Alþýðublaðið - 09.09.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.09.1976, Blaðsíða 3
SQm jFimmtudagur 9. september 1976. FRÉTTIR 3 MEÐ LEIÐSÖGU- MANN I VASANUM Skortur á handhægum og trúverðugum ferða- handbókum um helztu slóðir islenzkra ferða- langa erlendis á eflaust einhverja sök á þvi er landinn verður fyrir ó- þægindum af einhverju tagi, og án slikra ieið- beiningabóka missir hann oft af markverðum stöðum eða viðburðum. Þannig má segja að án góðrar handbókar verður ferðin lfkt og hópferð án fararstjóra. Bókaútgáfan Búkolla, Fram- nesvegi 11 i Reykjavik, hefur ráð- izt á þennan garð — á einum stað a.m.k. — og gefið út nákvæma og itarlega en jafnframt handhæga leiðarbók af þessu tagi um hinn vinsæla áningarstað sólþyrstra norðurálfubúa, Costa del Sol á suður-Spáni og Andalúsiuhérað. 1 tilkynningu útgáfunnar um þessa bók segir m.a. ,,1 bókinni COSTA DEL SOL - ANDALÚSIA er fjallaö um ýmiss þau atriöi, sem ferðamanninum er nauösynlegt að vita um — at- riði eins og þau á hvaða hátt er hentugast að ferðast til „fyrir- heitna landsins”, hvað þar er helzt að sjá og njóta, hvernig á að koma fram við „innfædda” til þess að gera sér dvölina þar syðra sem ánægjulegasta — þá siöi og venjur, sem Spánverjar halda i heiðri og ferðamaðurinn ætti að hafa i huga þegar hann gistirland þeirra ogennfremur er að finna i bókinni lista yfir al- gengustu orð og orðasamböid. Höfund bókarinnar, ÖRNÓLF ARNASON, mun óþarft að kynna fyrir þeim, sem undanfarin ár hafa lagtleið sina til sólarstranda Spánar. Hann hefur starfað árum saman sem fararstjóri hjá Feröa- skrifstofunni OTSÝN, er hund- kunnugur á þessum slóðum og veitmannabeztum þærmargvis- legu spurningar, sem ferðamað- urinn leitar hvað oftast svar við, enda má finna i bók hans fjölda á- bendinga, er reynzt hafa farþeg- um, sem notið hafa fararstjórnar hans, hvað bezt á liðnum árum. Bókinnium COSTA DEL SOL — ANDALOSIU er skipt 1 5 aðal- hluta. í fyrsta hlutanum er fjallað um land og þjóð, lýst atvinnuhátt- um, stjórnarfari og fólkinu sjálfu — þá er „stiklað á stóru” I sögu Spánar, allt frá forsögulegum tima til okkardaga. Þá eru i bók- inni kaflar um héraðið Andalúsiu og lýstmörgum þeim merku stöð- um og borgum, sem hver einasti ferðamaður ætti aö heimsækja. 1 bókinni eru götukort yfir helztu borgir eins og Malaga, Sevilia og Cordoba, og einnig þá staði, sem flestir ferðamenn dveljast á: Torremolinos og Fuengirola. 1 þeim hluta bókarinnar er nefndur er „Hagnýt ferðafræöi” er að finna ábendingar um atriði eins og klæðaburð, tryggingar, sóttvarnir, samgöngur, mataræði og matarvenjur, veitinga- og skemmtistaði, þjórfé — hið eilífa vandamál ferðamannsins og yfir- leitt, hvernig bezt er að béra sig aö, ef menn vilja virkilega njóía lífsins þar syðra. Þá er i bókinni orðasöfn, er geyma lausnir á þeim ráðgátum, sem svangur ferðalangur stendur frammi fyrir, þegar honum er fenginn matseðiil á spænsku og einnig algengustu orð og orða- sambönd.” —BS HVERJUM ERUM VIÐ AÐ BORGA? Á þessum siðustu og verstu timum, þegar almenningur þarf að horfa i hverja krónu og spara við sig i einu og öllu, er siður en svo undarlegt að fólk velti þvi fyrir sér til hverra allar þær upphæðir sem reiddar eru af hendi i verzlunum fari. Margir bölsótast yfir þvi, að kaupmennirnir hirði svo og svo mikið fyrir að rétta vöruna