Alþýðublaðið - 17.09.1976, Page 9
8 UB YMSUM ÁTTUM
Orlofshús samvinnumanna
Hlynur, blað samvinnu-
manna, segir frá smíði orlofs-
húss við Bifröst í Borgarfirði.
Þar voru í sumar tekin í notk-
un 12 ný hús, sem eru í eigu
starfsmannafélaga og kaupfé-
laga víðsvegar á landinu. Þá
hafa alls verið reist í landi
Hreðavatns 24 orlofshús sam-
vinnustarfsmanna, en fyrir
voru hús, sem starfsmannafé-
lög Samvinnutrygginga og
Sambandsins höfðu reist.
Nýju húsin standa í skógar-
jaðri við hraunið norðan við
Bifröst. Þessi hús eru í eigu
eftirtalinna aðila: 1. Feíag
starfsmanna Samvinnutrygg-
inga og Andvöku. 2. Starfs-
mannafélags Kaupfélags
Borgfirðinga. 3. Starfsmanna-
félags KEA. 4. Starfsmanna-
félag KEA. 5. Starfsmannafé-
lag Kaupfélags Skagfirðinga.
6. Starfsmannafélag Kaupfé-
lags Skagfirðinga. 7. Starfs-
mannafélag KRON. 8. Starfs-
mannafélag Samvinnubank-
ans. 9. Starf smannaf élag
samvinnufélaganna í Austur-
Húnavatnssýslu. 10. Starfs-
mannafélag Kaupfélags
Rangæinga. 11. Starfsmanna-
félag verksmiðja Sambands-
ins á Akureyri. 12. Vestf jarða-
hús í eigu eftirtalinna kaupfé-
laga: Kf. fsfirðinga. Kf. ön-
firðinga, Kf Patreksf jarðar
Kf. Króksf jarðar, Kf Hrút-
firðinga og Kf. Steingríms-
fjarðar. Fyrir á þessu landi
voru 2 orlofshús FSSA, 9 hús í
eigu Starfsmannafélags Sam-
bandsinsog 1 hús í eigu Starfs-
mannafélags verksmiðja
Sambandsins á Akureyri.
Sagt er, að þessi hús séu með
vönduðustu og bezt búnu or-
lofshúsum félagasamtaka hér
á landi. Húsin eru norsk, 50
fermetrar að stærð, auk ver-
andar. I hverju húsi eru 3
svefnherbergi með 6 rúmum
og auk þess rúmóð setustofa,
eldhús 09 snyrting með baði.
Húsin eru rafmagnshituð og
einangruð með tilliti til vetrar-
notkunar þau má því nota allt
árið.
Smíði þessara húsa sam-
vinnumanna við Bifröst er
merkilegt átak, sem ber vott
um félagsþroska og framsýni.
Þarna skammt frá, á fögrum
stað við Norðurá, eru orlofs-
hús BSRB, þar sem félagar
hafa notið ótaldra næðis- og
unaðsstunda. Ástæða er til að
óska þessum samtökum til
hamingju með framtakið, sem
á margan hátt hef ur gjörbeytt
aðstöðu þúsunda manna til að
□
Svanbildur Guðjónsdóttir, starfs-
stúlka prjónastofunnar á Hofsósi
til hægri ásamt dóttur sinni, Helgu
Friðbjarnardóttur og ungum sam-
vinnumanni. Pau dvöldu í öðru
húsi Starfsmannafélags Kf. Skag-
firðinga.
Q
Magnús Kristinsson í Sjöfn og kona
hans, Inga Guðmundsdóttir ásamt
dætrum, Kristbjörgu til vinstri og
Ernu Hrönn t öðru orlofshúsi
Starfsmannafélags KEA.
0
1 orlofshúsi Starfsmannafélags Kf.
Rangæinga. Frá vinstri: Bjarni
Helgason, Margrét Björgvinsdóttir,
Katrín Jónsdóttir, Svavar Friðleifs-
son, Arngrímur Svavarsson og
Marta Arngrímsdóttir.
