Alþýðublaðið - 28.09.1976, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.09.1976, Blaðsíða 4
4 VHJHORF Þriðjudagur 28. september 1976 ssar varpsmanna eiga eftir að draga einhvern dilk á eftir sér. Óánægja i röðum opinberra starfsmanna er orðið svo mikil, að það er ekki spurning um hvort, heldur hvenær fleiri starfshópar feta i fótspor þeirra. Lögreglumenn eru orðn- ir leiðir á þessari einskisverðu bið, póstmenn hóta að griða til harðra aðgerða, ef ekki rætist úr fyrir þeim, og kennarar eru ekki alltof sælir af sinu, að ég hygg. Þessir starfshópar, ásamt fleirum, hafa krafizt leiðrétt- ingar mála sinna um árabil, og farið fram á að fá mannsæm- andi laun. Varanlegustu viðbrögðin, sem þetta fólk hefur fengið, eru þau, að upp var tek- inn álitlegur fjöldi starfsheita, tii að spreða meðal manna, þótti þá mörgum sem heldur hefði veriðskotið yfir markiö, en i þvi hefur raunin orðið sú, að þetta fyrirkomulag hefur heldur mið- að aö þvi, að halda launum manna niðri, en að koma þeim i viðunanlegt horf. Þess verður áreiðanlega ekki langt að biða, að launþegar gripi til harka- legra aðgerða til að fá leiðrétt- ingu mála sinna — og lái þeim svo hver sem vill. Jóhanna S. Sigþórsdóttir HVERJIR VERÐA NÆSTIR? Kjaramál opinberra starfsmanna hafa verið ofarlega á baugi und- anfarið misseri. Hefur berlega komið i ljós, að mjög margir þeir telja sig ekki geta unað við þau kjör, sem rikið býður. Þetta er ekki i fyrsta skipti sem laun- þegar hafa lýst yfir óánægju sinni og kraf- izt bættra lifskjara, en án sýnilegs árangurs. Þau svör, sem opinber- ir starfsmenn hafa fengið við kröfum sin- um gegnum árin, hafa verið loðin og óljós, og til lítillar fyrirmyndar fyrir á sem þau hafa gefið. Það þarf enginn að ætla, að BSRB gangi i sjóðina, þar sem rikisvaidið er fyrir, og segja þeir, sem einhverja nasasjón hafa fengiö af samningaviðræö- um miili fyrrgreindra, að engin furða sé þótt opinberir starfs- menn hafi dregizt stórlega aft- urúr i launamálum. Og nú er svo komið, að aðild- arfélögin innan BSRB eru farin að gripa til sinna ráða, og ganga i berhögg við lög og reglur. Þeir eru ekki ofsælir... Sjónvarpsmenn uröu fyrstir til að riða á vaðið, og lögðu þeir niður vinnu i 5 daga, svo sem menn muna. Verkfall þeirra vakti mikla athygli almennings svo ekki sé meira sagt, og les- endadálkar dagblaðanna fóru ekki varhluta af þvi. Eins og irnar. Auk þess hafa þeir tekið stjórn ýmissa viðtalsþátta utan fréttatima á sinar herðar. í stuðningsyfirlýsingu, sem kollegar þeirra i Sviþjóð sendu, meðan á verkfallinu stóö, segir að á þrem samvinnufundum norrænna starfsmanna við út- varps- og sjónvarpsstöövar hafi athyglin beinzt i sivaxandi mæli að aðstæðum i sjónvarpi og út- varpi á íslandi. Mönnum sé full- ljóst, að starfsmenn þessara stofnana skipi alltof lágan sess i launastiganum, samanborið við starfsbræður þeirra á Norður- löndum. Sama máli gegnir um aíla starfsaðstöðu, að sjón- varpsmenn telja hana áberandi lakasta á tslandi miðað við hin Norðurlöndin. Af framanrituðu má svo sann- arlega sjá, að fréttamenn eru ekkert ofsælir af þeim launum, sem þeim er skammtað úr vasa rikisins og eiginlega mesta furða að þeir skyldu ekki hafa gripið til þessara aðgerða miklu fyrr. Hver á að borga brúsann? En það er fleira, en verkfallið sjálft