Alþýðublaðið - 28.09.1976, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 28.09.1976, Blaðsíða 14
I Þriðjudagur 28. september 1976 ffisír 14 Svart og hvítt á hvirfli og iljum % 4 V W/ Það er tískuhús Mary Quant, í Englandi sem hefur sent frá sér þennan hlýlega vetrarklæðnað. Ráðandi litir eru svart og hvitt I mjóum röndum. Það er eldrauður dúskur í alpahúfunni hér t.v. Húf- an er stór og laus i sér, svipað og baðhetta. Trefillinn er svipaður, stór og laus i sér. Sokkarnir eru eins, svartir og hvitir. Prjónað er utan um hverja tá fyrir sig. Sem sagt enska linan: Svart og hvítt i m jóum röndum. FRAMHALDSSAGAN Staðgengill sljörnunnar^^tv Fréttagetraun Þá eru það spurningarnar úr laugardagsblaðinu, sem allir hafa auðvitað lesið vel, og þekkja nú eins vel og fingurna á sér. 1. Hver er maðurinn? 2. Hvað stóð verkfall sjónvarps- manna lengi yfir? 3. I laugardagsblaðinu var sagt frá viðræðum Geirs Hallgrims- sonar við brezka utanrikisráð- herrann, hvað heitir hann? 4. Tveir islenzkir danskennarar unnu til verðlauna á þingi danskra danskennara i ágúst mánuði, hverjir voru þessir dans- kennarar? 5. Um hvað fjallaði siðasti sunnu- dagsleiðari Alþýðublaðsins? 6 Hver skrifaöi leiðarann? 7. Hvar fer heimsmeistaramót unglinga undir tvitugt fram að þessu sinni? 8. Hver skrifaði leikdóma um Stórlaxana, sem Iðnó sýnir þessa dagana, i laugardagsblaðið? 9. Efnt er til góðaksturskeppni nk. laugardag, hver efnir til þeirrar keppni? 10. Hver bar sigur úr býtum i keppni um þurra coctaila i hana- stélskeppni barþjóna á fimmtu- dag ? Gátan Skýringarnar flokkast ekki' eftir láréttu og lóðréttu NEMA við tölustafina sem eru i reitum í gátunni sjálfri (6,7 og 9). Lá- réttu skýringarnar eru aðrar merktar bókstöfum, en ióðréttu tölustöfum. 4 % 3 H A B íHf C E D I s E F B oi G - A: góna B; tindi C: vann band D: heyskapartól E: æfir F: tónn G. hryggi 1: glitra 2: uppgefna 3: efstur 4: forað 5: grannur 6 lá: hváð 6 ló: likamshluti 7 lá: hryllir 7 ló: anga 8: tali 9 lá: öfug rás 9 ló: 2 eins 10: alfaðir. SVÖR: •mnuqqni^ I uuoffjJEq uasio ujptg 01 •Euuemmip gEipjsipuipuia 6 •uosseupf seuof •« •ipuenoH J uaSuiuojo I i •uoseisjo -ct ijlío '9 •Qoto s •uosspiBAjsv JEQI3H 8° J!WPsI?d BdJBH (• •pueisojo /Cuojuv '£ •nqiA eui3 •uosseupf seupf 'i eftir Ray Bentinck litla, og draugalegra. Hún ákvað að láta loga á lampanum alla nóttina. Hún var að sofna, þegar dyrnar opnuðust hljóölega. Hún glað- vaknaði. Hún heyrði gengið yfir gólfið á inniskóm, og svo sá hún Max nálgast rúmið. Hann var i bláum náttfötum og svörtum slopp. „Þetta er bara ég, Paula, hvisl- aði hann. — Er allt í lagi? Hvað var hann að gera í svefn- herbergi leikkonunnar á þessum tima sólarhringsins? Viö þeirri spurningu var aðeins eitt svar... svar, sem fyllti Shirley brennandi hatritil þeirra Paulu beggja. Hún settist upp i rúminu og kveikti loftljósið. — Shirley! Max deplaði augun- um. Hann roðnaði i fyrsta skipti frá þvi, að Shirley hafði kynnzt honum. —Hættu að glápa svona á mig, sagði hann hvasst. — Hvað ertu að gera i herberginu hennar Paulu? — Það sama gæti ég spurt þig! svaraði hún. — En þú þarft vist ekki að svara! Út eða ég hrópa á hjálp! — Heyrðu mig nú, Shirley... — Út! Hún sat með sængina upp að hálsi. Hún var m jög falleg þar sem hún sat, en Max var allt- of reiður ti) að veita þvi eftirtekt. — Þú ert heimskt stelpuflón með saurugan hugsunarhátt! sagði hann. — Þegar mér varð lit- ið út um gluggann áðan, sá ég mann vera að sniglast hér íkring. Eg sendi Barney niöur til að at- huga það, og fór hingaö til að lita eftir Paulu og vara hana við. — Þetta geta nú allir sagt,- sagði Shirley fyrirlitlega. —- út með þig og það strax! Max leitút eins og hann langaði mest til að gefa henni kinnhest. Hann tautaði eitthvað, en snerist á hæli og fór. Shirley stökk út úr rúminu og læsti á eftir honum. Hún stóð andartak viö hurðina til að vita, hvort hann færi inn i her- bergið við hliðina, en þar lá Paula og svaf, en hún heyrði ekk- ert nema eigin hjartslátt. Hún varð taugaóstyrk, þegar