Alþýðublaðið - 06.10.1976, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 06.10.1976, Blaðsíða 8
8 OR YMSUM ÁTTUM 1ar £ága&£^tSg . ”*",*r*M kJ A°* *"*"■&« 'sku,dafenij? Þegar Framsókn skammar íhaldið og Moggann Ekki virðist allt með friði og spekt á stjórnarheimilinu. Tíminn hef ur að undanförnu í leiður- um sent Sjálfstæðis- flokknum smá skot. i leiðara Tímans í gær bólar á ágrein- ingi/ sem átt getur nokkuð djúpar ræt- ur, ef betur er að gáð. Þar ræfiir Þórarinn Þórarinsson um skulda söfnun tslendinga erlendis, og segir tölur heldur iskyggilegar i þeim efnum. Þrátt fyrir verulegan bata á vióskiptakjörum séu verulegar horfur á aó viðskiptahallinn við út- lönd verði um tólf milljarðar króna á þessu ári. Þórarinn segir það tvennt, sem mestan þátt hafi átt i þvi að viðskipta- hallinn hefur minnkaö á þessu ári. í fyrsta lagi batnandi viðskiptakjör og i öðru lagi aðgæzla af hálfu stjórnvalda i sambandi við innflutning- inn. Hefði sú aðgæzla ekki komið til, myndi inn- flutningurinn hafa orðið mun meiri og við- skiptahanninn meiri að sama skapi. Siðan segir Þórarinn: „Fyrir viðskiparáðherra hefur það verið allt annað en létt verk að stuðla að slikri aðgæzlu. Allir hafa verið sammála um að beita ekki róttækum inn- flutningshöftum. T.d. hafa ekki komið neinar kröfur fram um það frá stjórnarandstöðunni, nema siður sé. Innan ann- ars stjórnarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, hef- ur það alltaf verið öflug krafa, að hafa innflutn- inginn sem frjálsastan, þótt það leiddi til stórfelldrar skuldasöfn- unar. Aðstaða hefur þvi ekki verið fyrir hendi til að beita nema vægum hömlum til að spyrna gegn meiri innflutningi en þjóðin hafði efni á. Veru- lega hefur þó áunnizt i þeim efnum og á það sinn þátt I þvi, að viðskipta- hallinn hefur minnkað.” Þá segir Þórarinn Þórarinsson: „Þótt viðskiptahallinn sé kom- inn niður í 12 milljaröa á ári, er enn langt i land þangað til jöfnuði er náð, sem er það takmark, sem hagfræðingar eru sam- mála um að verði að nást - á æstu tveim til þremur árum, ef þjóðin á ekki að lenda i botnlausu skulda- feni. Þess vegna er siður en svo enn- komið það ástand, eins og helzt virð- ist mega lesa út úr for- ustugrein Mbl. nýlega, að nú megi láta allt frjálst og aflétta öllum ráðstöfun- um til að halda innflutn- ingi og þjónustukostnaði i hófi. Af þvi hlyti óhjákvæmilega að leiða, að viðskiptahallinn ykist aftur og þjóðin kæmist ekki hjá þvi að lenda i skuldakviksyndinu.” Hér er Þórarinn beinskeyttur, þegar hann „skammar” Morgun- blaðið og ráðherra Sjálf- stæðisflokksins fyrir óábyrga stefnu I efna- hagsmálum. Hann segir, aö það hafi ekki verið létt verk fyrir viöskiptaráö- herra, Olaf Jóhannesson, aö stuðla að aðgæzlu i innflutningi. Þar hlýtur hann að hafa oröiö að berjast við samráðherra sina i rikisstjórn. — Þá segir Þórarinn, að ef stefna Sjálfstæðisflokks- ins hefði náð fram að ganga, hefði hún leitt til stórfelldrar skuldasöfn- unar. Einnig kemur fram hjá honum, að ekki hafi verið aðstaða til að beita nema vægum hömlum gegn innflutningi, og er þvi ljóst, að Framsóknar- flokkurinn hefur i rikis- stjórn viljað stórauka innflutningshömlur. 