Alþýðublaðið - 06.10.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.10.1976, Blaðsíða 2
2 STJÖRNMÁL / FRÉTTIR Miðvikudagur 6. október 1976 sssr alþýóu' blaóid Ctgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Árni Gunnars- son. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggs- son. Útbr.stj.: Kristján Einarsson, simi 14900. Aðsetur ritstjórnar er i Siðumúia 11, simi 81866. Auglýsinga- deild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Áskriftar - simi 14900. Prentun: Blaðaprenti h.f. Askriftarverð: 1100 krónur á mánuði og 60 krónur I lausasölu. Þegar Framsókn skammar Sjálf- stæðisflokkinn Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri Tímans, gerir harða hríð að Sjálfstæðisf lokknum og Morgunblaðinu f rit- stjórnargrein í gær undir fyrirsögninni: „A að sökkva dýpra i skuldafenið?" Ritstjórinn gef ur það beinlínis í skyn, aðhefði stefnu Sjálfstæðisf lokksins í ríkisstjórn verið fylgt væri þjóðin sokkin enn dýpra í skuldafen. Þórarinn segir, að þrátt fyrir verulegan bata á við- skiptakjörum, séu horf ur á að viðskiptahallinn við út- lönd á þessu ári verði um tólf milljarðar króna. Hann segir það tvennt, sem mestan þátt hafi átt í því, að viðskiptahallinn hafi minnkað á þéssu ári. í fyrsta lagi batnandi viðskiptakjör og í öðru lagi aðgæzla af hálf u stjórnvalda í sambandi við innf lutninginn. Hefði þeirrar aðgæzlu ekki verið gætt, myndi innf lutningur- inn hafa orðið mun meiri og viðskiptahallinn meiri að sama skapi. Þjóðin hefði þá sokkið enn dýpra í skulda- fenið. Þá segir Þórarinn, að fyrir viðskiptaráðherra hafi það verið allt annað en létt verk að stuðla að slfkri að- gæzlu. Þarna lætur hann að því liggja, að ólafur Jóhannesson,viðskiptaráðherra, haf i átt við ramman reip að draga í ríkisstjórninni, er hann hafi viljað draga úr innflutningi landsmanna. Varla hafa ráð- herrar úr flokki hans lagzt gegn honum, heldur er spjótunum hér beint að ráðherrum Sjálfstæðisflokks- ins. Enda segir Þórarinn skömmu síðar, og dregur þá ekkertúr gagnrýninni: „Innan annars stjórnarf lokks- ins, Sjálfstæðisf lokksins, hefur það alltaf verið öflug krafa, að hafa innflutninginn sem frjálsastan, þótt það leiddi til stórfelldrar skuldasöfnunar." Hér virð- ist þvf kominn sá vandi, sem viðskiptaráðherra hef ur átt við að stríða í ríkisstjórninni, það er, að standa gegn kröfum Sjálfstæðismanna um frjálsan innflutn- ing, sem leiða myndi til stórfelldrar skuldasöfnunar. Og Þórarinn Þórarinsson heldur áfram: „Aðstaða hef ur því ekki verið fyrir hendi til að beita nema væg- um hömlum til að spyrna gegn meiri innflutningi en þjóðin hafði efni á." Hér segir Þórarinn og er ómyrk- ur í máii, að Framsóknarf lokkurinn hefði kosið að beita mun meiri innflutningshömlum eða höftum til aðdraga úr innf lutningi. Þessi stefna flokksins hefur hins vegar strandað á afstöðu Sjálfstæðisráðherranna til málsins. En Þórarinn lætur sér ekki nægja að setja ofan í við Sjálfstæðisráðherrana: Morgunblaðið fær einnig sinn skerf. Þórarinn segir: „Þessvegna ersíðurensvo enn komiðþaðástand, einsog helzt virðist mega lesa út úr forustugrein Morgunblaðsins nýlega, að nú megi láta allt frjálstog aflétta öllum ráðstöfunum til að halda innflutningi og þjónustukostnaði í hófi. Af því hlyti óhjákvæmilega að leiða, að viðskiptahallinn ykist aft- ur og þjóðin kæmist ekki hjá því að lenda i skuldakvik- syndinu." Hérskammar Þórarinn Morgunblaðið fyrir óábyrg skrif um þetta mál. Af þessum leiðara Tímans má ráða, að ekki hefur allt verið með friði og spekt á stjórnarheimilinu. Það er sagt beinum orðum, að ef