sem menn hafa verið tvi- stigandi yfir. Það vaknaði sum- sé sú spurning, hvort eigendur eigi nú að fara aö kóróna ólög- legar aðgerðir sjónvarps- manna, með þvi að inna af hendi iðgjald fyrir þann tima sem sjónvarpsútsendingar lágu niðri. En þá kom i ljós að sjón- varpsmenn eru ekki eins há- bölvaðir og þeir litu út fyrir að vera, þvi þeir hafa boðizt til aö hafa útsendingar sjónvarpsins næstu fimmtudaga, til að bæta mönnum upp þessa 5 daga. Ekki verður annað sagt, en aö þetta sérausnarlega boðið, þegar litið er á það, að þetta verður eins konar „sjálfboðavinna” þvi fyr- ir hana fá þeir enga aukapen- inga I vasann. Koma fleiri á eftir? Það er engum vafa undirorp- ið, að þessar aðgerðir sjón- gerist og gengur voru skoðanir manna á þessum aðgerðum mjög skiptar, og voru þeir margir sem lýstu andúð sinni á þeim, og fordæmdu þær. En ein- hvern veginn er það svo, að mér er ekki grunlaust um, að flestir þeirra bréfritara, sem fylltu þennan flokk, hafi haft litla hug- mynd um, um hvað þeir voru að tala. Að þeir hafi hreinlega ekki vitað, hvaða laun t.d. frétta- menn sjónvarps þiggja fyrir sina vinnú. Ef til vill hafa sár- indin yfir að hafa myndlausan kassann standandi inni i stofu, ráðið meiru um undirtóninn i skrifum þessum, heldur en stað- reyndir málsins sjálfs. Auk þess eru ýmsar gróusögur um laun starfsmanna sjónvarps á flökti um bæinn, og nægir i þvi sam- bandi að minna á frétt i blaði einu, sem ég hirði ekki um að nefna hér. Þar var sagt frá með miklum fjálgleik, að sjónvarps- mönnum væri andsk.... engin vorkunn, þvi þeir væru með kr. 150.000 i laun á mánuði, og af þvi ættu þeir aö geta lifað lúxuslifi. Þarna er farið með rangt mál, þvi hið rétta er að meöallaun fréttamanna hjá sjónvarpinu, eru rétt rúm 100 þúsund, með yfirvinnu og vaktaálagi. Skrif- stofufólk er miklu neðar I launa- stiganum, og býr þvi vissulega ekki viö kræsileg kjör. Ofhlaðnir störfum Það hefur vakið óskipta at- hygli þeirra erlendu sjónvarps- manna sem hingað hafa komið, hversu störfum er hlaöið á þá fáu fréttamenn sem starfa hjá islenzka sjónvarpinu. Þeir þurfa að gera allt i senn, að afla frétta, stjórna viðtalstimum i fréttaútsendingum og lesa frétt- HVAR ER HINN ENDINN? Leynd aflétt Það var strax spor i rétta átt, þegar umboðsdómari i svo- kölluðu ávisanamáli, Hrafn Bragason, ákvað að birta nöfn þeirra, sem rannsókn hefur beinzt að i þessu „meinta” mis- ferli. Ekki er þó svo að skilja, aö þarmeð sé svarað öllum spurn- ingum, sem menn hafa lagt fyrir sig. Þvi siöur þar sem uppljóstranirnar vekja margar spurningar, sem ekki voru beint á dagskrá áður. Litið er getið um og enn siöur lagður dómur á þátt bankanna að öðru leyti en þvi, að þarna muni allir aðalbankar landsins og einn sparisjóður aö auki hafa verið leikvöllurinn, sem þetta laumuspil fór fram á. Þá veit maður þaö. Sérstaka athygli hlýtur að vera sá framburður, aö „góðum viðskiptavinum” bankanna hafi veriö gert ljóst i tæka tið, að fram ættu að fara skyndikann- anir á innistæðulausum ávisunum! Ef hér væri rétt með farið, væri það óvenjuleg hugulsemi, viðskulum vona, við óvenjulega viðskiptavini; Þessum fram- burði hefur Björn Tryggvason, seðlabankastjóri visaö á bug, og skalhér alls ekki dregið i efa, að framburður hans sé I fullu sam- ræmi við þaö sem hann veit sannast