Alþýðublaðið - 10.09.1976, Síða 8
8
Föstudagur 10. september 1976. blaðiA
Áhrifamikill
leiðtogi
fallinn frá
Siðdegis sl. miðviku-
dag, samkvæmt is-
lenzkum tima, lézt Maó
Tse-tung þjóðarleiðtogi
Kinverja. Með honum
er fallinn i valinn sá
stjórnmálamaður sem
sett hefur mestan svip
á þróun mála á þessari
öld, heima jafnt sem
erlendis. Maður sem
leitt hefur 800 milljón
manna þjóð sina frá
hungri og örbyrgð kúg-
unarinnar til betra lifs
og tæknilegra framfara
hins sósialiska þjóð-
skipulags. Vissulega
eru sósialistar á Vest-
urlöndum argir út i
Kinverja fyrir þá
stefnu sem þeir hafa
tekið i utanrikismál-
um, sérstaklega með
tilliti til afstöðu þeirra
til höfuðvigis heims-
valdastefnunnar á
Vesturlöndum, NATO.
En sá ágreiningur
breytir ekki þeirri
staðreynd að með hug-
sjónir Maós og félaga
hans að leiðarljósi hef-
ur þetta fyrrum fátæka
bændaþjóðfélag leigu-
liða og þjakaðrar al-
þýðu risið til tækni-
vædds stórveldis sem
ekki verður komizt hjá
að taka tillit til þegar
rædd eru málefni
heimsbyggðarinnar.
Maó Tse-tung fæddist i þorp-
inu Sjaó-Sjan i héraðinu Hsjang
Tan Hsjen i Húnanfylki árið
1893. Fa&ir hans var fátækur
bóndi, sem siðar tókst aö nurla
sér saman nokkru fé á smá-
verzlun. Þá sneri hann sér að
búskap og var að sögn Maós
sjálfs talinn meðalbóndi og
græddist smátt og smátt dálitiö
fé.
Atta ára að aldri var Maó Tse-
tung látinn i barnaskóla og var
þar til þrettán ára aldurs, en
var jafnframt skólanum látinn
vinna mikiö heima hjá sér, eins
og tiðkaðist.
Eftir að barnaskólanum lauk
vann Maó heima hjá sér baki
brotnu fullt karlmannsverk
fram á kvöld og hélt eftir það
reikninga fööur sins. Engu að
siöur fékk hann tóm til lesturs
og las hann yfirleitt allt sem
hann gat náö 1 „nema klassisku
ritin”, eins og hann orðar það
sjálfur i ævisögu sinni. Vegna
þess hve Maó og föður hans
samdi illa strauk sonurinn aö
heiman einn góöan veðurdag, en
sættir tókust þó með þeim feög-
um siðar. Maó gekk I fram-
haldsskóla og siöar Iverelunar-
skóla og menntaskóla og út-
skrifaðist úr honum 1918. Sum-
arið eftir ákvað hann aö fara til
Peking og fékk þar starf sem
aðstoðarbókavörður við bóka-
safn bjóðháskólans. Meðan
hann starfaði þar kynntist hann
Sjen Tú-hsjú sem beindi huga
hans mjög að marxisma og
styrkti hann þannig I skoðunum
á þvi æviskeiði sem réði úrslit-
um um lifsferil hans.
1 mai 1921 var Maó Tse-tung
meðal stofnenda kinverskra
kommúnistaflokksins. Hann
lifði og hræröist i pólitiskri
námsmanna og verkamanna-
hreyfingu og var þegar á fundi
hans kosinn I miðstjórn flokks-
ins og formaður miöstjórnar og
æðstaráðsins var hann orðinn
1935. Þessum embættum gegndi
hann til dauðadags, þrátt fyrir
ýmis átök innan flokksins á ár-
unum frá valdatöku flokksins.
Þaö frægðarverk kinverskra
kommúnista sem lengst verður
minnst er án nokkurs vafa
Gangan mikla, þegar 90.000
manns, konur, börn, gamal-
menni, óbreyttir borgarar og
bændur, meðtalin, hófu ferö
sina frá Kiang-si I suðri um mið-
bik októbermánaðar 1934. Þeg-
ar komið var á leiðarenda, 9.000
km. norðar, i Sjensi- og Kansú
voru 20.000 manns eftir af þess-
um hópi, og höfðu þó margir
bæzt i hópinn á leiðinni. Hungur,
orrustur viö liösmenn Sjang
Kai-sjeks og óblið náttúran
höfðu tekiö sinn toll af liðs-
mönnum Maós.
Maó tók höndum saman við
Sjang Kai-sjeks I striöinu gegn
Japönum, en eftir að henni lauk
hófst baráttan viö Kuomintang
á ný og lauk meö þvi að Rauði
herinn hrakti Sjang og hersveit-
ir hans af landinu yfir á For-
mósu, en rauðliðar lýstu yfir
stofnun Kinverska alþýöulýð-
veldisins árið 1949.
