Alþýðublaðið - 09.09.1976, Blaðsíða 8
8 ÚR ÝMSUM ATTUM
gardagur 21. ágá»t lgj
æ&sg&'.
^efandÍFramióknarflokkurinn.
: Krlatlan Finnbogaaon. RiUtjórar:
. jn <ábm.) og Ján Ilelgaaon. RitatJArn- .
Von •fóhannaaon. Auglýaingaatjóri:
RUatjórnarakrifatofur f Edduhóa-
Jmar 183M —' 183M. 8krlfatofur I
^**** — afgreUkolaalml 12323 — aug-
Verð f lanaaaHn kr. M.M. AakrifUr-
AIbíhuW, Blaóaprenth.f.
Fúi í iifandi tré
, AUir eiga a6 vera jafnir fyrir lögunum. Þaö heil
•éttlæti, og réttlæti er mikiB keppikefli i sérhver'
nannfélagi, alit frá hinni smæstu einingu sa
agsins til hinnar stærstu,
Ein eru I
Dóms-
málin
A siöasta þingi urðu
miklar umræöur um
dómsmálin. Dómsmála-
ráðherra, Ólafur Jó-
hannesson, flutti frum-
varp um rannsóknarlöa-
reglu rikisins og lagöi
mikla áherzlu á að þaö
næði fram að ganga. Sig-
hvatur Björgvinsson,
Jónas Árnason og Karvel
Pálmason fluttu þingsá-
lyktunartillögu um að aö-
staða við rannsókn saka-
mála yrði bætt.
Þrátt fyrir þetta tókst
hvorki að fá frumvarp
dómsmálaráðherra sam-
þykkt né heldur þingsá-
lyktunartillögu þeirra
Sighvats, Jónasar og
Karvels.
Enda þótt þingmenn
hafi á siöasUiðnum vetri
sýnt þessum málum all-
mikið tómlæti má telja
vfct, að eitthvaö raunhæft
verði gert i haust. Frum-
varp dómsmálaráðherra
og önnur frumvörp, sem
hann hefur grednt frá
varðandi dómsmálin,
verða þá væntanlega
samþykkt.
I leiðara Visis i gær er
vikið nokkuð að einni hlið
þessa máls. Þar segir
svo:
A siðastliðnum vetri
var á það bent í þessu
blaði, að full þörf væri á
að sérmennta og þjálfa
menn tilþess að rannsaka
sakamál. Þó að margir
hæfir menn vinni aörann-
sóknum afbrotamála hér,
er öllum ljóst að hvorki
þeir né rannsóknardóm-
arar hafa fengið nauösyn-
lega skólun i þessum efn-
um.
Hingað hafa nú verið
fengnir erlendir sérfræð-
ingar til starfa við tiltekin
mál. Er þaðað sjálfsögðu
til mikilla bóta. En það
leysir ekki til frambúöar
vanda islenskrar réttar-
gæslu. Því þarf hið snar-
asta aðvinda bráðan bug
að raunhæfri lausn á
þessu augljósa vanda-
máli.
Við verðum að horfast i
augu við þá staðreynd að
hérkoma upp afbrotamál
af þvi tagi, er menn hafa
tæpast hugleitt fram til
þessa. Það liggur þvi i
augum uppi, að réttar-
gæslan þarf að hafa á að
skipa rannsóknarmönn-
um og dómurum, sem
hafa átt þess kost aðsér-
þjálfa sig i meðferö slikra
mála.
Þetta er ekki gagnrýni
áþámenn,sem með þessi
mál hafa farið að undan-
förnu. Engum dylst hins
vegar, að aðstöðu þeirra
þarf að bæta bæði mennt-
unarlega og tæknilega.
Stjórnvöld þurfa að taka
á þessum málum af fullri
alvöru, hjá þvi verður
ekki komist.
Tíminn
á það tíl
að vera
hressi-
legur
Föstudaginn 20. ágúst
sl. skrifaði Jón Helgason
leiðara undir fyrirsögn-
inni Stórglæframenn, þar
sem hann ræðir um ávis-
anamálið. Þar segir ma.
