Alþýðublaðið - 28.09.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.09.1976, Blaðsíða 3
FRÉTTIR 3 MaMðV Þriðjudagur 28. september 1976 Sjómenn í Hafnarfirði: SNÚUMST GEGN BRÁÐA- BIRGÐALÖGUNUM! Blaðinu hefur borizt fréttatilkynning frá Sjómannafélagi Hafn- arf jarðar, þar sem sagt er frá mótmælum aðal- fundar félagsins vegna setningu bráðabirgða- laga rikisstjórnarinnar laun sjómanna á fiski- Almennur fundur i Lögreglufélagi Reykja- vikur haldinn á lög- reglustöðinni við Hverf- isgötu lýsir yfir fullum stuðningi við ályktun BÆTT ÞJÓN USTA —Forsenda endurskipu- lagningarinnar er fyrst og fremst gagnkvæm endurskoð- un á starfsemi stofnunarinn- ar, sem miðast að þvl að gera starfsemina hagkvæmari og markvissari. En auðvitaö tek- ur það sinn tima að koma þessu öllu i framkvæmd. Á þessa leið fórust Halldóri E. Sigurðssyni orð, á fundi með blaðamönnum á föstu- dag. Boðað var til fundar með blaðamönnum til að kynna þeim reglugerð um stjórn pósts og simamála, gerða af nefnd skipaðri af Hannibal Valdimarssyni i marz 1973. Nefnd þessi hefur nií skilað Iiti og reglugerð. Aðalverkefni neíndarinnar var að taka allt skipulag Pósts-og sima til algerrar endurskoðunar, en það væri forsenda hagkvæmari og markvissari starfsemi stofn- unarinnar. í upphafi var ákveðið að fá til aðstoðar sér- fróða menn og var leitað til norsku póst- og simamála- stofnananna. En stofnun pósts og sima í Noregi hefur nýlega verið endurskipulögð, og naut nefndin góðs af þeirri vitn- eskju sem Norðmenn létu henni i té. Einnig veittu fjöl- margir starfsmenn Pósts og sima á íslandi þýðingarmikla aðstoð. Frumhugmyndir nefndar- innar voru að skipta stofnun Pósts og sima i tvær deildir, aðaldeild og póst- og simaum- dæmi. Tillögur nefndarinnar eru aö- eins áfangatillögur, en með þeim tillögum er lokið mjög þýðingarmiklum hluta af verki nefndarinnar. Hin nýja skipan mála verö- ur væntanlega stofnun Pósts og sima til góðs, en ennþá er ekki unnt að sjá á hvern hátt hún bætir þjónustu við lands- menn. —AB skipum. í tilkynning- unni segir: „Fundurinn telur að lög þessi séu hnefahögg i andlit sjó- manna. Með lögum þessum A- kveður rikisvaldið að sjómönn- um skuli greittkaup eftir samn- ingum sem útgerðarmenn höfðu samþykkt, en meirihluti sjó- manna fellt. Fundurinn telur að með laga- sameiginlegs fundar, stjórnar samninga- nefndar Landssam- bands lögreglumanna þ. 20. júli sl. Fundurinn telur það mikið ábyrgðarleysi þegar kjaranefnd tók ekki til greina réttmætar kröfur samninganefndar LL sem studdar voru fullgildum rökum og hvergi mótmælt. Fundurinn hvet- ursamtök lögreglumanna svo og þá sjálfa, hvar sem er á landinu að fylkja liði og efla samstööu um hvers konar aðgerðir, sem að gagni mættu verða til leiðrétting- ar á þeirri kjaraskerðingu sem lögreglumann hafi orðið fyrir. Fundurinn minnir alla lög- reglumenn á, að opinberum starfsmönnum hefurnú loks verið treyst fyrir auknum samnings- rétti og hvetur þá til átaka um að þessi sjálfsögðu mannréttindi ná- ist að fullu. Að lokum varar fundurinn stjórnvöld við afleiðingum þess, að halda kaupi og kjörum lög- reglumanna i þvi lágmarki sem nú er orðið. Jafnframter skorað á ábyrga forystumenn þjóðarinnar að lagfæra það misrétti sem að framan er minnst á, þvi eitt af skilyrðum þess að lögum verði haldið uppi i landinu, er að hlutur lögreglumanna verði ekki fyrir borð borinn. Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt á fjölmennum fundi i Lög- reglufélagi Reykjavikur i vik- unni. Auk þessarar ályktunar samþykkti fundurinn að skipa sérstaka nefnd, sem heföi það hlutverk að kanna hvaða aðgerð skuli gripa til vegna þeirra óhæfu, sem nú rikir i launamálum lög- reglumanna. . Það er nú orðiö nær daglegt brauð, að fjölmiðlar segi frá hin- um og þessum stórafbrotum og mótmælir þvi áreiðanlega enginn að ein helzta vörnin við þvi er, að stórefla löggæzluna á öllum sviö- um og skapa henni um leið hin beztu skilyrði til starfa. Það er þvi alveg óskiljanlegt hvernig það mátti ske, að samn- inganefnd lögreglumanna náði ekki eyrum þeirra manna sem fóru með samningamálin fyrir rikisstjórnina þrátt fyrir að bent væri á