Alþýðublaðið - 10.09.1976, Qupperneq 13
feíaSð^ JFöstudagur 10. september 1976.
,...TIL KVÖLDS 13.
FlokhsstarfiA---------------------------------------
Frá FUJ í Reykjavík
Aöalfundur félagsins verður haldinn mánudaginn 20. sept. n.k. í
Ingólfskaffi uppi. Hefst fundurinn stundvfslega kl. 20.30.
Dagskrá fundarins verður sem hér segir:
1. Formaður gefur skýrslu um störf félagsins á liðnu starfsári.
2 Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga.
3. Lagabreytingar.
4. Kosning stjórnar og varastjórnar.
5. Kosnir verða tveir endurskoðendur og einn til vara.
6. önnur mál.
Félagar eru hvattir til að mæta vel og stundvlslega.
Guðmundur Bjarnason
formaöur
Styrktarmannafélagið — Ás —
Skrifstofa félagsins Hverfisgötu 8-10 veröur lokuð frá 15/8
— 13/9
Alþýðuflokksfólk Norðurlandskjördæmi eystra.
Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðuflokksins i Norðurlandskjör-
dæmi eystra verður haidinn að Strandgötu 9 á Akureyri nk.
laugardag 11. september og hefst ki. 13.30.
Gestir fundarins verða Benedikt Gröndal, formaður
Alþýðuflokksins,og Finnur Torfi Stefánsson, lögmaður.
f.h. stjórnar kjördæmisráðs
Hreinn Pálsson, formaður.
Frá F.U.J. i Reykjavik:
Aðalfundur félagsinsverður haldinn 20. sept næstkomandi. Dag-
skrá verður auglýst slðar. „ . . _.
J Guðmundur Bjarnason
formaöur
Alþýðuflokksfólk Norðurlandskjördæmi vestra.
Aöalfundur Kjördæmaráðs AÍþýðuflokksins verður haldinn á
Siglufirði n.k. sunnudag, 12. sept. og hefst kl. 13.30.
Gestir fundarins verða Benedikt Gröndal, formaður Alþýðu-
flokksins, og Finnur Torfi Stefánsson, lögmaður.
Allt Alþýöuflokksfólk velkomið.
Stjórnin.
37. þing Alþýðuf lokksins
verður haldið dagana 22. til 24. október n.k. aö Hótel Loftleiðum.
Dagskrá þingsins verður nánar auglýst slðar.
Benedikt Gröndai formaður
Björn Jónsson, ritari
FUJ i Reykjavik.
Tillögur um framboö I stjórn FUJ I Reykjavlk, svo og um
framboð á SUJ þing skulu hafa borizt fyrir 20. sept. n.k. á
skrifstofu félagsins.
Uppstillingarnefnd.
Alþýðuflokksfólk Suðurlandi
Aðalfundur kjördæmisráös Alþýðuflokksins I Suðurlandskjör-
dæmi verður haldinn I Vestmannaeyjum 18. og 19. september og
hefst fundurinn kl.20.00 á laugardaginn.
Gestir fundarins verða þeir Benedikt Gröndal, formaður Al-
þýðuflokksins og Arni Gunnarsson, ritstjóri.
f.h. stjórnar Kjördæmisráðs
Þorbjörn Pálsson.
Kvenfélag Alþýðuflokksins
heldur félagsfund n.k. þriðjudag 14. september kl. 20.30 i Iðnó
uppi.
Fundarefni:
1. Vetrarstarfið.
2. Kosning fulltrúa á 37. þing Alþýöuflokksins og á kjördæma-
þing fulltrúaráðs Alþýðuflokksfélaganna I ReykjavlR.
3. Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, ræðir stjórn-
málaviðhorfið.
4. önnur mál.
Félagar, fjölmennum stundvlslega.
Stjórnin
Telst rokk til tónlistar?
Guðrún Halldórsdóttir
„Ég hef nú svo litiö vit á
tónlist, en samt finnst mér það
rétt á takmörkunum. Ég býst
við að flest eldra fólk sé sömu
skoðunar".
Edda Hrönn Steingrfmsdóttir,
nemi.
„Ég held það — já. Einnar
tegundar tónlistar að minnsta
kosti”.