svo:
„Engin dæmi eru á
landi hér um svo stdrfelld
samtök um jafn umsvifa-
mikla svikastarfsemi
sem þetta. Það hlýtur að
vera skilyrðislaus krafa
allra, að rannsókn þessa
máls dragistekki á lang-
inn, sökudólgunum verði í
engu vægt, sakadómari
höfði hið bráöasta mál á
hendur þeim og bankar
landsins hreinsi til innan
dyra hjá sér, ef einhverjir
starfsmanna þeirra hafa
lagt þessum hring svik-
ara og fjárglæframanna
lið við iðju sina. Það er ó-
þolandi, að síbrotamenn
af þessu tagi gangi um
borubrattir langtimum
saman, uppvisir að öðr-
um eins auðgunarglæp og
þarna hefur veriö drýgð-
ur, og þjóðin veröur að fá
að vita, hverjir þeir eru,
jafnskjótt ogreglur leyfa,
ekki siður en rannsóknar-
lögreglumaðurinn, sem
brotlegur reyndist f sum-
ar. Þegar er farið að
bendla fjölda manna við
þetta mál, og má vera, að
einhverjir þeirra séu al-
saklausir.”
Daginn eftir skrifaði
Jón Helgason aftur leið-
ara i Timann, sem hann
nefndi Fúi I lifandi tré.
Þar tekur hann fyrir
skattsvikarana. 1 lok leið-
arans segir á þessa leið:
„Hitt er önnur saga að
þessir samborgarar okk-
ar, sem ganga um skatt-
lausir eða skattlitlir án
þess að roðna — af þvi að
þeir kunna ekki að
skammast sin — hafa
safnað glóðum elds að
höfði sér. Þeir eru fúi i lif-
andi tré, og óskammfeilni
þeirra er komin út yfir öll
takmörk, hvað sem laga-
smugum liður. Þoiinmæði
hinna raunverulegu
skattgreiðenda er þrotin,
og þeir munu ekki una
öðru en þessi leikur hinna
riku og tekjumiklu þjóð-
félagsómaga sé stöðv-
aður.”
r
Avísana-
málið
íleiðara Timans á mið-
vikudag er rætt um ávis-
anamálið og þar dregið i
efa að háttsettir menn i
bankakerfinu hafi vitað
um svindliö i lengri tima
jafnvel árum saman, og
látið viðgangast án þess
að gera viðeigandi ráð-
stafanir. Þá er vitnað i
viðtöl sem Alþýðublaðið
hefur átt við bankasijóra,
bankagjaldkera og aðra
ráðamenn bankakerfis-
ins, þar sem þessir aöilar
halda þvi hins vegar fram
að stjórnendur bankanna
hafi vitað um þessi mál
árum saman og jafnvel
ýtt undir spillinguna.
Timinn segir, að enginn
hafi iagt nafn sitt við
þessa kenningu og enginn
gengizt viö ummælunum
og þessvegna megi þau
teljast ómerk.
Rétt er að benda Jóni
Helgasyni á, og það ætti
hann að vita sem reyndur
blaðamaður, að oft getur
verið erfitt fyrir heimild-
armenn að opinbera nafn
sitt og númer. Menn geta
fengið spark, tapaö at-
vinnunni og þar fram eft-
ir götunum fyrir minna
en að greina frá svona
hlutum undir nafni. Á
hinn bóginn telur Alþýðu-
blaðið heimildirnar full-
gildar, enda þótt það sjái
ekki ástæðu til aö greina
frá nöfnum þessara
manna, og alls ekki án
þeirra samþykkis.
Ávisanamáliö er stór-
mál, sem nær að rótum
kerfisins, það er kjarni
málsins. Það er einmitt
þess vegna nauðsynlegt
að dagblöðin standi sam-
an og krefjist þess að
máliö verði rannsakað til
hlitar. Pólitisk yfirhylm-
ing eða kunningja-
hjálparstarfsemi viö sið-
lausa fjárglæframenn á
ekki aö viðgangast. Þótt
dagblöðin séu á einn eða
annan hátt tengd stjórn-
málaflokkum verða
blaðamennirnir sjálfir að
sýna. þann þegnskap að
neita afdráttarlaust öll-
um tilslökunum og und-
anlátssemi við stjórn-
málamenn, sem kunna að
vera tengdir blöðunum og
eru viðriðnir svindlið.
Ekki verður öðru trúað
en að Jón Helgason, rit-
stjóri Tlmans, geti tekið
undir þessi orð.
—BJ
albýóu-
Fimmtudagur 9. september 1976.>iaðiö
sssr
Fimmtudagur 9. september 1976.
