Alþýðublaðið - 24.09.1976, Page 16
Enn leikið
á banka-
og skatta-
kerfið:
ÞANNIG HAGN-
AST MENN FYR-
IRHAFNARLÍTIÐ
Á síöustu mánuðum
hefur almenningi orðið
tíðrætt um hinar fjöl-
breytilegu aðferðir, sem
notaðar eru til að leika á
kerfið, bankakerfið og
skattakerf ið. Sannazt
hefur, að menn hafa
fengið í hendur verulega
fjármuni, sem þeir hafa
engan rétt átt á, með þvf
að beita nokkrum
klókindum og notfæra sér
veilur í kerfinu.
Alþýöublaöinu hefur nú veriö
bent á enn eina aöferö, sem far-
iö er aö nota. Heimildin hefur
veriö könnuö og reynist á staö-
reyndum byggö. t þessu tilviki
eru þaö hin nýju vaxtaaukalán,
sem hafa oröiö nokkrum mönn-
um féþúfa.
Háir innlánsvextir valda
erfiðleikum.
Nokkuö auövelt mun nú aö fá
svonefnd vaxtaaukalán i bönk-
um, þ.e. lán allt aö fjárhæö einni
milljón króna meö 22,5% vöxt-
um. Nokkrir bankar og þó sér-
staklega sparisjóöir hafa kom-
izt i vandræöi vegna hárra
vaxta á hluta innlána. Þar er
um aö ræöa innlán, sem bera
22% vexti, þegar bækur eru
bundnar i eitt ár. Þetta eru tals-
vert hærri vextir en á venju-
legum vixillánum. Af þessum
sökum eru ýmsar banka-
stofnanir áhugasamar um aö
menn taki vaxtaaukalánin til aö
vega upp á móti háum innláns-
vöxtum.
Taka lán að þarflausu.
Heimildarmenn blaösins
segjast vita þess fjölmörg
dæmi, aö menn, sem enga þörf
hafi fyrir lán, taki vaxtaauka-
lán. Grunur þeirra, sem staö-
festur hefur veriö i stökum til-
vikum, er sá aö þeir taki siik lán
á mörgum stöðum. Siöan leggja
þeir lánin inn á vaxtaauka-
reikninga, 22%, ýmist i sama
sparisjóði eöa banka eöa inn i
aöra banka og sparisjóöi.
Skýringin á þessu liggur i aug-
um uppi, ef menn leita hennar.
100 þús. króna hagnaður
af 1 milljón.
Tökum sem dæmi mann, sem
kominn er i 50% skatt af siöustu
krónunum, sem hann aflar (eöa
einhvern, sem er meö enn stærri
hluta tekna sinna i þeim flokki)
og tekur milljón króna vaxta-
aukalán.
Ársvextir, sem greiöa skal.
eru 225 þúsund krónur og þeir
eru frádráttarbærir frá skatti.
Raunverulegir vextir verða þvi
112 þúsund krónur. Þessi sami
maöur, sem leggur 1 millj-
ón inn á ársbók meö 22% vöxt-
um, hefur i vaxtatekjur 220 þús-
und krónur. Hreinn hagnaöur af
þessum einföldu peningatil-
færslum er þvi 108 þúsund krón-
ur á ári.
Þetta geta orðiö dágóö dag-
laun hjá manni, sem notar einn
til tvo daga til aö fá milljón
króna vaxtaaukalán i 4-5 pen-
ingastofnunum. Fái viökom-
andi eina milljón i 10 bönkum og
sparisjóðum er fyrirhafnarlitill
hagnaður ein milljón króna á
ári. — Hins vegar hlytu skatt-
yfirvöld aö gera athugasemd
við slíka lántöku.
Hvaö sem þvi liöur er þetta
eitt dæmi til viðbótar um það
hvernig nota má bankakerfiö og
skattakerfiö i sameiningu til aö
auðgast á auðveldan hátt.
Skylda bankanna.
Til aö koma i veg fyrir, að
slikar aöferöir veröi notaöar og
enn leikiö á kerfiö veröa
bankar, sparisjóðir og starfs-
menn þeirra aö ganga fyllilega
úr skugga um, aö vaxtaauka-
lánunum sé variö til þeirra
hluta, sem þau eru fengin til.
Ekki væri úr vegi að lántakandi
undirritaöi einhverskonar
drengskaparyfirlýsingu um aö
misnota ekki lániö, en þessi lán
voru i upphafi einkum ætluö
húsbyggjendum, sem nú eiga
margir við erfiöleika aö striöa.
— Einnig þyrfti aö hvetja al-
menning og bankastarfsmenn
aö láta vita, ef þeir heföu
minnsta grun um misnotkun á
þessum Iánum, eins og aö fram-
an er getið.
—AG.
Rækjuvinnslan á Kópaskeri tekur til starfa 1. október
„Þaö er gert ráö fyrir aö rækju-
vinnslan fari i gang 1. október, en
hún gekk 2 mánuöi i vor og voru
þá unnin um 120 tonn af rækju,”
sagöi Kristján Armannsson,
kaupfélagsstjóri á Kópaskeri, er
biaöamaöur Alþýöublaösins innti
hann frétta úr byggöalaginu.
Sagöi Kristján aö þrir bátar
myndu leggja upp á Kópaskeri
þegar rækjuvinnslan færi I gang,
en undanfariö heföu veriö vand-
ræöi meö vatn til vinnslunnar.