4
Sigríður Kristjánsdóttir til vinstri
og Jónína Pórhallsdóttir í orlofs-
húsi starfsmanna samvinnufélag-
anna í A-Húnavatnssýslu.
njóta sumarleyfa á ódýran og
þægilegan hátt.
Margrét Þorsteinsdóttir
Málefni aldraðra hafa verið val-
in sem umr.æðuefniá næsta full-
trúafundi SSN.í tilefcn þess að
þetta viðfangsefni hefur veriö
valið, sendi ég timaritinu þessa
grein, en efni hennar hefur oft
boriö á góma i kennslu um
hjúkrun aldraðra.
Meðal aðkallandi vandamála
þjóðfélagsins i dag eru hin svo-
nefndu „vandamál aidraðra”.
Þessi vandamál er ekki einung-
is að finna hér á landi, þau hafa
lika verið til staðar hjá ná-
grannaþjóðum okkar og viöar.
Vandamál þessi hafa að miklu
le'yti orðið til vegna þess aö
þjóðfélagskerfið hefur ekki
megnaö að skapa viðundani að-
stæður fyrir þennan hóð.
Varöandi ðll vandamál gildir að
finna orsökina til þess að ljóst
veröi, hvernig megi leysa þau.
En það er með þessi vandamál
eins og önnur þjóðfélagsleg
vandamál, til þess að leysa þau
á viðunandi hátt þarf að vera
skilningur og fjárhagslegt
bolmagn. Alitir er, að við
íslendingar séum fremur
'skammt á veg komnir með
lausn þessara vandamála.
Flestir lita ellina óhýru auga
og kviða þeim tima er svipur
hennar fer að færast yfir. Ekki
er hægt að setja neitt ákveðið
‘mark og segja hér hefst ellin, þó
að hiö opinbera þurfi að gera
það meö sinum ákvæðum um
hvenær ellilifeyrisgreiðslur
skuli hefjast. Ellimörkin birtast
misjafnlega snemma hjá ein-
staklingunum, og verður jafnvel
ekki vart hjá sumum þó að ævi-
árin séu orðin mörg. Þegar
ræða skal um hvað ein-
staklingurinn sé „gamall” er
betra að spyrja hvaða aldurs-
breytingar séu til staðar held-
ur en um aldurinn.
Eðlilegar aldursbreytingar
má greina i likamlegar og and-
legar breytingar. Oft skapast
vandamálin hjá hinum aldraða
þegar þessar breytingar fara að
koma i ljós, og umfang þeirra
háð þvi á hvaða stigi þær eru.
Aldursbreytingar eða hrörn-
unarbreytingar koma ekki
skyndilega og ekki fara alltaf
saman andlegar og likamlegar
breytingar. Helstu likamlegar
breytingar eru að starfshæfni
hinna ýmsu liffærakerfa rýrnar.
Meðal annars rýrna vöðvar og
verður kraftur þeirra minni,
vöövasamvinnan hægari og ekki
eins nákvæm, liðamót stirðna
og afleiðingar þessa eru
hægari og óöruggari hreyfingar.
Mest áberandi andlegra breyt-
ing með hækkandi aldri eru
gleymska, það er að segja á
nýrri atburði, erfiöleikar með
aö aðlagast nýju umhverfi og af
þessu leiðir að hinn aldraði
verður vanabundnari. Einnig
þrengist áhugasvæði og til-
finningalif hins aldraða verður
óstöðugra. Þessi einkenni hafa i
för meö sér minnkaöa starfs-
getu.
Hinir öldruðu skipa sérstakan
flokk i þjóðfélaginu og ein-
staklingarnir eiga mörg sam-
eiginleg einkenni. Það má
liklega fremur telja það með-
fædda eiginleika en áskapaða,
sem valda þvi að einstakling-
arnir komast i þennan flokk. Þó
má ef til vill segja aö inntöku-
skilyröin séu aldurstakmörkin
sem tryggingakerfið setur um
rétt til ellilifeyris. Þau aldurs-
takmörk segja lika til um
Föstudagur 17. september 1976..biai
IþýAu-
laöiö
Föstudagur 17. september 1976.
hversu lengi einstaklingurinn
má starfa hjá opinberum stofn-
unum svo og mörgum öðrum
fyrirtækjum. Þetta þvingar oft
einstaklinga sem ellin hefur
ekki sett sin mörk á til að skipta
um hlutverk. Nýliðaskipan i
þennan flokk er stöðug og
flokkurinn fer vaxandi miðað
við flokka ann&rra þjóð-
félagsþegna.
