Alþýðublaðið - 09.09.1976, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 09.09.1976, Blaðsíða 6
6 VETTVANGUR Fimmtudagur 9. september 1976. Hvað er Elkem Spigerverket? - 3. hluti HVAÐ A AÐ GERA VIÐ TUGI ÞÚSUNDA LESTAAF RYKI? I síöustu grein um Elk- em Spigerverket var lítii- lega minnzt á mengunar- varnir viö járnblendi- verksmiðjur fyrirtækis- ins. I skýrslu frá ES (Elkem Spigerverket) kemur meöal annars fram, að á næstu árum verður varið nálega sex milljörðum íslenzkra króna til að koma fyrir hreinsitækjum við fjórar járnblendiverksmiðjur ES í Noregi, þ.e. í Pors- grunn, Kristiansand, Svelgen og Salten. Forráðamenn fyrir- tækisins segja þó, að um- hverf isvernd sé ekki að- eins spurning um fjár- muni og vilja til að gera vel, heldur að verulegu leyti um tæknileg vanda- mál að ræða, sem orðið hafi á vegi sérfræðing- anna við hreinsun reyks og fleira. 1 járnblendiverksmiðjunni Fiskaa Verk hafa miklar til- raunir verið gerðar með að hreinsa ryk úr reyk og þar hefur náðst einna beztur árangur. 1 viðtali við Henrik Natvig, fram- kvæmdastjóra Fiskaa Verk kemur fram, aö mestu vand- ræðin eru að losna við rykið eftir að þvi hefur verið safnað sam- an. Tæknideild Vestur-Evrópu- samsteypu járnblendiverk- smiðja hefur heitið hverjum þeim, sem leyst getur þennan vanda, verðlaunum sem nema 10 þúsund svissneskum frönk- um. Ymsar hugmyndir hafa borizt. en enn hefur engin þótt nægileg.. góð. Það er Ijótur reykur, sem stigur upp frá járnblendiverksmiöjum, þegar ekki eru notuð hreinsitæki. Fiskaa Verk-verksmiðjan. Þar eru hreinsitæki notuð. t byggingunni til vinstri eru hreinsitækin og þar er reykurinn vart sjáanlegur. leyst svipuð tæknileg vandamál i áliðnaðinum og fleiri greinum. En flest hafi brugðizt, þegar byrjað var að fást við reykinn fr'á járnblendiverksmiðjunum. Að minnsta kosti sjö aðferðir hafi verið reyndar, en þær hafi allar mistekizt. Ein þeirra hafi kostað um 230 milljónir króna. Það var ekki fyrr en sumarið 1974 að tókst að búa til hreinsi- tæki, sem fullnægði fyrrnefnd- um kröfum. Hvað skal gera við rykið? Eftir að tekizt hafði að hreinsa rykið úr reyknum varð vandinn jafnvel enn meiri. Hvað átti að gera við það gifurlega magn, sem safnaðist i hreinsi- tækin. Fimm möguleikar hafa verið kannaðir. 1. Ný fram- leiðslugrein, þar sem hægt væri að nota rykið. 2. Nota það i efni, sem þegar er byrjað að fram- leiða. 3. Nota rykið i járnblendi. 4 Sökkva þvi i sæ. 5. Gr'afa það i jörðu. Til þessa hefur reynzt mjög erfitt að finna framleiðslugrein- ar, þar sem hægt er að nota ryk- ið. Fyrir nokkrum árum kom I ljós, að rykið gat haft bætandi áhrif á jarðveg og það var notað sem áburður. Þá hefur verið reynt að nota það i malbik. Ymsar fleiri aðferðir hafa verið reyndar. Um 230 fyrirtæki, rannsókn- arstofnanir, háskólar og fleiri hafa tekið þátt i þessum rann- sóknum og rykið hefur verið reynt i margskonar framleiöslu, allt frá snyrtivörum og upp i sement. 1 ljós hefur komið, að hægt er að blanda rykinu i sement, það er hægt að nota það sem áburð, i eldfastan stein og hægt er aö blanda þvi i jarðveg, sem er blautur og ótryggur. En i allt þetta fer mjög litill hluti af ryk- inu. Það er þvi enn óleystur vandi hvað gera skal við mestan hluta ryksins. Á Islandi getur þetta orðið veruiegt vandamál, þar sem not af rykinu hljóta að verða mjög takmörkuð. 