yfir búðarborðið — en eru þeir einir um hit- una? Hér á eftir munum við gefa eitt dæmi um það, hvernig verö einnar vörutegundar skiptist á milli kaupmannsins og rikisins. Vissulega eru slik dæmi alls ekki tæmandi, enda misjafnt hversu háir tollar eru á hinum ólikustu vörutegundum, af hverju greiða þarf vörugjaíd og hversuhá álagning kaupmanns- ins má vera á hverja vöruteg- und. Snemma i malmánuði sl. voru keyptar hingað til landsins þrjár litlar rafritvélar frá Þýzkalandi. Þá var gengi þýzka marksins rúmar 53 krónur is- lenzkar. SUNDURLIÐUN Innkaup............ 1145.40 <DM) Flutningsgjald................. Vátrygging..................... Cifverð........................ 35% tollur..................... 10% vörugjald.................. Uppskipun...................... Akstur......................... Vörugjald....................... Bankakostnaður................. ERLEND MYNT ÍSL. KRÓNUR ................................... 80.646.- .................................... 2.275.- ..................................... 211.- ................................... 83.132,- ................................... 29.096.- ................................... 11.223.- ...................................... 172,- ...................................... 172.- ....................................... 50.- .................................... 1.612,- 123.845.- Vextir 1 1/2%............................................................................... 1.858.- Kostnaðarverð............................................................................. 125.703.- Álagning 18,8 ............................................................................. 23.632.- Alagningkr.885.-pr/st....................................................................... 2.655.- 151.990.- Söluskattur 20% ......................................................................... 30.398.- Heildarupphæð........................................................................... 182.388.- Sölugengi 159.24 — erlent innkaupsverð pr/vél DM 381.80 — Otsöluverð pr/véi 60.797 — Samtals kr. 182.391 Af þessu sést að rikið fær i sinn hlut kr. 70.717( með þvi að innheimta toll, vorugjald og söluskatt. Af heildarsöluverði vörunnar eru þá eftir 111.674 krónur. Þar af dragast siðan þær 83.132 krónur sem vélarnar þrjár kostuðu áður en á þær voru lögðýmis gjöld hér á landi. Þá eru eftir 28.542 krónur. Þar af á kaupmaðurinn eftir að greiöa fyrir uppskipun, akstur, vörugjald og bankakostnað krónur 2.006.- 1 þessu tilfelli er leyfileg áiagning á vöruna 18.8% auk 885 króna álagningar á hvern hlut, sem leyfð er ef vöruveröer yfir 11 þúsund krón- ur. Einnig er kaupmanninum heimilt að bæta við vöxtum vegna væntanlegrar rýrnunar peninganna frá þvi að varan var keypt og þar til hún verður seld. Fyrir það að selja þessar þrjár ritvélar fær kaupmaðurinn þvi rúmar 26 þúsund krónur af þeim tæpu 100 þúsund krónum sem á sendinguna hafa verið lagðar. — AV Réttir - Otlit fyrir Nú fer að liða að þvi, að réttir hefjist. Föstu- daginn 10. september verður réttað i Tjarnarrétt i Keldu- hverfi. 