Þróun mála i Kina eftir valda-
töku kommúnista er flestum
kunn. Þar hefur verið unnið það
stórvirki að metta munna eins
sjötta af mannkyninu, iðnvæð-
ing hefur verið geysileg á ekki
lengri tima, ólæsi hefur verið
útrýmt með öllu meö fuilkomnu
skólakerfi og Kinverjar eru nú
ein áhrifamesta þjóð heims.
Þáttur Maós formanns i þessari
þróun er mikill, sem leiðtoga
þjóðarinnar öll þessi ár. Þvi er
tjón kinversku þjóðarinnar mik-
iö. — hm.
A Torgi hins himneska friðar.
Miiljónir Kinverja hylla leiðtoga sinn.
Hvað segja þe
Alþýðublaðið sneri sér í
gær til nokkurra manna og
bað þá • svara nokkrum
spurningum vegna andláts
Maós Tse-tung þjóðar-
leiðtoga Kínverja. Svör
þeirra fara hér á eftir:
Það skal tekið fram að
reynt var einnig að ná
sambandi við Geir Hall-
grímsson, ólaf Jóhannes-
son og Magnús Torfa
ólafsson, sem formenn
sinna stjórnmálaf lokka, en
ekki náðist samband við
þa.
Benedikt Gröndal, for-
maður Alþýðuf lokksins:
0
A ekki von á
snöggum breytingum
Hver eru áhrif kinversku byit-
ingarinnar á baráttu alþýðunnar i
heiminum?
Það eru i sjálfu sér ékki litil á-
hrif, að kinverska byltingin hefur
fært 800 milljón Kinverjum
kommúniskt stjórnarfar i staðinn
fyrir spillingu, misrétti og jafnvel
stjórnleysi, sem þar var áður.
Hitterþó ekki siðurmikilvægt, að
hinn kinverski kommúnismi ristir
dýpra og stefnir að meiri breyt-
ingum á hugarfari og lifsviðhorfi
einstaklingsins og allri skipan
þjóðfélagsins en aðrar stjórn-
málahreyfingar. Þetta stuðlar að
ágreiningi Kinverja við Sovétrik-
in, sem þeir kalla endurskoðunar-
sinna. Tuttugasta öldin er öld
sósialismans, en jafnaðarmenn
hljóta að harma, hve mikill hluti
mannkynsins hefur lent i klóm
kommúnismans, þar sem frelsi
einstaklingsins er einskis virt.
Telur þú liklegt, að breyting
verði á stefnu kínverskra
kommúnista við andiát Maos?
Þótt fátt sé um fréttir af pólitik
i Klna, eru þar uppi stefnur og
straumar innan kommúnista-
flokksins og átök hafa lengi við
það miðazt, hverjir hljóti völdin
og hvaða stefnur veröi ofaná,
þegar Mao er ailur. Aðallega hef-
ur borið á þrem aöilum i þessum
átökum. Fyrst er Peking-hópur-
inn, sem leggur áherzlu á hraðar
efnahagsframfarir og stendur
fyrir hinni nýju utanríkisstefnu,
vinfengi við Bandarikin og til-
raunir til að ala á tortryggni milli
þeirra og Sovétrikjanna. Annar
er Shianghai-hópurinn, sem legg-
ur rikásta áherzlu á hugmynda-
fræði kommúnismans, pólitiskt
uppeldi þjóðarinnar og hreinsan-
ir, en er tortrygginn i garð utan-
rikisstefnunnar. Loks er Kin-
versk' herinn, sem hefur verið
valdarnikill frá upphafi bylting-
arinnar og er enn. Margvisleg á-
tök og sum hrikaieg hafa verið
milli þessara flokka og voldug-
ustu foringja þeirra t.d. örlög
Lin-Piaos. Þessi átök munuhalda
áfram og er raunar eðlilegt að bú-
ast við einhverjum gusti, þegar
svo mikilvæg mannaskipti eiga
sér stað hjá stórveldi, sem verða i
Kina á þessu ári. Ég á ekki von á
snöggum breytingum, t.d. á utan-
rikisstefnunni, en áherzlu- og
blæbrigði á innri stjórnmálum
gætu vel orðið.
Björn Jónsson forseti Al-
þýðusambands islands:
Dái afrek hans,
snilligáfur
og hetjuskap
Hver telur þú að hafi veriö helztu
áhrif Maós formanns?
Kinversk viðhorf og aðstæöur
eru okkur islendingum svo fjar-
læg að næsta erfitt er fyrir okkur
að meta með raunsæjum hætti þá
heimssögulegu byltingu sem
orðið hefur i Kina og vafalaust er
að Maó Tse tung mótaði meira en
nokkur annar maður. Ég er
heldur ekki svo vel að mér i ritum
Maós formanns að það gefi mér
mikla möguleika á hlutlægu mati
á honum sem manni og foringja.
Ég er þó hiklaust þeirrar
skoðunar að með Maó formanni
sé fallinn i valinn einn mesti
persónuleiki á okkar dögum,
maöur sem var svo stórbrotinn að
»
0
I 3. miljónustu
fernunni af
JROPICANA
eru 100.000
króna verðlaun.
Fékkst þú þér
JRDPICANA
í morgun?