og réttast. A hinn bóginn mætti leika nokkur vafi á, að maður af gerð og skapferli Björns Tryggva- sonar hafi lagt sig niður við að gaumgæfa alla útúrkróka á refilstigum bankakerfisins. Má einnig vera að þeir séu næsta fáir, sem hafa allan þann fróð- leik handbæran. En hvaö um þetta, þá veröur ekki hjá þvi komizt, að rann- saka vel og vandlega þátt bank- anna i þessu óskemmtilega máli. Séu innan kerfisins ein- hverjir, sem ekki eru þess trún- aðar veröir, sem þeim hefur verið sýndur, er mál að létta af þeim hinum sömu öllum erli þar i sveit, og þó fyrr hefði verið. Stofnanir á borð við bankana geta ekki veriö reknar með neinu kjörbúöasniði, allra sizt ef „viðskiptavinirnir” gleyma þvi, i bili, að koma við hjá „gjald- keranum” áður en út er gengið! Annað, sem einnig hlýtur að vekja athygli, er hvernig varið er tengslum milli velflestra (allra nema fjögurra að sögn) þeirra, sem fastast hafa sótt á þessi ávisanamið og fiskað með kunnum árangri. Þaö sýnist óumdeilanlega vera tengt hinu mjög umrædda veitingahúsi, Klúbbnum að Borgartúni 32. Nú er tvennt til. Annaðhvort hefur athygli rannsóknarmanna frá upphafi beinzt að þessu fyrirtæki, og hefur raunar legið i loftinu að upphafs þess geti verið að leita I miöur skemmti- legum málum öðrum, eða að rannsóknin hafi leitt beint að annaðhvort bak- eða fram- dyrum þar á bæ. Sé hiö fyrra tilfellið, hlýtur að vakna spurningin um, hversu grandgæfilega hafi þá verið leitað að öðrum hugsanlegum hreiðrum. Vissulega geta „fleiri verið breyzkir en Ingimundur” eins og þar stendur. Hvað sem um þetta fyrirtæki má segja, er það auðvitað fjarri öllu viti, að beina sjónum og rannsóknum i þessa einu átt, sizt þegar árangur eins og þessi liggur fyrir. Ef það er ætlunin að viðhafa allsherjar þrifabað, sem við skulum vona að hafi verið markmiðið i upphafi, verður ekki unnt aö undan- þiggja neinn „Löngumýrar- bónda” þvi, þó finnast kynni á vettvanginum! Þar ber að ganga hreint og hispurslaust til verks, hver svo sem i hlut kynni að eiga. En svo vikið sé aftur að Klúbbnum og þeim einstak- lingum, sem hafa tengzt honum, má segja, að það sé verulega gildur „kaðall” sem liggur frá þeirri stofnun, snúinn saman úr þrettán þáttum, auðvitað mis- jöfnum að gild- og styrkleika. Enn er óupplýst hver hefur lagt tiLrauða þráðinn”, og skiptir ef til vill ekki öllu máli, þó fróðlegt væri að þaö upplýstist. Aðalatriðið er, að hér viröist vera um að ræða einskonar lif- taug, sem þessir þrettán- menningar hafa átt i fórum sinum, meðan það var. En það er nú svo, að þegar betur er að gáð, hafa allir 1 í HREINSKILNI SAGT ÍSIlllÍII C ...... spottar, hvort sem gildir eru eða grannir, þá náttúru að hafa tvo enda. Annar hefur þegar fundizt, sem áður er að vikið. Það er hinsvegar gersamlega óupplýst hvert linan liggur. Þab væri þó ekki með öllu ómerki- legt rannsóknarefni. Heldur má kallast með ólikindum, að stefnan sé beint út i tómarúmið. Hugsanlegt er auðvitaö, að einhver þessara þátta hafi á langri leið greinzt frá aðaltaug- inni. En eftir situr þetta, sem hlýtur að vera spurning dagsins: Hvar er að finna hinn endann á spottanum? Og aftan i þeirri spurningu hangir önnur. Er ekki ómaksins vert, að svipast um eftir þeim enda? Oddur A. Sigurjónsson /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.