Alþýðublaðið - 28.09.1976, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 28.09.1976, Blaðsíða 16
ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1976 Undanfarnar vikur hefur íslenzka sjónvarpið sýnt nokkra sænska þætti sem fjalla um víg- búnaðarkapphlaupið og vopnaf ra mleiðslu í heiminum. I þessum þáttum hafa komið fram ýmsar forvitnilegar upp- lýsingar, sem búast má við að hafi komið fólki nokkuð á óvart. Alþýðublaðið lagði eftirfarandi spurningar fyrir þá Indriða G. Þorst- einsson, rithöfund, Pál Bergþórsson, veður- fræðing, og séra Árelíus Níelsson. 1. Hvaða áhrif hafa þættirnir um vopnabúnað heimsins haft á þig? 2. Hefur eitthvert sér- stakt atriði í þeim vakið athygli þína öðrum fremur? 3. Styðja þær upp- lýsingar sem fram koma í þáttunum fyrri hug- myndir þínar um vigbúnað almennt, og herstöðina á Islandi? I • -1-" w 'í'í {rjD • r^-* •'* • Athyglisvert að helmingur heimsins skuli ekki þurfa að gera grein fyrir vopnum sínum Indriði G. Þorsteinsson, rithöfundur: Indriði sagði: „Ég get ekki sagt að þessir þættir hafi haft nein sérstök áhrif á mig, þvi i þeim kemur ekki annað fram en þaðsem maður þegar vissi. Það er hins vegar f jandi hart, að slik striösgeðveiki sem i þessum myndum er sýnd, skuli ganga yfir á svokölluðum friðartim- um.” nr. 2. ,,Já, sú upprifjun sem gerð var á vandkvæðum i með- ferð eiturefna sem virðast óviðráðanleg og eru að stiga mönnum yfir höfuð. Þá er það einnig athyglisvert, að helmingur heimsins skuli ekki þurfa að gera grein fyrir Vígbúnaðarkapphlaupið er ægilegasta brjál- æðið á okkar dögum! vopnum sinum, að öðru leyti en þvi, að vera talin jafn sterkur hinum og þá á ég við hinn „frið- elskandi” heim. nr. 3. „Þær hafa engu breytt, þvi allt eru þetta illir kostir og halda áfram aö vera það þó svo að við fáum að sjá það i sjón- varpi. Það er aftur á móti ágætt að menn sjái að það er sama geð- veikin sem riður húsum og á striðstimum. Mér hefur sjálfum alltaf þótt þeir stjórnmálamenn ákaflega fyrirlitlegir sem vilja leysa vandamál þjóða sinna með vopnum.” —GEK Okkur stafar fyrst og fremst hætta af her- stöðinni ef til átaka kemur Páll Bergþórsson, veður- fræðingur: nr. 1. Það sem ég hef séð af þessum myndum staöfestir þann grun minn, hve lifandis ósköp af fjármunum eru lagðir i þessi mál. Einnig hvað hægt er að valda ofboðslegum hörmung- um með þessum tækjum, og hve litlu má muna að menn missi tökin á þvi sem þeir eru með i höndunum. nr. 2. Ég er ekki viss um að ég treysti mér til að taka út neitt sérstakt atriði varðandi þessa spurningu. nr. 3. Ekki held ég að þær upp- lýsingar sem fram koma i þátt- unum komi til meö að breyta þeim hugmyndum sem ég hef hingað til haft á vigbúnaði. Þvi það er, og hefur verið sko skoðun min að herstöð, hvar sem hún er i heiminum er eins og segull sem dregur að sér árásarvopn og hefur þannig i för með sér gereyðingarhættu fyrir nágrenni stöðvarinnar. Þessi skoðun hefur á siðustu mánuð- um verið viðurkennd i málgagni utanrikisráðherra, i leiðurum, og er það vissulega ánægjulegt. Hvað herstöðinni i Keflavik viðvikur, þá stafar okkur fyrst og fremst hætta af henni ef til átaka kæmi. Að öðru leyti get ég ekki séð að það breyti neinu um ástandið i heiminum hvort hún er hér eða ekki. —GEK Vígbúnaðar kapphlaupið er ægilegasta brjálæðið á okkar dögum Séra Árelius Níelsson: nr. 1. Þeir hafa haft hryllileg áhrif á mig, þvi að i þeim er rifj- að uppmargtsem við uppliföum i striðinu. Það einasta sem mælir með þvi að þættir sem þessir séu sýndir, er að minu