fullgild rök sem hvergi var borið á móti. Það þarf ekki mörg- um orðum að þvi að eyða að laun- in vega alltaf þungt á vogarskál- inni þegar menn velja sér ævi- starf og til þess að fá hæfa menn og halda þeim i starfi, þýöir ekki annað en lita á þá hlið málsins. Lögreglumenn halda enn i þá veiku von að augu ráöamanna opnist fyrir þessu vandamáli og að það gerist áður en hreint vand- ræðaástand skanast. setningu þessari sé núverandi rikisstjórn að ráðast enn einu sinni að samningsrétti verka- lýðshreyfingarinnar. Fundurinn telur að starfsleysi og óeining sú sem rikt hefur undanfarið innan sjómanna- samtakanna um kjaramál, sé aðalástæða þess að ihaldið þori aftur og aftur að ráðast á samn- ingsrétt og kjör sjómanna. Fundurinn krefst þess að þessi ólöglegu bráðabirgðalög verði þegar i stað afnumin. Fundurinn skorar á öll sjó- mannafélög að snúast öfluglega gegn ólögum þessum og jafn- framt að treysta samstöðu sina á milli i öllum hagsmunamálum sjómanna”. SMYGL í DETTI FOSSI Nú i vikunni fundu tollverðir 14 kassa áfengis, aðallega vodka, og 9 karton af sigarettum i m/s Dettifossi, er skipið lá i Reykja- vikurhöfn. Megnið af smyglvam- ingi þessum var falið i rennu- steinum i lestarbotni. Eigendur reyndust vera tveir hásetar og matsveinn á skipinu. Þá fundu tollverðir smyglvarn- ing þann 16. þ.m. i m/s Lagar- fossi, þar sem skipið lá i Reykja- vikurhöfn . Var þar um aö ræða 5 kassa af vodka, og 20 sigarettu- karton og 88 kg af skinku. Varn- ingur þessi var falinn i frystilúg- um á höfuðþilfari i lest. Eigendur reyndust vera bryti á skipinu, há- seti og viðvaningur. Sérþing Bygginga- þjónustu A.í. Lýsing Byggingaþjónusta Arkitektafé- lags tslands vill enn á ný vekja athygli á þjónustu sinni við fag- menn og húsbyggjendur, og i þetta sinn hefur LÝSING orðið fyrir valinu. Tilgangurinn með þessum sér- sýningum er sá, að auðvelda hús- eigendum, húsbyggjendum og fagmönnum að fá samfellt yfirlit yfir það helzta sem i framboði er á viðkomandi sérsviði. A þessari sérsýningu er fjöl- breytt úrval af loftljósum, vegg- ljósum, kösturum, útiljósum, tenglum, perum o.fl. og sýna bæði innlendir framleiðendur og inn- flytjendur. 1 tilefni af sýningunni hefur Daði Agústsson, rafmagnstækni- fræðingur verið fenginn til að halda erindi um ljóstækni, en er- indi það verður auglýst sérstak- lega. Sérsýningin LÝSING ’76 er haldin i sýningarsal Bygginga- þjónustu Arkitektafélags tslands, að Grensásvegi 11, og verður opin alla daga frá 25. septeinber — 3. október kl <4.00-22.00 Aðgangur er kr 15« L0GREGLUMENN KREFJAST BÆTTRA KJARA 1 blaðinu á morgun verður greint frá landsfundi Alþýðuflokks- kvenna. Hér sést, til hægri, Kristin Guðmundsdóttir I hópi flokks- systra, cn Kristin var endurkjörin formaður Sambands Alþýðu- flokkskvenna. Ný frímerki á afmæli póstþjónustu , t ár er þess minnst, að 200 ár eru liðin siðan tilskipun um póst- ^erðir á tslandi var gefin út. Hér var um mjög merkan atburð að ræða i sögu tslands og islensku þjóðarinnar, enda þótt almenn- ingur hafi vart á þeim tima gefið honum mikinn gaum. Þetta var I samræmi við tiilögur hinnar svo- nefndu Landsnefndar, sem skipuð var 1770 til þess að kanna lands- riagi ogkoma með tillögur til um- bóta í atvinnulifi landsmanna. Með tilskipuninni voru ákveön- ar þrjár póstferðir á ári til Bessa- staða frá Austur-, Norður- og Vesturlandi, en ekki gert aö sinni J-áð fyrir póstferðum frá Bessa- Samkvæmt tilskipuninni var póstþjónustan skipulögð þannig, að stiftamtmaður, sem sat á Bessastöðum, var stjórnandi hennar, en sýslumenn önnuöust póstafgreiðsluna út um landið. Sýslumennirnir voru 18, þannig að póststöðvar urðu samtals 19. Fyrsta pöstferðin samkvæmt hinni nýju tilskipun var ekki farin fyrr en 1782 og sama var tilskip- unin prentuð i Hrappsey og gefin út. I tilefni þessara timamóta gefur póst- og simamálastjórnin út tvö frimerki kr. 35 og kr. 45 Þau sýna titilblað og niðurlagsorð til- skipunarinnar ásamt undirskrift- um. Megrunar Fæst í öllum apótekum KEX AAEGRUN ÁN SULTAR 1' ESte- SUÐURLANDSBRAUT 30 P O BOX 5182 REYKIAVlK - ICELAND

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.