Alþýðublaðið - 17.09.1976, Blaðsíða 2
2 STJÖRNMÁL FRÉTTIR
Föstudagur 17. september 1976. JISÍm*’
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Hekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri
og ábyrgðarmaður: Árni Gunnars-
son. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggs-
son. Útbr.stj.: Kristján Einarsson,
simi 14900. Aðsetur ritstjórnar er i
Siðumúla 11, simi 81866. Auglýsinga-
deild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Áskriftar -
simi 14900. Prentun: Blaðaprenti h.f. Áskriftarverð: 1000
krónur á mánuði og 50 krónur i lausasölu.
Flugvélaræningjar
á íslandi
Óhugnanleg alda flugvélarána hefur gengið yfir um
árabil, og er þetta eitt skuggalegasta einkenni ófriðar,
lögleysis og mannvonzku, sem einkennir samtíðina.
íslendingar hafa lifað i þeirri sælu trú, að þessi ósköé
mundu ekki snerta þá, fekar en þeir hafa til skamms
tíma trúað, að morð, skipulegir glæpahringar og stór-
felld f jármálaspilling gæti átt sér stað í þessu landi.
Nú hefur það gerst, að króatískir flugvélaræningjar
hafa lent á Keflavíkurvelli, og þjóðin fær að heyra, aí
hér sé til flugránsnefnd. Viðbrögð manna hafa verið
mismunandi, oftast undrun og jafnvel gamansemi. Og
auðvitað gagnrýni á yfirvöldin, þóttþakka megi fyrir, að
eitthvað hafi verið hugsað fyrir slíku.
Islendingar verða aðtaka slíka atburði af meiri alvöru
og gera sér grein fyrir að það, sem gerist F öðrum lönd-
um, getur einnig gerzt hér. Hefur lýðveldið okkar bol-
magn til að verjast hermdarverkamönnum? Getum við
einir ráðið við slíkann innlendan skríl eða smyglara eða
morðingja eða svikara. Mundum við ráða við erlenda
glæpamenn, ef þeir sneru sér að okkur?
Hugsandi menn hafa talið það okkur til bjargar, að til-
gangslaust væri að ræna íslenzkum flugvélum eða taka
gísla, til dæmis æðstu menn þjóðarinnar, sem er mjög
auðvelt. Venjulega er slíkt gert til að kref jast stórf jár
eða f relsis fyrir fanga. Hvorugt er til á íslandi.
En nú er þetta breytt. Nú var flutvél rænt til þess að
vekja athygli á málstað Króata i baráttu þeirra í sam-
bandsrikinu Júgóslavíu. Gæti ekki einhverjum slíkum
dottið í hug að ræna litlu lýðveldi, og NATO-ríki i þokka-
bót, til að vekja á sér athygli? Möguleikarnir eru svo
margir, að Alþýðublaðið telur ábyrgast að ræða þá ekki
frekar.
Það er enginn leikur að halda uppi lögum og reglu,
mæta f lugránum og hermdarverkamönnum. Allar þjóðir
geta staðið andspænis slíkum vanda. Þetta ættu ís-
lendingar að hugleiða — og um leið, hvort öryggi, lög og
réttur innanlands sé ekki að verða eitt af mestu óleystu
vandamálum þjóðarinnar.
Snemmkynnt
framboð
Morgunblaðið sagði frá því undir fyrirsögninni|
,,Snemmkynnt framboð," að Finnur Torfi Stefánssonj
hefði verið útnefndur efsti maður á lista Alþýðuflokks-j
ins í Norðuriandskjördæmi vestra. Það er orð að sönnu,[
þetta framboð er snemma á ferðinni og það er gottj
framboð.
