Alþýðublaðið - 28.09.1976, Blaðsíða 11
alþýi
b!að
ðu-
ið Þriðjudagur 28. september 1976
VIDHORFl
ÚRSLITA
nægði jafntefli i þessum leik, þvi
þeir voru tveim stigum yfir 1R.
IR-ingar voru hins vegar með
mun hagstæðara markahlutfall.
Lauk leiknum með sigri IR, sem
skoraði 22 mörk gegn 19.
Leikurinn var bæði jafn og
spennandi. I leikhléi var staðan
10-10, en þá hafði IR-ingum tek-
izt að vinna upp f jögurra marka
forskot Vikinganna, 9-5.
Seinni hálfleikur var mjög
jafn,en þegar 5 minútur voru til
leiksloka var staðan 19-18 IR i
vil. Skoruðu þeir tvö mörk I röð
og gerðu þannig út um leikinn,
en honum lauk, sem áður sagði
með 22-19.
Framarar sigruðu
Fylkismenn.
Framarar sigruðu Fylkis-
menn með nokkrum yfirburð-
um, 25-12. Þetta segir þó ekki
alla söguna, þvi fyrri hálfleikur-
inn var jafn. 1 leikhléi var
staðan 8-7 fyrir Fram, en tvö
fyrstu mörk seinni hálfleiksins
skoruðu Árbæingarnir.
Þá tóku Framarar sig til og
skoruðu tiu mörk i röð og þar
með var öll spenna úr leiknum.
Aðrir leikir.
IR vann Leikni 22-16, Vlkingur
vann Ármann 18-16, og Valur
vann Leikni 25-19.
Lokastaðan i mótinu varð þvi
þessi:
a riðill:
1R 4 3 0 1
Vikingur 4 3 0 1
Valur 4 2 0 2
Armann 4 2 0 2
Leiknir 4 0 0 4
b riðill:
Þróttur 3 2 10
KR 3 12 0
Fram 3 111
Fylkir 3 0 0 3
Til úrslita leika þvi
54:51 4
57:51 3
41:65 0
Þróttur, Vikingur og KR leika
um þriðja og fjórða sætið, Fram
og Valur leika um fimmta til
sjötta sætið, Fylkir og Armann
um sjöunda og áttunda sætið, en
Leiknir lendir i niunda sætinu.
—ATA
ÓTT
gafst ekki upp og lauk
keppninni/ en tapaði á
stigum.
Sex mánuðum siðar
kepptu þeir aftur og sigraði Ali
þá eftirminnilega. sló Norton
baki brotnu, þó ekki tækist
honum að rota hann.
Ali er einn skemmtilegasti
heimsmeistari, sem uppi hefur
verið i þungavikt boxiþrótt-
arinnar. Hann hefur lagt titil
sinn aö veði ótal sinnum og
verið óhræddur að berjast við
hvern sem er. Enda er hann
beztur.
Sumir telja hann montinn og
leiðinlegan. Getur verið, en
þegar hann segist vera beztur,
fallegastur og gáfaðastur allra
boxara, hlýtur maður að vera á
sama máli.
Ali er nú orðinn 34 ára og er
það hár aldur hjá boxara. Ef
ekki væri vegna þess, hve
gamall hann er orðinn, væri
enginn i vafa um, hver úrslit
leiksins i kvöld veröa. En núna
getur keppnin farið á hvaða veg
sem er. En ég veit, að allir sem
einhvern áhuga hafa á boxi,
vonast eins og umsjónarmaður
þessarar siðu til, að meistarinn
mikli muni enn einu sinni bera
sigur af hólmi.
—ata
Norrænir barna- og ungiingabókahöfundar:
SAMISKIR 0G GRÆNLENZKIR
RITHÖFUNDAR VERST SETTIR
i norska blaðinu Aften-
posten var þann 14. sept.
s.l. grein um nýafstaðið
þing norrænna barna- og
unglingabókahöf unda.
Þing þetta sátu nokkrir
íslendingar/ þeirra á
meðal Ármann Kr.
Einarsson, en hann er
þegar orðinn þekktur rit-
höfundur á Norðurlönd-
um og verk hans mikið
lesin þar.
— Samiskir og grænlenskir
rithöfundar eru verst settir
allra rithöfunda. Þeir eru alger-
lega einangraðir sakir sins
tungumáls, sagði Armann K.
Einarsson rithöfundur á þing-
inu, en hann var einn 120 þátt-
takenda á þingi barna og ung-
lingabókahöfunda i Geilo i Nor-
egi. Kjörorð þingsins voru
„Bókmenntir fyrir minni hluta
hópa”.
Armann Kr. er vel þekktur
barnabókahöfundur i Noregi, en
Asbjörn Hildremyr hefur þýtt
fjölda bóka hans á norsku. A
þinginu sagði Armann Kr.
