Alþýðublaðið - 28.09.1976, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 28.09.1976, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR Þriðjudagur 28. september 1976 aiþytfu-' Maðid Góð gjöf til Borgarspitalans. Nýverið færði Soroptimistaklúbburinn Borgarspltalanum I Reykjavlk að gjöf tæki til skurðlækningadeildar. Hér er um að ræða rannsóknartæki til mælingar á þrýstingi á heila, þ.e. innan höfuðkúpu, ,, intra cranial') og mun notast I sambandi við heilaskurðlækningar. Mun með þessum hætti hægt að mæla þennan þrýsting mun nákvæmar en fyrr, jafnframt þvl sem þessi aðferð er öruggari og hættuminni en áður hefur tlðkast. Verðmæti þessa tækis er um 800 þúsund, en aðflutningsgjöld feng- ust eftirgefin. Klúbburinn afhenti stjórn sjúkrastofna tækið að viðstöddum yfirlækniog læknum deildarinnar. Við þá athöfn færöi Ulfar Þórð- arson formaður stjórnarinnar klúbbnum bestu þakkir stofnunarinnar fyrir þessa höfðingiegu gjöf. stutt 0g laggott Komið að því að efna öll loforðin - segja smíðakennarar Blaðinu hefur borist ályktun frá almennum fundi i félagi is- lenskra smiðakennara, sem ný% lega var haldinn. Segir þar, að smiðakennarar áliti brýnt að gera mynd- og handmennt að kjaranámsgrein allra fram- haldsskóla á bilinu milli grunn- skóla og háskóla. Er skorað á ráðamenn skólamála að „efna marg endurteknar yfirlýsingar um aukna verkmenntun i land- inu”, enda væri sú ráðstöfun lik- leg til að stórauka aðsókn að smiðakennaradeild Kennarahá- skóla islands og bæta þar meö úr tilfinnanlegum skorti þess- ara kennara I skólum landsins. Þá segir i ályktuninni: bæta þar með úr tilfinnanlegum skorti þessara kennara i skólum landsins. Þá segir i ályktun- inni: „Smiðakennarar vilja einnig benda á þá hrörlegu aðstöðu sem mynd- og handmennta- greinar búa við innan Kennara- háskóla islands. Er þvi ein- dregið skorað á menntamála- ráðherra að hann beiti sér fyrir skjótum umbótum hvað varðar húsnæðismál umræddra deilda innan Kennaraháskóla is- lands”. —ARH. Bridgesmenn þinga Landsþing Bridgesambands is- lands verður haldið i Reykjavik nú um helgina. Hefst það i dag kl. 13.30 i Hreyfilshúsinu við Grensásveg. Fulltrúar 27 aðildarfélaga viðsvegar af landinu munu sitja þingið. A dagskrá þess eru venjuleg aðal- fundarstörf, lagabreytingar og önnur mál. —ARH. Konur héðan til starfa hjá S.Þ.? A 30. allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna var afgreidd á- lyktunartillaga þess efnis, að leitast yrði við að ráða fleiri konur til starfa hjá Sameinuöu þjóðunum. 1 samræmi við þessa ályktun mun starfsmaður Sameinuðu þjóðanna, frú Hui Chen Kwong, dvelja á Islandi dagana 27. til 30. september n.k. Markmið þessarar heimsóknar er að komast i samband við hérlenda aðila og kynna þeim möguleika islenskra kvenna til að ráða sig og starfa hjá Sdmeinuðu þjóðunum. Frú Kwong mun jafnframt verða til viðtals hjá utanrikisráðuneytinu vegna væntanlegra starfsumsókna. Gert er ráð fyrir að væntanlegir umsækjendur hafi háskólapróf og góða kunnáttu i ensku og frönsku. Upplýsingadeild utanrikis- ráðuneytisins mun sjá um að skrá nöfn umsækjenda til við- tals við frú Kwong. Sólborga rfólk í skemmtiferð Nýlega lögðu nokkrir vist- menn og starfsfólk vist- heimilisins Sólborgar á Akur- eyri upp i ferð til Noregs. Er hér um að ræða 5 vistmenn, allt ungt fólk, og 2 starfsmenn. Vistheimilið Sólborg er heimili fyrir vangefið fólk, en fólk þetta sem hér um ræðir mun vera vel sjálfbjarga og hefur það unnið að mestu leyti sjálft fyrir ferðinni, meö alls kyns vinnu á Akureyri, auk