Alþýðublaðið - 10.09.1976, Page 4

Alþýðublaðið - 10.09.1976, Page 4
alþýöu' Föstudagur 10. september 1976. blaöiö.. ALRÆÐISSTJÓRNIR KOMAST TIL VALDA í HEIMINUM - ef ekki verður komið nýrri skipan á efnahagsmálin Enn ein heimsstyrj- öld gefur haft i för með sér algera niðurlæg- ingu fyrir menningu okkar. Við erum þvi neydd til að finna grundvöll fyrir frið- samlegum samskipt- um þjóðanna i austri, vestri og um fram allt suðri. Þar verður valdajafnvægið að skipa æðstan sess. Við megum ekki ein- blina á járntjaldið. Þegar öllu er á botninn hvolft, er Rtíssland með sitt sérstæða lifs- mynstur, hluti af Evrópu, en hún er full- trúi vestrænnar menn- ingar, hvort sem hún telst góð eða slæm. Þegar viö viljum höfBa til á- byrgðartilfinningar hinna ein- stöku þjóða, eru alltaf einhverj- ar þeirra sem vilja firra sig allri ábyrgi. Þær ættu, á sama hátt og borgarar samfélagsins, aö vera gerðar ábyrgar vegna skorts á samstarfsvilja. Þetta gildir einnig á efnahagssviðinu. Efnahagur, sem er byggöur á þeirri trú, aö alltaf sé hægt að þvinga fram nýja markaöi sem gefa af sér ágóða, og sem ein- göngu miöast við að gæði jarðar séu nýtt til hins ýtrasta, án til- lits tii hvort sú blóðtaka verði einhvern tlma endurgoldin, ef hægt er, er fyrirfram dæmdur til endurtekinna erfiðleika, ef ekki er reynt að takmarka neyzluna með vanþróuð svæði i huga. Þróun á komandi árum Að 50 árum liðnum hefur mannkyn jarðar nánast fjór- faldazt, og helmingurinn þar af verða Asiubúar. Mörg þróunarlandanna verða þá komin á svipað þróunarstig og vestrænu löndin og þá mun- um viö hafa not fyrir þúsundir milljóna tonna af kolum og oliú, eða með öðrum orðum, auöæfi sem fyrreða siðar verða uppur- in. Spurningin er bara sú, hvort okkur mun takast að koma upp nógu mörgum kjarnorkuvopn- um i þeim löndum, þar sem fólk er fákunnandi og hungrað og hvort liða muni heill mannsald- ur áður en ibúar þessara landa hafa komið sér upp þeim her sérfræöinga sem er nauösynleg- ur. Þeir sem álita að visindi og á- ætlanabúskapur séu nauösynleg til lausnar vandanum, mega ekki gleyma að þaö eru takmörk fýrir hversu miklum aga og tak- mörkunum má beita mann- skepnuna, en hún á samtimis að varðveita lifnaöarhætti sina og menningu. Þrælasamfélag Við erum á hraðri leið inn i þrælasamfélag. Ekki slfkt sem tiðkaðist fyrr á öldum þegar menn voru seldir i ánauð til hinna rfku. Nei, við erum að verða þrælar vélvæöingar og neyzluvenja. Slikt samfélag getur verið gott og blessað sé það séð með augum efnishyggjumannsins, en hvað um lifshamingju og við- hald mannkynsins? Við getum smám saman van- izt þvi, ef einn maður auðgast á hagnað annars. A sama hátt getum við vanizt þvi þegar ein þjóð fer að lifa i vellystingum á kostnað annarrar. Enhvortsem við viljum eða ekki, verður aö setja hinum einstöku þjóðum viss takmörk, ef þeim á ekki að lenda illilega saman vegna sameiginlegra hagsmuna. Þessi grundvallarregla hefur lengst af veriö viðurkennd þeg- ar hinn almenni borgari á i hlut, en hún er einnig i fullu gildi hvað varðar hinar einstöku þjóðir. I framtíðinni viljum við ekki horfa upp á að einhver stórþjóð- in meðhöndli minnihlutahópa ó- mannúðlega vegna ótta um blóöblöndun. En i hverju er sá máttur fólginn, sem getur þvingaö hina svörtu ibúa Ug- anda til aþ eiga vinsamleg sam- skipti við hvitu mennina 1 Suö ur-Afriku? Hann finnst eingöngu i nýrri skipan efnahagsmála og hvergi annars staðar. Það skiptir ekki máli hvað sú skipan yrði nefnd, en afskipti af einkaverðmætum eru nauðsynleg ef mannkynið á ekki að eyða sjálfu sér. Aðstoð við