Alþýðublaðið - 11.09.1976, Page 4

Alþýðublaðið - 11.09.1976, Page 4
4 VRDHORF Laugardagur 11. september 1976. alþýðu- blaoið séum afskaplega ánægö me6 þaö.sem aö okkur snýr og gum- um af þvi sem talizt getur okkur til tekna. En i þetta skiptiö er ég hrædd um aö skotiö hafi veriö yfir markiö, þegar átti aö taka til sýningar hestana okkar á er- lendri grund. Keppni þessa á sjálfsagt eftir aö skrá á spjöld sögunnar og vonandi verða þeir i meiri hluta, sem bera kinnroöa fyrir þátttöku islenzka hestsins þar og þá meöferö sem hann hlaut. Jóhanna S. Sigþórsdóttir HELREIÐINNI MIKLU LOKIÐ... Loks er „The great American horce race" eða kappreiðinni miklu yfir þver Bandarikin lok- ið, en i henni tóku þátt nokkrir islenskir hestar, svo sem kunnugt er. Kappreiðarnar hófust þann 30. mai sl. og voru farnir alls 3200 kílóm. i Morgunblaðinu í fyrra- dag er sagt frá kapp- reiðunum og verður ekki annað sagt en það setji heldur ónotalega að manni eftir lesturinn. Þrátt fyrir að svo eigi að heita, að þarna sé haft nákvæmt eftirlit með hestunum og heilsa þeirra sé sett ofar öllu öðru, hlýtur að vera ýmislegt við þetta að at- huga, að minnsta kosti eftir lýsingum Gunnars Bjarnasonar að dæma. Sterk háf jallasól á daginn — Hörkugaddur um nætur — Keppnin sjálf var mjög erfið, einkum þó seinni hluti hennar. Þá riðu keppendur 855 kiló- metra vegalengd á 15 dögum, eða 57 kilómetra á dag. Má nærri geta að þá hefur þurft að leggja hart að hestunum, enda voru þeir talsvert farnir aö týna tölunni, i þess orös fyllstu merk- ingu, þegar kappreiöunum lauk. Helmingur hestanna lauk aldrei keppni, og flestir þeir knapar sem komust loks i mark, voru orðnir einhesta. Þegar litið er til þeirra aö- stæöna sem kappreiðarnar fóru fram viö, er ef til vill engin furöa þótt einhverjir hafi helzt úr lestinni. Mikill hluti leiðarinnar reyndi mjög á þol hestanna og varö mörgum þeirra ofviöa. Mjög mikill hiti var á daginn, 30-35 stig á Celclus og sterk sól. Mikiö ryk, ásamt hörkugaddi um nætur þjakaði hesta og menn og olli m.a. óþægindum lungum. Auövitað hafa mennirnir getaö kvartað undan slæmri liöan hvaö þeir og geröu. En enginn veit hvernig hestunum hefur liöiö meöan þeir voru aö paufast þessar tilteknu vegalengdir á degi hverjum. Ekki gátu þeir kvartaö yfir slæmri liöan og hafa vafalaust oröiö aö gjalda fyrir það. ójafn leikur Vel getur verið aö Islenzku hestarnir hafi nokkuö veriö farnir aö venjast aöstæöum, enda höföu þeir dvaliö I landinu lengri eða skemmri tima áöur en kappreiðarnar hófust. En á móti kemur að þeir eru líkam- lega búnir undir allt annaö lofts- lag en þarna rikir. Þeir eru t.d. miklu loðnari en arablsku hestarnir og þola þvi hitann miklu verr en hinir siðarnefndu. Og hversu máttugur sem skaparinn kann að vera, þá þýöir ekki aö reyna að telja fólki trú um aö þarna hafi hann kippt I tauminn á einum degi, þó svo að forsvarsmenn islenzku hest- anna hafi látiö aö þvi liggja. Lyfjagjöfin. Eins