þess sem það hefur sparað saman ör- orkubætur sinar. Er þetta fyrsta skipti sem lagt erupp i slika ferð frá Sólborg. Ferðin er eingöngu skemmti- ferð og mun fólkið búa i sumar- bústað i Noregi. AB. Með sól- skinsbros á vör HJÓNIN Birgir Lárusson og Agnes Geirsdóttir, Arnartanga 47 i Mosfellssveit, duttu i lukku- pottinn þegar Birgir ætlaði að skcnkja fjölskyldunni Tropi- cana að venju kvöld eitt nýver- ið. í fernunni, sem þau höföu keypt þá um daginn leyndist nefnilega plastpoki með ávisun á 100 þúsund króna verðlaunin, sem sett voru i þriðju milijónustu fernuna af appelsinusafanum frá Sól hf. Mynd þessi var tekin þegar þau hjón ásamt fjögurra ára syni þeirra, Geir Rúnari, tóku við upphæðinni úr hendi Hauks Gröndal, framkvæmdastjóra Sólar hf. —BS. Mikill áhugi um stofnun Norður- landsvirkjunar og biskupsstóls Fjórðungsþing Norðlendinga, hið 18. i röðinni, var háð á Siglu- firði dagana 30/8 — 1/9. Þingiö sátu 71 fulltrúi og þar að auki 40 gestir. Hér verður getið helztu viðfangsefna, samkvæmt fréttatilkynningu, sem blaðinu hefur borizt: Orkumál Mikill áhugi rlkti um stofnun Norðurlandsvirkjunar, sem þingiö taldi aö stofna yrði áöur en Kröfluvirkjun tæki til starfa, enda ætti sllk stofnun að annast rekstur virkjunarinnar þegar frá upphafi. Þvi yrði að hraöa lagasetningu um væntanlega stofnun Norðurlandsvirkjunar. Fyrirvara geröi þingið um, f.h. sveitarfélaga á Noröurlandi, að stjórnvöld tryggi, að fyrir- tækinu veröi kleift að selja raf- orku ifjórðungnumi heildsölu á sama veröi og Landsvirkjun. Þingið fagnaði auknum raf- orkuframkvæmdum á Norður- iandi og treysti þvi,að ekkiverði látið staðar numið við Kröflu- virkjun, en unnið markvisst aö framhaldsvirkjunum i fjórö- ungnum. Bent var á, að þó samtenging orkuveitusvæða Suður- og Norðurlands væri fagnaðarefni, væri nauðsyn að endurskoða dreifingaráætlanir, og að tryggja sem jafnast orkuverð á öllu landinu, og færa stjómun orkudreifingarinnar heim i byggðir fjórðungsins. Þá var ályktað, að stórefla þurfi iðnað i fjórðungnum i kjöl- far aukins framboðs raforku, svo unnt verði að halda niöri raforkuverði. Samgöngumál Fjórðungsþingið bendir á, að Samgönguáætlun Norðurlands sé i reynd aðeins úttekt á núver- andi ástandi, og leggur til, að hún verði unnin áfram og gerð að raunverulegri áætiun með tlmasetningum og ákvörðunum um fjármagn. Þá sé einnig brýnt, að réttur sveitarfélaga og sýslunefnda, auk landshluta- samtaka, veröi viöurkenndur í lögum, sem umsagnaraðila um ráðstöfun vegafjár og röð fram- kvæmda. Þjónusta F jórðungsþingið felur þjónustudreifingarnefnd að hlutast til um, aö lokiö verði könnun á þörf þéttbýlisstaða á Norðurlandi fyrir þjónustusam- starf og þjónustustofnanir. Unnið verði úr niöurstöðum þeirrar könnunar meö Aætlana- deild Framkvæmdastofnunar rikisins, svo grundvöllur fáist undir áætlanagerð um uppbyggingu þjónustustofnana. Lýst er eindregnu fylgi við, að lögin um opinberar fram- kvæmdir verði endurskoðuð. Fjórðungsþingið vekur athygli á, að þjónustustarfsemi og iðnaöur henni tengdur sé oröinn fjölmennasti atvinnu- vegur þjóðarinnar. Búsetu jafn- vægi náist alls ekki I dreifbýli, nema verulegur hluti þessara stétta fái verkefni úti á landi. Bæði sé það réttlætismál og eitt veigamesta atriðiö i eflingu byggöastefnu, næst eftir eflingu frumvinnslugreina, að þjónustustarfsemi og iönaður verði aukin, sem nauösynleg stoð fyrir atvinnulifið og festu i búsetu. Koma þurfi upp alhliða þjónustustofnunum og samhæfa starfsemi sveitarfélaga og opin- berra þjónustustofnana. Fjármál