Alþýðublaðið - 17.09.1976, Blaðsíða 13
bíaSfö1 Föstudagur 17. september 1976.
.„mKVðLDS 13
Flokksstarfid-----------------------------
3. landsfundur Sambands Alþýðuflokks-
kvenna verður haldinn i Kristalsal hótel
Loftleiða dagana 24. og 25. september n.k.
Þingið verður sett föstudaginn 24. sept. kl'. 20.
Nánar auglýst siöar.
F.h. stjórnarinnar
Kristin Guðmundsdóttir formaöur
Guðrún Helga Jónsdóttir ritari.
Aðalfundi FUJ frestað
Af óviðráðanlegum ástæðum er áður auglýstum aöalfundi
FUJ i Reykjavik frestaö til mánudagsins 27. sept. nk.
Guðmundur Bjarnason
formaður
Alþýöuflokksfólk Suðurlandi
Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðuflokksins I Suðurlandskjör-
dæmi verður haldinn i Vestmannaeyjum 18. og 19. september og
hefst fundurinn kl.20.00 á láugardaginn.
Gestir fundarins verða þeir Finnur Torfi Stefánsson, lögfr. og
Árni Gunnarsson, ritstjóri.
f.h. stjórnar Kjördæmisráðs
Þorbjörn Pálsson.
Frá utanrikisnefnd SUJ
Aður auglýst ráðstefna SUJ um utanrikismál veröur hald-
in laugardaginn 25. sept. nk. i Ingólfskaffi uppi, og veröur
sett kl. 10 fyrir hádegi.
Utanrikisnefnd.
37. þing Alþýöuf lokksins
verðurhaldið dagana 22. til 24. október n.k. að Hótel Loftleiðum.
Dagskrá þingsins verður nánar auglýst siðar.
Benedikt Gröndal formaður
Björn Jónsson, ritari
FUJ i Reykjavik.
Tillögur um framboð I stjórn FUJ i Reykjavik, svo og um
framboö á SUJ þing skulu hafa borizt fyrir 20. sept. n.k. á
skrifstofu félagsins.
Uppstiliingarnefnd.
Flokksstarfið
Fundir Alþýðuflokksins
í Vestfjarðakjördæmi
Sighvatur
Súðavik:
Föstudaginn 17. sept. n.k. klukkan 21.
Súgandafirði:
Laugardaginn 18. sept. n.k. klukkan 16
(4 siðdegis).
Boiungavik:
Sunnudaginn 19. sept. n.k. klukkan 16
(4 siðdegis) I Sjómannastofunni.
Á fundunum öllum mæta Sighvatur
Björgvinsson, alþingismaður og
Kjartan Jóhannsson, varaformaöur
Alþýöuflokksins. Þeir hafa framsögu
og svara fyrirspurnum.
Fundirnir eru öllum opnir.
Kjartan
Alþýðuf lokkurinn.
farið í réttir?
Hilmar Sigurðsson 14
ára:
Já, ég fór I réttir I fyrra. Þaö var
mjög gaman, og I haust fór ég I
réttir á Skeiðum.
Björg Svavarsdóttir
húsmóðir:
Nei, ég hef aldrei komið I réttir,
og hef ekkert hugsað mér að fara.
Ég hef bara engan tima til þess.
ENN UM SKATTANA
Þar sem skattamál hafa verið
efst á baugi siðasta mánuðinn
og mikið verið um skattana
rætt, datt mér i hug að hripa
niður nokkrar hugieiðmgar um
aðdraganda þess að launþeginn
býður alltaf lægri hlut i viður-
eigninni við atvinnurekenda-
valdið. En h vers vcgna þarf það
að vera svo? Jú, sjáum til.
Verkaiýösstéttirnar sýna ekki
máttsinn, stéttarvitund hennar
virðist ekki vera nægileg.
Launþegar verða að gcra sér
grein fyrir þvi að i okkar sam-
félagi takast á tvær höfuðstéttir,
vegnaþcss að þetta ersamfélag
kapitalistans.
Barátta launþega er ekki
sprottin úr tómarúmi/ hún er
afleiðing arðráns bo rgarastétt-
arinnar og eignarhaldi hennar á
framleiðslutækjunum.
Hér á tslandi gildir sama og i
öðrum löndum að auður safnast
á hendur örfárra manna, en það
er lika rótin að kreppum sam-
timans og hörmungum mann-
kynsins, hún er rótin að örbyrgð
þriðja heimsins og þeim fasisku
byltingum, sem borgarablööin
keppast hér við að gleyma.
Við launþegar berjumst fyrir
betra lifi og efnahagslegu
öryggi en sú barátta er lika fy rir
afnámi eignahalds auðstéttar-
innar á framleiðslutækjunum og
þessi barátta krefst harðari
átaka.
