Alþýðublaðið - 09.09.1976, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 09.09.1976, Blaðsíða 13
alþyðu- blaðió Fimmtudagur 9. september 1976. laa.TIL KVÖLOS 13 -Flok k sstarf id---------------------------------------- Frá FUJ i Reykjavik Aðalfundur félagsins verður haldinn mánudaginn 20. sept. n.k. i Ingólfskaffi uppi. Hefst fundurinn stundvislega kl. 20.30. Dagskrá fundarins verður sem hér segir: 1. Formaður gefur skýrslu um störf félagsins á liðnu starfsári. 2 Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga. 3. Lagabreytingar. 4. Kosning stjórnar og varastjórnar. 5. Kosnir verða tveir endurskoðendur og einn til vara, 6. önnur mál. Félagar eru hvattir til að mæta vel og stundvislega. Guðmundur Bjarnason formaður Styrktarmannafélagið — Ás — Skrifstofa félagsins Hverfisgötu 8-10 verður lokuð frá 15/8 — 13/9 Alþýðuflokksfólk Norðurlandskjördæmi eystra. Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðuflokksins I Norðurlandskjör- dæini eystra verður haldinn að Strandgötu 9 á Akureyri nk. laugardag 11. september og hefst kl. 13.30. Gestir fundarins verða Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, og Finnur Torfi Stefánsson, lögmaður. f.h. stjórnar kjördæmisráðs Hreinn Pálsson, formaður. Frá F.U.J. i Reykjavik: Aðalfundur félagsins verður haldinn 20. sept næstkomandi. Dag- skrá verður auglýst siðar. „ . , _. Guömundur Bjarnason formaöur Alþýðuflokksfólk Norðurlandskjördæmi vestra. Aðalfundur Kjördæmaráös Alþýðuflokksins verður haldinn á Siglufirði n.k. sunnudag, 12. sept. og hefst kl. 13.30. Gestir fundarins verða Benedikt Gröndal, formaður Alþýðu- flokksins, og Finnur Torfi Stefánsson, lögmaður. Allt Alþýðuflokksfólk velkomið. Stjórnin. 37. þing Alþýðuf lokksins veröurhaldið dagana 22. til 24. október n.k. að Hótel Loftleiðum. Dagskrá þingsins verður nánar auglýst siðar. Benedikt Gröndal formaöur Björn Jónsson, ritari Alþýðuflokksfólk Suðurlandi Aðalfundur kjördæmisráös Alþýðuflokksins i Suðurlandskjör- dæmi veröur haldinn i Vestmannaeyjum 18. og 19. september og hefst fundurinn kl.20.00 á laugardaginn. Gestir fundarins verða þeir Benedikt Gröndal, formaður Al- þýðuflokksins og Arni Gunnarsson, ritstjóri. f.h. stjórnar Kjördæmisráðs Þorbjörn Pálsson. Kvenfélag Alþýðuf lokksins heldur félagsfund n.k. þriöjudag 14. september kl. 20.30 i Iðnó uppi. Fundarefni: 1. Vetrarstarfið. 2. Kosning fulltrúa á 37. þing Alþýðuflokksins og á kjördæma- þing fulltrúaráðs Alþýðuflokksfélaganna i Reykjávik. 3. Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, ræðir stjórn- málaviðhorfið. 4. Onnur mál. Félagar, fjölmennum stundvislega. Stjórnin ÞÚ SMÁAUGLÝSINGAR BLAÐANNA? Valgarður Stefánsson, eðlisfræð- ingur „Nei — og þó — jú ég hef einu sinni auglýst á þennan hátt, en það bar ekki árangur.” Sigurrós Hermannsdóttir, af- greiðslustúika. „Nei.þaðhef ég aldrei gert, en ég les yfirleitt smáauglýsingarnar i blöðunum”. StNIÐ MEIRA FRÁ KAPP- REIÐUM I SJÓNVARPINU Sigurður P. hringdi. Ég get ekki látið hjá liða að láta i ljós ánægju mina með þá stefnu sem hefur verið tekin upp i iþróttaþáttum sjónvarpsins. Það vildi brenna við, þegar litið var að gerast á iþróttasvið- inu hér heima, að tekið væri til sýningar alls konar erlent iþróttaþrugl, sem fæstir hafa áhuga á. Með þessu er ég alls ekki að setja allterlent iþrótta- efni undir sama hattinn, en V_______________________________ margt af þvi er bæði lélegt og á auk þess ekkerterindi til okkar islendinga vegna þeirra stað- hátta sem við búum við. En nú hefur brugöið svo viö að sjónvarpið hefur sýnt nokkra ágæta þætti frá hestamótum viðsvegar um landið. Bæði er það, að myndirnar eru býsna vel teknar og geta á- horfendur sjónvarps fylgst nokkuð gjörla með þvi sem hef- ur gerst á hverju einstöku móti. Þá er þulurinn sem lýsir kappreiðunum mjög liflegur og skemmtilegur, og er auðheyrt að þarna talar maður sem hefúr vit á þvi sem hann er að lýsa. Þvi miður er mér ókunnugt um