VETTVANGUR 9
Á að raða fnlki
í litla kassa?
i greinargerð með skipu-
lagsdrögum að Selja-
hverfi/ sem unnið var af
arkitektunum Guðrúnu
Jónsdóttur, Hjörleifi
Stefánssyni og Tore Lie
Ballestad, segir svo um
lýsingu á nýjum hverf-
um:
Nýju fbúðarhverfin í
Reykjavík eru ekki bæir í
orðsins venjulegu merk-
ingu, þó að stærðin sé
jafnvel meiri en í flestum
bæjum okkar. Þau eru
aðeins viðaukar Reykja-
víkur, enda var þeim
aldrei ætlað annað hlut-
verk.
Þessi hverfi eru einhæfir hiutar
borgarinnar, og þar fer fram
aðeins brot af allri þeirri
starfsemi, sem einkennir bæi.
Flesta aðra hluti en hvers-
dagslegan ney zluvarning,
ieikveili, dagheimili og lægstu
stig menntakerfisins verður
að sækja út fyrir hverfin.
ibúðarhverfin eru langt frá
helztu vinnustöðum borg-
arinnar, og því eru góðar
samgöngur milli þeirra og
annarra bæjarhluta nauðsyn-
legar. Samgöngur eru að
mestu leystar með notkun
einkabila með öllum þeim
ókostum, slysum og kostnaði,
sem af slikri notkun stafar.
Auk þess er stuðzt við
ófullkomna almennings-
vagnaþjónustu.
Umferö sú, sem skapast með
nýjum ibúðarh verfum er
óþarflega mikil af tveim
höf uðástæðum:
i fyrsta lagi þurfa flestir að
eignast bil til þess að komast
fljótt á milli bæjarhluta, i
vinnu, verzlanir, skrifstofur
o.s.frv. Þetta veldur gifur-
legri umferð á gatnakerfi
borgarinnar, sem er mjög
kostnaðarsamt i gerð og
viðhaldi.
i öðru lagi er byggðin i nýju
hverfunum strjál og fjarlægö-
ir innan þeirra oft meiri en
góðu hófi gegnir. ibúar hverf-
anna freistast þannig til þess
að nota bila sina innan
hverfisins. Hér er einnig um
vissa lenzku að ræða.
Breiöar bilagötur innan
hverfanna dreifa byggðinni.
Vegna hávaða og annarra
óþæginda, sem af umferðinni
stafar veröur fjarlægð frá
götu og að húsum oft að vera
mikii. Göturými er ekki til á
sama hátt og áður.
Byggðinni er skipt i reiti. Innan
eins reits eru blokkir, innan
annars eru raðhús og þess
þriðja einbýlishús. Verzlun,
skóli og leiksvæði eru gjarna
innan fjórða reitsins. Húsin
innan hvers reits eru fá-
breytt. Húsum er sjaldan
hægt að breyta.
Skipulagslikan af þeim hluta Seljahverfis sem úthlutað verður til lista-
manna sem starfa að list sinni i hverfinu sjálfu. Það verður við Tjarnarsel
og Vogasel.
100.000 KRÓNU VERÐLAUN!
í þríðju milljónustu fernunni af JROPICAHJf
eru 100.000 krónu verðlaun.
Fékkst þú þér TRDP,CANA í morgun?
Sólargeislinn frá Florída
Þegar skipulögð eru ný fbúðarhverfi þarf að skoöa i krók og
kima sem flest þau hverfi, sem þegar hafa veriö byggð, og
læra þannig hvað ber að foröast og aðhverju ber að stefna við
gerð nýju hverfanna.
Hverfin eru skipulögð án sam-
ráðs við ibúana, þau byggjast
á skömmum tima, og húsin
eru að mestu leyti teiknuðán
þátttöku notenda.
Auk þess sem húsin innan hvers
reits eru eins, er fólkið sem I
þeim býr á svipuðum aldri og
i svipaðri þjóðfélagsstööu. 1
blokkar hverfi býr frekar
efnaminna fólk og ungt. I ein-
býlishúsum búa þeir, sem eru
betur stæðir og heldur eldri.
Gamalt fólk er fáséð i nýjum
fbúðarhverfum. Þar búa helzt
meðaltalsfjölskyldur á ýms-
um stigum. A daginn eru
hverfin tómleg. Þeir, sem
stunda vinnu, aka burt
snemma og eftir eru hús-
mæður og börn. Hverfin
virðast auð og án lifsmarks.
Fábreytnin er gengdarlaus.
Landnýting i nýju hverfunum er
margfalt minni en i eldri
bæjarhlutum. Sem dæmi má
nefna, að i Seljahverfi full-
byggðu munu búa um það bil
8000 manns. Landsvæði það,
sem Seljahverfi nær yfir er
álika viðáttumikið og sá hluti
Reykjavikur, sem er vestan
Snorrabrautar og norðan
Hringbrautar, þ.e.a.s. gamli
Austurbærinn, Miðbærinn og
gamli Vesturbærinn. Á þvi
svæði bjuggu nær því 30.000
manns áriö 1940 og höfðu þar
mest alla atvinnu sina höfn og
tjörn.