1 lok- in skammar Þórarinn svo Morgunblaðið fyrir óábyrg skrif í forystu- greinum. Vart getur þessi ágreiningur farið fram hjá nokkrum manni, og talsvert hlýtur að vera á undan gengið, þegar Þór- arinn skrifar slikan leiðara. Af þessu má ljóst vera, að ekki hefur andi friðar og skilnings svifið yfir vötnum rlkis- stjórnarinnar inni i gamla stjórnarráðshús- inu. En á þennan hátt hefur Timinn að undanförnu verið að hnýta I Morgun- blaðiö og Sjálfstæðis- flokkinn, án litilla eða engra viðbragða þaðan. Það er rétt eins og Sjálf- stæðisforingjunum sé al- veg sama um Framsókn og orð Framsóknar- manna. eða þá, að þeir taka ekkert mark á þeim. Þó má þeim vera ljóst, að með þessum skrifum er Framsóknarflokkurinn að eigna sér batnandi viðskiptajöfnuð og kannski batnandi hag íslenzkrar þjóðar. Saumnál- arleit Morgun- blaðsins 1 Staksteinum Morgun- blaðsins eru gerð að um- ræðuefni viðtöl, sem Al- þýðublaðið hefur átt við nokkra félaga i Sam- tökum frjálslyndra og vinstri manna. Segir þar m.a. að eftirtektarvert sé hve blaðið sé fundvist á viðmælendur, sem heldur vilji að Samtökin starfi áfram I óbreyttri mynd en að þau sameinist AI- þýðuflokknum. í þessu sambandi eru nefnd nöfn þeirra Kára Arnórssonar, skólastjóra, Einars Hannessonar, fulltrúa og þeirra Stein- unnar Finnbogadóttur og Margrétar Auðunsdóttur. Lokaorð Staksteina eru á þessaleið: „Alþýðublaðið hefur og tekið samþykkt- inni (Vestfjarðasam- þykktinni) með tviræðum hætti, vægast sagt, eins og saumnálarleit þess að SFV-fólki, sem ekki vill sameinast Alþýöuflokk- num, gefur nokkra vis- bendingu um. I þessum skrifum Morgunblaðsins koma fram verulegar áhyggjur af þvi, að Alþýðublaðið skuli ekki leita eftir við- tölum við Samtakamenn, sem tvimælalaust vilja sameinast Alþýðu- flokknum. Þessi um- hýggja Staksteina fyrir Alþýðuflokknum og þar með Samtökunum er á- stæðulaus. Alþýðublaöið hefur leitaö eftir skoðunum fólks, sem talsvert hefur komið við sögu Samtakanna, en ekki er endilega vist að þær skoðanír endurspegli vilja meirihluta Samtak- anna. Er ekki bara rétt að leyfa Samtakafólkinu að gera upp hug sinn I ró og næöi. Þetta kemur allt I ljós fyrir næstu kosning- ar. Alþýðuflokkurinn stendur jafn beinn þrátt fyrir skiptar skoðanir i Samtökunum og áhugi Morgunblaðsins breytir iitlu. —AG— Miðvikudagur 6. október 1976>iai ffiSS’v S3ST ’lMiðvikudagur 6. október 1976 VETTVANGUR 9 Sjónvarp er þáttur I daglegu lifi á svo til öllum heimilum á tslandi. Það rýfur ein- angrun héraða og ein- staklinga, flytur fróðleik og list og styttir þjóðinni stundir. Engri tækninýjung hefur verið tekið með meiri áhuga hér á landi. íbúar heilla byggðar- laga hafa boðið fram lánsfé og sjálfboðavinnu til að koma upp endur- varpsstöðvum, ef þær fengust ekki nógu fljótt á annan hátt. Þegar á allt þetta er litið, virðist næsta ótru- legt, að íslendingar skuli hafa verið meðal siðustu þjóða að koma sér upp sjónvarpi, og það hafi kostað harða baráttu i meira en ára- tug. Forráðamenn Ríkisútvarpsins mafettu i fyrstu áhugaleys, en sið- ar beinni andstöðu, er þeir gerðu tillögur um islenzkt sjónvarp. Er af þvi mikil og næsta furðuleg saga, og fléttast inn i hana utan- rikis- og varnarmál, menningartogstreita og margvisleg stjórnmál, eins og nærri má geta. Fyrstu hugmynd- ir um íslenzkt sjónvarp Það mun hafa verið á árunum 1953-54, að Vilhjálmur Þ. Gisla- son, þáverandi útvarpsstjóri, setti fram fyrstu alvarlegar hug- myndir um stofnun islenzks sjón- málaráðherra I bréfi og fylgdu á- ætlanir Gunnlaugs Briem. útvarpsstjóri fékk engar undir- tektir. Menntamálaráöuneytið var ekki eina ráðuneytið, sem fékk bréf um sjónvarpiö á þessu ári, 1954. Þá um haustið bað varnar- liöið á Keflavikurflugvelli utan- rikisráöuneytið um leyfi til aö koma upp sjónvarpsstöö á flug- vellinum. 