mati, ef þeir gætu orðið fólki til viðvörunar. nr. 2. Nei, ekki get ég sagt það, það væri þá helzt það sem okkur var sýnt frá Japan. Það er átakanlegt hvernig fólk þar taldi sér trú um að það væri að vinna fyrir lifið með þvi að drepa, og sú sefjun sem þar kom fram stakk mig. Mér finnst að hún sé farin að gera vart við sig i rikara mæli hér á landi en áður fyrr. nr. 3. Þessar myndir hafa i engu breytt fyrri hugmyndum min- um um strið og vigbúnað. Vig- búnaðarkapphlaupið er ægileg- asta brjálæðið á okkar dögum. —GEK Hjónagarðar við Samvinnu- skólann að Bifröst Þann 21. september var Samvinnuskólinn að Bifröst settur og er fjöldi nemenda við skólann að þessu sinni um 119, á aldrinum 16—28 ára. Er þetta mesti fjöldi sem verið hefur við nám við skólann og gat Haukur Ingibergsson skólastjóri þess i skólasetningar- ræðu sinni, að ekki hefði verið hægt að hýsa nema 20% þeirra sem sótt hefðu um inngöngu. Þann 1. janúar næstkomandi mun verða breyting á stöðu Sam- vinnuskólans er ný lög um viðskiptamenntun á framhalds- skólastigi taka gildi. 1 þeim lög- um er kveðið á um aukinn fjár- stuðning rikisins við skólastarfið auk þess sem hið opinbera mun taka þátt i nýbyggingum og viðhaldi húseigna. Sú nýbreytni verður tekin upp I skólastarfinu að gerð veröur til- raun með hjónagarða við skól- ann. Munu tveir nemendur búa ásamt fjölskyldum sinum i tveimur af tuttugu og fimm sumarbústöðum sem risið hafa i nágrenni skólans og eru i eign hinna ýmsu starfsmannafélaga samvinnuhreyfingarinnar. I setningarræðu sinni kvaðst Haukur Ingibergsson skólastjóri vonast til að tilraunin leiddi til þess, að fjölskyldufólk sækti meira i Samvinnuskólann en ver- iö hefði. alþýðu blaðiö Frétt: Að séra Garðari Svavarssyni, sóknarpresti i Laugarnesprestakalli, hafi verið veitt lausn frá em- bætti frá 1. desember næst- komandi að telja fyrir aldurssakir. o Heyrt: Að menn velti þvi nú fyrir sér hvers vegna Einar Agústsson, utan- rikisráðherra, hafi leyft Þjóðviljanum að eiga við sig viðtal um skuldabréfa- málið i Landsbankanum. ! viðtalinu kemur meðal annars fram, að Timinn hafði farið fram á viötal af sama tilefni, en utanrikis- ráðherra ekki talið ástæða til að ræða málið við það blað. Menn gera þvi skóna að ekki séu miklir kærleik- ar með þeim Einari Agústssyni og Þórarni Þór- arinssyni, ritstjóra Tim- ans, og ekki sé heldur inni- legt samband á milli Ólafs Jóhannessonar, formanns blaðstjórnar og utanrikis- ráðherra. o Lesið: 1 Stúdentablaðinu: „Ólyginn sagði mér en ber- ið mig samt ekki fyrir þvi, að á Hótel Garði hafi i sumar dvalizt hópur kirkj- unnar manna. Voru þar á ferð biskupar af Norður- löndum lúthersk-evangel- iskir. Þegar nokkuð var lið- ið á dvöl þeirra kom bisk- upinn af Islandi að máli við starfsm. hótelsins og kvartaði yfir salernisaö- stöðunni, sem er eins og allir vita ekki sem bezt. Vist könnuðust menn við það. Jú, bað biskupinn, hvort ekki væri hægt að koma þvi i lag? Vist stæði það til með haustinu var svarið. Þá finnst mér að þið ættuð að kaupa koppa á þau herbergi, sem þessir gestir dveljast á, sagði biskupinn. Og það var gert. Tugir koppa skreyttu vistarverur hinna smurðu þaö sem eftir var dvalarinnar. o Hlerað: Að i sumum tilfell- um hafi menn hringt i banka og spurt hvort Seðla- bankinn ætlaði að gangast fyrir skyndikönnun um kvöldið. Það nægði að hringja i bankann og kynna sig sem starfsmann, þá fengust umsvifalaust upp- lýsingar um hvort könnun ætti að fara fram eða ekki.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.