Alþýðublaðið - 16.09.1976, Qupperneq 16

Alþýðublaðið - 16.09.1976, Qupperneq 16
Rætt við nokkra hafnarverkamenn: FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1976 Önrggisbúnaður við uppskipun er ófullnægjandi við Rvíkurhöfn Alþýðublaðið ræddi við nokkra hafna- verkamenn i gær, þar sem þeir voru að vinna við uppskipun úr einum „Fossanna”. Ragnar Jónasson sagði að vinna væri stöðug og oft væri unnið til kl. 7 Hann sagði að launakjör þeirra væru allmiklu betri en hjá iðnverkafólki og vinnu- aðstaða væri nokkuð góð. Ragnar sagði að mjög mikill munur væri á þessari vinnu nú og þvi sem þekktist i uppskipun fyrir svona tiu-fimmtán árum. Tæjabúnaður væri allur miklu meiri, vörumar væru fluttar á flekum og svo væri öryggisbúnaður er ekki nægi- lega góður, sagöi Sveinn. farið að flytja komvöru ósekkjaða. Sveinn Kristjánsson sagði að öryggisútbúnaður væri ekki nægilega góður og alltaf væri hætta á að óhapp henti. Sem betur fer hefði þó ekkert meiri- háttar slys orðið á lengri tima. Einar Einarsson sagðist vera búinn að vinna þarna lengi. Hann sagðist ekkert vilja ræða Kristján stjórnaði umferðinni af lestarlúgunni. við fjölmiðla. Það væri næg vinna og hann hefði yfir engu sérstöku að kvarta. Uppi á lestarlúgunni stóð maður, sem Kristján heitir, og stjórnaði hann athöfnum þess manns sem stjórnaði kran anum. Kristján sagði að örygg- isaðstaða væri slæm og reynd- ar alveg óforsvaranleg. Það mátti lika vel sjá, að ekki hefði mikið mátt út af bera til þess að óhapp hlytist af. ,,En það er reynt að fylgjast með þessu eftir þvi sem hægt er.” Það virðist ljóst af viðtölum við ýmsa menn sem vinna við uppskipun að slysin henda ekki aðallega fyrir trassaskap eða athugunarleysi. Þau koma bara allt I einu, eitthvað brestur eða „Auðvitað er öryggisbúnaður i fullkomnu lagi,” sagði verkstjórinn. bilar og þá getur tilviljun ein ráðið hvort af hlýzt stórslys eða hvort menn sleppa með „skrekkinn”. Að lokum sneri blaðamaður sér að verkstjóra, sem þarna var og spurði hann hvort hann teldi öryggisútbúnaðinn við- unandi. „Heldurðu að við séum með eitthvað rusl hérna? Auðvitað er öryggisútbúnaður i fullkomnu lagi.” Blaðamaður gerði nokkra tilraun til að ræða þetta mál við verkstjórann, sem vék sér undan i fússi og sagðist ekkert háfa við blaðamenn að ræða um þessi mál. Þegar hann var spurðurum þaðhvorthann teldi öryggismál á vinnustað ekki mikilvægt mál til að ræða, sagði hann aðeins, að hann hefði ekkertfrekar um það að segja, allur öryggisútbúnaður við uppskipun væri hinn full- komnasti. Það er þvi greinilegt að ekki eru allir sammála um öryggi á þessum vinnustað, þ.e. Reykjavikurhöfn. Staðreyndin er sú, að oft kemur það fyrir að hluti af vöru, kassar, dunkar, pokar eða eitthvað þess háttar dettur úr stroffunni og þá ræður oft tilviljun ein hvort ein- hverjir verða fyrir eða ekki. Það er ekki nokkur vafi á þvi, að hérer um að ræða vandamál, sem nauðsynlegt er að endur- skoða rækilega þannig að tryggilega verði gengið frá öryggisbúnaði við afgreiöslu skipanna. Ragnar sagði að breytingarnar hefðu oröið miklar sfðustu árin. HERT EFTIRLIT MEÐ NOTKUN FÍKNILYFJA - rætt við Almar Grímsson deildarstjóra Talsvert hefur borið á þvi undanfarið, að hafa þurfi afskipti af fólki vegna ofnotkunar ails konar lyfja. Við höfðum samband við Almar Grimsson deiidarstjóra hjá Heilbrigðisráðu- neytinu og inntum hann eftir hvernig væri háttað eftirliti með lyf jagjöfum lækna. Sagði Almar að stöðugt eftirlit væri haft með svokölluðum fikni- lyfjum, og hefði það ver- ið hert á seinni árum. Þá