Alþýðublaðið - 10.09.1976, Side 5
Alþýðublaðið heimsækir ungan
hugvitsmann, Halldór Axelsson
Föstudagur 10. september 1976.
VETTVANGUR 5
Sjálfmenntaður á
sviði rafeindafræð-
innar
þurrkunartækninni sem notuð
var. Þóttist ég viss um, að hægt
væri að bæta þá tækni, með það
fyrir augum að auka virkni
þurrkunarinnar, og þá sérstak-
lega með tilliti til rakastigsins 1
loftinu.
Ég fór upp að Keldum og fékk
hjá þeim nokkur meginatriði,
sem ganga verður Ut frá. Þær
upplýsingar notfærði ég mér
siðan þegar ég teiknaði tæki
sem átti að halda niðri rakastigi
heysins.
Tækið verkaði þannig, að
þegar rakastigið I heyinu fór
upp fyrir rakastig loftsins utan
dyra, þá fóru súgþurrkunar
blásararnir sjálfkrafa I gang.
Ég hafði nefnilega oft furðað
mig á þvl þegar bændur létu
súgþurrkunartæki sin ganga i
rigningu, þvi ég skildi aldrei til-
ganginn i þvi að blása röku lofti
á hey sem átti að þurrka.”
En hvað um það, ég teiknaði
þarna súgþurrkunar útbúnað og
sýndi þeim Keldnabændum.
Mér virtist þeim lltast nokkuð
vel á hugmyndina, allavega
buðust þeir til að útvega mér
hlöðu þar sem ég gæti reynt
þennan útbúnað. Jafnframt var
á þeim að heyra að ef tilraun-
irnar tækjust vel, þá væru þeir
til viðtals um frekari aðgerðir.
Að sjálfsögðu hafði ég engan
veginn boimagn til að standa
straum að þessum tilraunum og
þvi varð ekkert úr frekari fram-
kvæmdum.”
„Sjónvarpsbolti”
Þegar hér var komið sögu
sýndi Halldór blaðam. litið tæki
sem hann nefndi sjónvarps-
bolta. Er hér um að ræöa leik-
tæki sem hefur rutt sér til rúms
erlendis, á siðustu árum, og er
ekki ósvipað tennis. 1 þessu spili
geta tveir tekið þátt I senn, og
fer leikurinn fram á sjónvarps-
skermi þar sem litill dill
skoppar um skerminn og felst
leikurinn i þvi að koma þessum
„bolta” i mark hjá mót-
.herjanum.
1 útfærslu Halldórs er spilið
fyrirferðalitill kassi sem hægt'
er að tengja við hvaða sjón-
varpstæki sem er, án teljandi
tilfæringa.
Af öðrum tækjum sem
Halldór er að fást við um þessar
mundir, má nefna kennslutæki ■
sem hann er að smiöa fyrir'
Menntaskólann við Hamrahlið.
Er það tæki sem notaö verður
til útskýringa á tviundarkerfinu
svonefndar rökrásir. Með þessu
tæki er á mjög einfaldan hátt
hægt að setja upp öll tilbrigði
tviundarkerfisins og sýnir þaö
þá tiltekna möguleika I formi
ljósmerkja.
„Ætli ég sé ekki
búinn að vera að fást
við þessa hluti i ein 10
ár, að visu fóru fimm
fyrstu árin að miklu
leyti i að rifa alls kyns
dót i sundur, án þess að
koma þvi saman
Sagði hann að umrætt tæki
væri tölvuriti sem nota mætti til
að prenta setningar og önnur
tákn inn á myndskerm. Að sögn
Halldórs er hægt með tæki þessu
að senda boð I gegnum sima,
þannig að tveir menn geti skipzt
á boðum milli tveggja fjarlægra
staða. Sagði hann að mjög ein-
falt væri að tengja tækið við
sima þvi ekki þyrfti annaö en að
leggja simtólið ofan á tölvurit-
Það tók Halldór þrjú ár að fullgera syntesizerinn
aftur,” sagði Halldór
Axelsson 24 ára Vest-
mannaeyingur er
Alþýðublaðið ræddi við
hann um áhugamál
hans, sem er rafeinda-
tækni.
Halldór er nú að
hefja annað ár i Iðn-
skólanum, sem hann
segist hafa farið i til að
ná sér i réttindi sem út-
varpsvirki. Að öðru
leyti er hann sjálf-
menntaður á sviði raf-
eindafræðinnar, og
með þá staðreynd i
huga hefur hann náð
ótrúlegum árangri.