hún heyrði eitthvert þursk utan af svölunum. Hún þaut að gluggan- um og sá Max og Barney tala þar saman.Eftirsmástund komu þeir inn og þá fór hún aftur upp I rúm. Gat það verið, að Max hefði sagt satt* Shirley varð æ áhyggjufyllri eftir sem hún hugsað meira um það. Paula átti von á, að eitthvað gerðist, meðan þau væru þarna, og hegðun Max var réttlætanleg, ef einhver var að sniglast um- hverfis húsið. En hvað með boð hennar til Glen Mallorys? Hefði húnekkifrekaráttaðsegja Paulu frá honum en bjóða honum aö koma og horfa á stjörnuna? Shir- ley sá, aðhún yrði að segja Paulu frá honum um morguninn. Stjarnan yrði án efa öskureið og léti reka hana, en við þvi var ekk- ert að gera. Hvernig gat hún bætt fyrir þann órétt, sem hún hafði gert Max? Hún hafði móðgað hann með fljótfærnislegum álykt- unum sinum.... 6 kafli. Shirley vaknaði seint næsta morgun Þegar hún kom niður voru allir þar saman komnir og hlustuðu á Walt Silverstein, sem sagði, að tilraun hefði verið gerð til að brjótast inn á herrasetrið um nóttina. — Nú verða verðir við öll hlið, sagði hann alvarlegur. — Það fær enginn aö fara inn eða út, án þess að sýna aðgöngukort. Shriley létti, þvi að nú losnaði hún við að játa állt. Glen Mallory yrði rekinn frá hliðinu og hár veggúr meö járngöddum á var umhverfis allan garðinn. Þann múr kleif enginn. Andartaki siðar sá hún Mac stefna til sin. Hann var svo reiði- legur, að hún flýtti sér upp á svalirnar til að sleppa undan hon- um, en hann elti hana og náði henni. —Þú hefur valiö góðan staö til að tala við mig, sagði hann og augu hans skutu neistum. —Ég vissi ekki, að við ættum neitt vantalað, sagði Shirley eins elskulega og henni var unnt. —Við eigum það Fallegt andlit Max var hörkulegt. —Og þú getur byrjað á að biðjast afsökunnar á orðum þinum i nótt —Og ef ég vil það ekki? —Þá fer ég með þig til Paulu og læt þig biðjast afsökunar opin- berlega. Hannleitreiðilega á hana. — Mér er álvara, Shirley. Það skiptir mig litlu, hvaö þú heldur um mig, en ég vil ekki, að þú haldir annað eins og þetta um Paulu. —Fyrirgefðu. Hún fékk tár I augun. Max virti hana fyrir sér, en hann tók undir höku hennár og neyddi hana til að lita i augu sér, þegar hún ætlaði að fara.— Allt I lagi, sagði hann huggandi. —• Ég sé, að þú skammast þin, svo aö þú þarft ekki að grenja. Við töl- um ekki meira um þetta. Erum við þá vinir? Þetta var sá Max, sem hún gat ekki staðizt, en hún reyndi þó að vera kuldaleg. —Ef þú heimtar það. — Ég heimta þaö Hann tók utan um hana og þrýsti henni að áer. Shirley sleit sig lausa af ótta við að hann kyssti sig... bliðlegum kossi, sem engu máli skipti. Það hefði verið meira en hún fengi af- borið nú. Þegar hún kom inn, sá hún, aö hún var of sein i morgunmatinn. Hún átti að fara út á svalirnar, en þar var verið að undirbúa allt fyrirupptökuna. Silverstein sat á leikstjóra stólnum og kallaöi skipanir tii hægri og vinstri, en loks var hann ánægður og gaf merki um, að upptökur gætu haf- izt. Frönsku dyrnar opnuðust og Paula leið út á svalirnar. Hún stóð andartak og snéri vanganum aö myndavélunum. Svo settist hún við borðið. Shirley hélt niðri I sér andanum, þvi að hún vissi, hvað átti að gerast. Einni vél- anna var beint að runnunum þar, sem einn af óvinum unga erfingjans lá i leynum. Um leiö og Paula lyfti tepottinum áttu að skjóta. Skotið hljóp af, og um leiö þaut alvörukúla fram hjá Silver- stein og hitti vegginn fyrir ofan höfuö Paulu. Andartak var dauðaþögn, svo féll tepotturinn á gólfið. Þaö hafði liðið yfir Paulu. KOSTABOÐ á kjarapöllum KJÖT & FISKUR B reiðholti Sillli 71290 — 74201 otA-^ ’,GLs&‘ P0STSENDUM ULOFUNARHRINGA ^JolMiimslItifsson W ijiiBiilitgi 30 ~ énnii 19 209 DUflfl Síðumiila 23 /íffli 64900 a fj-h-a. Heimiliseldavélar, 6 litir - 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla Rafha við Óðinstorg Símar 25322 og 10322 Birgir Thorberg málarameistari sími 11463 önnumst" alla málningarvinnu — úti og inni — gerum upp gðmul húsgðga >

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.