ÖU þau vandamál fábreytni og
fásinni, sem stafa af svefn-
bæjum og af þessu tagi, voru
höfundum Aðalskipulags
Reykjavikur ljós að nokkru
þegar árið 1962.cn þá hafði
ekki verið mótuð nein ákveðin
leið tii úrbóta, og er ef til vill
ekki fyllilega enn. Viss atriði
eru þó augtjóslega til bóta.
A ráðstefnu norrænna félags-
ráðgjafa sem haldin var i
Reykjavik i júni siöastliönum
(Arið 1975. Innsk. Al.bl) um
fyrirbyggjandi skipulagsað-
geröir lögðu islenzkir félags-
ráðgjafar fram athugun sina
á Breiöholtsbyggöinni (Breið-
holt III). Þar kemur i Ijós að
félagsleg vandamál eru mun
algengari i þessum hverfum
en eðlilegt má teljast.
Ástæður þessara vandamála
rekja þeir að nokkru til skipu-
iagsaðgerða, sem beint eða
óbeint geta leitt til félags-
legra vandamála.
Af þeim atriöum, sem hér hafa
veriö talin i tengslum við
byggingu Breiðholts III, eru
fyrst og fremst tveir þættir
sem virðast benda til þess, að
i þessu hverfi verði félagsleg
vandamál algengari en eðli-
legt er að reikna með i nýjum
ibúðarhverfum. Þessi tvö at-
riöi eru:
1. Afbrigðileg aldursdreifing
ibúanna. Mikið ósamræmi er
á milli raunverulegrar
aldursdreifingar ibúanna og
þeirrar aldursdreifingar sem
reiknað var meö við skipu-
lagningu hverfisins.
2. Skipting hverfisins I af-
mörkuð svæði og þétting af
ibúöum fyrir láglaunafólk i
einu svæðanna.
Um siðustu helgi gat að lita i dagblöðunum aug-
lýsingu frá borgarstjóranum i Reykjavik, þar sem
auglýstar voru til umsóknar s jö lóðir undir einbýlis-
hús i Seljahverfi — sem ætluð eru fyrir listamenn,
sem starfa i vinnustofu áfastri heimili sinu.
Hjörleifur Kvaran á skrifstofu borgarverkfræð-
ings tjáði blaðinu að þarna væri nú fyrst verið að
auglýsa opinberlega lóðir, sem ákveðið hefði verið
upphaflega við skipulagningu Seljahverfis að ráð-
stafa til starfandi listamanna, myndlistar, tónlistar
eða listiðnaðar af einhverju tagi. Um það bil tvö ár
væru nú liðin frá þvi þetta var ákveðið, og á þeim
tima hafa nokkrir listamenn lagt inn umsókn um
þessar lóðir, en þar sem þær eru ekki byggingar-
hæfar fyrr en nú, hefur ekki verið auglýst opinber-
lega eftir umsóknum um þær.
Gert er ráð fyrir að þarna risi
allt að 160 fermetra einbýlishús
með um það bil 80 fermetra
vinnustofu. Þarna koma allir
listamenn til greina, en að sjálf-
sögðu þeir, sem starfa heilir og
óskiptir að list sinni.
Höfundar skipulagsins er
reiknistofan Höföi, og við rædd-
um við Guðrúnu Jónsdóttur, arki-
tekt, um hugmyndina að þessari
„listamannaeyju” I Seljahverfi.
Lyftistöng
fyrir hverfið
„Hugmyndin er þannig til kom-
in”, sagði Guðrún, „að við höfö-
um áhuga á þvi að draga úr
svefnbæjaráhrifum þessa nýja
hverfis, og við skipulagningu þess
vorum við með hugleiðingar um
það hvernig þaö mætti bezt verða.
Það hafði komið að máli við
okkur maður, sem hafði áhuga á
að byggja hús I þessu hverfi og
ræddi þessa ósk sina við okkur.
Það fór einmitt saman við hug-
myndir okkar um að reyna að fá
inn i hverfið fólk, sem vinnur i
vinnustofum við heimili sin og er
þannig I hverfinu en sækir ekki
vinnu út úr þvi. Hann sagðist vita
um fleiri listamenn, sem svipað
væri ástatt um, og teldu ekki
hlaupið að þvi að fá úthlutað
lóðum I þessum nýju hverfum,
nema sérstaklega væri gert ráð
fyrir þvi strax frá upphafi.