Þessi opinberu aldurstak-
mörk varðandi lifeyri og rétt-
indi til opinberra starfa hafa átt
sinn þátt i að skapa það álit hjá
yngri aldurshópum að þegar
þessum ákveðna aldri sé náð,
þá sé maðurinn orðinn gamall.
Það má segja aö væntingar
hinna yngri aldursflokka bygg-
ist á þvi að hinn aldraði sé að
veröa óvirkur þjóðfélagsþegn
og ekki ætlast til neins af hon-
um. Yngri flokkurinn hefur
meðaumkun meö hinum aldr-
aða sem leiðir gjarnan til litils
álits. Þegar hinn aldraði ein-
staklingur veröur meira og
meira óvirkur þegn lendir hann
neðarlega í lagskiptingu þjóð-
félagsins.
Helstu vandamál hinna
öldruðu.
Heilsufarsleg vandamál.
Að fá að halda heilsunni er
æðsta ósk hins aldraða, þvi að
dvinandi heilsa gerir hann öðr-
um háöari. Oft er ekki hægt að
setja skýr mörk á milli aldurs-
breytinga og sjúkdóma. Eðli-
legar aldursbreytingar bjóða
frekar sjúkdómum heim og þess
vegna eru sjúkdómar á þessu
aldursskeiöi algengir og i mörg-
um tilfellum erfiðara að lækna
þá. Þjái sjúkdómar hinn aldr-
aöa, eykur þaö vandamál hans
til mikilla muna eða getur jafn-
vel verið bein orsök hans
vandamála. Hinn aldraði á
sama rétt á heilbrigðisþjónustu
og aðrir þegnar þjóðfélagsins.
Afleiðing sjúkdóma hjá hinum
aldraða getur leitt til þess að
hann þarfnist um lengri eða
skemmri tima læknismeðferðar
og hjúkrunar, sem veitt væri á
hans umfram það sem stofnunin
veitir.
Félagsleg vandamál.
Eins og áður er vikið að lenda
hinir öldruöu nokkuð neðarlega
ilagskiptinguþjóðfélagsins. Þó
að aldurinn færistyfir og ýmsar
hrörnunarbreytingar komi i ljós
þýðir það ekki aö einstaklíngur-
inn tapisínu félagslega sérstæði.
Breytingarnar leiða þó til dvin-
andi likamlegrar og andlegrar
orku og þar af leiðandi minni
virkni, framlag hans verður
minna. Ef til vili er þetta oft
grundvöllur einhliða skynjunar
hinna yngri á hinum öddruöu.
Það er eigi fátitt að heyra sagt
aö viökomandi sé orðinn svo
gamall að hann ætti að hætta
starfi og leyfa hinum yngri að
komast að. Þetta vekur tií um-
hugsunar hvort koma þurfi a
starfshæfnisprófum, þvi að ekki
er hægt aö neita þvi að starfe-
hæfni getur dvinað áður en
aldurstakmörkum er náð, og
einnig verið óskert þó að
mörkunum sé náð.
Skynji einstaklingurinn ekki
að hæfni hans fari dvinandi, get-
ur það skapað félagsleg vanda-
mál á vinnustað.Það er heldur
ekki þægileg tilfinning fyrir
hinn aldraða þegar hann finnur
starfsgetuna dvina, það minnir
hann óþægilega á ellina sem er
framundan. Hans félagslega
sérstæði er þá ekki lengur það
sama og áður, honum finnst
hann vera fyrir og þaö er litið
tillit tekið til hans þvi að hann er
álitinn „gamall”. Slikrar af-
stöðu til hins aldraða gætir oft
innan fjölskyldunnar, en ef til
vill öllu meira innan annarra
hópa sem hann tilheyrir. Breyt-
ingar á fjölskyldulifi hafa lika
valdið sundrung, nálægð
áþekkni og gagnkvæmi eru ekki
eins mikil og áður var, t.d. eins
og var i bændaþjóðfélaginu þar
sem þrjár kynslóðir bjuggu oft
saman. Lika hefur aukin
menntun yngri kynslóðarinnar i
dag átt sinn þátt i að áþekkni er
ekki eins mikil milli þessara
aldursflokka og áður var.