1 skjótu bragði virð- ist eina lausnin vera sú, að grafa rykið i jörðu eða sökkva þvi i sæ. Af þessu tvennu þykir betri kostur að grafa rykið. Það er ekki talið hafa hættuleg áhrif á umhverfið. Þessi tæknilegu vandamál verða vafalaust rædd á fundi i Osló i lok þessa mánað- ar. Þess má svo geta, að kostnað- urinn við reykhreinsunina er mikill, eða um 10 þúsund krón- ur fyrir hverja lest, sem verk- smiðjan framleiðir af málmi. Natvig segir, að aðalkeppinaut- ar ES i framleiðslu járnblendis séu i Portúgal, Suður-Ameriku og Austur-Evrópu. Þeir noti ekki hreinsitæki og láti allt ryk- ið berast út með reyknum. Framleiðsla þeirra verði þvi ódýrari. Verksmiðjur i Banda- rikjunum og Sviþjóð njóti hins vegar stuðnings hins opinbera við smiði hreinsitækja og beri þvi ekki eins mikinn kostnaö og ES. — AG Rannsóknir i 25 ár. Undanfarin 25 ár hafa staðið yfir rannsóknir á þvi hvernig hreinsa megi hiö fingerða ryk úr reyk járnblendiverksmiðja. Tekizt hefur að smiða hreinsi- tæki, sem hreinsa nærfellt allt ryk úr reyknum. Hins vegar er sá vandi óleystur hvað gera skal við allt það ryk, sem safnast. Talið er, að fram til 1980 muni i verksmiðjum ES i Noregi safn- ast 130 þúsund lestir á ári eftir aö hreinsitæki eru komin I verk- smiðjurnar fjórar. Þetta eru um það bil 400 til 600 þúsund rúm- metrar af ryki á ári. t meðal- stórri verksmiðju, eins og ris á á Grundartanga, er talið aö safn- ist um 10 þúsund lestir á ári. Hvers vegna Fiskaa Verk. Henrik Natvig, framkvæmda- stjóri, var spurður hvers vegna tilraunir með hreinsitæki hefðu einkum verið gerðar við Fiskaa Verk. Hann segir, að aðal- ástæöan til þess sé sú aö i Kristiansand sé stöðugt vaxandi byggö og að menn geri sér grein fyrir því, að hreinsitækin hljóti að vera nauðsynlegur hluti af öllum slikum verksmiðjum. Hann segir, að miklum fjár- munum hafi verið varið til að finna góð hreinsitæki, en þaö hafi reynzt sérstaklega erfitt vegna efnasamsetningar reyks- ins og vegna þess, að kunnar að- ferðir og tæki hafi brugðizt. Þá sé ekki hægt að draga neinn lær- dóm af þvi, sem gert hafi veriö á þessu sviði annarsstaðar i heiminum. Natvig segir, að unnið hafi veriö að rannsóknum á þremur svið- um. 1 fyrsta lagi hafi verið kannað hvernig rykið verði til og hvaða efni séu i þvi. Einnig aö rannsaka hugsanleg áhrif þess á fólk, dýr og gróður. 1 öðru lagi að útbúa tæki, sem geti hreinsað rykið úr reyknum og i þriðja lagi hvað gera skuii við hið gifurlega magn ryks, sem safnist eftir hreinsun. Siðan lýsir hann efnasam- setningu ryksins, og nefnir sem dæmi, að það sé svo fingert að 70% af rykögnunum séu minni eneinn tiu þúsundasti (1/10.000) af millimetra I þvermál. Eitt gramm af sliku ryki getur þakið flöt, sem er 20 fermetrar. Natvig fullyrðir, að ekkert hafi komið fram sem sanni að reykurinn sé hættulegur mönn- um eða gróöri, en reykurinn sé til óþæginda og þvi beri að eyða honum. Hvernig hefur hreinsunin gengið? Natvig segir, að fyrirtækið hafi sett sér það mark að hreinsa 97 til 98% af efnum úr reyknum. Þannig verði hann vart sjáanlegur. Hann segir, að þegar tilraunir hafi byrjað hafi forystumenn ES verið bjartsýn- ir á árangur. Fyrirtækið hefði t sérstakri viðbyggingu er rykið sett I stóra piastpoka eða þvi er dælt I tankbila. /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.