Alþýðublaðið - 24.09.1976, Page 7
albVöu-
biaðiö Föstudagur 24. september 1976
ÚTLðND .7
A þessari mynd eru sovézka móðurskipið „Antarktis” ásamt öðru móðurskipi og Umhverfis móðurskipin var stór hópur togara að veiðum. A sömu slóðum voru einnig
norskum eftirlitsbáti. Móðurskipin, — þessi fljótandi fiskvinnsluver - eru um 15—20.000 verksmiðjutogarar frá Frakklandi, Þýzkalandi, Englandi og Spáni. Einmitt á þessu
lestir að stærð. Myndin er tekin 15sjómilur undan ströndum Finnmerkur fyrir skömmu svæði voru á þessum tfma stórar torfur af ungfiski. Það er barnalegt að fmynda sér að
siðan. rússnesku togararnir, — og reyndar hinir einnig, höggvi ekki stór skörð í yngstu
árgangana.
Sovétmenn sakaðir.
um ránvrkiu á
Barentshafi
Fjöldi sovézkra fiskiskipa á
Barentshafi er ógnvekjandi.
Meðan Norðmenn takmarka
togaraflota sinn á þessum slóð-
um við 80 skip, af ótta við að
fara upp fyrir veiðikvóta þann
sem ákveðin var af Norö-
austurAtlantshafs fiskveiði-
nefndinni (NEAFC), halda
Sovétmenn áfram veiðum af
fullum krafti.
Samkvæmt kvótaákvæðum
mega Sovétmenn veiða allt að
350.000 lestir af norska ishafs-
þorskinum i ár. í lok april-
mánaðar kváðust þeir vera
búnir að veiða um 100.000 lestir,
eða 1/3 hluta leyfilegs afla-
magns.
Ékki eru þó allir tilbúnir til að
gleypa þessar tölur hráar. Hinn
gifurlegi fjöldi fiskiskipa sem
þeir hafa á þessum slóðum
ásamt með fjöida móðurskipa,
styður það álit að þeir
hafi ekki alveg hreint mjöl i
pokahorninu. Ekki hefir það
heldur dregið úr grunsemdum
manna að sovéskir togaramenn
hafa gert sig brotlega um
ákvæði um möskvastærð.
3-400 skip
Aldrei fyrr hafa svo mörg skip
verið við þorskveiðar I Barents-
hafi. Þar eru nú að veiðum um
300 togarar af öðru þjóðerni en
norsku. Flest þessara skipa —
sem eru verksmiöjutogarar
1000-1700 tonn að stærð — tóku
drjúgan þátt i eyðingu fiski-
stofnanna undan strönd Norður
Ameriku. Likt og nú á sér stað
virtu þau allar alþjóðasam-
þykktir að vettugi.
Nú hafa þessi skip beint hauk
fráum fiskileitartækjum sinum
að norska ishafsþorskinum,
undirstöðu atvinnu- og efna-
hagslifs i strandbyggðum
Norður-Noregs. Ekki er útlit
fyrir að nú frekar en endranær,
verði tekið miö af alþjóðalögum
og reglum. Norðmenn eru eina
þjóðin sem dregið hefur úr sókn
á þessum slóðum. Þvi ganga nú
norskir fiskimenn og verka-
menn atvinnulausir, meðan er-
lendir verksmiðjutogarar moka
upp öllu kviku af miðunum und-
an ströndum Finnmerkur.
Astandið nánast grát-
broslegt
Þrátt fyrir aðSovétmenn liggi
undir rökstuddum grun um að
stunda rányrkju i Barentshaf-
inu eru þeir ekki einir um sókn-
ina, Portúgalir og Spánverjar
eiga þar einnig stóran hlut að
máli. Rikisstjórn Noregs, hefur
mótmælt þessum veiðum eftir
stjórnmálalegum leiðum, en
ekki er að sjá að það hafi borið
mikinn árangur, skip þessara
þjóða sigla enn sem fyrr i
Barentshaf til veiða.