þróunarlöndin Miðaö við hina öru fjölgun mannkynsins, eru allar aögerð- ir til hjálpar þróunarlöndunum aðeins dropi i hafinu. Þróunar- löndin verða aðeins sambærileg viö hin þróuðu, að framleiðslu- tæki þeirra veröi eins afkasta- mikil. Vinnuafl landanna eitt er miklu meira viröi en öll aðsend hjálp samanlögð. Hiö vanþróaða vinnuafl mun halda áfram að vera vanþróað ef ekki gefst tækifæri til aö þróa sin eigin framleiöslutæki. Þetta er sá harmleikur sem á sér staö i mörgum þróunarlöndum, þar sem Belgar Frakkar og Bretar hafa útvegað ibúunum fram- leiðslutæki en meðvitað eður ei vanrækt að upplýsa þá um hvernig eigi aö nýta getu tækj- anna til fulls. (Þetta má einnig heimfæra upp á samskipti Dan- merkur viö Grænland). Hundar og hvitir menn bannaðir Leiðin sem reynt hefur verið að fara, með aðstoö Sameinuðu þjóðanna, þ.e. að skapa for- dæmi þess aö ósamkomulag eigi aö leyse með samningum, er ekki aðeins siöferðilega rétt, heldur einasta von hvita kyn- þáttarins til áframhaldandi lifs. Þd svo að yfirburða okkar gæti enn um ókomna áratugi, er full ástæða tilaðhuga að afdrif- umbarnaokkar og barnabarna. Við viljum ógjarna sjá skemmtigaröa stórborganna prýdda skiltum þar sem á stendur: Hér er hundum og hvitum mönnum bannaöur að- gangur. En það var einmitt þetta sem Englendingarnir geröu þegar þeir voru viö völd i Shanghai, til að niðurlæjga Kih- verja. Heimsstefnan i efnahagsmál- um verður I náinni framtið aö mótast af samhjálparkennd, en ekki að Guð hjálpi þeim sem hjálpa sér sjálfir. Þróun sú sem átt hefur sér staö i Evrópu á undanförnum árum hefur látiö okkur I té dýr- keypta reynslu. Vesturlöndin geta með góðu móti lagt sitt af mörkum til aðstoöar við þróun- arlöndin, en sú hjálp má ekki vera I formi ölmusu. Viö verðum aö bera virðingu fyrir öðrum, lffsmynstri þeirra og menningu, i stað þess að ætl- ast til að aðrir liki eftir okkur I einu og öllu. Viö megum heldur ekki ætlast til þess að stöðugt sé veriö að þakka okkur hvert litil- ræði semviö leggjum af mörk- um til þróunarlandanna. Þá verður okkur ofaukið I heimin- um fyrr en varir. iflCSNii Nkrumah var á fundi i Kariem, talsmaöur þróunarlandanna, sem verða að skapa sér sjálf sin eigin framleiöslutæki — og sitt eigið lifsmynstur. HRÆÐSLUGÆÐI?! Logn á jörðu. Sambúð rikisstjórnerinnar sýnist hafa farið skánandi um hrlö, og reyndar ekki laust við, að fram komi i málgögnum þeirra, að þeir séu svolitiö montnir hvor af tðrum! Helzt hefur þetta komið fram i tilefni af tveggja ára afmæli nú- verandi stjórnar, að reynt er aö berja i brestina, sem á timabili voru orðnir býsná áberandi. Svipaö gengur um búskapinn og áður, svo varla er ástæðunnar þar aö leita. Landsmenn voru rétt i þessu aö fá þær fregnir, að þrátt fyrir verulega hækkandi verð á útflutningsvörum okkar, sem fólki er vel kunnugt um af fregnum erlendis frá, muni gjaldeyrishalli okkar verða um tólf milljaröar i ár og þar viö bætist átta milljaröar i vexti og afborganir! Seðlabankinn gefur út þá yfir- lýsingu, aö enn verði að kreppa verulega að i lánastofnunum landsmanna og má kalla gott meöan ráðherrar fá þar fyrir- greiðslur, sem umtalsverðar mega kallast, hvaö sem smá- fuglunum liöur. Þvi kemur mönnum það svo fyrir sjónir, aö fremur litið muni verða um ,,öl á könnunni” i náinni framtiö. Báðir þessir flokkar hafa eðli- lega komið mikiö viö islenzka stjórnmálasögu siöastliöna hálfa öld. En menn hafa ekki komizt hjá þvi að veita þvi at- hygli, að Framsóknar- flokkurinn á, að þvi leyti, sér- kennilega sögu, aö á öllum þessum tima hefur honum aldrei auönast að