Alþýðublaðið - 17.09.1976, Síða 7
S'aSfd Föstudag
ur 17. september 1976.
Þingmaðurinn Grethe Sundblad hampar hér nýju kosningaspjaldi i aðal-
stöðvum flokksins i Helsingjaborg.
notkun i Sviþjóö i dag. Rikis-
þingið hefur samþykkt, aö 1985
skuli kjarnaverin verða orðin 13
talsins á fjórum stöðum I land-
inu: i Oskarshamn sunnan
Stokkhólms, i Roslagen norðan
Stokkhólms, i Barseback við
Eyrarsund og Ringhals við
strönd Kattegat. Fimm kjarna-
ver eru i gangi I dag, svo sem
fyrr er getið, önnur fimm eru nú
þegar I byggingu og þrjú til við-
bótar eru á teikniborðunum.
Allir flokkar hikandi
Allir flokkarnir 1 Sviþjóð eru
efins um kjarnaverin. Sósial-
demókratarnir lita svo á, að
ekki sé mögulegt að leggja þau
niður næstu 25-30 árin, og halda
fast við það, að árið 1985 standi
13 kjarnaver tilbúin til notkunar
i landinu. Visa þeir til iðnaðar-
ins I þvi sambandi, en fallast á
hugmyndir um gerð áætlunar
um orkusparnað.
Miðflokkurinn — hin gömlu
bændasamtök — vill stöðva upp-
byggingu kjarnaveranna’ strax
og vill kanna, á hve skömmum
tima megi leggja niöur þau ver
sem þegar eru i gangi. Flokkur-
inn heldur þvi fram, að með
gagngerðri áætlun um orku-
sparnað megi leggja niður nú-
verandi kjarnaver. Visar flokk-
urinn til áætlana um orkusparn-
að, sem ráðamenn hafa þegar
visað á bug sem röngum og al-
gerlega óraunsæum, ef iðnaður-
inn eigi að geta gengið óhindrað
fyrir sig.
íhaldsmenn — gamli hægri-
flokkurinn — styöja stefnu rikis-
stjórnarinnar I orkumálum, en
leiðtogi þeirra, Gösta Bohman,
vill hefja rannsókn á þvi, hvern-
ig losna megi við kjarnaverin.
Alþýðuflokkurinn (Folkpart-
iet) og leiðtogi hans, Per Ahl-
mark, sem nýtur stuðnings úr
röðum verkafólks og fólks i
þjónustugreinum, styður orku-
áform rikisstjórnarinnar, en
segir jafnframt að aðeins sé
mögulegt að byggja 11 kjarna-
ver.
Ótrúverðugur kostur
Það er fullvist, að Miðflokkur-
inn hefur stóran hluta sænskra
kjósenda að baki sér, vegna
hreinnar tilfinningalegrar and-
stöðu við kjarnaverin. En skil-
yrðislaus krafa flokksins um
tafarlausa stöðvun á fram-
kvæmdum þeim sem nú standa
yfir, við byggingar kjarnavera,
getur leitt til klofnings I kom-
andi stjórn borgaraflokkanna.
Þetta kann að gera borgaralega
rikisstjórn að ótrúverðugum
valkosti, en þessi eru einmitt
trompspil Olof Palme og sósial-
demókratanna. Þeir höfða stöð-
ugt til öryggisleysisins, og visa
þvi til kjósendanna að tryggja
Sviþjóð stöðugleika, mikia
vinnu og það að gera gott land
enn betra.
Sænsku blöðin þykjast þegar
hafa séð fyrir, sundrun borg-
aralegrar rikisstjórnar, ef til
kemur, i nóvember n.k. Þá á
nýtt orkuver i Barseback, knúið
kjarnorku, að hefja starfsemi
sina. Þetta hefur formaður Mið-
fiokksins sagzt ætla að koma i
veg fyrir. Það hefur svo leitt af
sér skaðabótakröfu frá fyrir-
tækinu, sem annast vinnu við
kjarnaverið, og er fjárkrafan
langt yfir 2 milljarðar sænskra
króna. Sagt er og, að stöðvun
verksins kunni að þýða atvinnu-
missi fyrir þúsundir iðnverka-
manna á Eyrarsundssvæðinu.
Palme dregur á
Lokasprettur kosningabarátt-
unnar nær hápunkti sinum um
næstu helgi. Um alla Sviþjóð
hafa sósialdemókratarnir staðiö
fyrir fjöldasamkomum: kröfu-
göngum, blysförum, þar sem
flokksleiðtogar og verkalýðsfor-
ingjar hafa talað. Lokasprettur-
inn sker úr um það hvort þeim
heppnist að draga enn meira á
borgaraflokkana. Kosningavél
„sossanna” gengur liðugt. 1 júni
sýndu opinberar skoðanakann-
anir, að borgarablokkin hafði
53,5% atkv., á móti 44,5% hjá
sósialdemókrötum og kommún-
istum. Þetta 9% forskot hafði
minnkað i 4% 1. sept., og er i
dag talið um 2%. Óöryggið i
könnuninni er talið vera nálægt
2%, þannig fylkingar standa
jafnar um helgina, þegar upp-
gjörið fer fram.