Við stungum þvi upp á þessu
fyrirkomulagi. Raunar voru
fyrstu tillögur okkar nokkru
viðtækari. Við gerðum þar ráö
fyrir þvi að þarna gæti oröið um
nokkru fjölbreyttari störf aö
ræða, ekki aöeins listamenn, og
átti þvi aö verða um fleiri hús að
ræöa. En það þótti I of mikið ráð-
izt strax i byrjun, og þetta endaði
svona.
Astæðan fyrir þvi að lóðirnar
uröu sjö er sú, að það voru sjö
listamenn, sem sýndu þessu sér-
stakan áhuga. Nú tók þetta allt
miklu lengri tima en ráðgert var,
þaö dróst að hverfið yrði bygg-
ingarhæft — og á meðan hafa
nokkrir þessara manna leyst mál
sin öðruvisi.”
— Ef það verða nú öllu fleiri en
sjö, sem áhuga hafa á slikum
lóðaúthlutunum og getu til að
reisa sér þannig sameinuð
Ibúöarhús og vinnustofur, verður
þá ekki framhald á sliku víð
skipulagningu næstu hverfa?
„Okkur fyndist þaö rétt. Þaö
mætti lika vera á öðrum staö I
hverfinu, eða þá I öðru hverfi. Svo
mætti lika hugsa sér eitthvert
annað fyrirkomulag, ef áhugi er á
„Já, þær hlutu góðar móttökur.
Reyndar ekki I sinni fyrstu mynd,
þar sem við gerðum ráð fyrir
þessari nýbreytni i nokkuð stærri
mynd, þ.e.a.s. meö ýmiss konar
smáum atvinnurekstri. Þaö féll
nú ekki i góöan jarðveg að hafa
það á þessu svæði, en það kann nú
eitthvað að breytast, og getur vel
farið svo að við komum meö
uppástungur um slikt á öðrum
stað, en það fékk strax jákvæöar
undirtektir að hafa þessi lista-
mannahús I hverfinu.”
— Þarf ekki aö blanda hverfin
meira?
„Jú, ef maður hugsar út I það,
þá er vandamál nýju hverfanna
einkum það, að þar er svo mikið
af börnum og ungu fólki — og
erfiðleikar gömlu hverfanna eru
að þar er svo mikið af fullorðnu
barnlausu fólki en litil endurnýj-
un. Þessi ójafna aldursskipting er
bæði vandamál nýju hverfanna
og hinna gömlu. Með skipulagi
þarf aö breyta þessu.”
— BS
1 Auglýsing
um lóáir
Á næstunni verður úthlutað 7 lóðum undir einbýlishús með
sérstökum vinnustofum. Lóðirnar eru við Tjarnarsel og Voga-
sel i Seljahverfi.
Eru þær fyrst of remst ætlaðar myndlístarmönnum, aðilum,
sem starfa að ýmiss konar listiðn, tónlistarfólki o.þ.h.
Lóðirnar eru nú þegar byggingarhæfar.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu borgarverkfræðings,
Skúlatúni 2, 3. hæð.
Umsóknum skal skilað fyrir 1. okt. n.k. á þar til gerðum
eyðublöðum.
Borgarstjórinn í Reykjavík.
Guðrún Jónsdóttir,
arkitekt.
þvi. En okkur fannst þetta ágætt
fyrirkomulag til að byrja með, og
auk þess getur tilvist svona
vinnustofa og starfandi lista-
manna I hverfinu orðið talsverð
lyftistöng fyrir hverfið. Þarna
gætu til dæmis komið menn og
konur, sem gætu stutt við kennslu
i skólunum þarna og þeir gætu
lika haft áhrif á það að fólk færi
að sinna meira sinu umhverfi.”
ójöfn aldursskipting —
vandamál hverfanna
— Tillögur ykkar hafa hlotið
strax góðar móttökur?
með úthlutun sjö einbýlishúsalóða í Seljahverfi
til listamanna, sem starfa í vinnustofum áföstum
húsum þeirra, er farið inn á nýja braut í skipu-
lagningu nýrra hverfa
gæti orðið upphaf nýbreytni í skipulagsmálum, sem
miðar að því að gæða „svefnhverfin" starfi og lífi
TÍMI TIL K0MINN
AÐ SVEFNHVERFIN
BREGÐI BLUNDI