Kjarabaráttan verður að
grundvallast á pólitikinni
frelsun verkalýðsstéttarinnar.
Skattana lögum við ekki, fyrr
en við launþegar náum fullum
yfirráðarétti yfir framleiðslu-
tækjunum, þá getum við talað
um efnahagslegtöryggi oghafið
sókn til raunverulegs lýðræðis.
Það er nú ekki nema rétt ár
siðan að efnahagskreppa hrjáði
hinn vestræna heim og þá
misstu miiljónir manna atvinnu
sina vegna skipulagsleysis
auðvaldsframleiðslunnar og
enn leikur kreppan lausum
hala.
Samtakamáttur okkar laun-
þega byggist fyrst og fremst á
meðvitund okkar um sam-
félagslega stöðu launþega og
fjö.ldavirkni. Nú finnst ein-
hverjum, að þetta komi sköttum
ekkert við en við skulum halda
áfram, og lita á þetta i sam-
hengi.
Verkalýðsfélög, sem ekki
byggja á virkum félögum, og
þau eru mörg hér á landi, geta
aldrei orðiö það afl sem varpa
mun samfélagi borgarastéttar-
innar á ruslahauga sögunnar.
Sú deyfö sem einkennir starf
verkalýðsfélaganna hefur leitt
af sér verkaiýðsforustu sem
hefur einangrast frá hinum
almenna félaga, til dæmis hefur
hún núna ekkert gerttil að verja
okkur launþega i sambandi við
óraunhæfar álögur skatta,
sem lagðar hafa verið á laun-
þegana. Við skulum ekki furða
okkur á þessu, þvi' að forustan
byggir vald sitt á skriffræði-
legum vinnubrögðum, og hún
hefur afhjúpað getuleysi sitt i
baráttunni siðustu daga.
1 staðþess að hvetja nú félaga
til umræðu á félagsfundum um
skattamál og fleiri skyld mál,
sem launþeginn hefur tapað á
frá siðustu samningum, hefur
hún reynt að beita fyrir sig s jón-
varpi og útvarpi og eru það þá
helzt auglýsingar og pappirs-
yfirlýsingar, sem hafá að sjálf-
sögðu afh júpað nekt hennar enn
frekar.
Eitt af baráttutækjum okkar
eru verkföllin,en núáað faraað
breyta þeim málum. Við látum
ekki borgarastéttinni það eftir.
Verkföll geta aldrei orðið
úrelt, þau verða alltaf sterkasta
vopnið sem við eigum ef við
beitum þeim rétt. Þvi' miður
höfum við ekki verið nógu hörð
og er það kapituli út af fyrir sig,
sem þyrfti að ræða i verkalýðs-
félögunum.
Flokkum borgarastéttarinnar
hefur tekizt að afla sér fylgis
meðal verkalýðsins, og hug-
myndarfræði hennar hefur
teygt arma sina langt langt inn i
raðir okkar. Hér verðum við að
snúa vörn i sókn.
Við verðum að byggja flokk
sem gætir hagsmuna okkar
innan stofnana og þings hins
borgaralega samfélags en jafn-
framt verður hann að byggja á
hugmyndafræði verkalýðsins,
jafnframt þvi að starfa innan
hins borgaralega falslýðræðis
verður hann að berjast fyrir
afnámi þess að sjálfsögðu yrði
þá og er kjörorö okkar stétt
gegn stétt.
Verkalýðsstéttin ein getur
tryggt sér almenn mann-
réttindi, efnahagslegt öryggi og
pólitiskt frelsi.
Skattarnir núna hafa lagzt
heldurbetur á einstæða foreldra
og þarf ég ekki aö tiunda það
hvernig farið er með einstæðar
mæður, sem hafa börn á sinu
framfæri, þar gætir svo mikils
misréttis á við skatta hjóna,
sem bæði vinna úti, að hreint
glapræði er.
En þarkem ég aftur að þvi, að
baráttan fyrir jafnréttí kynj-
anna verður ekki skilin frá
stéttarbaráttunni. Borgara-
stéttin hefur notað konur sem
vinnuafl, sem draga má inn I
framleiðsluna á velgengnis-
timum en varpa svo á dyr i
samdrætti. Þannig hefur henni
tekizt að nýta vinnuafl, sem
dregur úr baráttustöðu verka-
lýðsins og eykur úlfúð innan
hennar á krepputimum. A
þennan hátt tekst borgara-
stéttinni að beina spjötum
verkalýðsstéttarinnar frá sér og
ákonur. Það verður ekki fyrr en
verkalýðurinn hefúr náð fullum
yfirráðum yfir framleiðslu-
tækjunum sem jafnrétti kynj-
anna verður tryggt.