væru einnig gerðar úr- takskannanir, en þær næðu ekki eingöngu til þeirra lyfjategunda sem flokka mætti undir fíkni- lyf, heldur væru þær gerðar með tilliti til fleirit lyfjaflokka. Einnig hefðu verið fram- kvæmdar kannanir á notkun ýmissa lyfja sem væru eftirlits- skyld og væri þá átt við lyf sem væru á alþjóðlegum eftirlitslista, svo sem sterk verkjastillandi lyf róandi lyf, svefclyf o.fl. þess háttar. Ef skyndikannanirnar leiddu i ljós, að um hugsanlega mis- notkun væri að ræða, þá væri um- svifalaust haft samband við við- komandi lækni. Tvær meiri háttar kannanir. Ennfremur sagði Almar aö tvær meiri háttar kannanir af þessu tagi hefðu verið gerðar. Sú fyrri var framkvæmd árið 1972, en hin seinni 1974. Miðuðu báðar kannanirnar að þvf, að athuga hversumikiðværinotað af nokkr- um lyfjaflokkum, svo sem róandi lyfjum.fúkkalyfjum o.fl. Ikjölfar fyrri könnunarinnar var siðan komið á reglugerð, sem kvað á um hert eftirlit með lyfjanotkun. Könnunin sem framkvæmd var árið 1974 leiddi svo i Ijós, hvað fyrri aðgerðir hefðu haft að segja. Sagði Almar að t.d. heföu menn talið óæskilegt að nota svefnlyf, sem nefnist Arbiturat, i miklum mæli og hefði heildarnotkunin verið minnkuð mjög á seinni ár- um. „Annars er erfitt að segja nákvæmlega um heildarnotkun lyfja hverju sinni, sagði Almar enn frerriur. Það eru alltaf ein- hverjir einstaklingar sem vilja ofnota einhver lyf og fara þá ýms- ar leiðir til að verða sér úti um þau. Samanburðarkönnun á Nwðurlöndum. Um magntölurnar gildir allt öðru máli. Þær segja alltaf sitt. Við erum t.d. í hærra lagi, hvað magn snertir, miðað við Noreg og Sviþjóð. Nú er einmitt verið að gera samanburðarkönnun á not- kun ýmissa geðlyfja og benda fyrstu tölur til þess að við notum meira af slikum lyfjum en Svíar og Norðmenn. Danir eru hæstir hvað þetta snertir. Aðspurður um hvort eitthvað hefði borið á þvi að læknar skrifuðu meira út af deyfilyfjum en góðu hófi gegndi, sagði Almar að hann væri ekki tilbúinn til að tjásigum þaðaðsvo komnumáli. Aukþass væri ákaflega erfitt fyrir læknana að hafa nákvæmt eftirlit með því, hvað hver einstaklingur gæti komiðhöndum yfir,ef viljinn væri fyrir hendi. „Það er alltaf til staöar viss hópur af fólki, sern reynir visvit- andi að verða sér út um óhóflegt magn af ýmsum lyfjum, og þetta fólk rambar á milli lækna og reynir að fara allar leiðir til aö út- vega sér lyfin, sagði Almar aö lokum. alþýöu blaöió Frétt: Að væntanleg sé frá Rannsóknarráði rikisins skyrsla um skipulag fjar- könnunar á Islandi. Þar mun vera lagt til, að mið- stöð fjarkönnunar verði hjá Landmælingum rikisins. Heyrt: Að mikill áhugi sé meðal almennings um kaup á nýjum „Gullfossi” til farþegaflutninga á milli Islands og annarra landa. í þvi' sambandi benda margir á hve vel hefúr gengið rekstur færeyska skipsins Smyrils, sem flutt hefur hundruð farþega og bila til og frá íslandi. Þess ber þó að gæta, að hann siglir aðeins að sumrinu, þegar fjöldi ferðamanna er mestur. Margir hafa þó bent á, að ekki væri úr vegi að nota nýtt farþegaskip til sólarsiglinga, á vetrum. Heyrt: Að verði veðuí sæmileg það sem ettir íuu af þessum mánuði og i næsta mánuði megi búast við, að stærstu verk- þáttunum við Sigöldu- virkjun ljúki i lok ágúst- mánaðar. Er nú beðið á- kvörðunar um hvort hafizt verður handa við virkjun í Hrauneyjarfossi strax að lokinni Sigölduvirkjun. Séð: Að þessi Englendmg- ur hefur krafizt þess að fá viðurkennt heimsmet i gangi á stultum. Hæðin á stultunum er 6.7 metrar (Sjá mynd)

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.