nafn hans, en ég vona að viöeig- um eftir aðheyra hann lýsa sem flestum kappreiðum i sjónvarpi um ókominn tima. Að lokum vil ég segja þetta, fyrir alla muni sýnið meira af innlendu efni i iþróttaþáttum sjónvarps og skorðið það ekki eingöngu við hand- og fótbolta. i Ný hætta fyrir reykingarmenn MALMEY: Enn einn sjúk- dómur er talinn eiga rætur sinar að rekja til reykinga. Beinmeira (osteoporus) er algengari hjá reykingarm önnum, en þeim sem ekki reykja. Hættan er mestfyrir konur, sem reykja og hafa eölilega þyngd. Bandarikjamaöurinn H.W.Daniell hefur m.a. rann- sakað samhengið milli reykinga og beinmeiru, og skrifað um niðurstöður sinar i bandariska læknablaðið „Journal of the American Medical Assosiati- on”. Niðurstöðurnarhafa einn- ig birst sem leiðari i breska læknablaðinu „British Medical Journal”. Beinmeira er töluvert vanda- mál, bæði hvað viðkemur fjölda sjúklinga, og svo með tilliti til alvarlegra afleiðinga. Það eru engar ýkjur að kalla beinmeiru „landlægan sjúkdóm”, en hann finnst yfirleitt ekki fyrr en slysið verður einn daginn. Lögreglukonur of veikbyggðar? STOKKHÓLMUR: Gösta Söderström hjá Stokkhólmslög- reglunni segir, að enginn geti oröiö lögregluþjónn nema hann geti jafnhattaö fimmtiu kiló, hent fulloröins kúlu átta metra, eöa dregið 90 kg þungan manns- likama upp og niður venjulegan stiga. Söderström liefur samið alls konar kröfur, sem verðandi lögregluþjónar eiga að uppfylla og tillögur hans voru ræddar á þingi lögreglumanna siðustu dagana i ágúst. A siðasta þingi lögreglu- manna voru geröar meiri eða minni kröfur um að banna kon- um að ganga i lögregluna, en þær voru þá dregnar til baka. Það verða margir útilokaðir frá lögreglustörfum, ef gerðar eru mjög háar likamlegar kröfur — fyrst og fremst konur. Gösta Söderström orðar það svona: „Hvernig er hægt að halda þvi fram, að konur — 165 sm háar og likamlega sterkar i samræmi viö það geti veriö jafnókar karl- manna? ” Allar kröfurnar eru ekki gegn konum I lögreglunni, en flestar þeirra útiloka, að konur fái vinnu þar. Þess er krafist, aö lögreglumenn séu minnst 175 sm, en meðalhæð tvitugra sænskra kvenna er 165 sm. Auk þess krefst yfirlögregluþjónn Stokkhólms, aö lögreglumaður geti stungið sér af fimm metra hæð og klifraö 30 metra upp brunastiga. Viðkomandi á auk þess að geta kafað og sótt hluti á fjögurra metra dýpi. Yfirstjórn lögreglunnar hef- ur, þó ekki án breytinga, gengiö að kröfum Gösta Söderströms. Hæð lögreglumanna má t.d. ekki vera minni en 172 sm. FÆRRI FÆÐINGAR ( VOR HITABYLGJUNNI AÐ KENNA Meðan hitabylgjan var sem mest I Evrópu I sumar, birti brezkur visindamaður skýrslu um það, aðkynmökum fækkaði i hitanum, og þvl verði færri fæðingar en venjulega að vori. Nokkru siðar tóku Frakkar við sér og sögðu: „Það er töl- fræðileg staðreynd, að óvenju miklir hitarað sumri, hafa I för meö sér færri fæöingar að vori”. Bak við hvoru tveggja ummælin er það sama, nefni- lega sljóleiki sérstaklega hjá körlum. Enski visindamaðurinn segir hreint út, að karlar sljóvg- ist i miklum hitum. Það var hlýtt i Evrópu i sumar, og hlýrra á Norðurlönd- um eins og allir kannast viö af myndum i blöðunum. Sumar- mánuðina þr já var hitinn i Dan- mörku t.d. 3.1 gráðu yfir meöal- lagi. 1947varhitinn þar 5 gráöur yfir meðallag. Bæði sumarið i fyrra og sumarið eftir árið 1947 fækkaði fæðingum mikið i Danmörku. Fyrstu vormánuðina þrjá i Dan- mörku i ár fæddust 2.000 færri börnen um sama leyti i fyrra. Ef horfið er aftur til vorsins 1947 sést samskonar árangur. Það má einnig vera, að ýmislegt annað hafi þarna áhrif á, en skiptir ekki miklu máli. Fæðingartalan var miöe há 1940-50, en hefur siöan lækkaö. Ég hef aldrei séð alvarlegar rannsóknir á þessu efni, segir prófessor P.C. Hatthiesen viö Tölfræðistofnunina, — en það er skiljanlegt, að fólk, sem hefur alist upp við okkar loftslag, sé sérstaklega móttækilegt viö mikilli hitabylgju.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.