Alþýðublaðið - 09.09.1976, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 09.09.1976, Blaðsíða 11
LISTIR/MENNING 11 ssssr Fimmtudagur 9. september 1976. us sókn eppnir kveðnir til leiks og þeir áttu lika fyrsta hættulega tækifæri leiks- ins. Komst þá Guðgeir Leifsson innfyrir en mistókst að skora. Hollendingarnir fara nú smám saman að ná betri og betri tökum á leiknum og er tiu minútur eru liðnar af leiknum eru þeir orðnir allsráöandi. Á 15. minútu varði Árni Stefánsson gott skot af stuttu færi. Var skotið bæði fast og snöggt, þannig að erfitt var að verjaþað. En Árni er mjög góð- ur markvörður, og værí frábær, ei nann gæti sparkað sæmilega út. I um tiu minútur eru Hollend- ingar sem sagt einráðir á veilin- um, en þá fer landinn aftur að rétta úr kútnum. A 20. minútu á Asgeir Sigurvinsson góða send- ingu á Matthias Hallgrimsson sem var laus fyrir innan vörn Hollendinganna. En Matthias var ekki nógu fljótúr, sá þaö sjálfur, stoppaöi þess vegna og gaf á Teit Þórðarson, sem missti boltann frá sér. Fjórum minutum slðar var Asgeir Eliasson kominn inn fyr- ir, likt og Matthias áður, en Ás- geir var lika of seinn og Holl- endingarnir björguðu I horn. Asgeir komst aftur innfyrir vörnina á 35. minútu og var kominn i ágætis skotfæri. I stað þess að skjóta, gaf hann fyrir markið, em sendingin var óná- kvæm. Hollendingar skora Það var svo á 40. minútu, sem Hollendingar skora. Þeir tóku aukaspyrnu rétt fyrir utan vita- teigslinu. Boltanum var lyft yf- ir varnarvegg Islendinganna, þar náði van Kraaij boltanum og sendi hann i netið með lausu skoti. Það var synd að fá á sig þetta mark, þvi það var bölvað klaufamark. Þó sendingin á van Kraaij hafi verið laglegt, þurftu varnarmenn Islendinganna ekki að standa hreyfingarlausir og dást að, en það var einmitt það, sem vörnin gerði. Siðari hálfleikur. 1 slöari hálfleik mættu Islend- ingarnir aftur mjög ákveðnir til leiks og náðu frumkvæðinu og misstu það ekki, þaö sem eftir var leiktimans. En sóknin var bitlaus eins og fyrri daginn, og þvi fór sem fór. Það kom nokkuð á óvart, hve grófir Hollendingarnir voru, til dæmis var Matthias sleginn viljandi I magann og það af full- um krafti. Sá dómarinn ekki brotiö, það var hrein brottvisun- arsök. Landinn sótti nú allt, hvað af tók, en þar sem góöa framlinu- menn vantaði, ákveðna „strik- era”, þá var ekki við þvi aö bú- ast, að liðið skoraði mörg mörk. A 20. minútu var skemmtileg Is- lenzk sókn, sem endaði meö fallegri hjólhestaspyrnu Teits, sem rétt strauk þverslána. Frekar litið var um opin færi I seinni hálfleik, en þau sem voru, voru flest íslendinganna. A 35. minútu komst Matthias inn i sendingu, sem ætluð var mark- verðinum. Matthias gaf fyrir autt markið, en boltinn rakst I Hollending á leiöinni. Hollendingar ánægðir. Greinilegt var, aö Hollending- ar gerðu sig ánægða með 1-0 sig- ur yfir litla Islandi, þvi þeir töfðu leikinn eins og þeir gátu allan siðari hluta seinni hálf- leiks, enda lá þá mikið á þeim. Það er af, sem áður var, aö Islendingar töldu sig góða, að tapa með aðeins eins marks mun, en nú voru menn óánægðir með að tapa fyrir silfurliðinu úr siðustu heimsmeistarakeppni. Sanngjörnustu úrslitin I þessum leik hefðu lika verið jafntefli. Er við betra að búást? Nú erum við komin með landslið, sem getur staöið I hvaða landsliði sem er. Það er að segja, við erum ekki auðunn- ir lengur. Það er þó nokkuð mik- ill veikleiki á liði, ef þaö getur ekki skorað. Geti einhver komið marki á landsliðið okkar, en það er siður en svo auðvelt þessa dagana, þá er leikurinn tapað- ur. Knapp hefur náð góðum árangri með varnarleik liðsins, en hefur hann alveg gleymt sóknarleiknum? Vissulega er það rétt, að einhvers staðar varð hann að byrja. En nú get- um við fullyrt: „Við kunnum nú að leika vörn, kenndu okkur nú að sækja lika.” Liðin. t fyrri hálfleik léku Holjend- ingarnir sérlega skemmtilega knattspyrnu á köflum. Ef þeir fengu andartaksfrið, var stór- hætta á ferðum. Þeir voru, sem fyrr sagöi, óþarflega grófir stundum, og má segja, að þar hafi nú skrattinn hitt ömmu shna, þvi þeir voru grófari en íslendingarnir. t islenzku vörninni stóðu allir sig með mikilli prýði. Sérstak- lega var Jóhannes Eðvaldsson þó öruggur og mun betri en i landsleiknum við Belga. Hinir stóðu sig lika mjög vel. Guðgeir Leifsson var þó mað- ur liösins i þetta skipti. Hvað hann gat prjónað sig I gegnum vörn Hollendinganna, var alveg ótrúlega á stundum. Aftur á móti var Asgeir Sigurvinsson slappur. Þeir virðast aldrei geta átt góöan leik báðir i senn. Sem fyrr, var fremsti hluti liösins veiki hlekkurinn i keöj- unni. Matthias og Teitur voru ekki nógu góðir, af hverju ekki aö reyna einhverja aðra I þeirra stað, það er aö segja gera al- vöru tilraun til mannabreyt- inga, en ekki að setja mann inná i 20. minútur og taka hann svo útaf strax aftur, án tilits til frammistöðu. Sem sagt, góð vörn en bitlaus sókn. — ATA KRflflfíUlE fSUHS OLDUGOTU3 SIMAR. 11798 dg 19533. Föstudagur 10. sept. kl. 20. 1. Landmannalaugar — Eldgjá. 2. Hvanngil — Markarfljóts- gljúfur — Hattfell. Þetta er það landsvæöi, sem árbók F.I. 1976 fjallar um. Laugardagur 11. sept. kl. 08.00 Þórsmörk Farmiðasala og nánari upplýsingar á skrifstofunni. THOLOFUNARHRINGAR J ^ Fljót afgreiðsla. Sendum gegn póstkröfu *; GUÐM. ÞORSTEINSSON gullsciiður, Bankastr. 12 skoliiriívchn* G-óð skólaritvél er óezta tryggingin fyrir góðum árangri í vélritun. Góð skólaritvél er hagnýt eign, sem endist í fjölda ára. ROYAL skólaritvélar eru vélar í háum gæðaflokki. Tveggja ára áhyrgð fylgir öllum ROYAL skólaritvélum. GÍSLI J JOHNSEN HF Vesturgata 45 Reykjavík Sími 27477

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.