsins. Hann undirbýr þessa dagana voldugt alþýðu- sambandsþing, hefur lagt hug- ann við mótun fyrstu heildar stefnuskrár Alþýðusambands- ins siðan það var skilið frá Alþýðuflokknum. Hugur hans er allur við að styrkja islenzka alþýðuhreyfingu og gera hana öfluga heild. Félagar Björns i Alþýðu- flokknum senda honum beztu hamingjukveðjur á sextugs- afmælinu og óska honum alls góðs i þeim veigamiklu ábyrgðarstörfum, er á herðar hans falla. Benedikt Gröndal Verkalýðshreyf- ingin er sterk — Hver er staða ASt i dag? . „,Ég hef sagt það einhvers- staðar áður, að verkalýðs- hreyfingin þekkir ekki sitt afl. Ég held að hreyfingin hafi aldrei verið jafn sterk sem I dag. Hitt er svo annað mál hvernig hún not- færir sér þennan styrk. Það fer eftir þvi hvort forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar tekst að skapa einingu og samstöðu í baráttunni.” — Hver veröa helztu verkefni ASl þingsins nú i haust? „Það er óhætt að segja að þetta eru allt stórmál, sem verða til umræðu. Stefnuskráin verður eitt aðalmál þingsins, en þar er lögö mikil áherzia á viðtæka samstöðu hreyfingarinnar. Þá veröa kjara- málin og efnahagsmálin rædd, vinnulöggjöfin, lifeyrissjóðirnir o.fl. Astandið i kjaramálunum er þannig nú, að það hlýtur að leiða til mjög harðra átaka. Þingið f haust er undirbúningur fyrir þau átök sem óhjákvæmilega ver&a.” Heill þér sextugum — Alþýðublaöið sendir Birni Jónssyni, konu hans Þórgunni Sveinsdóttur, fjórum börnum þeirra og sjö barnabörnum, inni- legustu afmælisóskir í tilefni dagsins. —BJ — Hvernig hefur þér fúndizt að starfa sem forseti ASÍ? „Það hefur verið mjög ánægju- legt, ekki sízt vegna þess að þar hafa verið mjög hæfir samstarfs- menn, bæði i miðstjórninni og starfsliði Alþýðusambandsins.” 1. leikvika — leikir 28. ágúst 1976. Vinningsröð: 11 X — 2 XX — XXX — IX 1 1. VINNINGUR: 10 réttir — kr. 202.000.00: 31311 2. VINNINGUR: 9 réttir — kr. 5.700.00: 2670 30637+ 30669+ 30954+ 31117 40095 40302+ 3529+ 30656 30954+ 30965+' 40095 40302+ 53943F 6088 +nafnlaus F: 10 vikna seðill Kærufrestur er til 20. sept. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og aðalskrifstof- unni. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða tekn- ar til greina. Vinningar fyrir 1. leikviku verða póstlagðir eftir 21. sept. Handhafar nafnlausra seðla verða að framvisa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heim- ilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — tþrótta miðstöðin — REYKJAVÍK Tölvari Staða tölvara við tölvudeild Borgarspit- alann er laus til umsóknar. Laun samkv. kjarasamningum borgar- starfsmanna. Frekari upplýsingar gefur yfirmaður deildarinnar. Umsóknir, á þar til gerðum eyðu- blöðum, skulu sendar sama aðila fyrir 15. sept. n.k. Reykjavik 1. sept. 1976, Borgarspitalinn. Ofnasmiðja Suðurnesja h.f. Viljum bæta við vönum rafsuðu- og log- suðumönnum til ofnasmiði. Góður vinnu- timi og gott kaup fyrir reglusama menn. Ofnasmiðja Suðurnesja h.f. Vatnsnesvegi 12, Keflavik, simi 2822. Auglýsing um innheimtu þinggjalda i Hafnarfirði, Garðakaupstað og Kjósa- sýslu. Hér með er skorað á þá gjaldendur i Hafnarfirði, Garðakaupstað og Kjósar- sýslu er ennþá skulda þinggjöld, að gera full skil hingað til skirfstofunnar að Strandgötu 31, Hafnarfirði, hið fyrsta, svo komizt verði hjá kostnaði og óþægindum i sambandi við innheimtu skattanna. Lögtök verða hafin 1. september 1976. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði og Garðakaupstað. Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu. Saumakonur - Sníðakonur Okkur vantar vanar saumakonur strax. Einnig konu á sniðastofu. Módel Magasin h/f Tunguhálsi 9, simi 85020

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.