Sláturtiö hófst á Kópaskeri
þann 13. september og aö sögn
Kristjáns er þyngd dilka svipaö
og I fyrra, en ráögert er aö slátra
um 32000 dilkum aö þessu sinni,
og munu um eitt hundraö manns
frá Kópaskeri og nærliggjandi
sveitum starfa viö slátrunina
þegar flest er.
— GEK
,,Ja, þetta gengur svona upp og
ofan og okkur vantar mannskap,
sérstaklega vana menn,” sagöi
Magnús Danielsson sláturhús-
stjóri á Biönduósi er blaöamaöur
Alþýðublaösins ræddi viö hann I
gær.
Á Blönduósi hefur veriö slátraö
frá þvi 9. september og starfa
eitthvaö á annaö hundraö manns
viö sláturhúsiö. Frá þvi aö slátur-
tiö hófst á Blönduósi, hefur flest
af sláturfénu komiö úr heimahög-
um, en þegar blaðamaður ræddi
viö Magnús var einmitt veriö aö
rétta svo aö búast má við aö
næstu daga veröi enn meira aö
gera hjá fáliöuðu starfsfólki slát-
urhússins.
Sagöi Magnús aö sér virtist sem
fé væri i rýrara lagi i ár. Ekki
kunni hann neina einhlita skýr-
ingu á þvi hversvegna svo væri,
en gat þess að þaö væri gömul trú,
aö ef hagar væru snemmsprottnir
heföi þaö i för meö sér rýrara fé
aö hausti, — jafn einkennilega og
það hljómar.
Aö sögn Magnúsar veröur trú-
lega slátraö um 60.000 fjár og
mun sláturtiö á Blönduósi standa
eitthvaö fram yfir miöjan októ-
ber. — GEK
Frá nýju einbýlishúsahverfi á Blönduósi.
Vantar starfsfólk í sláturhúsið á Blönduósi
Fjögurra ára
áætlun um
hafnargerð
á landinu
Næstkomandi föstudag
veröur haldinn sjöundi árs-
fundur Ha fnarsa mbands
sveitarfélaga. Verður fundur-
inn aö Höfn i Hornafiröi og
hefst hann meö setningarræöu
formanns Hafnarsambands-
ins Gunnars B. Guömundsson-
ar.
Aöalmál fundarins veröa
umræöur um fjögurra ára
áætlun um hafnargerö 1977-
1980, sem Hafnarmálaskrif-
stofan leggur fram og kynnir.
Auk þess flytur Gylfi tsaks-
son, verkfræöingur, erindi um
fjárhag hafna og gjaldskrár
og Hannes Valdemarsson
verkfræöingur flytur erindi
um nýjungar i flutningatækni.
Aöilar að Hafnarsambandi
sveitarfélaga eru 47 hafnir á
landinu.
FOSTUDAGUR
24. SEPTEMBER 1976.
alþýöu
blaðiö
Lesiö: 1 Nýjum þjóömál-
um: „Allt bendir til þess aö
ekki sé langt i ritstjóra-
skipti á Timanum. Þeir,
sem til þekkja, spá þvi, aö
Jón Heigason muni fyrr en
seinna láta af störfum, og
er þegar fariö aö ræöa mik-
iö um hugsanlegan eftir-
mannhans.Sumir,sem eru
i nánum tengslum við
framkvæmdastjóra Tim-
ans, vilja koma Jónasi
Guömundssyni i ritstjóra-
stólinn,en aörir telja nauö-
synlegt aö leita annaö til
fanga. Hafa þeir einkum
augastaö á Magnúsi Bjarn-
freðssyni, sem er gamal-
reyndur blaöamaöur. Alla
vega er ljóst aö ekki munu
ritstjóraskiptin ganga
hljóðalaust fyrir sig.”
o
Séö: 1 siðasta Lögbirtinga-
blaöi: Aö auglýst eru 176
nauöungaruppboð aö kröfu
gjaldheimtunnar i Reykja-
vik. Yfir 170 ibúöir og hús-
eignir eru auglýstar. Hæsta
krafan vegna einstaklings
er liölega 8,4 milljónir
króna.
o
Séö: Einnig i Nýjum þjóö-
málum: „Ymsir áhrifa-
menn i Framsóknarflokkn-
um vinna nú aö þvi aö ýta
Jóni Skaftasyni til hliðar.
Þessi öfl eru fyrst og
fremst i kringum ritara
flokksins, Steingrim Her-
mannsson, en hann hefur
mikinn áhuga á aö komast i
efsta sæti á lista flokksins i
Reykjaneskjördæmi viö
næstu alþingiskosningar.
Mun Steingrimur vera orö-
inn þreyttur á þvi aÖ puöa
fyrir Vestfiröinga, auk þess
sem fylgi flokksins I þvi
kjördæmi hefur minnkað
stórlega viö hverjar þing-
kosningar aö undanförnu”.
o
Frétt: Að útgáfa Dagblaös-
ins hafi smátt og smátt haft
veruleg áhrif á útbreiöslu
Timans og Morgunblaös-
ins. Bæöi blööin hafi tapað
áskrifendum og lausasala
þeirra hafi minnkað. Þann-
ig sé Morgunblaöiö nú
prentaö i 35 þúsund eintök-
um, samkvæmt teljara
Morgunblaös-pressunnar.
Morgunblaðsmenn hafa
hins vegar haldiö þvi fram,
aö blaöiö sé prentaö i um 40
þúsund eintij^um. Timinn
hefur nú ákviöið að gera
margvislegar breytingar á
blaöinu til aö reyna aö auka
sölu þess, og hafa sumar
þeirra þegar séö dagsins
ljós.