Siðasti fundur NEAFC-
nefndarinnar var haldinn i
Lissabon i júli siðastliðnum.
Þar var ákveðið að fresta
ákvöröunum um kvótastærð þar
til á næsta fundi sem haldinn
verður i nóvember næstkom-
andi. A meðan berast fregnir
um gifurlegt smáfiskadráp i
Barentshafi.
Það er ekki að undra þótt
fiskimsnn i Noregi séu orðnir
langþreyttir á kurteisislegum
orðaskiptum diplómatanna,
endalausum ráöstefnum os.fr.
o.s.fr.
Það, hvernig staðið er að
ákvörðunum um veiðikvóta i
Barentshafi er farið að minna á
vitlausan gamanleik.
Samið 1974
Arið 1974 tókust i fyrsta sinn
samningar með Norðmönnum,
Sovétmönnum og Englending-
um um takmarkanir á þorsk-
veiðum i Barentshafi. Svo fór þó
að lokum að samningurinn varð
einungis meiningarlaust
pappirsplagg, og veiðum var
haldið áfram án nokkurs eftir-
lits.
Þá fóru aðrar þjóðir að sýna
fiskimiðunum undan strönd
Norður-Noregs áhuga. Þangað
flykktust nú skip frá Spáni,
Portúgal, Austur- og Vestur-
Þýskalandi, Póllandi, Frakk-
landi og Búlgariu. Loks var svo
komið að Norðmenn voru i al-
gjörum minnihluta.
Arið 1975 setti NEAFC-
nefndin i fyrsta sinn veiðikvóta
fyrir þorskstofninn i Barents-
hafi. Norömenn höfðu borið
fram þá ósk að ekki yrði leyft að
veiða meira en 525.000 lestir
dllS
Rússar töldu óhætt að veiða
allt að 1.1 millj. lesta, eða
helmingi meira. Nefndin ákvað
að farinn skyldi millivegur og
leyfð veiði á allt að 810.000 lest-
um. Kvóti þessi skiftist þannig:
Norðmenn fengu i sinn hlut
305.000 lestir (+ 40.000 lestir af
fiski sem veiddur skyldi á
grunnslóð). Sovétmenn fengu
sama magn, Englendingar
98.000 lestir, Frakkar 35.000
lestir. Vestur-Þjóðverjar 29.500
lestir Danir (+ Færeyingar)
11.000 lestir, Pólverjar 7.000
lestir, Spánverjar 7.000 lestir,
Portúgalir 7.000 lestir, en Belg-
ar, Islendingar, Irlendingar
Hollendingar og Sviar fengu all-
ir 500 lestir.
— en hvað gerist
Kvótaákvæðin voru blygðun-
arlaust virt að vettugi. öruggar
tölur eru ekki fyrir hendi, en
breskir sérfræðingar áætla að
ársveiðin 1975 hafi farið langt
upp fyrir eina milljón lesta.
NEAFS-nefndin setti einnig
reglur um möskvastærð tog-
poka (120 mm). Athuganir á
veiðarfærum skipa sanna að
regla þessi er þverbrotinn æ of-
an i æ á grófasta hátt. Fundist
hafa pokar með möskvastærð
allt niður i 30 millimetra. Ekk-
ert kvikt sleppur i gegnum slik-
an útbúnað.
Akveöið var að kvóti ársins
1975 skyldi einnig gilda fyrir
árið 1976. Sem sagt i ár er leyt'i-
legt aö veiða allt að 810.000 lest-
um. Mikil veiði i fyrravetur ger-
ir það að verkum að norski flot-
inn varð að hætta veiðum i mai.
Liklega fá þeir leyfi til veiða i f j
órar til fimm vikur i haust.