VANDAMAL ALDRAÐRA
eftir Margréti Þorsteinsdóttur, hjúkrunarkennara
Grein þessi hefur birst í tímariti
Hjúkrunarfélags íslands og birtist nú
hér með góðfúslegu leyfi höfundar
v________________________________________)
langdvalar sjúkradeildum. En
hvað slikar sjúkradeildir
snerbr, er heilbrigðisþjónustan
i dan engan vegin fullnægjandi.
Yfirleitt er i fá hús að venda
fyrir alla langdvalarsjiklinga,
en þaö bitnar þó helst á hinum
aldraða þvi að hér hafa aðrir
aldurshópar forgangsrétt.
Efnahagsleg vandamál.
Afleiðing þess að þurfa að
hætta störfum fyrir aldurs sakir
eða aldursbreytinga er minni
tekjur eða engar. Hinn aldraði
vill þó og á rétt til að búa áfram
við álika lifskjör, það er að
segja þær aðstæöur sem teljast
viðunandi. Markmið greiðslu
ellilifeyris og annarrar opin-
berrar aöstoðar þar sem hennar
er þörf, á þvi að vera að viðun-
andi kjörum sé náð. Margir
aldraðir búa þó við fjárhagslegt
öryggi og má ef til vill segja að
auöveldara sé að tryggja sér
það en heilsufarslegt og félags-
legt öryggi. En fjárhagsleg
vandamál geta leitt til þess að
hinn aldraöi búi i ófullnægjandi
húsnæði og að hann neyti frem-
ur lélegrar fæðu.
Fleira má nefna sem afleið-
ingar þessa, meðal annars aö
einstaklingurinn hefur ekki efni
á að hafa sima, kaupa dagblöð
og njóta sjónvarps, en þetta eru
taldir eðlilegir þættir i daglegu
lifi. Þó að hinn aldraði sé
kominn á „stofnun” þar sem
tryggingarkerfið greiðir allan
kostnaö geta lika fjárhagsleg
vandamál komið í ljós. „Vasa-
peningar”, sem hinn aldraði fær
hjá tryggingarkerfinu, hrökkva
ekki alltaf til að uppfylla þarfir
Oftvirðist sem tilgang skorti i
lif hins aldraða, samskipti hans
við aðila annarra hópa minnka,
það eru engar væntingar frá
öðrum hópum um framlag.
Þær aðstæður geta skapast
sökum lélegs efnahags eða
heilsubrests, að hann verði öðr-
um háður og litið sé tekinn til
hreina hans sjálfsákvörðunar-
réttur. Þetta hefur áhrif á hans
sjálfsskynjun, honum finnst
hann vera litilsvirtur og enginn
tilgangur með tilverunni, við-
gjöld hins opinbera og oft fjöl-
skyldunnar fremur litil eftir
langan starfsdag.
Lausn vandamálanna.
Lausn varðandi heilsufarsleg
vandamál hins aldraöa er
mjög aðkallandi. „Allir lands-
menn skulu eiga kost á full-
komnustu heilbrigðisþjónustu,
sem á hverjum tima eru tök á að
veita til verndar andlegri,
likamlegri og félagslegri heil-
brigði.” (I. gr„ 1,1: Lög um
heilbrigðisþjónustu,
nr.56/1973.) Svona hljóða lögin
og þeir timar eru ekki komnir
enn, að tök séu á að veita hinum
aldraða slika þjónustu. Nægir i
þessu sambandi að lita á þá
staði sem i dag hýsa hinn aldr-
aða, sem elli og sjúkdómar
hrjá. Flestir þessir staðir eru
gerðir fyrir aldrað fólk með
ferlivist. Aöstæður eru ekki
miðaðar við lasburða eða sjúka
sem hafa þó hafnaö þar, þvi að
aðrir staöir eru ekki til. Þarna
er og lika mjög mikill skortur á
sérhæfðu starfsfólki til að veita
þá þjónustu sem þessi hópur
þarfnast. Lausnin er húsnæði og
aðrar viðunandi aðstæður svo
og sérhæft starfsfólk er getur
veitt hinum aldraða, sem er
orðinn lasburða og sjúkur, þá
aðhlynningu er hann þarfnast.