Einarsson meðal annars:
— Vissulega eru öll máls-
væðin á Norðurlöndunum smá,
en sum eru þó minni en önnur og
hin minnstu eru einnig mest
einangruð, að þvi er að málinu
lýtur. Verk höfunda frá Noregi,
Sviþjóð eða Danmörku geta
menn lesið, hvort sem um er að
ræða norömenn, dani eða svia.
En islenskir og færeyskir rithöf-
undar búa hins vegar við mála-
lega einangrun, auk þess sem
heimamarkaðir þeirra eru
miklum mun takmarkaðri en
fyrrnefndra starfsbræðra
þeirra. En sem fyrr segir, er þó
staða samískra og grænienskra
rithöfunda verst allra.
Krafa um aukinn ríkis-
stuðning.
A þinginu i Geilo kom fram
krafa sama og grænlendinga
um það, aö Norðurlöndin tryggi
efnalegan grundvöll menn-
ingarstarfsins hjá hópum þess-
um, þannig að þeir þurfi ekki aö
vera algeriega háðir tekjum af
bókaútgáfunni.
I ályktunum þingsins sagöi
m.a.: „Rikisvaldið verður aö
styrkja bókaútgáfu I meiri mæli
en áður, i samráði við samtök
bókagerðarmanna i hverju
landi. A þetta einkum við um
barnabókmenntir sem skrifaðar
eru á móðurmáli barnanna.
Rithöfundar sem skrifa á
viðurkenndum mállýzkum
verða að hafa meiri möguleika
til þess að njóta rikisstyrks.
Ármann Kr. Einarsson: Bókin
verður að gegna hlutverki al-
þjóðlegs gjaldmiðils.
Setja verður á stofn nú þegar
samiska bókmenntastofnun fyr-
ir handritavinnu, upplýsingar
og annað starf viðkomandi bók-
menntum. Þetta er i samræmi
við kröfur samisku bókmennta-
nefndarinnar.
Stjórnvöld verða að bæta að-
stæður menningarlifsins á
Gráenlandi.
Staða barnabókarinnar.
A þinginu fjallaði Armann Kr.
Einarsson um stöðu barna-
bókmenntanna, og sagöi þá
m.a.:
— Ég er viss um, að bókin
mun spjara sig i framtiðinni,
þrátt fyrir harða samkeppni.
Bókmenntirnar láta ekki halda
sér innan þröngra takmarka,
þær verða að gegna hlutverki
alþjóðlegs gjaldmiðils. Vegna
þessa binda smærri málasvæðin
miklar vonir við hina væntan-
legu norrænu þýðingarmiðstöð.
„Afastrákur" á norsku.
Greininni i Aftenposten lýkur
á stuttu samtali blaðamanns og
Armanns Kr. Einarssonar, þar
sem vikið er að útgáfu á bók-
menntaverkum Ármanns Kr. á
Norðurlöndunum:
— Þér takið gjarnan fyrir
mál, sem eru ofarlega á baugi
hverju sinni, i barnabókum þin-
um. Nýlega skrifuðuð þér tii
dæmis bók, þar sem eldgosið i
Vestmannaeyjum kom mjög viö
sögu.
— Já, þessi bók, Niður um
strompinn, kom út fyrir nokkr-
um dögum hjá forlagi Birgitte
Hövrings i Danmörku. Forlag
þetta sérhæfir sig i útgáfu is-
lenskra bóka, likt og Fonna for-
lagið i Noregi.
— En útgáfur á norsku?
— 1 Noregi kemur nú út bókin
„Bestefarguten”, eða „Afa-
strákur”, eins og hún heitir á is-
lensku. Efni hennar er einnig
sótt i daglegt lif: bókin fjallar
um dótturson minn og þroska
hans og framfarir fyrstu ævi-
árin.
— Og hvernig kunnið þér svo
við afastrákinn yðar i norskri
útgáfu?
— 1 þýðingu Asbjörn
Hildremyrs er hann nákvæm-
lega eins og ég þekki hann!
(Endursagtúr Aftenposten-
ARII)
12 stúdentar til USA
A þessu hausti hefja 12
stúdentar nám i Banda-
rikjunum fyrir milli-
göngu íslenzk—am-
eriska félagsins. Félagið
hefur á undanförnum
árum veitt nýstúdent-
um aðstoð við að fá
skólavist og námsstyrk
við bandariska háskóla.
Er þetta gert i samvinnu
við Institute of Inter-
national Education, en
hlutverk þeirrar stofn-
unar er að miðla til-
boðum bandariskra há-
skóla um skólavist og
styrki til erlendra stú-
denta.