Rányrkja Spánverja
Spánskir og portúgalskir tog-
arar hófu veiðar við strönd
Norður-Noregs fyrir 3-4 árum
siðan. Þeir hafa áunnið sér svo-
kallaðan hefðbundin rétt til
kvóta sem nemur 7.000 lestum
hver þjóð. I ár hefur floti þess-
ara tveggja þjóða samanlagður
verið álika stór og allur norski
flotinn, sem má veiða 150.000
lestir. Spánn og Portúgal hafa
þvi greinilega hundsað öll
ákvæði um veiðiskýrslur og
virða alla veiðikvóta að vettugi.
—og samningsbrot
Sovétmanna
Hingað til hefur virðingar-
leysi Spánverja og Portúgala
fyrir ákvæöum NEAFC-
samningsins vakið mesta at-
hygli, en það er rik ástæða til að
minna einnig á blygðunarlaust
framferði sovétmanna i
Barentshafinu.
Þegar ákveðin var veiðikvóti
ársins 1975 (og 1976) var Sovét-
mönnum úthlutað sama magni
og Norðmönnum, eða 345.000
tonnum af þorski hvort árið.
Sovétmenn hafa stööugt um 200
skip á þvi svæði sem
samningurinn gildir um, eöa
þrefalt á við Norðmenn. Þá má
geta þess að rússarnir tapa ekki
tima á þvi að sigla með aflann
til hafnar, þvi þeir hafa risastór
verksmiðjuskip á miðunum.
Vegna kvótaákvæðanna var
norska flotanum beint af þess-
um slóðum fyrir mörgum
vikum, en Sovétmenn halda
áfram af fullum krafti, með
þrisvar sinnum stærri flota.
Hvaða þjóð skyldi svo hafa
framið grófustu brotin á
ákvæðunum um möskvastærð.
Það eru sovétmenn. Arið 1975
var gerð athugun á búnaði tog-
ara i nágrenni við Bjarnarey.
Þar var sov. togari staðinn að
þvi að vera með helmingi minni
möskvastærð en leyfilegt er,
eða 53 mm. Nýlega var annar
Rússi staðinn að sama leik.
Möskvastærð hjá honum var 45
mm.
John Davis frá sambandi
breskra togaramanna hefur lát-
iö hafa það eftir sér að á svæði
þar sem breskir togarar urðu
naumast annars varir en nokk-
urra smáfiska sem festust i
pokanum, hafi sovéskir togarar
hift upp sneisafulla togpoka.
Sömu sögu hafa norskir fiski-
menn sagt.
Af miðunun i norðri
Fyrir skömmu var norski
blaðamaðurinn Alf R.
Jacobsem staddur um borð i
norska togaranum „Gargia” á
miðunum við Finnmerkur-
strendur. Að sögn blaðamanns-
ins var hafið þarna fuilt af smá-
fiski, sem smaug auöveldlega i
gegn um togpoka með löglega
möskvas*ærð. Samt sem áður
voru á þessum slóðum um 50
sovéskir togarar og þrjú verk-
smiðjuskip, einnig nokkrir
Frakkar, Englendingar og Spán-
verjar. Blaðamaðurinn segir
frá:
Við reynum aö fara meö troll-
ið i kjölfar sovétmannanna, en
fengum ekki bröndu. Við veltum
þvi fyrir okkur hvernig
rússarnir færu að þvi aö veiöa i
rjú verksmiðjuskip. Hvaða út-
únað notuðu þeir og hvað
veiddu þeir. Viö toguðum i
marga klukkutima en án
árangurs. Rétt hjá lágu móður-
skipin og spúöu reyk, sem gaf til
kynna að þar væri allt i fullum
gangi og enginn skortur á hrá-
efni. Sovésku togararnir urðu að
fara i biðröð til þess að komast
að til þess að losa.
Trollið okkar var með löglegri
möskvastærð, 130 mm. Slikur
útbúnaður hleypir öllum smá-
fiski i gegn.
Norsk yfirvöld báru fram
mótmæli við stjórnir Spánar og
Portúgals Hvenær öðlumst við
hugrekki til þess að hefja bar-
áttu gegn þeirri rányrkju sem
Sovétmenn stunda úti fyrir
ströndum okkar.
ES (endursagt)