Hvernig þessu er háttað i
framkværnd byggir á hinum
mismunandi þörfum hins aldr-
aða. En i stórum dráttum má
skipta þvi niður á eftirfarandi
hátt:
1. Sjúkradeildir.
2. Hjúkrunar- og
endurhæfingardeiidir.
3. Hjúkrun i heimahúsum.
Hér hefur veriö rætt um hinn
aldraða sjúka, en næst skal
vikja að þeim hópi aldraðra þar
sem um er að ræða skerta getu
til að annast um sig að öllu
leyti. Hjá þeim hópi koma oft
fram bæði fjárhagsleg og
félagsleg vandamál.Fyrir þenn-
an hóp þyrfti að auka valmögu-
leika til mikilla muna umfram
það sem er i dag. Skal þá helst
nefna:
1. Dvalarheimili.
2. Dagvistunarheimili.
3. Aðstoð i heimahúsum.
á.lbúðir sérhannaöar fyrir aldr-
aða i þjónustuhúsi.
5. Aörar sérhannaðar ibúðir
staðsettar miðsvæðis.
Varðandi ibúöir fyrir aldraða
er talið aö ekki sé hentugt að i
einu húsi séu eingöngu slikar i-
búðir, það stuðli að félagslegri
einangrun. Það ber að athuga
að ibúðir utan þjónustuhúsa séu
staðsettar nokkuð miðsvæðis
hvað snertir verslun og aðra
þjónustu, og að ekki sé langt i
safnaðarheimili þar sem oft fer
fram ýmiskonar þjónusta fyrir
aldraða svo og tómstundastörf.
Varðandi sérstök efnahagsleg
vandamál veitir hið opinbera
uppböt á lifeyri og hægt er að
sækja um indanþágu á greiöslu
afnotagjalds itvarps og
sjónvarps, lika væri æskilegt að
geta sótt um lækkun á
afnotagjaldi sima. Veittur er.
afsláttur á fargjöldum með
strætisvögnum, en margir
hinna ölrduðu eru ekki færir um
að ferðast með þeim og er þá
ekki upp á aðra þjónustu boðið
nema það sem vinir og fjöl-
skylda geta veitt.
Vandamál þeirra sem hafa
litið skerta starfsorku er að fá
starf við sitt hæfi. Tillaga hefur
nú verið flutt á Alþingi varðandi
atvinnumál aldraðra. Að gefa
hinum aldraða, sem hefur vilja
og getu, möguleika á að starfa
getur komið i veg fyrir mörg
efnahagsleg og félagsleg vanda-
mál. Miða skal að þvi að hinn
aldraði búi sem lengst við sömu
eða svipaðar aðstæður og áður
en aldurinn fór að segja til sin.
Þurfi hann aö dvelja á stofnun
skal miða að þvi að hafa sem
heimilislegastan blæ, reyna að
glæða tilgangi i lif hans og gera
hann virkan þátttakanda i sinni
eigin velferð.
Leysum við þessi vandamál
mun það stuðla mikiö|_áð vel-
ferð hinna öldruðu, þó er ekki
þar með sagt að hægt sé að
leysa öll vandamál sem upp
koma hjá hverjum einstökum.
Þau vandamál sem hér hafa
verið rædd eiga mjög margir
s^.meiginleg og þess vegna eru
þau sro umfa-gSmikil.