12. þ.m. verður réttað í Hrútatungurétt og 13. sept. verður m.a. réttað i Brekku- rétt i Norðurárdal i Borgarfirði. Til gamans má geta þess, að 20. sept. verð- ur svo réttað í Hafra- vatnsrétt og þá gefst borgarbúum tækifæri til að bregða sér i rétt- irnar, án þess að þurfa að fara langar vega- leiðir. Sveinn Hallgrimsson sauö- fjárræktarráðunautur sagði i viðtali við blaðið i gær, aö svo virtist sem dilkar yrðu nokkuö vænir I ár. „Hitt er svo annað mál, sagði Sveinn, að gamla reglan var sú, að ef veturinn var snjóléttur og snemma voraði, þá urðu dilkarnir rýrir. Astæðan fyrir þessu er sú, að grös spretta snemma og falla þvi fýrr en ella, og kemur það niður á dilk- unum”. Sé þetta heimfært upp á sum- arlðsem nú er að llða, ætti þessi hefjast senn að dilkar verði vænir í ár regla fremur að gilda um Noið- urland en Suðurland, þvi þar var snjór niður i miðjar hliðar fram eftir vori. Hins vegar gæti orðiö undantekning á þessu nú, þvi veðrið hefur verið með ein- dæmum hlýtt norðanlands og gróðurinn mikill. Lofar góðu. Þá sagði Sveinn, að nú væri byrjað að rétta það fé sem kom- ið væri af afréttum og hefði leg- ið viö girðingarnar. Or Húna- vatnssýslu hefðu þær fréttir borizt, aö dilkarnir sem komnir væri niður þættu nokkuð vænir, og sömu sögu hefðu bændur á Snæfellsnesihu að segja. „Hins vegar verður að taka það með I reikninginn, sagði Sveinn, að ef veður hefur verið þurrt og gott, þá er féð brúsandi og fallegt og litur betur út. En boriðsaman við undanfar- in ár, þá eru dilkarnir með vænna móti og ekki hægt annað að segja en að byrjunin lofi góðu um framhaldið”. — JSS. Nú eru glósur einnig fáanlegar Nú hefur verið tekin upp sú nýstárlega þjón- usta við nemendur, að gefnar hafa verið út glósur við allar helztu kennslubækur fyrir framhaldsskóla. Er það Glósuútgáfan sem sér um útgáfuna, og hafa verið gefnar út glósur við kennslubækur fyrir menntaskóla, 5, 6, og 7. bekk iðnskóla og 8, 9, og 10 bekk grunnskóla. Verða bækurnar fáanlegar i öll- um bóka- og skólaverzlunum um land allt. Þess má geta að i fyrra var gerð tilraun með slika útgáfu og voru glósurnar gefnar út undir nafni Landsambands Mennta- skólanema. Voruglósurnar unnar i samráði við kenara og seldar um land allt. Fengu þær svo góð- ar undirtektir, aðfull ástæða þótti til að halda þessari starfsemi á- fram. Eins og fyrr segir var höfð náin samvinna við kennara um þessa samantekt, enda ermarkmiðið að spara nemendum tima og jafn- framt að tryggja þeim betri námsárangur. -JSS STJÓRN S.Í.B. MÓT- MÆLIR UMMÆLUM SKÓLAFULLTRÚA REYKJAVÍKURBORGAR Stjórn Sambands íslenzkra barnakennara vill harðlega mótmæla þeim fullyröingum sem hafðar eru eftir skólafull- trúa Reykjavikurborgar Ragn- ari Georgssyni i einu dagblað- anna 7. sept. siðastl. En þau eru: ,,að laun barnakennara væru nákvæmlega þau sömu og hjá kennurum við gagnfræða- skólana”. Stjórnin vill vekja eftirtekt skólafulltrúans á eftirtöldum atriðum: 1. Kennsluskylda barnakennara er fjórum stundum meiri á viku. íarnakennarar fá 3.4 stig fyr- ir hvert unnið starfsár til 1974. Veldur það mun hægari tilfærsl- um i launaflokkum en hjá kenn- urum 7.-9. bekkja sem fá 4 stig. 3. Alag á yfirvinnu er lægri hjá barnakennurum. 4. Barnakennarar sem kenna við 8 mán. skóla verða að sæta l/12skerðingu i launum, en ekki aðrir kennarar. Fleiri atriði má tilgreina. Stjórnin vill eindregið hvetja alla skrifstofufulltrúa mennta- kerfisins til aö gefa réttar upp- lýsingar bæði hvaö varðar kennaraskortinn og launakjör kennara.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.