Er blaðamenn Alþýðublaðsins
heimsóttu Halldór fyrir
skömmu, var hann að bjástra
við litið tæki sem við fyrstu sýn
liktist einna helzt ritvél. Við
spurðum HaUdór hvaða furðu-
verk þetta væri.
ann á ákveðnum stað, þá næmu
hljóðnemarnir I simtólinu hljóð-
merki þau sem kæmu frá tölvu-
ritaranum. Siðan færu þessi boð
eftir simaþræðinum og til
viðtakanda sem hefði sams
konar útbúnað tengdan sjón-
varpstæki sinu. Þegar þessi
hljóðmerki færu I gegnum
tölvuritann hjá hinum
aðilanum, kæmu þau fram sem
letur á sjónvarpstæki hans.
Taldi Halldór að heyrnar-
lausir og mállausir gætu haft
mikið gagn af sliku tæki, þvi
það gerði þeim kleift að notfæra
sér sima likt og aðrir.
Sagði hann jafnframt að þetta '
tæki þyrfti alls ekki aö vera
mjög dýrt, það er að segja ef
viðkomandi ætti sjónvarpstæki
fyrir.
Þeim leizt vel
á hugmyndina
„Það er óhætt að segja að
áhugi á þvi að smiða allskyns
rafeindatæki hafi vaknað hjá
mér þegar ég var i sveit fyrir
allmörgum árum.
Þá hefði ég um nokkurt skeið
verið að velta vöngum yfir súg-
Er viðheimsóttum Halldór fyrir skömmu, var hann að bjástra
við Iltið tæki sem við fyrstu sýn liktist einna helzt ritvél.
Syntesizer
Sá gripur sem Halldór hefur
eytt hvað lengstum tima i, er
hljóðfæri, sem hann hefur smið-
að. Er það almennt kallað synt-
hesizer og eru slik hljóðfæri
mikið notuð meðal yngri hljóm-
listarmanna, sem leggja stund á
popp tónlist. Einnig hafa fram-
úrstefnu tónskáld notfært sér
hljóðfæri þetta i auknum mæli,
siðustu ár.
Ekki treystir undirritaður sér
til að tiunda hvernig hljóðfæri
þetta virkar né hvernig þaö er
samsett, en lesendum til
glöggvunar skal þess getiö að
það likist einna helst rafmagns-
orgeli, nema hvað á syntesizer
er hægt með allskyns þéttum og
sveiflubreytum að framkalla
ýmsa tiria og tónbrigði sem
venjuleg rafmagnsorgel ná
ekki.
Þess má geta að Jakob
Magnússon notaði þennan
syntesizer á tónlistarkvöldi I
Tjarnarbúð siðastliðinn vetur,
en að sögn Halldórs hafði hann
þá ekki lokið smiðinni endan-
lega þannig að hljóðfærið
reyndist þá ekki sem skyldi.
önnur tæki
Auk þeirra tækja sem hér hef-
ur verið sagt frá, hefur Halldór
Axelsson smiðað skammtara
fyrir niðurlagningarvélar. Þá
hefur hann teiknað viramæli
fyrir trollbáta, sem átti að sýna
nákvæmlega hvað margir
faðmar af vir væru úti. Sagðist
'hann hafa sýnt nokkrum út-
gerðarmönnum þessar
teikningar sinar og hefðu þeir
veriö tilbúnir til að prófa mæl-
inn, en þá hefði komið upp sama
vandamáliö og þegar rætt hefði
verið um súgþurrkunartækin, —
frjármagn var ekki fyrir hendi
svo hægt væri að hrinda til-
rauninni I framkvæmd.
Við spurðum Halldór hvort
það væri ekki timafrekt að
fylgjast með þeim nýjungum
sem fram kæmu á sviði raf-
eindatækninnar, og kvað hann
já við. Sagðist hann að meöal-
tali eyða þremur klukkustund-
um á dag I lestur erlendra tima-
rita sem fjölluðu um þau mál.
Og væri hann nú áskrifandi að
tólf slikum.
Um framtiöaráform sin vildi
hann sem minnst segja, en sagði
að það væri draumur sinn að
geta stofnað litið verkstæði, þar
sem hægt væri að leysa úr minni
háttar tæknilegum vandamál-
um sem ýmis fyrirtæki og fram-
leiðslugreinar þyrftu að fá lausn
á.
En af þvi gæti ekki orðið fyrr
en hann hefði orðið sér út um
réttindi.
—GEK ab myndir ATA
Blaðamaður Alþýðublaðsins og Halldór reyna með sér i sjón-
varpsboltanum.