Heilsufarsleg, efnahags- og
félagsleg vandamál eru oft
tengd og hér hefur verið rætt
um lausn þeirra, en það þarf
lika að leggja áherslu á aö fyrir-
byggja þau. Þó að reist verði
sjúkrahús, dvalarheimili og
byggðar itoúöir, og fjárhagsleg
aðstoð aukin, má gera ráð fyrir
að vandamál geri vart við sig.
Það væri æskilegt aö stofna
velferðarstöð aldraðra þar
sem fylgst væri með heilsufari
og félagslegum aðstæðum
þeirra og þar væru einnig
veittar upplýsingar varðandi
málefni þeirra. Svona stöð gæti
ef til vill starfaö i tengslum viö
heilsugæslustöö.
I lögum um heilbrigðisþjón-
ustu er heilsuvernd aldraðra
ekki nefnd, þó að vitað sé aö
þeim hópi hætti mjög við sjúk-
dómum. Eitt atriði vil ég nefna
er gæti fyrirbyggt ýmis vanda-
mál hins aldraða og það er
„undirbúning fyrir ellina”. All-
tof margir vilja litið hugsa til
þessa æviskeiðs, enda ekkert
tilhlökkunarefni eins og aðstæð-
ur eru i dag. Undirbúningurinn
þyrfti m.a. að fela i sér að
þekkja likamlegar og andlegar
breytingar sem ellinni fylgja,
helstu sjúkdóma sem hrjá hinn
aldraða, meðferð þeirra og
endurhæfingu. Margir aldraðir
hafa svo neikvæð viðhorf til
endurhæfingar að þeir taka ekki
við þeirri meöferð semþeir ann-
ars geta fengið og eykur þetta
vanliðan þeirra.
Slikar upplýsingar sem hér
hafa verið nefndar gætu skapað
jákvæðari viðhorf gagnvart
þessu æviskeiði. Einnig þarf að
kynna tryggingarkerfið og að-
stoð hins opinbera, fjárhagslega
og félagslega. Þörf er lika á að
veita fræðslu um heilsuvernd,
hentugt húsnæði svo og atvinnu-
möguleika. Þessa fræðslu og
upplýsingar mætti gefa i formi
námskeiðs og væri það þá ætlað
„tilvinandi öldruðum”.
Einnig þarf að hvetja fjöl-
skyldur til að ræða framtiðar-
möguleika þeirra sem eru að
eldast innan fjölskyldunnar og á
þann hátt reyna að koma i veg
fvrir vandamái sem geta skap-
astef engar áætlanir hafa verið
gerðar. Það er eins og flestir
forðist að ræða þessi mál þar til
skyndilega verður ekki hjá
þvi komist að taka ákvarðanir,
sem þá leiða oft til erfiðleika og
leiðinda innan fjölskyldunnar.
Hér hafa verið dregin fram
vandamál þessa vaxandi hóps
aldraðra i þjóðfélaginu. Þessi
vandamál eru svo umfangs-
mikil að þau má telja þjóð-
félagslegt vandamál. Til að
finna lausn þeirra hefur orsak-
anna verið leitað.
en það var ekki erfitt þvi að
þær eru svo augljósar. Það hafa
ekki verið gerðar nægar ráð-
stafanir með tiliiti til þess að
þetta er vaxandi hópur og þarf
viðunandi aðstæður i þjóðfélag-
inu sem og aðrir þegnar.
Mest aðkallandi eru málefni
hins aldraða sem er lasburða
eða sjúkur. Segja má að það sé
stigsmunur á vandamálunum
og er það oft háð heilsufari,
félagslegum og fjárhagslegum
aðstæðum. Lausn vandamál-
anna á að miða að þvi að skapa
þær aðstæður er stuðla aö and-
legri, likamlegri og félagslegri
velliðan hins aldraða, hvort sem
hann dvelur á stofnun eöa i
heimahúsum. Hóp aldraðra
skipa margir sem ekki lengur
hafa getu til að berjast fyrir sin-
um málefnum, þess vegna þurfa
þeir á stuðningi yngri hópanna
að halda. Það þarf öflugri
baráttu til að leysa þessi vanda-
mál. Það er til sæmdar hverri
þjóð aö búa vel aö hinum aldr-
aða og á þann hátt virða hann og
þakka honum hans framlag.