og fyrr sagði, varö ýmis- legt Islenzku hestunum, svo og öörum til trafala I kappreiöun- um. A.m.k. tveir þeirra veiktust af hrossasótt og voru þvi dæmd- irúrleik um tlma. Annar þeirra náði sér innan skamms og gat haldiö áfram keppni. Var hann reyndar ,, I stööugri framför siöasta mánuöinn”, eins og sagt var. Endalok hins hestsins uröu svolitiö á annan veg. Þegar hann haföi loks náö sér eftir hrossasóttina, geröist þaö þrem dögum fyrir lokasprettinn, aö keypt voru einhver lyf til aö gefa hestunum sem tóku þátt I keppninni. Skemmst er frá þvl aö segja, aö nokkrir hestanna fárveiktust, og a.m.k. sá Islenzki dó þarna drottni sinum. Ekkert til aö monta sig af. Þrátt fyrir aö svo illa hafi tek- izt til I „The great American horce race”, að ekki hafi veriö hægt að pina Islenzku hestana upp I efri sætin, er þó ekki öll von úti enn. Reið nr. tvö er sum- sé ekki lokiö svo enn ætti aö vera möguleiki fyrir þá sem þaö vilja, aö hreykja sér af frammi- stööu þeirra þar. Þaö er sagt vera þjóöarein- kenni okkar íslendinga, aö viö HVERSVEGNA SETTUR í „SKAMMAKRÓKINN”? óþægilegar upplýsingar? Framkvæmdastofnun rikisins er stór og sennilega líka stór- brotiö fyrirbæri miöaö viö okk- ar litlu þjóö. Aö visu hefur hún ekki staöiö I beinum fram- kvæmdum, þó nafniö bendi þar til, en þvi meira komið i sviös- ljósiö sem vettvangur pólitiskra framagosa, sem keppzt hafa um, aö veröa þar innstu koppar i búri. Það verður aö teljast meö öll- um likindum, aö þegar þeim sleppir, séu innan þessarar stofnunar ýmsir vel menntir og dugandi sérhæföir vinnukraft- ar. Annað væri ekki sæmandi, þegar um ræðir jafn ábúöarfulla stofnun. Um þetta er auðvitað ekki nema allt gott aö segja, svo fremi ekki sé haldiö um hendur þeirra, sem vita og kunna, af hinum, sem hafa vald reist meira á öðrum forsendum en kunnáttu og fræöimennsku. En hvaö sem þvi liður má óhætt fullyröa, aö I verksviöi stofnunarinnar (áætlanadeild- ar) séu margháttaðir út- reikningar hagnýttir (?) sem grunnur undir hinar pólitisku á- kvaröanir. Þaö skal þó játað, aö nokkur vafi hlýtur aö læöast aö mönnum vegna nýlegra at- burða, sem snertaþessa merku stofnun býsna harkalega. Fjórðungsþing Norölendinga sat á rökstólum um næstliðin mánaöamót noröur á Siglufiröi. Ekki þarf aö rekja i löngu máli þá nauö, sem Norðlendingar hafa liðiö, vegna orkusveltis ár- um saman. Kröfluævintýrið hefur einnig um sinn verið svo I ljósmáli að landsmenn velkjast ekki i vafa um fyrirhugaðar úrbætur (?) stjórnvalda á þeim vanda. Gera má ráð fyrir að Framkvæmda- stofnunin hafi sent, annaðhvort aö eigin frumkvæði, eöa eftir beiðni sérfræöing, sem grundað haföi þessa hlið orkumálanna Norölendingum til frekari upp- lýsinga. Svo mikiö er vist, aö Gunnar Haraldsson, hagfræöingur hjá Framkvæmdastofnuninni flutti einmitt á þessu þingi athyglis- vert erindi, sem fjallaði um orkuverð væntanlegrar Kröflu- virkjunar. Telja veröur öldungis fráleitt, aö hag- fræöingurinn