1 kosningunum 1973, fengu
sósialdemókratar 48,9%, en
borgaraflokkarnir 3 48,8%. Sósi-
aldómókratar fengu þá 156
menn kjörna, VPK (kommún-
istar) '19,Miðflokkurinn 90, Al-
þýðuflokkurinn 34 og Ihalds-
flokkurinn 51 mann. Þetta þýð-
ir, að hvor blokk fékk 175 þing-
menn og leiddi það til þess að i
mörgum baráttumálum varð að
láta hlutkesti ráða ákvörðun.
En nú hefur kosningalöggjöfinni
verið breytt. 1 ár verða kosnir
349 fuiltrúar á þingið i stað 350
áður. Sviarnir kæra sig ekkert
um, að pólitisk stórmál séu út-
kljáð með hlutkesti.
— ARH
ÚTLÖND 7
Ræningjarnir fimm: Zvonko Busic, Mark Vlasic,
Petar Matanic, Frane Pesut og Julienne Busic. Þau
gáfust upp er frönsk yfirvöld gerðu þeim tilboð, sem
erfitt var að hafna: Annaðhvort að þau yrðu þegar i
stað framseld bandariskum lögregluyfirvöldum eða
liflátin i Frakklandi, ef þau gerðu minnstu tilraun
til að valda gislunum einhverju tjóni.
Reyna Króat-
arnir aftur?
— Vissulega er ég stoltur af
flugráninu sem hópurinn framdi.
Þvi miður höfðum við ekki heppn-
ina meðokkur i þetta skipti, en ég
yrði ekki undrandi þótt fleiri slik-
ar aðgerðir yrðu reyndar á næst-
unni. Hafið það i huga, að við
berjumst fyrir réttlætinu, sagði
einn ræningjanna fimm við
blaðamenn á Orly-flugvelli i
Paris, þegar þeir höfðu gefizt upp
eftir flugið frá Keflavik til Paris-
ar.
Þegar Frakkar höfðu sprengt
hjólbarða Boeing þotunnar á Orly
flugvelli árla sunnudagsmorguns
sáu ræningjarnir fram á að
Frökkum væri full alvara i að
semja ekki, og þotan kæmist
aldrei á loft. Þvi slepptu þeir gisl-
unum og gáfustupp. Þau höfðu þá
fengið loforð fyrir þvi að helztu
kröfum þeirra yrði fullnægt, að
bandarisk stórblöð myndu birta
langar yfirlýsingar „frelsissam-
taka Króata” með árásum á Titó,
hjólbarða þotunnar. Þá höfðu þeir
verið látnir vita að ekki yrði
gengið að kröfum ræningjanna, —
utan þeim sem amerisk blöð
höfðu lofað — og þá reyndi á það
hvort ræningjarnir myndu láta
verða af hótunum sinum um að
sprengja þotuna i loft upp með
alla farþega og áhöfn innanborðs.
Reyndar kom það i ljós siðar, að
sprengjurnar, sem þeir höfðu haft
meðferðis, voru gervisprengjur
og ekki hið minnsta hættulegar.
En allir óttuðust hið gagnstæða,
þvi sprengjan sem þeir skildu eft-
ir i farangursgeymslu i New
York, hafði sprungið og lögreglu-
maður látið lifið.
„Baráttuhópur fyrir frjálsri
Króatiu” var með ráninu að mót-
mæla efnahagsaðstoð Banda-
rikjastjórnar við Júgóslaviu, en
einnig hafa þessi samtök áður
mótmælt þvi hve vinveitt júgó-
slavnesk yfirvöld hafa verið við
Bandaríska konan, Julienne Busic, ásamt einum
farþeganna, sem haldið var, Gary Greco frá Las
Vegas.
Zvoneo Busic myndaður i flugstjórnarklefanum
með hinar fölsku sprengjur um hálsinn. Til hægri er
Petar Matanic i friðsamlegum samræðum við einn
gislanna.
Júgóslaviuforseta, sem nú liggur
helsjúkur.
Ræningjarnir fjórir sem ásamt
bandariskri konu eins þeirra, eru
allir fæddir i Zagreb i Júgóslaviu.
Konan starfaði hjá flugfélaginu
TWA, og talið er að hún hafi kom-
ið þvl um kring að þeir komust
með sprengjurnar um borð i þot-
una.
Farþegarnir um borð i þotunni,
sem haldið var i gislingu, voru
sammála um það eftir að þeir
höfðu verið látnir lausir, að
spennan um borð hafi náð há-
marki klukkan tvö aðfaranótt
sunnudags, þegar skyttur skutu i
alþjóða hermdarverkasamtök og
flugræning ja.
Til dæmis bárust um það fréttir
i gær að mannræninginn Carlos,
sem einna þekktastur er allra
slikra i dag, hafi verið á ferð i
Belgrad á dögunum. Þangað var
hann sagður hafa komið frá Alsir,
en hafa stigið um borð i þotu sem
var á leið frá Júgóslaviu til Bag-
dad i Irak. Júgóslavnesk yfirvöld
neituðu að svara þvi til hvort
nokkuð væri hæft i þessum frétt-
um, en tveir vestrænir senöiráös-
starfsmenn höfðu séð Carlos og
aðra kunna ræningja og hermd-
arverkamenn á flugvellinum i
Belgrad. —BS