VETTVANGUR 9
Kirkja í neðra
Breiðholti
Breiðholtsprjestakall i
Reykjavik var stofnað á
árinu 1972 og þangað
kosinn prestur. Sú fram-
kvæmdmiðaðist fyrst og
fremst við elsta kjarna
byggðarinnar — Breið-
holt I. Þá var Breiðholt
II (Seljahverfið) ekki til
nema á teikniborði og
hverfið ofan Vestur-
bergs (Breiðholt III) óð-
um að byggjast. Þar var
fljótlega hafið safnaðar-
starf að tilstuðlan sókn-
arprestsins og áhuga-
fólks i hverfinu og siðan
stofnuð þar ný sókn 1973,
sem nefndist Fella- og
Hólasókn, en varð að
sérstöku prestakalli árið
1975, enda ibúatala
þeirra hverfa þá orðin
7-8 þúsund. Nú eru þvi 2
prestaköll i Breiðholts-
byggð: Breiðholts-
prestakall, sem nær yfir
Bakka — Stekki — Selja
og Skógahverfi og Fella-
prestakall, sem tekur
yfir Fella- og Hóla-
byggðina ásamt Vestur-
bergi.
Þar efra var á siðasta ári keypt
hús, sem er starfsmiðstöö safnað-
arins fyrst um sinn. Vegna hins
öra vaxtar byggöahverfanna,
þarf innan tiðar að fjölga starfs-
kröftum að mun, sennilega bæði
prestum og öðru starfsliði og er
slikt sjálfsögð og eðlileg þróun i
vaxandi byggð. Upphaflega mun
skipulagið hafa gert ráö fyrir
einni kirkju fyrir öll hverfin, er
staðsett skyldi i Breiðholti III, en
við athugun þótb þetta óráðlegt
sakir fólksfjölda og fjarlægða,
enda þörf safnaðarheimila —
hverju hverfi m.a. vegna barna-
starfs og annars félagsstarfs.
Hugsunin um eina framtiðar-
kirkju lifir þó áfram, enda getur
starfshópur með verkaskiptingu
unnið margfalt starf á við jafn-
marga dreifða starfskrafta.
Fyrsti samastaður Breiðholts-
safnaðar til guðsþjónustuhalds
og barnastarfs var i anddyri
Breiöholtsskóla, en fer nú fram i
samkomusal skólans. Er sú fyrir-
greiðsla af skólans hálfu ómetan-
leg. Fermingar og aðrar hátiðir
farafram i Bústaðakirkju. Ber aö
þakka það samstarf allt. En að
öðru leyti á þessi söfnuður engan
samastað fyrir starf sitt, er vega-
laus. M.a.s. við skirnir, brúðkaup
þarf að byrja á þvi að fala hús-
næði fyrir athöfnina og þá alls
ekki viss sá ti'mi, er tiltækur verð-
ur á hver jum stað. Y mislegt sem
sjálfsagt má teljast i starfi nú-
tima safnaðar verður að biöa, þvi
enginn staður er til starfsins.
Auðvitað tefur þetta fyrir starfinu
og vitanlega er þetta sárt öllum,
sem er annt um málefnið. En það
erstaðreynd,aðkristin kirkja má
ein allra félagssamtaka hlita
þeim kosti, að hefja starf meöal
þúsunda, með alltof fámennt
starfsliö og án húsnæðis til að
starfa i.
Forystumenn Breiðholtssafn-
aðar hafa að athuguöu máli talið
brýna nauðsyn að koma upp húsi
sem fyrst, við það var miðað frá
byrjun og þvi ekki horfið að neinu
öðrú ráði til bráðabirgða.