1 marz, 1955, var slikt leyfi veitt, en með ýmsum skil- yrðum, þar á meðal að stöðin skyldi ekki vera sterkari en 50 vött og sendingum hennar beint i tiltekna átt. Þannig hélt sjón- varpið innreið slna á Islandi i bragga á Miðnesheiði. Það er athyglisvert, aö islenzk- um yfirvöldum þótti ekki ómaks- ins vert að skýra þjóðinni frá þessum tiðindum. Mun hafa verið litiö á þetta sem eina af mörgum ráðstöfunum, sem gera þurfti til þess að varnarliðsmenn yndu sér innan girðingar flugvaliarins, en sæktu sem minnst til Islenzkra byggða. Nú vikur sögunni aftur I Lands- simahúsið við Austurvöll þar sem Rikisútvarpið hafði þá aðsetur. í ársbyrjun 1957 samþykkti nýkjör útvarpsráð eftir tiliögu formanns þess, Benedikts Gröndal, að beina þeirri spurn- ingu til menntamálaráðherra, sem þá var dr. Gylfi Þ. Gislason hvort sjónvarp væri i verkahring Rikisútvarpsins eða ekki. Hinn 30. janúar svaraði ráðherrann og úrskurðaði, að svo væri. Var það I samræmi við þann alþjóðlega skilning, að til útvarps teljist bæði hljdðvarp og sjónvarp, og væri þvi litið svo á, að gildandi lög um útvarp næðu einnig til sjónvarps hér á landi. Aiþingi fjallar um málið Haustið 1957 kom sjónvarp fyrst til kasta hinna vitru manna, Svo var mál með vexti, aö endur- nýja þurfti lagaheimild til að nota tekjuraf Viðtækjaverzlun rikisins til að greiða byggingaskuldir Þjóðleikhússins. Fjárhagur Rikisútvarpsins var að ýmsu leyti vel tryggður I upphafi, en eftir það hafa valdamenn i landinu verið furðu skilningssljóir á þarf- ir stofnunarinnar, eins og bezt mátti sjá á þvi, að tekjustofn var tekinn af útvarpinu til að byggja ' leikhús, en fyrir bragðið er út- varpið enn þann dag I dag ''v flutningsgjöldum innfluttra sjónvarpsviðtækja rynni til starf- seminnar. Var þetta meginatriði, sem siðari framkvæmdir byggð- ust á. Hinn 31. júli, 1961, sendu þeirmenntamálaráðherra þessar tillögur sinar. A Keflavikurflugvelli gerðist það i april, 1961, að varnarliðið sótti um heimild til að stækka sendistöð sjónvarpsins, sem þar hafði starfað i sex ár, úr 50 vött- um i 250. Enn var leyfi veitt og öðru sinni vissi þjóðin ekkert um málið fyrr en löngu siðar. Haustið 1961 gerði Þórarinn Þórarinsson fyrirspurn á Alþingi innar og Noröurlands. Þar eð sjdnvarpssending er um margt náskyld þráðlausum sima, kom þessi reynsla að góðum notum við áætlanagerð fyrir sjónvarpskerfi. Rétt þótti að nota sömu staði á fjöllum uppi fyrir hvorttveggja, til dæmis á Skálafelli. Briem taldi nú, að unnt væri að senda sjónvarpsdagskrá beint frá Skálafelli til Norðurlands. Erlendir verkfræðingar höfðu ávallt hrist höfuðið yfir slikum hugmyndum og töldu þetta óhugsandi, en okkar menn voru á annarri skoðun. Nú höfðu þeir sannað með þráðlausa simanum, er nú á annað hundrað. Enn var gerð áætlun um væntanlegar tekjur sjónvarpsins, og kom þar á daginn, það sem útvarpsstjóri og formaður út- varpsráðs höfðu bent á I fyrstu áætlun sinni 1961, að óhjákvæmi- legt reyndist að fá aðflutnings- gjöld af sjónvarpstækjum til þess að endar næðust saman. Loks var I sjónvarpsskýrslunni fjallað um skipulagsmál og gerð tillaga um þá verkaskiptingu, sem siðan hefur verið innan Rikisútvarpsins. A6 lokum var fjallaö um skólasjónvarp og ýms- ar hliðar á væntanlegri dagskrá. SJÓNVARP A (SLANDI (það er næstu fjórum árum) skal allur ágóði af sölu þeirra renna til undirbúnings og reksturs sjón- varps á tslandi.” Ekki reyndist skilningur al- þingismanna rikur. Þessi fyrsta tillaga um beina fjárveitingu til