Alþýðublaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 12
12 FRA MORGNI... Föstudagur 3. september 1976 Aðvörun um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti Samkvæmt kröfu tollstjórans i Reykjavik og heimild i lögum nr. 10, 22. mars 1960, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér i umdæminu, sem enn skulda sölu- skatt fyrir april, mai og júni 1976, og nýá- lagðan söluskatt frá fyrri tima, stöðvaður, þar til þau hafa gert full skii á hinum van- greiddu gjöidum, ásamt áföllnum dráttar- vöxtum og kostnaði. Þeir sem vilja kom- ast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til tollstjóraskrifstofunnar við Tryggvagötu. Lögreglustjórinn i Reykjavik, 31. ágúst 1976. Menningarsjóður íslands og Finnlands Tilgangur sjóösins er að efla menningartengsl Finnlands og islands. 1 þvi skyni mun sjóðurinn árlega veita ferða- styrki og annan fjárhagsstuðning. Styrkir verða öðru fremur veittir einstaklingum, en stuðningur við samtök og stofnanir kemur einnig tii greina ef sérstaklega stendur á. Gert er ráð fyrir að til starfsemi á árinu 1977 verði veitt samtals um 50.000 finnsk mörk. Umsóknir um styrk úr sjóðnum skulu sendar stjórn Menn- ingarsjóðs tslands og Finnlands fyrir 30. september 1976. Áritun á tslandi er: Menntamálaráðuneytið, Hverfisgötu 6, Reykjavik. Æskilegt er, að umsóknir séu ritaðar á sænsku, dönsku, finnsku eða norsku. Stjórn Menningarsjóðs ísiands og Finnlands Staða forstöðumanns i Tónabæ er laus til umsóknar. Umsóknar- frestur er til 10. september. Laun skv. kjarasamningi borgarstarfsmanna. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif- stofu Æskulýðsráðs Reykjavikur, Fri- kirkjuvegi 11. Þar eru einnig veittar nán- ari upplýsingar um starfið. Æskulýðsráð Reykjavikur. Ingólfs-Café Gömfudansarnir í kvöld kl. 9 Hljómsveit Garðars Jóhannessonar. SÖngvari Björn Þorgeirsson. Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Simi 12826. SKEMMTANIR — SKEMMTANIR HÓTEL LOFTLEIÐIR Cafeteria, veitingasaiur með sjálfsafgreiðslu opin alia daga. HÓTEL LOFTLEIÐIR Blómasalur, opinn alla daga vikunnar. HÓTEL SAGA Grillið opið alla daga. Mimisbar og Astrabar, opið alla daga nema miðvikudaga. Simi 20890. INGÓLFS CAFÉ við Hverfisgötu. — Gömlu og nýju dansarnir. Simi 12826. SKEMMTANIR — SKEMMTANIR Ragnar Lár höfundur „Bogga” Ragnar Lárusson er borinn og barnfæddur I Mosfelissveitinni, nánar tiltekið að Brúarlandi I Mosfellssveit, þann 13. desem- ber 1935. Hann er sonur hjón- anna Lárusar Halldórssonar fyrrum skólastjóra á Brúar- landi og Kristinar Magnúsdótt- ur. Ragnar er lærður teiknari, frá Myndlista-og handiðaskólanum i Reykjavlk, en hefur auk þess starfað mikið undir handleiðslu Gunnars Gunnarssonar listmál- ara, og kveöst eiga honum mik- ið að þakka. Ragnar vinnur sjáifstætt, mikið fyrir Auglýsingaþjónust- una I Reykjavik, en teiknar auk þess Bogga fyrir Dagblaðið. Boggi varð til er Ragnar starf- aði sem blaðamaður á VIsi, en sem blaðamaður starfaði hann i 8-10 ár, á hinum ýmsu blöðum. Ragnar hefur lagt margt fyrir sig um ævina, auk þess að teikna og skrifa I blöðin. Sem dæmi má nefna að hann var sjó- maöur i 5 ár, mest I Vestmanna- eyjum, og vann þá mikið með Asa I Bæ. Einnig kenndi hann I Mývatnssveit tvo vetur. Hann hefur skrifað 7 barnabækur, bækurnar um Mola, og segist hann hafa mjög gaman af að skrifa fyrir krakka. Um áhugamál sin hafði Ragn- ar ekki mörg orö, fyrir utan golf-bakteriuna sem hann sagði á mjög háu stigi hjá sér, og þætti sumum vist nóg um. Þó sagðist hann vonast til að hún héldist sem lengst, þvi það væri bezta Iþrótt sem hægt væri að hugsa sér fyrir innisetumenn. Golfiþróttina stundar hann hjá Nesklúbbi og hafði orð á þvi að þar væri gott aö vera. Útvarp 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar Til- kynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Til- kynningar. , 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Leikir I fjörunni” eftir Jón öskar. Höfundur les (7). 