Fyrstu spor stórframkvæmda
eru tafsöm og mörg, þegar allt
þarf að vinna frá grunni, einnig
aö skapa þann hóp, sem aö mál-
inu stendur. Upphaflega var eng-
in lóö á skipulagi undir safnaðar-
starf i Neðra-Breiðholti og nokk-
urn tima tók að fá úr þvi skorið,
hvar herttast þætti að staðsetja
kirkju þari I ársbyrjun 1975 var
lóðin fengin og siðan má telja, að
sleitulaust hafi verið unnið að
frekari undirbúningi byggingar-
máisins. Byggingarnefnd Breið-
holtskirkju hóf reglubundin störf
snemma hausts 1975, formaður
hennar er Sigurður E. Guð-
mundsson framkv.stjóri. Hélt
hún fjölda funda, skoðaði kirkju-
byggingar, ráðgaðistvið sérfróða
menn á ýmsum sviðum.
Þegar hugmynd um þarfir og
megindrætti fyrirhugaðrar kirkju
urðu ljósar, ákvað byggingar-
nefnd að efna til samkeppni um
gerð hennar. Arkitektafélag Is-
lands samþykkti aö standa að
þeirri keppni og hefur verið nýtur
ráðgjafi um mörg undirbúnings-
atriði. Dómnefnd var skipuð, sem
þessir menn eiga sæti i: Bjöm
Björnsson prófessor, arkitektarn-
ir Helgi Hafliðason og Hilmar
Olafsson, Kristinn Sveinsson
byggingameistari og Sigurður E.
Guðmundsson framkv.stj. Hefir
dómnefnd haldið með sér 7 fundi
á liðnu sumri og er nú fullbúin að
mestu lýsing sú á kirkjubygg-
ingu, sem fylgja skal útboðsgögn-
um, þegar samkeppnin verður
auglýst, sem gerist væntanlega i
þessum mánuði. Er þess að
vænta, að hugmyndaþátttaka
verði góð. Hér er um að ræða
fyrstu kirkjuna i fjölmennasta
hverfi borgarinnar og jafnframt
ijóst, að nú starfa hériendis fleiri
arkitektar en nokkru sinni fyrr,
eða alls rúml. 100 i Arkitektafé-
lagi tslands.
Breiðholtssöfnuður hefur þann
metnað að nýja kirkjan verði fög-
ur bygging, sem þjóni tilgangi
sinum sem bezt.
A meðfylgjandi uppdrætti má
sjá staðsetningu væntanlegrar
kirkju. Er það syðst i svonefndri
Mjódd, þar sem verður væntan-
legt þjónustuhverfi — miðbær —
allrar Breiðholtsbyggðarinnar.
Sunnan kirkjunnar mun veroa
garður, en göngugötur tengja
svæðið við væntanlegt iþrótta-
svæði neðan við Skógahverfið
(Breiðholt II). Er augljóst, að
fyrst i stað mun þessi kirkja
þjóna Ibúum Breiðholts I og 11 eða
þar til og cf önnur ris einhvers-
staðar i syðra hverfinu, sem nú er
að mótast.
Nú á þessu ári hóf fjáröflunar-
nefnd vegna kirkjubyggingarinn-
ar störf sin, þvi að vel vita allir,
sem að þessu verki standa, að það
kostar stórfé — og islenskum
söfnuðum er ætlað að kosta slikar
framkvæmdir sjálfir að öllu leyti.
Framkvæmdin markast þvi af
fjárhagsgetu og fórnfúsum áhuga
ibúanna. — Skylt er þó að þakka
opinbera fyrirgreiðslu slikra
framkvæmda, einkum Reykja-
vikurborgar, þótt að visu dragi
skammt i flestum tilvikum. Fjár-
öflunarnefndin er nú að hefja
fyrsta stórátakið i byggingarmál-
inu: Næstu dagaferaf stað happ-
drætti Breiðholtskirkju. Vinning-
urinn verður Volvobifreið. sem
draga á um 6. janúar n.k. Er þess
að vænta, að bæði Breiðhyltingar
og aðrir velunnarar málsins geri
sitt til að árangur verði góður.
Eitt vitum viö: Þetta er menn-
ingarmálokkar aö eignast kirkju
sem fyrst. En það hefst ekki
nema með hviklausri samstöðu
ogeinbeittu starfi — og trú á mál-
efninu.
Frá sóknarnefnd Breiðholtssafn-
aðar