halda út heilt kjörtimabil sem stjórnar- flokkur, þó hann hafi myndað mörg ráðuneyti og tekiö þátt I öðrum. Hér mun ekki um það fjallað i löngu máli, hvaö þessu veldur. En sú staöreynd blasir við, að flokkurinn hefur alla tið reynt að láta lita svo út, sem hann væri „vinstrisinnaður” og meðal annars tekið þátt I tveim „vinstri stjórnum” jafnvel myndað þær! Viðhorfiö til verkalýðs- samtakanna hefur þó löngum veriðæöi görótt, þegar á reyndi, og þaö hefur oft komiö I ljós, aö þar var flokkurinn I reynd hægra megin viö Ihaldið. Þetta fyrirbæri er það sem löngum hefur verið kallað, að vera allra vinur I orði en engum trúr, þegar á reynir. Af þessari hálfrar aldar reynslu er þvi ekki mót von, að landsmenn velti fyrir sér, hversu lengi núverandi sambúð muni standa og á hverju hún geti byggst. Um þessar mundir er nú svo komið, að timans vegna fari að nálgast „gang- mál” Framsóknarfl. að draga sig úr stjórnarstörfum, og vissulega sáust þess mót, að flokkurinn væri tekinn að hug- leiða þá hluti um hrið. Viömótinu við samstarfs- flokkinn mátti likja viö hið fræga dæmi um Þjóstólf i brúð- kaupi Hallgerðar forðum, þegar hann gekk um gneypur með öxi reidda um öxl! En svo virtust allt i einu verða straumhvörf, og samstarfs- flokkurinn sýndist ná fastari tökum, sem hann heldur enn á yfirborðinu. Ýmsir glöggir menn, sem hafa lagt þaö á sig að leggja saman tvo og tvo, hafa þótzt skynja skýringuna á þessum veðrabrigðum. Það fór nokkurn vegin saman, að þegar Framsóknarmenn voru sem illvígastir I sam- búðinni, voru á döfinni mál, sem kalla mátti æöi óþægileg fyrir forystu Sjálfstæðisflokksins. Það voru hin svokölluðu Armannsfellsmál, sem beindust aö heldur leiðinlegum við- skiptaháttum, flokknum i hag, og mál Ræsis, sem vissulega er nokkuð nátengt forsætis- ráöherra vegna skyldleika ráöamanna þar. En eðlileg hneykslun Framsóknar- flokksins fékk skjótan endi og annan en menn þóttust sjá fyrir! Upp á yfirborðið skutust mjög alvarleg mál. sem ýmsir háttsettir Framsóknarmenn hafa vafizt óþægilega mikið i, meö réttu eöa röngu. Þar kennir reyndar æði margra grasa. Og þar sem for- maður Framsóknarflokksins er i sæti yfirmanns dómsmálanna, sem kunnugt er má geta nærri, aö þaö var hvorki honum né flokknum neitt sérlega þægi- legt, að standa frammi fyrir, þó ekki væri nema broti af þvi mis- ferli, sem blómgazt hefur I þjóð- félaginu undanfarið. Það verður einnig að segjast, að við- brögð hans voru ekki á þá lund, sem almenningur sætti sig við, og á engan hátt traustvekjandi. Þetta er þvi lakara, sem það er staðreynd, aö fáum, eða engum landsmanna mun hafa hugkvæmzt, að ráðherrann ætti hér beinan hlut aö. Er þaö raunar ekki óþekkt, aö oft verða menn að gjalda of mikillar auð- tryggi. Þaö ræður nú af öllum likum, að stjórnarflokkarnir væru ekki um of fiknir i að leita álits þjóð- arinnar i kosningum, með þaö sem á baki þeirra var i siöferði- legum efnum i viðbót við alla ó- stjórnina I landsmálum. Um þetta þarf enginn að velkjast i neinum vafa. Sjálfsagt er þaö þeirra von, að gleymskan breiði liknandi dulu á hneykslismálin, ef unnt er að halda óheillasam- bandinu enn um sinn. Hvort sú fyrirætlun tekst, er önnur saga. Fleðulæti stjórnarflokkanna hvors við annan nú, kunna þvi aö vera sprottin af ööru en ein- skærri ánægju. Stundum hefur veriö svo að orði komizt um ótrygga sam- herja, að „þeir hangi saman á skömmunum”. lslenzk tunga á yfir það eitt prýöilegt orð, sem vænta má — orðið hræöslugæði! Oddur A. Sigurjónsson I HBEIWSKIUII SAGT

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.