Alþýðublaðið - 28.09.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.09.1976, Blaðsíða 2
2 /FRÉTTIR Þriðjudagur 28. september 1976 sssr’ alþýöu' blaöíö (Jtgefandi: Alþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Árni Gunnars- son. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggs- son. (Jtbr.stj.: Kristján Einarsson, simi 14900. Aðsetur ritstjórnar er i Slöumúla 11, simi 81866. Auglýsinga- deild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — sími 14906. Áskriftar - simi 14900. Prentun: Blaöaprenti h.f. Askriftarverö: 1000 krónur á mánuöi og 50 krónur I lausasölu. 1 I i Konur og stjórnmál Um síðustu helgi var haldinn í Reykjavík þriðji landsfundur Sambands Alþýðuflokkskvenna, en til- gangur sambandsins er að sameina krafta allra fél- aga og samtaka Alþýðuf lokkskvenna á landinu. Fund- inn sátu liðlega 80 konur frá 15 stöðum á landinu, og ríkti þar mikill einhugur og baráttuvilji fyrir málefn- um Alþýðuf lokksins. Á fundinum var einkum fjallað um málefni aldr- aðra, jafnrétti kynjanna, unglingavandamál og flokksstarfið. Þá lá fyrir fundinum skýrsla um ,,barnið í þjóðfélagi jafnaðarstefnunnar", en hún er árangur ráðstefnu, sem konurnar héldu í Munaðar- nesi fyrir réttu ári. Samband Alþýðuf lokkskvenna var stof nað árið 1972 og hef ur starf þess vaxið hröðum skref um. Það hef- ur stuðlað að stofnun kvenfélaga' og látið málefni f lokksins æ meira til sín taka. Áhrifa þessa starfs hef- ur gætt víða, og er óhætt að fullyrða að sjaldan hafa konur komið eins mikið við sögu starfs Alþýðuf lokks- ins og einmitt nú. Þetta er mikið fagnaðarefni og er vonandi að þessi áhrif verði enn meiri í náinni fram- tíð. ijg Afskipti íslenzkra kvenna af stjórnmálum hafa ver- iðalltof lítil. Það sannar meðal annars seta kvenna á m Alþingi og í bæjar- og sveitarstjórnum. Það hefur ver- S ið landlæg skoðun, að stjórnmál væru eingöngu fyrir^| karlmenn; konur hefðu þar ekkert fram að færa. Am siðustu áratugum hef ur orðið nokkur breyting hér á og konur komizt til valda í stjórnmálaf lokkum víða er- lendis. Vonandi er þessi þróun einnig að ná til íslands og þeirri fáránlegu staðhæfingu varpað í yztu myrk- 5 ur, að konur hljóti að vera og verða „bara húsmæð-1 ur". Vafalaust heyrast raddir kvenna sjaldan á stjórn- 3 málafundum af ótta þeirra við ræðustólinn. Það er 5 mikilvægt verkefni fyrir konur í stjórnmálastarf i aðl hefja kennslu í fundarsköpum og ræðumennsku og J ef la þannig getu kvenna til að tjá sig í stjórnmálaum- 5 ræðu og á hverskonar mannfundum. Hlutverk kvenna í íslenzku stjórnmálalífi er ekki síður mikilvægt en karla. Á landsfundi Sambands Alþýðuf lokkskvenna var f jallað um f jölmarga mála- flokka, sem snerta mjög starf Alþýðuflokksins, og konur eru mun hæfari að taka afstöðu til en karlar. Áhrif þessara kvenna eru flokknum meira virði en margt annað, og er ástæða til að vona að þessi áhrif aukisttil muna í allri starfsemi Alþýðuflokksins. Þá J er vel. Láglaunalandið j Fjárhagur ýmissa alþýðuheimila hér á landi er nú m svo bágborinn að sjaldan hef ur ástandið verið verra. S Þessi heimili eiga í stöðugt meiri erf iðleikum með að S greiða skatta og skyldur, rafmagn og hita og helztu S nauðþurftir. Þetta kemur meðal annars fram í gífur- 5 legum fjölda nauðungaruppboða vegna vangoldinna ® skatta, áberandi tregðu í greiðslu af lánum og stöðugt ® fjölgandi víxlaafsögnum í bönkum. Staðreyndin er sú að almenn laun duga nú hvergi » nærri til eðlilegs reksturs á meðalstóru heimili. Þeirri ® staðreynd verður ekki mótmælt að ísland er láglauna- ® land og ástandið fer