Merkið hjólreiðabrautir
með gulum Zebraröndum
RJ hefur ritað Horninu
eftirfarandi bréf:
,,Af hverju eru hjólreiðar ekki
i útbreiddari ferðamáti á tslandi
en raun ber vitni? Sumir svara
þvl til að veðráttan ofbjóði þeim
sem feröast á þennan ódýra en
heilsusamlega máta. En eftir að
hafa verið I Danmörku og
I Norður-Þýzkalandi að vetrar-
lagi, þar sem kemur fyrir að
rignir dugiega held ég að sú
skýring sé að mestu fyrirslátt-
ur. Að einhverju leyti má segja
aö veðrið dragi úr þeim mönn-
um kjark.sem vilja leggja biln-
um og nota hjartadæluna, en ég
óttast að það sé hin þunga,
grimma og miskunnarlausa
umferð, sem hér rikir orðið I
borginni, sem fælir flesta frá þvi
að reyna að kaupa og nota reið-
hjól.
Þar fer llka saman, að auk
þess sem æðislegur kappakstur
á sér hér stað á öllum götum,
breiðgötum sem þrengstu stig-
um, þá hafa skipulagsyfirvöld
borgarinnar aldrei viðurkennt
reiðhjólið sem farartæki.
Mannvirkjagerð öll i gatnakerfi
borgarinnar miðast við það að
koma bilum út á götuna, ekki
endilega greitt á leiðarenda, þvi
frumskógur umferðarljósa-
staura, sem alls staðar hafa ris-
ið, sér fyrir þvl að bllar eru
lengi að ferðast um.
Misræmið 1 ljósunum veldur
svo þvl, að það er ekið I spretti
milli ljósa, en þar safnast bíla-
flotinn saman eins og inniluktar
l kindur i klettaskúta. 1 þessum
gengdarlausa æðisakstri vil ég
ekkiveravegfarandiá reiðhjóli.
Ég hef séð hversu réttur hjól-
reiðarmannsins er einskis virt-
ur.
Þvl vil ég nú gera að tillögu .
minni, sem ég þykist reyndar
fyrirfram viss um að verði ekki
hlustað á, að Umferðarráð geri
hið fyrsta tillögur til borgar-
verkfræðings um skipulag
þessa:
a) hvernig bezt verði séð fyrir
öruggum ferðamáta hjólreiða-
fólks miðað við gatnakerfi
borgarinnar eins og það er I
dag, — og
b) hvernigtekið verði iframtíö-
inni tillit til við alla gatnagerð
og umferðarskipulagningu
hjólreiða sem ferðamáta.
Það mætti til dæmis styöjast
við hugmynd, sem reynd hefur
verið i Árósum i Danmörku, þar
sem merktar eru gular zebra-
leiðir á þeim stöðum sem hjól-
reiðamenn eiga forgang, likt og
hvitar zebrabrautir eru fyrir
gangandi vegfarendur. Þetta á
fyrst og fremst við um flóknari
gatnamót, en mætti llka hafa
víða þar sem tryggja þarf hjól-
reiðamönnum forgang, svo þeir
geti treyst þvi að bilstjórar
neyti ekki stærðarmunar öku-
tæjanna. Einnig mætti setja
sérstakar reiðhjólabrautir með-
fram helztu hraðbrautum og
merkja svo með gulum röndum
hvar fara skuli yfir götur.
Hérlendis eru engir hags-
munahópar hjólreiðafólks, sem
berst fyrir slikum málum, og
þess vegna verða umferðaryfir-
völd og Umferðarráð að hafa
hér frumkvæðið. Það verður að
sporna við ofurveldi bilsins,
okkar vegna og barnanna.
Með kærri þökk fyrir
birtinguna, RJ”
„Lóan í flokkum flýgur”
Nú fara farfuglarnir
að yfirgefa okkur á leið
sinni til suðrænna
landa. Þúsundir fugla
leggja leið sina þangað,
en hvað geta þessir
flokkar orðið stórir?
Stærsti fuglaflokkur,
sem sézt hefur nokkru
sinni var dúfnaflokkur,
sem var af kyni flökku-
dúfna i Bandarikjunum
um aldamótin 1800.
Flökkudúfunum hefur
nú verið útrýmt með
öllu. Flokkarnir voru
svo stórir, að það tók
slikan flokk 14 klst. að
fljúga yfir ákveðinn
stað. Fuglarnir flugu
svo þétt, að skotmaður
gat skotið 50-60 dúfur i
hverju skoti. Menn
gera ráð fyrir, að allt
að 3 milljarðar dúfna
hafi verið i hverjum
flokki.
V