Styrkupphæöir eiga aö nægja
fyrir skólagjöldum, sem oft eru
mjög há i Bandarikjunum, og i
einstaka tilvikum einnig fyrir
dvalarkostnaði. Flestir styrkir
eru á sviði algengra hugvisinda,
en erfitt mun vera að afla styrkja
til ýmiss sérnáms og flestra raun-
visindagreina.
Félagið mun sem áður veita of-
angreinda aðstoð þeim, sem
hyggja á háskólanám i Banda-
rikjunum haustið 1977, og er um-
sóknareyðublöðum um slika að-
stoð félagsins að fá á skrifstofum
flestra skóla & menntaskólastigi
og hjá íslenzk—ameriska
félaginu. Styrkþegar skulu að
jafnaði ekki vera eldri en 25 ára.
Umsóknum skal skilað fyrir 15.
október nk. —AB
Zetterqvist-kvartettinn
í Austurbæiarbíói
Aðrir tónleikar Tón-
listarfélagsins verða i
Austurbæjarbiói i kvöld
og hefjast þeir kl. 21.00.
Á tónleikunum kemur
fram sænski Zetterqvist-
kvartettinn. Tónleikar
þessir eru liður i norður-
landasamvinnu varð-
idi tónleikahald á veg-
um Nordisk Solisrád. Á
undanfömum árum hef-
ur hvert land valið tón-
listarfólk til að ferðast
um og halda tónleika.
Halldór Haraldsson
pianóleikari fór á sinum
tima frá Islandi.
Minning:
ÓLAFUR JÓNSS0N, VÉLSTJÓRI,
AKRANESI
1 dag verður gefð frá Akra-
neskirkju útför Olafs Jónssonar,
vélstjóra, Vesturgötu 94, er and-
aðist 19. september s.l. nær
siötugur að aldri.
Ólafur var Vestfirðingur að
uppruna. Fæddur hinn 3.
nóvember 1906 i Súgandafirði og
á þeim slóðum átti hann heima
framan af ævi. Eins og titt var á
Vestfjörðum i þá tið mun Ólafur
ungur hafa byrjað að stunda
sjóinn og sjómennska var lengi
aðalatvinna hans og lifsfram-
færi.
Ariö 1936 flytur ólafur, ásamt
fjölskyldu sinni frá Suðureyri til
Akraness. A Akranesi átti hann
heima upp frá þvi. Fram til 1950
var Ólafur á sjónum og var
hann vélstjóri á bátum frá
Akranesi, en eftir þaö fór hann
að starfa i landi. Siðustu árin
vann hann hjá sementsverk-
smiöjunni. Arið 1963 varð hann
að láta af störfum vegna veik-
inda, sem hann átti siðan stöö-
ugt við að striða þar til yfir lauk.
Vegna aldursmunar kynntist
ég Ólafi ekki fyrr en hann var
kominn á efri ár. Þau kynni,
sem ég hafði af honum voru mér
sérlega ánægjuleg i alla staði.
Ólafur var ákveðinn, fastur
fyrir og skapheitur, en einnig
alúðlegt ljúfmenni, sem gott var
að umgangast. Eg reyndi það,
að hann var traustur og
áreiðanlegur fram i fingur-
góma.
Ólafur steig gæfuspor, er
hann gekk að eiga Sigriöi
örnólfsdóttur, sem lifir mann
sinn. Hún hefur staöiö viö hliö
hans i meðlæti sem mótlæti.
Eftir að heilsa Ólafs bilaði hlúö
að honum og stutt, þótt kraftar
hennar væru einnig orðnir veik-
ir.
Þeim Ólafi og Sigriði varö
þriggja barna auðið, sem öll eru
búsett á Akranesi, en þau eru:
Arnór f. 13. mai 1929, sem er
múrarameistari að iðn. Eigin-
kona hans er Maria Agústsdótt-
ir og eiga þau fimm börn.
Kristján f. 3. ágúst 1930,
starfar sem verkamaöur. Er
hann kvæntur Fjólu Runólfs-
dóttur og eiga þau tvö börn.
Yngst er Erna Gréta f. 10.
ágúst 1938, gift Jóni Skafta
Kristjánssyni, vélstjóra og þau
eiga þrjú börn.
Ólafur Jónsson var einn úr
hópi þeirra fjöimörgu alþýöu-
manna, sem unnið hafa sin störf
i kyrrþey og litt borist á. Hann
skilaöi drjúgu og góðu dags-
verki á starfsævinni, en þegar
veikindi steðjuðu að og starfs-
kraftarnir þrutu bar Ólafur þá
erfiðleika með einstöku æöru-
leysi.
Um leið og ég flyt þessum vini
minum kveðjur og þakkir aö
leiðarlokum vil ég færa Sigriði,
eftirlifandi eiginkonu hans,
börnum þeirra, barnabörnum
og öðrum aðstandendum hlýjar
samúðarkveðjur.
Guðmundur Vésteinsson