Alþýðublaðið - 11.09.1976, Side 2

Alþýðublaðið - 11.09.1976, Side 2
Laugardagur 11. september 1976. SSSHr 2 STJÓRNMÁL / FRÉTTIR (Jtgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarinaður: Arni Gunnars- son. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggs- son. Otbr.stj.: Kristján Einarsson, simi 14900. Aðsetur ritstjórnar er i Siðumúia 11, simi 81866. Auglýsinga- deild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftar - simi 14900. Prentun: Blaðaprenti h.f. Askriftarverð: 1000 krónur á mánuði og 50 krónur i lausasölu. alþýðu* blaöið Óþarfur flokkur! Alþýðubandalagið er sérkennilegur flokkur. Það byrjaði feril sinn sem kosningabandalag, og var að sjálfsögðu ætlunin að gera það að venjulegum stjórn- málaflokki. Aðstandendur þess voru Sameiningar- flokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn, arftaki Kommúnistaflokks Islands, og Málfundafélag jafnaðarmanna. Svo erfitt reyndist að bræða þessa aðila saman, að það tókst ekki á ar.nan áratug. Það tókst raunar aldrei, því að Hannibal Valdimarsson og Björn Jónsson komust að þeirri niðurstöðu, að slíkur flokkur mundi aldrei verða sannur, lýðræðissinnaður jaf naðarmannaf lokkur. Ástæðan var sú, að hinn gamli kjárni Kommúnista- flokks (slands var enn ríkjandi, í leyndarráðum flokksins og við flokksblaðið, Þjóðviljann. Þessi kjarni er enn hið ráðandi afl í flokknum, samböndin við Sovétríkin eru enn fyrir hendi, gamlir forustu- menn fara til Sovétríkjanna í hvíldarferðir og Þjóð- viljinn ber það með sér á hverjum degi, að hann er málgagn sovétkommúnismans. Nú hafa árin liðið og ný kynslóð vaxið úr grasi. I röðum hennar er margt róttækt fólk, sem trúir á hreinan kommúnisma í einhverri mynd. Þessu unga fólki finnst gömlu kommúnistarnir i Alþýðu- bandalaginu og við Þjóðviljann vera á villigötum og hafa tapað hinum eiginlega rétttrúnaði í dægurþrasi og ráðherrastólum. Það kallar þessa menn i Alþýðu- bandalaginu hægrikomma með fyrirlitningu. Þetta unga fólk hefur klofið Alþýðubandalagið og myndað flokka, sem þræða hina ýmsu krákustíga kommúnismans. Á sama tíma hef ur gamla liðið í Alþýðubandalaginu klof nað illilega. Þar er kominn valdamikill hópur svo- kallaðra menntamanna og listamanna, fólk, sem ekkert þekkir til lífsbaráttu íslenzkrar alþýðu og engan áhuga hefur á henni. Þetta fólk leitar sér að einhverjum nútímalegum áróðursmálum, en lætur venjulega þjóðfélagsstefnu lönd og leið. Alþýðubandalagsmenn í verkalýðshreyf ingunni foragta þetta nýja áhrifafólk, sem meðal annars fyllir þingflokk Alþýðubandalagsins. Sá klofningur hefur magnazt í seinni tíð og á eftir að draga dilk á eftir sér. Það þykir helzt líklegt til valda og ráðherrastóla hjá hægrikommum og lagsmönnum þeirra að þykjast vera íslenzkur jaf naðarmannaf lokkur og ekkert ann- að. Þeir kokhraustustu hafa meira að segja lýst yfir opinberlega, að þeir ætli að leggja undir sig starfssvið Alþýðuflokksins í íslenzkri pólitík. Þeir gleyma þvi, að til er Alþýðuf lokkur í landinu og óhugsandi að reyna að breyta Kommúnistaflokki íslands í mynd hans. Þess vegna er hið margklofna Alþýðubandalag óþarfur flokkur í islenzkri pólitík, hin raunverulega orsök þeirrar ógæfu, að alþýðu- samtök hafa verið klofin á íslandi og ekki eignazt þann pólitíska arm, sem þau þurfa né þann styrk einingar, sem þau til dæmis hafa