15.00 Miðdegistónleikar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.30 Ferðaþættir eftir Bjarna Sæmundsson fiskifræðing Óskar Ingimarsson les úr bók- inni „Um láð og lög” (1). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Hall- dórsson fyltur þáttinn. 19.40 tþróttir Umsjón: Jón Ásgeirsson. 20.00 Sinfóniskir tónleikar frá svissneska útvarpinu. 20.40 Félag bókageröarmanna og konur i þeirra hópi. Þórunn Magnusdóttir flytur fyrra erindi sitt. 21.05 Hijómskálatónlist frá útvarpinu i Stuttgart Guð- mundur Gilsson kynnir. 21.30 Útvarpssagan: „öxin” eftir Mihail Sadoveneu Dagur Þor- leifsson les þýðingu sina (3). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Til umræðu. Baldur Kristjánsson stjórnar þættinum. 22.55 Afangar. Umsjón: Guðni Rúnar Agnarsson og Asmundur Jónsson. 23.34 Fréttir. Dagskrárlok. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Fjallagórillan. Hátt uppi i f jöllum Zaire-rikis i Mið-Afriku er apategund, sem hætt er við að deyi bráðlega út af manna völdum. Einn maður, Adrien Deschryver, berst þó fyrir þvi, að górillunni verði sköpuð fullnægjandi lifsskilyrði. I þessari bresku heimildarmynd er lýst lifnaðarháttum górillunnar og vinsamlegum samskiptum manns og apa. Þýðandi og þulur Björn Baldursson. 21. Siöustu forvöð (Deadline U.S.A.) Bandarisk biómynd frá árinu 1952. Aðalhlutverk Humphrey Bogart, Kim Hunter, Ethel Barrymore og Ed Begley. Eigendur dagblaðs nokkurs selja það keppinautum sinum. Ritstjórinn reynir að koma i veg fyrir sölu og gefur blaðið út, meðan málið fer fyrir rétt. Samtimis þessum erfið- leikum er ritstjórinn að fletta ofan af ferli mafiuforingja, sem leikið hefur einn blaðamanninn illa. Þýðandi Jón Skaptason. 22.55 Dagskrárlok. Heilsugæslal Kvöld- og næturvarzia lyfja búða, vikuna 27.8.-2.9. Ingólfs-apótek og Laugarnes- apótek. Kópavogs Apótek er opiö öll kvöld til kl. 7, nema laugardaga kl. 9-12 og sunnudaga lokað. Það apótek sem fyrr er nefnt,annast eitt vörsluna á sunnudögum, helgidögum og almennum frídögum. Einnig næturvörslu frá klukkan 22að kvöldi til kl. 9 að morgni virka daga, en tilkl.10 á sunnudögum, helgidögum og almennum frl- dögum. Slysavarðstofan: sfrni 81200 Sjúkrabifreið: Reykjavik og Kópavogur, simi 11100, Hafnar- fjörður, simi 51100. LÆKNAR Reykjavik — Kópavogur. Dagvakt: Kl. 08.00-17.00 Mánud- föstud, ef ekki næst i heimilislækni, simi 11510. Kvöld- og næturvakt: kl. 17.00-08.00 mánudag-fimmtud. simi 21230. Á laugardögum og helgidögum eru læknastofur lokaöar, en læknir er til viðtals á göngudeild Landspitalans, simi 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfjabúðaþjónustu eru gefnar I simsvara 18888. Hafnarfjöröur — Garðahrep^ór Nætur- og helgidagagæzla: Upplýsingar á Slökkvistöðinni, simi 51100. Hafnarfjörður Upplýsingar um afgreiðslu i apótekinu er i söna 51600. Ýmrislegt Kvenfélag Há- teigssóknar Fótsnyr ting fyrir aldraða er byrjuð aftur. Upplýsingar veitir Guðbjörg Einarsdóttir á mið- vikudag kl. 10-12 fh. I sima 14491. íslenzk réttarvernd Pósthólf 4026, Reykjavik. Upplýsingar um félagið eru veittar i sima 35222 á laugar- dögum kl. 10-12 f.h. og sunnu- dögum kl. 1-3 e. h. FIMM á förnum vegi Guðbjörg Pétursdóttir, húsmóðir Nei, ekki geri ég ráð fyrir þvi. Ég hef aldrei tekið fri að vetri til, það væri sannarlega freistandi núna þvi ég hef ekki komist i sól- ina fyrir norðan. Þorsteinn Hjáimarsson, húsgagnasmiður Já ég hef gert það undanfarin ár og býst við aö svo verði einnig nú. Ég fór til Austurrikis i fyrra en nú langar mig mest til Eng- lands. Jón Benediktsson, vinn- ur hjá borginni Nei ég hef ekki kost á þvi að taka mér vetrarorlof og verð þvi að taka mitt fri á sumrin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.