Framsóknar hefði ekki notið við á því heimili, væri efnahagslíf þjóðarinnar á bólakafi í skuldakviksyndi. Að undanförnu hef ur Tíminn hnýtt á svipaðan hátt í Sjálf stæðisf lokkinn og Morgunblaðið. Lítið hefur ver- ið um svör frá Morgunblaðinu, rétt eins og Sjálf- stæðismönnum standi á sama um orð og gerðir Fram- sóknar. Sjálfstæðismönnum má hins vegar vera Ijóst, að Framsóknarmenn eru hér að leika gamlan og sígildan leik: aðeigna sér batnandi viðskiptajöfnuð og kannski batnandi hag íslenzkrar þjóðar. Þar hafi Sjálfstæðis- flokkurinnn hvergi komið nærri; þvert á móti hafi hann reynt að þyngja skuldabaggann. Framsókn haf i tekizt að bjarga þjóðinni frá þessum voða. Vart geta nú Sjálfstæðismenn setið undir slíkum ákúrum. —AG— Bráðabirgðalög í haust um aðstoð við námsfólk Menntamálaráðu- neytið hefur gefið út reglugerð til bráða- birgða um námsaðstoð á haustmisseri 1976. Segir þar, að á þessu hausti skuli veita námsaðstoð til eins námsmisseris, þ.e. fyr- ir timabilið til ársloka 1976. Segir i fréttatilkynningu frá lánasjóöi isl. námsmanna, aö samkvæmt þessu sé náms- mönnum sem tryggja vilji rétt sinn til lána vegna haustmiss- eris 1976, nauösynlegt aö sækja um haustlán. Aörir námsmenn munu aöeins fá veitingu lána byggöa á framfærslu frá 1. janUar 1977. Þá segir, aö nokkrum skólum hafi nú veriö bætt inn í lána- kerfiö og skuli námsmenn viö eftirtaldar stofnanir eiga kost á námsaöstoö samkvæmt þessari reglugerö og eftir þvi sem sér- stök fjárveiting leyfi hverju sinni. Fiskvinnsluskólinn, 3. og 4. ár Fóstruskóli íslands, 3. ár. Hússtjórnarkennaraskóli Is- lands, 2. og 3. ár. Iðnskólar, framhaldsdeildir 3. ár. tþróttakennaraskóli tslands, lokaár. Myndlista- og handiöaskóli ís- lands, lokaár. Stýrimannaskólar. Tónlistarskólar: 2 siöustu námsár kennaradeilda Tón- listarskólans i Reykjavik, svo og tónlistarnemar á 7. og 8. námsstigi skv, námsstigakerfi Tónlistarskólans i Reykjavlk. Tækniskóli Islands, raungreina- deild og tækninám, annaö en meinatækni. Vélskólar. Nám á tæknifræðistigi og meinatæknanám viö Tækni- skóla íslands, svo og nám I framhaldsdeild Bændaskólans á Hvanneyri, telst aðstoðarhæft. t tilkynningu Lánasjóðsins segir, aö enn á ný hafi verið á- kveöiö aö framlengja um- sóknarfrest um haustlán til 10. október n.k. Friðunarnefnd frá Sovét í heimsókn Hér á landi er nú stödd sendi- nefnd frá Friöarnefnd Sovét- rikjanna, en formaöur hennar erfrú Alla Shaposhnikova vara- ráöherra i ráöuneyti framhalds- menntunar i Sovétrikjunum. Friðarnefnd þessi er samtök fólks úr mörgum þjóðfélagshóp- um i Sovétrikjunum, auk þess sem mörg hagsmunasamtök og trúarhópar eiga aöild aö henni. Formaöur Friöarnefndarinnar er nú hinn þekkti rithöfundur Nikolai Tikhonov, en hann er jafnframt varaforseti Heims- friöarráösins. Frú Shaposhnikova sagöi i samtali, aö sovéska friöar- nefndin ætti góö samskipti viö friöarnefndir viös vegar um heim, og skipti á sendinefndum landa væru tiö. Kvaöst hún sér- staklega minnast kynna sinna af íslenskum konum frá Menn- ingar- og friöarsamtökum Is- lenskra kvenna, sem hún hitti á Rostock á siöasta ári. Sagöi hún þvi heimsókn sina til tslands vera sérlega ánægjulega, þar sem sér gæfist nú kostur á þvi að endurnýja kunningsskapinn viö þær. —ARH Sjálfkjörið í Iðju en kosið í ASB Frestur til að skila framboðslistum til full- trúakjörs á Alþýðusam- bandsþing i Iðju er út- runninn. Aðeins einn listi kom fram, listi stjórnar og trúnaðar- mannaráðs. Fulltrúar félagsins, 16 aö tölu eru þvi sjálfkjörnir, en þeir eru sem hérsegir: Bjarni Jakobsson, Guðmundur Þ. Jónsson, Jón