Endurskoða beri úthlutunar- reglur Jöfnunarsjóðs sveitar- félaga með áherzlu á, að aöstaöa sveitarfélaga verði jöfnuö. Mótmælt er ákvörðun Alþingis um aö sveitarfélög séu skylduö til að innheimta sjúkra- sjóðsgjald. Rikinu beri að nota sinar eigin innheimtustofnanir þar til. Þá skorar þingið á Alþingis- menn fjórðungsins að beita sér fyrir breytingu á lögum um gatnageröargjöld, svo heimilt veröi að leggja slik gjöld á fast- eignir við götur, sem bundnar voru varanlegu slitlagi áöur en lögin um gatnagerðargjöld tóku gildi. Sjávarútvegsmál o.fl. Fjórðungsþingið leggur rika áherzlu á, aö landhelgis- samningurinn viö Breta verði ekki framlengdur, né heldur gerður samningur við EBE, sem feli I sér veiðiréttindi út- lendinga i landhelgi íslands. Þingiö lýsir stuöningi við nauösynlegar ráðstafanir til verndar fiskimiða og fiskstofna, en bendir eindregið á, að varast beri aö reka fiskfriðunarstefnu undir visindalegu yfirskyni sem mismuni byggöariögum. Bent er á, að það sé engan veginn nóg aö vernda uppeldis- stöövar fisks fyrir Noröurlandi, nema fiskstofnum sé einnig tryggð vernd til aö hrygna á aðalhrygningarstövunum. Þá leggur fjórðungsþingiö áherzlu á, að fyrirsjáanlegur samdráttur fiskveiða megi ekki koma i veg fyrir atvinnuupp- byggingu i þeim sjávarstöðum, sem byggi afkomu sina að mestu á sjávarútvegi og full- vinnslu sjávarafurða. Framleiöslumöguleikar séu nýttir i sjávarútvegi, t.d. með þvi aö veiða fisktegundir, sem ekki séu nú ofveiddar. Ýmislegt Fjórðungsþingið fjallaði um ýmis fleiri mál, s.s. ferðamál, félagsheimili, sem menningar- miðstöðvar, upplýsingasöfnun um landbúnað i fjórðungnum o.fl. Loks er lagt til, að biskups- setur og biskupsembætti veröi stofnsett I Hólabiskupsdæmi hið fyrsta. NAUÐS UMFJA Leitað álits framkvæmda- stjóra k flokkanna / L Æ Sigurður Hafstein fram- kvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins. Stjórnmálaflokkar eru einn af þýðingamestu þáttum lýðræðis- fyrirkomulagsins og þurfa fjármagn til starfsemi sinnar, sem felst ekki sist i þvi að gera landsmönnum sem ljósust mark- mið þeirra. Fjárframlög til stjórnmála- flokka eru ekkert feimnismál, en hins vegar einkamál hvers og eins er þess óskar. Ég teldi rangt að setja hömlur á einstaklinga og félagseiningar þeirra, ef og þegar þeir óska að leggja stjórnmála- flokkum lið I formi fjárframlaga. Varöandi siðari hluta spurn- ingarinnar tel ég eðlilegt aö gjafir til flokka séu skattfrjálsar, á sama hátt og til annara þjóð- félagslegra, nauðsynlegra mála. Garðar Sveinn Árnason framkvæmdastjóri Al- þýðuflokksins. Ég tel nauðsynlegt, að á næsta Alþingi verði sett löggjöf um stjórnmálaflokka. 1 þeirri löggjöf verða að vera skýr ákvæði um framlög til stjórnmálaflokka og tryggja verður að upphæð sú, sem flokkum er heimilt að taka á móti frá hverjum aðila sé það lág, aö engin hætta verði á óeðlilegum tengslum milli fjármagnsaðila og stjórnmálaflokka. Verði þetta tryggt, skiptir ekki öllu máli hvort framlögin eru frádráttarbær frá skatti, eða ekki, þó er ég frekar hlynntur þvi. Þráinn Valdemarsson framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. Mér finnst vel koma til greina, að setja á löggjöf um hömlur á _-jS£' gjafir frá einstaklingum og fyrir- tækjum til stjórnmálaflokka. Hverjar þessar hömlúr eiga að vera er ég ekki tilbúinn til aö tjá mig um. Þar veröum viö að treysta á Alþingi. Ljóst er , að stjórnmála- starfsemi i landinu á ekki og má ekki svelta fjárhagslega. Af þeim

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.