Vel getur liðið allt að tveim árum til næstu þingkosn-
inga, en það getur líka orðið styttra. Alþýðuf lokkurinni
hef ur þegar hafið undirbúning sinn með auknu og bættuj
skipulagsstarf i innan f lokksins og sókn út á við. Eitt af,
því, sem nauðsynlegt hefur verið talíð að gera tíman-
lega, er að ákveða framboð í þeim kjördæmum, þar sem!
flokkurinn hefur hvorki þingmann eða varaþingmann.j
Þannig gefst nýjum frambjóðendum tóm til að starfa íL
kjördæmum sínum, kynnast mönnum og málefnum bet-
ur en f yrr og sameina krafta f lokksfólks og f lokksfélagaj
til átaka.
Finnur Torfi Stefánsson er ágætur fulltrúi þeirrarj
ungu kynslóðar, sem nú flykkist til liðs við Alþýðuf lokk-J
inn. Hann hef ur tekið þátt í pólitísku æskulýðsstarf i inn-J
an f lokksins um langt árabil og verið kjörinn til ýmissaj
trúnaðarstarf a, þótt hann sé aðeins 29 ára. Hann er velj
menntaður og hefur sýnt með opinberum málflutningij
og erindum áhuga og þekkingu á íslenzkum stjórnmálumj
og stjórnkerfi. Hann hefur, eins og margur íslenzkurj
námsmaður, unnið til sjós og lands í skólaleyf um sínum.J
Alþýðublaðið spáir því, að hann muni hljóta sæti áj
næsta þingi, sem kjörið verður. —Ó—■
Dalvík:
2 bAtar keyptir
TIL RÆKJUVEIÐA
— Það hefur verið
ansi stopul vinna hjá
okkur i sumar, þar sem
litið hráefni hefur bor-
izt til verksmiðjunnar,
sagði Jóhann Antons-
son framkvæmdastjóri
Rækjuvinnslunnar á
Dalvik i samtali við
Alþýðublaðið i gær.
Sagði Jóhann að fyrirtækið
hefði isumar keypt tvo báta, 105
og 63 tonna, til rækjuveiðanna,
og væri það von manna, að
bátar þessir myndu hressa upp
á atvinnulifið bráðlega. Stærri
báturinn, Arnarborg, hefur
verið á rækjuveiðum siðustu 3
vikur — skipstjóri er Snorri
Arngrimsson frá Dalvik. Sagöi
Jóhann að aflinn þessa daga lof-
aði góðu, enda sýndi báturinn
það að hann væri mjög vel
hentugur til slikra veiða, auk
þess sem þakka mætti vel-,
gengni þessa þekkingu skip-
stjórans á rækjumiðunum og
allri veiðitækni. — Annars er
þessi árstimi slæmur til rækju-
veiðanna, sagði Jóhann, en við
vonum að afli taki að glæðast
með haustinu.
Rækjuverð heldur á
uppleið
Varðandi sölu á framleiðslu
Rækjuvinnslunnar sagði Jó-
hann, að hún hefði gengið vel
þetta árið: allt hefði selzt um
íeið. Hins vegar væri litill glans
yfir verðinu, enda óljóst um
framboð á heimsmarkaði eins
og á stæði. En verðið væri þó
heldur á uppleið oe ólikt betra
en á sama tima i fyrra. — Það
má þvi segja að verðið sem við
fáum sé viðunandi, sagði Jó-
hann Antonsson.
Þrefað um togarakaup
Eins og fram hefur komið i
frettum, hefur Snorri Arn-
grimsson útgerðarmaður á Dal-
vik, sótt um leyfi til kaupa á tog-
ara, til veiða á djúprækju, en
Shorri hefur manna mesta
þekkingu á slikum veiðum og er
eittfrumkvöðlaum rækjuveiðar
fyrir Norðurlandi. Snorri fékk
synjun um þessi togarakaup og
hefur siðan staðið i nokkru þrefi
milli hans og ýmissa stjórn-
kerfisaðila „fyrir sunnan” um
þetta mál.