Verkalýösstéttin ein frelsar
konuna með sinni eigin skipu-
lagningu á framleiðslunni.
Það hlýtur nú orðið að vera
ljóst öllum launþegum, að við
tryggjum ekki völd okkar með
þvi einu að eiga fulltrúa á þingi
hins borgaralega lýðræðis. Völd
borgarastéttarinnar felast i
samfélagsgerö kapilalistans.
Sú óðaverðbólga sem ein-
kennt hefur hagkerfi Vestur-
landa siðustu árin sýnir bezt
hversu litils virði hin borgara-
legu þing eru og hvernig
borgarastéttin kemur aftan að
launþegunum i krafti rikis-
valds, sem sniðin er eftir hennar
eigin höfði. Svarokkar launþega
hlýtur að vera, nú eftir allt sem
búið er að gera á hlut okkar
siðasta árið, það er að segja ef
launþegi á ekki að halda auð-
mönnum á matargjöf næstu
árin,að við fáum sterkt verka-
lýðsvald það er að segja
Alþýðuflokk allra vinnandi
manna, flokk sem getur sigrað
kapitalistann.
Litum aðeins yfir vinnubrögð
þeirra ráðherra sem nú stjórna
og að sjálfsögðu þeirra manna
sem vinna með ráðherranum.
Iðnaðarmálaráðherra. Orku-
málin eru i hreinasta ólestri.
Enn er Krafla óvirkjuð og ekki
vist að verði hægt að beizla
gufuna i bráð. Orkuverðið
verður svo hátt að Norðlend-
ingum ofbýöur. Iðnaðarráð-
herra segir sitt á hvað um orku-
málin sennilega eftir þvi hvaða
dagur er. Verðbólgan er orðin
svo gifurleg að engu er Hkara
en þjóðin verði gjaldþrota at
allskonar lánum erlendis.
Stjórnarfarslegu lýðræði er
ógnað.
Þjóðfélagslegt siðferði er i
molum/óeðlilegur söluhagnaður
er látin vaða uppi hjá þeim sem
stunda verziun og viðskipti.
Fátækir verða fátækari og
rikari enn rikari. Forsætis-
ráðherra reynir hvað hann
getur að tala um fyrir sinum
mönnum en allt virðist vera á
móti honum núna.
Hannþykistreyna að uppræta
óðaverðbólgu, en græðir mest á
henni sjálfur eins og allir sem
eiga stór fyrirtæki i dag. Svo
reyna þessir menn að tala um
200 milurnar til aö fólk gleymi
öllu sem er að ske i þjóðfélagi
okkar.
Union Carbite gaf skit i
Grundartanga æfintýrið og
reynir nú iðnaðarráöherra við
Norðmenn, hvað sem svo
verður úr þvi æfintýri, ekki
vantar heimboðin og veizlurnar.
Allskonr glæpir fylgja i kjöl-
far alls þess sem rikisstjórnin
reynir að gera, ávisunarfals —
smygl, morð til fjáröflunar og
fl. og fl.
Dómsmálaráðherra þykist
ekkert vita um þessa rann-
sóknarlögreglumenn sem voru
ráðnir hingað. Þaó er hart að
við skulum verða að ieita tíl
annarra landa til að uppræta
okkar eigin 'glæpaverk.
Sjávarútvegsráðherra gefur
uppaðhann láti Þjóðverja sjáifa
um þorskveiðar sinar hér við
land og að þeir séu svo heiðar-
legir að þeir gefi rétt upp
veiðina, en Þjóðverjar hælast af
þessu og segjast vera á karfa-
veiðum i plati.
Kæru landar! Er þetta hægt
mikið lengur? Verður ekki eitt-
hvað að ske? Er hægt að láta
ráðherrana gefa yfirlýsingu
eins og þeir séu starfi sinu ekki
vaxnir eða eru þeir það? Hvað
getur þjóðin þolað svona blekk-
ingar lengi, er furða þótt fólki
blöskri svona óáran.
Jón G. tvarsson
Frá Hofi
Þingholtsstræti 1
Ef þú ætlar peysu að
prjóna
húfu, hanzka, leppa í
skóna
fyrir það þú hlýtur lof
enda verzlar þú í Hof.
Volkswageneigendur
Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir -• Vélarlok —
Geymstulok á Wolkswagen I allflestum litum. Skiptum á
einum degi með \1agsfyrirvara fyrir ákveðið verö.
Keynið viðskiptin.
Bifasprautun Garðars Sigmundssottar.
Skipholti 25 Simar 19099 og 20988.