um alla norðanverða Evrópu. Alþýðubandalagið er nú að missa reynda foringja, en nýir koma ekki í staðinn. Hugmyndagrundvöllur bandalagsins er margklofinn og sundrung í hópi þingmanna og liðsmanna. Þess vegna er Alþýðu- bandalagið í hnignun. Á hinn bóginn hef ur Alþýðuf lokkurinn ávallt haldið hugsjónalegri forustu og gerir enn. Flokknum hefur vegnað mismunandi vel, en nú er hann greinilega á uppleið og fram eru að koma í röðum hans margir ungir og efnilegir menn. Alþýðuflokkurinn er eini, sanni boðberi íslenzkrar jafnaðarstefnu og engin stefna fellur eins vel að íslenzkum aðstæðum og hugarfari. Alþýðubandalagið er óþarft og hnignandi, en framtíðin er Alþýðuflokksins. —B.GR.— Spjallað við fólk á vinnustað: VERST ÞEGAR F0LK HÆTTIR AÐ GERA KRÖF- UR UM MANNSÆM- ANDI VINNUAÐSTÖÐU Blaðamaður og Ijós- myndari Alþýðublaðsins litu inn hjá fiskvinnslu- stöð Bæ jar útgerðar Reykjavíkur í gær. Þar var allt í fullum gangi, enda vinna mikil og hef ur svo verið i allt sumar. Ekki virtust allir vera fullkomlega ánægðir með vinnuaðstöðuna hjá BÚR. ,,En það er ekki í mörg hús að venda," sagði ein konan, sem þarna vinnur. ,,AAaður er fegin meðan hægt er að ganga að ein- hverju starfi öruggu, þótt aðstaðan sé ekki upp á það bezta. Auðvitað verðum við smám saman samdauna umhverfinu. Það versta er, þegar fólk hættir að gera kröf ur um mannsæmandi aðstöðu." Þannig mæltist henni. „Viö erurn i karfa,” sögftu konurnar Ung stúlka var að raöa fisk- flökum i dall og leit fremur dapurlega út. Hún sagði að þetta væri leiðinleg vinna. „Og það er meira að segja skomið sólskin úti,” sagði stúlkan. En svo er hægt að lita á þessi mál frá annari hlið. t nýút- kominni skýrslu um atvinnu- laust fólk segir að alls hafi 5.333 verið atvinnulausir á landinu 31. ágúst sl. Auk þess má gera ráð fyrir að þarna eigi fleiri hlut að máli, þvi skýrslan nær aðeins yfir þá sem eru á skrá. Það er þvi ljóst að nokkuð er farið að bera á atvinnuleysi og telja ýmsir að það muni aukast mikið fram að áramótum. Þegar þannig árar er e.t.v. ekki við þvi að búast að fólk sé i stuði til að kvarta undan aðstöðunni. Þvi þykir gott að hafa vinnu. Það er þvi samtakamáttur verkafólks það eina, sem gildir i baráttunni fyrir bættum kjörum. Þetta veit fólkið sem vinnur erfiðustu störfin og ber minnstúr býtum. Þaðer þvi alls ekki út i bláinn þegar fólk talar um nýja stjórn eða nýja stjórnarstefnu. _bj Maggi og Eyjólfur vilja úrbætur A ganginum uppi á annari hæð voru tveir ungir menn, Maggi og Eyjólfur. Ekki vildu þeir kvarta sérstaklega út af aðstööunni og sömuleiöis væri næg vinna. „En það skiptir bara engu máli hvað maöur vinnur mikið og hvaö við fáum mikla peninga. Þetta eru að veröa verðlausir pappirar. Það lifir enginn á þessu.” Þannig mæltist Eyjólfi. „Við þurfum nýja stjórn. Þaö er einmitt það sem vantar,” sagði sá stærri. „Þetta stefnir allt norður og niður.” Það var verið aö vinna karfa og karlar og konur stóðu þarna við vélarnar, handfjötluðu fiskinn, færðu til flát eða gerðu eitthvaö annað álika spennandi. Maöur meö einhverskonar hjálm sagði aö bannaö væri að taka myndir á staðnum, en þegar hann fékk þær upplýs- ingar að blaðamennirnir hefðu leyfi frá verkstjóra lét hann það gott heita og gekk burt. Mikil bleyta, hávaöi, raki og óþefur

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.