Jóhann Antonsson sagði, að
skip Snorra hefði átt að vera
frábrugðið öllum öðrum sem nú
sutnda rækjuveiðar. Hefði verið
gert ráð fyrir mun lengra út-
haldi á veiðunum en nú tiðkaðist
og auk þess að frysta allan afla
um borð. Sagði Jóhann að
margir útgerðarmenn teldu
ekki rekstrargrundvöll fyrir
veiðum á djúprækju, en nauð-
syniegt væri þrátt fyrir það að
hyggja að þeim veiðum.
UPPLYSINGASKYLDA
STJÓRNVALDA
íslenzk réttarvernd heldur
almennan fund
Á morgun laugardag,
verður haldinn almenn-
ur umræðufundur að
hótel Esju um upp-
lýsingaskyldu stjórn-
valda. Er það félagið ís-
lenzk réttarvernd sem
gengst fyrir fundinum,
en frummælandi verður
Baldur Möller ráðu-
neytisstjóri i Dóms-
málaráðuneytinu. Auk
hans munu nokkrir rit-
stjórar og fulltrúar dag-
blaðanna, svo og fulltrúi
rikisútvarpsins, flytja
stuttar ræður.
Arið 1972 var samþykkt á Al-
þingi þingsályktunartÚlaga þess
efnis að rikisstjórninni skyldi fal-
ið að undirbúa og leggja fram
frumvarp til laga um hver væri
skylda stjórnvalda og rikisstofn-
ana til að skýra opinberlega frá
störfum sinum ogákvörðunum og
hvenær bæri að veita þeim sem
þess óska, aðgang að reikningum
og skjölum er almenning varða.
Frumvarpið var lagt fyrir alls-
herjarnefnd og skilaði hún áhti i
marz 1975. Sagði i nefndarálitinu
að nefndin væri sammála þeirri
meginskoðun sem fram kæmi i
frumvarpinu, að settar yrðu al-
mennar reglur um upplýsinga-
skyldu stjórnvalda.
Hins vegar sagðist nefndin ekki
vera reiðubúin til að mæla með
samþykkt frumvarpsins eins og
það væri sett fram.
Var frumvarpinu siðan visað til
rikisstjórnar og hefur hún haft
málið með höndum sfðan.
Nýlega skipaði Óiafur Jó-
hannesson dómsmálaráðherra
svo nefnd til að endursemja
frumvarptil laga um upplýsinga-
skyldu stjórnvalda en formaður
nehidarinnar er Baldur Möller
ráðuneytisstjóri.
Fundur Islenzkrar réttarvernd-
ar hefst kl. 14 á morgun og er
hann öllum opinn.
17 fulltrúar MFA á Norðurlöndum:
Halda ráðstefnu um
Island
Á mánudaginn
kemur hefst i
ölfusborgum fimm
daga ráðstefna um
ísland. Þessi ráðstefna
er haldin á vegum
fræðslusambands
verkalýðssamtakanna
á Norðurlöndum og
koma 17 erlendir
fulltrúar til landsins til
að sitja hana.
Að sögn Stefáns ög-
mundssonar hjá
Menningar- og fræðslu-
sambandi alþýðu
verður dagskráin i
meginatriðum sem hér
segir:
Starf Alþýðusambands -
Islands og MFA.
Heimsóttur veröur garð-
yrkjuskólinn i Hveragerði.
Þáttur verður um islenzkar
bókmenntir og annar um fisk-
veiðar og fiskiðnaö. t sambandi
við þann siðartalda verður
heimsótt fiskiöjuver i Þorláks-
höfn.
Auk þess verður ferðast um
Suðurland og fulltrúar pólitisku
flokkanna koma á fund, skýra
stefnu flokka sinna og svara
fyrirspurnum.
A Selfossi verður opnuð
sýning i Listasafni alþýðu og
fjallað verður um hana á fundi.
Þá verður Mjólkurbú
Flóamanna heimsótt og fjallað
um samvinnuhreyfinguna á
tslandi á sérstökum fundi.
Auk þessa sagði Stefán, að
fram myndi fara tónlistar-
dagskrá, en ekki hefði endan-
lega verði gengið frá henni.