hafi reist ræöu sina og upplýsingar á einhverj- um ómerkum getgátum, þegar sleppt er því, að ennþá er ekki vitað hvort eöa hvenær Kröflu- hjólin taka að snúast. Þaö mun hafið yfir allan efa, aö þessi hagfræöingur hafi átt þess kost, aö gaumgæfa allar haldbeztu upplýsingar I málinu og dregiö af þeim reikningslega réttar niöurstööur. Sýnt er^aö ræöa hans sló miklu felmtri á ýmsa ráðamenn, sem liklega hafa meira stjórnast af óskhyggjunni I ákvörðunum sln- um en köldum útreikningi, eöa þá brjóstviti! Hagfræöingurinn haföi naum- ast sleppt oröinu, þegar upp hófst allskonar ramakvein, og rengingar á niöurstööum hans dundu yfir. Nú er aöeins tvennt til. Annaðhvort er hagfræöingurinn alls ekki þvi starfi vaxinn, sem honum var fengiö I hendur, og verður þá aö llta á þaö sem ein- stakt ábyrgðarleysi Fram- kvæmdastofnunar, að senda óvalinn fleiprara, til þess aö miðla þýðingarmiklum upp- lýsingum, eöa hitt, að hér hafi hann lagt raunhæft mat á máliö og miölaö þvl, sem hann bezt vissi, hvort sem brjóstvits- mönnum kæmi betur eöa verr. Satt aö segja verður aö telja hiö síöara langtum trúlegra, enda fátitt aö menn vilji leggja fræöimannsheiöur sinn aö veöi til þess aö geta komiö bláberu þvaöri á framfæri. Venjulegir, óspilltir menn munu án efa skilja, aö maöur, sem liklega er ekki nægilega kunnugur vifilengjujn og hálfyrðum kerfisins hafi ekki áttað sig á refabrögðunum, sem þar eru helzt haldreipiö, og þvi ekki búizt viö að vera settur I neinn skammakrók fyrir upp- lýsingaframlag sitt, enda llk- lega slzt á færi hinna pólitisku „pótentáta”, ef réttum leikregl- um væri fylgt. Spurningin, sem menn velta nú fyrir sér, er hvaöa baktjalda- maður kippti hér i spottann? Svarið kann aö vera lítilvægt, nema séö I ljósi þess, hvernig þetta og önnur mál eru rekin á voru góöa landi! Eitt er vist, aö það verður að teljast einstaklega ótrúlegt, aö þegar fjölmiölar báru fregnir um upplýsingar Gunnars á torg næstum samtimis og þær voru gefnar, hafi hann ekki séö ástæöu til að gera við þær at- hugasemdir fyrr en mörgum dögum siðar, ef athugasemda var þörf. Auðvitað þarf engan hag- fræöing til að útlista þaö fyrir fullorönu fólki, að rekstur fyrir- tækja veröur þvl léttari sem skuldabyröi er minni. Þó hægt sé aö reikna út aö kostnaöur viö framleiöslu kwst yröi rúmlega tuttugu sinnum lægri eftir 13 ár, en á fyrsta ári, snýst máliö ekki um það nú. Þaö snýst vitanlega um, hvaö veröur aö láta af mörkum, þegar og ef fram- leiöslan hefst og á þar næstu ár- um. Þaö er byröin, sem menn veröa aö axla i bili. Kostnaðar- tölur hagfræöingsins hafa ekki verið hraktar, þó reynt sé aö drepa þvi á dreif meö þvl aö þrugla um miölunartölur milli ára! Af þessu hlýtur fólk aö furöa sig á, hversvegna og af hvaöa tilefni, þótt hæfa, aö setja Gunnar Haraldsson i „skammakrókinn”. Hverjir standa fyrir þeim aö- geröum? Oddur A. Sigurjónsson I HBEIWSKILWI SAGT

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.