stöðugt versnandi. Til þess að ■ bæta úr leita menn stöðugt eftir meiri og meiri auka- J vinnu, og starfsdagurinn verður óheyrilega langur. « Ekki fer heldur hjá því að afkoma ellilífeyrisþega ® og þeirra, er treysta verða á tryggingakerfið til að|* hafa í sig og á, fer sífellt versnandi. Þetta ástand er « orðið svo óþolandi, að sumir þjóðfélagshópar telja aðjj nauðsyn brjóti lög, og fara í stríð við yfirvöld. Þessi® þróun er stórhættuleg f yrir þjóðfélagið í heild, og get-8 ur valdið átökum og tjóni, sem seint verður bætt. Atvinnurekendur og ríkisvaldið verða þegar að búaB sig undir að greiða verulegar kjarabætur. Verkalýðs-8i hreyf ingin og opinberir starfsmenn munu ekki lengur® una þeirri láglaunastefnu, sem fylgt hefur verið.O Verulegar kjarabætur verða að fást, og öllum er fyrir® beztu, að það gerist á friðsamlegan hátt. —AG—81 Bankinn réði því algjörlega hvernig gengið var frá láninu — segir utanríkisráðherra í viðtali við Þjóðviljann í byrjun mánaðarins ritaði Vilmundur Gylfa- son grein i Dagblaðið þar sem hann gerði að umtalsefni lántöku Einars Ágústssonar utanrikisráðherra hjá Landsbankanum. Bank- inn keypti 5,7 milljóna veðskuldabréf af ráð- herranum og var gengið frá láninu daginn áður en vextir voru hækkaðir úr 18% i 22,5%. Veð- skuldabréf þetta er til átta ára gegn sjöunda veðrétti i einbýlishúsi Einars Ágústssonar að Hlyngerði 9. Um það leyti sem grein Vil- mundar birtist var utanrikisráð- herra staddur i opinberri heim- sókn erlendis og tók sér slðan sumarieyfi I Júgóslaviu. Grein Vilmundar vakti mikla athygli eins og gefur að skilja og s.l. föstudag náði Alþýöublaðið tali af utanrikisráðherra og spurði hvort hann vildi gera grein fyrir þessari lántöku. Hann var þá að leggja á stað til New York, en visaði á viðtal sem átti að birtast við hann i bjóðviljanum daginn eftir. Hér á eftir verða þvi raktir kaflar úr þvi viðtali, en þaö tók Einar Karl Haraldsson, fréttastjóri. Tildrög lánsins Fyrst er Einar Agústsson spurður um tildrög þess að lánið var fengið. í svari hans kemur fram, að þegar hann tók við em- bætti utanrlkisráðherra bjuggu þau hjón i sambýlishúsi i Hjálm- holti. Vegna gestamóttöku sem fylgir þessu starfi, ákváðu þau að selja þá ibúð og réöust i aö byggja hús viö Hlyngerði. Vegna verö- bólgunnar fór kostnaður við húsið langt framúr þvi sem fékkst fyrir ibúðina i Hjálmholti, en hún var seld á 12 milljónir. Nýja húsið kostaði hins vegar 18 milljónir og fékk ráöherrann ekki önnur ián en 200 þúsund frá Lifeyrissjóöi rikisstarfsmanna, enda húsið stærra en svo að Húsnæðismála- stjórnarlán kæmi tii greina. Ráðherrann kveðst hafa orðið að slá vixla i bönkum og svo fór að vixlahrúgan hækkaði stööugt. Hann komst svo aö samningum við Landsbankann um að sam- eina þessa vixla I bréf, en I þeim banka voru flest vixillánin fengin. Fyrirgreiðsla vegna starfsins 1 viðtali Þjóðviljans við Einar Agústsson ieggur hann áherzlu á að starfs sins vegna hafi hann tal- ið sig nauðbeygðan til að stækka við sig vegna gestamóttöku. Til dæmis bjóði erlendir diplómatar i borginni þeim hjónum oft heim og þeim fundizt eðlilegt að endur- gjalda það með þvi að bjóða heim. Ráðherrann tekur fram, að lánið hafi verið veitt meö þeim kjörum sem á vixlunum voru, þ.e. 18% vöxtum. Hins vegar segist hann mótmæla þvi að hann hafi beitt áhrifum sinum til þess að sér yrðu veitt þessi hagstæðu lánakjör. „Hins vegar viðurkenni ég það alveg fúslega aö þetta er meiri fyrirgreiðsla heldur en al- menningur á aðgang að. Og ég geri ráð fyrir þvi aö hún sé veitt vegna þessa starfs og þeirra þarfa