A. Björnsson, Gunnlaugur Einars- son, Sigríður Skarphéðinsdóttir, Guðmundur Guðmundur Guðni Guðmundsson, Unnur Ingvars- dóttir, Ásdis Guömundsdottir, Magnús Guðjónsson, ólafur Þorbjörnsson, Kristján Sigurðs- son. Guðriður Guðmundsdóttir, Halldóra ólafsdóttir, Ingimundur Jörundsson, Guðbjörg Svein- björnsdóttir, Björn Bjarnason. Kosningar i ASB Tveir listar komu fram i ASB vegna fulltrúakjörs til Alþýöu- sambandsþings. Listarnir eru þanni skipaðir: A lista stjórnarog trúnaðarmannaráðs eru eftirfar- andi nöfn: Hallveig Einarsdóttir, Ingibjörg Guðlaugsdóttir, Birgitta Guömundsdóttir. Til vara: ólöf Björnsdóttir, Auðbjörg Jónsdóttirog Ósk Kristjánsdóttir. Á hinum listanum eru eftirfar- andi nöfn: Lilja Kristjánsdóttir, Elisabet Siguröardóttir, Hera Guöjónsdóttir, Til vara: Sigfríð Sigur jónsdóttir, Elinbjörg Siguröardóttir og Guðbjörg Guðnadóttir. —BJ. Grænland: 200 mílna land- helgi frá ára- mótum Nú i október mun danska stjórnin leggja fyrir þingiö tillögu þess efnis, aö fiskveiöilögsagan viö Grænland veröi bráölega stækkuö. Hefur Grænlandsmála- ráöherra stjórnarinnar, Jörgen Peder Hansen, lýst þeirri von sinni, að þingiö muni taka á- kvöröun I málinu þegar á þessu ári. Ef svo veröur, mun væntan- lega ekkert veröa þvi til fyrir- stööu aö koma til móts við óskir Landsráösins á Grænlandi, um 200 milna fiskveiöilögsögu frá og með 1. janúar 1977. Grænlandsmálaráöherrann segir, að útfærsla þessi muni væntanlega hafa áhrif á veiöar landa utan Efnahagsbandalags- ins sem stunda veiöar viö Græn- land. Eftir útfærsluna munu þessi lönd veröa háö takmörkunum um veiöar á miöum innan hinnar nýju fiskveiöilögsögu Ráöherrann hefur mælst til þess aö fulltrúar Landsráösins og dönsku stjórnarinnar eigi með sér fundi i Kaupmannahöfn I mán- uðnum, til þess aö ræða sérstööu grænlendinga meö tilliti til stefnu Efnahagsbandalagsins i fisk- veiöimálum. —ARH Ráðuneytið felldi ekki niður Vegna fréttar i Alþýöublaðinu i gær um aö námskeiöahald rafiön- aöarmanna heföi falliö niður vegna þess, aö iönaðarráöuneytið heföi fellt niöur fjárveitingu til þess, haföi Arni Brynjólfsson framkvæmdastjóri Landssam- taka isl. rafverktaka samband viö blaöiö i gær. Arni kvað þær upplýsingar rangar, sem haföar voru eftir starfsmanni Félags isl. rafvirkja. Iðnaöarráöuneytið heföi ekki fellt niður fjárveitingu. Aftur á móti heföi sú fjárveiting sem fengizt haföi til þessa námskeiöahalds einfaldlega ekki dugað til fleiri námskeiöa en haldin hafa veriö til þessa. Hitt væri svo aftur annaö mál, aö sótt heföi veriö I upphafi um 4,7 milljónir króna til þessara námskeiða, en ekki heföu fengizt nema 3,5. Þarna væri sá tólf- hundruöþúsund króna munur sem starfsmaöur rafvirkjafélagsins talaöi um. Ámi gat þess, að reynt hefði verið aö ná samningum við hiö opinbera um frekari f járveitingu til námskeiðahaldsins, en það heföi ekki tekizt. Þess vegna heföi orðið að aflýsa námskeiöum, sem setthöföu veriö á námskeiöaskrá, áöur en fjárveiting fékkst fyrir þetta ár. —h m. SÓKN MÓTMÆLIR FRUMVARPSDRÖGUM iö þeim frumvarpsdrögum sem samin hafa verið, sem augljósri skerðingu á viöurkenndum rétti vinnandi fólks. Taldi fundurinn aö verkalýðs- félögin yrðu að standa vörð um rétt sinn og ekki mætti henda að frumvarp þetta kæmi fyrir Al- þingi. —hm. Stjórn og trúnaöarmannaráð Starfsstúlknafélagsins Sóknar, hélt fund miðvikudaginn 29. september sl. A fundinum var samþykkt fordæming á öllum tilraunum til aö breyta núver- andi vinnulöggjöf án aðildar verkalýössamtakanna I land- inu. Fundurinn mótmælti eindreg-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.