sem við teljum að séu fyrir hendi”, segir Einar orðrétt. Enn- fremur tekur hann fram, aðspurðuoaö Landsbankinn hafi algjörlega ráðiö þvi hvernig gengið var frá láninu og sjálfur hafi hann aldrei ætlazt til neinnar leyndar I sambandi viö þetta lán. Ávisanamálið Þjóöviljinn spyr nú hvernig ráðherra hafi þótt að liggja undir þeim áburði að vera þátt- takandi i ávisanahring, en það var altalað ekki alls fyrir löngu. Einar Agústsson segir að það hafi veriðákaflega slæmt og hann skilji ekki þær hvatir sem liggi að baki þvi aö bendla hann við ávisanafais. ,,Ég held að mér sé alveg óhætt að fullyrða það að ég hafi ekki gefið út falska ávisun. Og að ég standi i ávisanahring til þess að búa til peninga eru ein- hver þau mestu ósannindi sem ég hef orðið fyrir”, segir Einar orð- rétt. 1 viðtalinu er einnig drepið á orðróm um fjármálatengsl milli Einars Agústssonar og Guöbjarts Pálssonar (Batta rauða) meðan Einar var bankastjóri Samvinnu- bankans og að þau tengsl haldist enn. Einar segir að meðan hann var bankastjóri hafi Guðbjartur átt viðskipti við bankann, en ekki hafi orðið tap á þeim viðskiptum. Engin tengsl, hvorki fjármálaleg eða annars eðlis, séu milli sin og Guðbjarts. Þegar ráðherra er spurður af hverju hann hafi ekki gefið neinar yfirlýsingar um lániö og ávisana- áburðinn svarar hann: „Sko, ég hélt nú satt að segja, að fólk tryöi ekki þeim áburði, sem haidið var uppi, um þátttöku mina i ávisana- hring. Þaðer núað minu mati það langlakasta. Nú það sem Vil- mundur segir i sinni grein um lántökuna er rétt, svo ég sá enga ástæðu til þess að gera athuga- semd við það.” Að lokum má geta þess, að I viðtalinu kemur fram, að á siðasta ári hafði utanrikisráð- herra rúmar fjórar milljónir i tekjur. Þar af fóru ein og hálf miljón i opinber gjöld og rúmar tvær milljónir króna i vexti og afborganir af lánum. —SG Staðningur við aðgerðir gegn lokun mjólkurbúða Þótt kröfuganga samtaka gegn lokun mjólkurbúða hafi ekki verið svo fjölmenn á laugardaginn, sem vonazt var til,þá undirstrikar sú staðreynd, aO á f jórOa hundraO manns fórnuOu frltima sinum á laugardagssfOdegi til aO sýna hug sinn þaö aO neytendur vilja ekki sætta sig viö aö kaupmannasam- tökunum og Sláturfélagi Suöur- lands veröi falinn einkaréttur til m jólkurvörudreif ingar I Reykjavlk. Eins og margsinnis hefur komiö fram I umræöum um þessi mái veröur nú veruleg þjónustu- skeröing í ýmsum hverfum borg- arinnar, einkum eldri hverfunum, þar sem „kaup- maOurinn á horninu” byggir tilvist verzlunar sinnar á mjólkurbúöinni á hinu horninu, — og I þessum hverfum býr einmitt eldra fólk I nokkrum meirihluta. Mjólkursamsalan hefur endan- lega svaraö áskorunum þúsunda Reykvikinga meö bláköldu neii, og fullyrt aö þeir, sem rituöu nöfn sin á áskorunarlistana hafi ekki kynnt sér máliö frá báöum hliöum. öllum útsölum samsölunnar mun þvl veröa lokaö, en óskaö haföi vcriö eftir þvf aö samsalan hætti ekki alveg rekstri mjólkur- búða, en starfrækti nokkrar i þeim hverfum, þar sem engar stórar matvöruverzlanir eru, sem húsrými hafa til aö bæta viö sig mjólkurvörum. Þá eru ýmsir óánægöir yfir þvl aö þaö skuli framvegis veröa háö duttlungum og brcytilegum lokunartlma verzlana hvenær mjólkurvörur veröa fáanlegar. Hefur veriö bent á hiö mikla misræmi, sem ríkir I lokunartima verzlana fyrir helgar. Stjórn og trúnaöarmannaráö starfsstúlknafélagsins Sóknar ályktaði I lok siöustu viku stuöning viö allar aögeröir og baráttu Félags afgreiöslustúlkna í brauða- og mjólkurbúöum, ASB, gegn lokun mjólkurbúöa.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.