islenzks sjónvarps, sem fyrir augu þeirra bar, var kolfelld, 16 á móti, en aðeins 5 með. Næstu misseri var ýmislegt bollalagt um sjónvarp, en litið gerðist, enda var bolmagn Rikis- útvarpsins næsta takmarkað. A árinu 1959 fluttu þeir Einar Olgeirsson og Jónas Arnason fyrstu tillöguna á alþingi, þar sem mótmælt var útvarps- og sjónvarpsrekstri varnarliðsins á Keflavikurflugvelli, en hún kom ekki til umræðu. Þeir fullyrtu, að alimargir Islendingar hefðu þá eignazt sjónvarpstæki til að horfa á dagskrá Keflavikurstöðvarinn- ar. Nú var tiðindalaust af báðum vigstöðvum fram á árið 1961. Þá fékk Rikisútvarpið erlendan sér- fræðing, Belgiumanninn George Hansen, sem var yfirverkfr. Eurovision, til að koma hingað til lands og lita á aðstæðúr til sjdnvarps. Þessi ágæti maður dvaldist hér u m sinn og kynnti sér Sjónvarpsnefnd I desember 1963 varps. Um þær mundir var sjón- varp að verða almennings eign i Vestur-Evrópu og Norður- Amerlku, og heföi þá Island átt að stiga fyrstu sporin á þeirri braut, ef dæma mátti eftir þeim hraða, sem var á upphafi útvarps hér á landi upp úr 1920. En svo varö ekki. Vilhjálmur hafði áhuga á að koma upp tilraunasjónvarpi, er sýna mætti þjóðinni á 25 ára afmæli Rikisútvarpsins, sem var i desember 1955. Hann bollalagði um máliö við Gunnlaug Briem, verkfræöing útvarpsins og núver- andi póst- og simamálastjóra. Hinn 24. ágúst 1954 lagði útvarps- stjóri tillögur sinar fyrir mennta- húsnæðislaust. Er sannarlega kominn timi til að bæta fyrir syndir liðinna ára og koma fjár- hag stofnunarinnar I það horf, að hún geti eignazt þak yfir höfuðið. Rikisútvarpið þarf ekki að reisa stórhýsi, og mundi engum bregða þótt bankar eöa skólar reistu byggingu sem þá er útvarpið hef- ur ekki getað ráðizt i á 40 ái-a starfsferli. Hverfum aftur i sali Alþingis. Þar sem nú frumvarp um að nota tekjur viötækjasölunnar til ann- arra þarfa kom fyrir Neðri deild, flutti Benedikt Gröndal alþingis- maður breytingatillögu þess efn- • is, að „Hefjist innflutningur sjónvarpstækja á þessu árabili alla málavöxtu, en skrifaði eftir heimkomu skýrslu. Taldi hann, að sjálfstætt, islenzkt sjónvarp væri framkvæmanlegt, og lagði til að reist yrði sendistöð I Reykjavik, sem mundi ná til 100.000 manns. Gæti 20 manna starfslið skilaö 2-3 klukkustunda dagskrá, ef notað væri allmikið erlent efni. Útvarpsstjóri Vilhjálmur Þ. Gislason og formaður útvarps- ráðs Benedikt Gröndal gerðu á grundvelli álitsgerðar Hansens tillögur um islenzkt sjónvarp. Töldu þeir, að á fimm árum mundu notendur verða 13.000 á 100.000 ibúa svæði, en þó yrði óhjákvæmilegt, að hluti af að- varðandi stækkun Keflavikur- stöðvarinnar. Þegar hann hafði fengið svör við spurningu sinni, réðist hann á rikisstjórnina fyrir að veita erlendum aðila einok- unaraðstöðu til sjónvarps i land- inu, og hófust þar með mikil deilumál, svo að varla voru önnur meiri með þjóðinni næstu fimm árin. Sjónvarpstæki streyma inn í landið Snemma á árinu 1962 var lagt fram á Alþingi frumvarp um að endurnýja enn til fjögurra ára heimildina til að verja tekjum viðtækjasölunnar til annarra þarfa. Flutti nú Benedikt aftur breytingatillögu, sem hljóöaði svo: „Hagnaður Viðtækja- verzlunar rikisins af innfiutningi sjónvarpstækja skal renna til Rikisútvarpsins til undirbúnings og rekstrar sjónvarps.” Nú þurfti ekki að segja EF sjónvarpstæki verða ftutt inn. Þau streymdu inn i landið um þessar mundir. Viðbrögð alþingis urðu nú önn- ur en 1957. Við atkvæðagreiöslu var viðhaft nafnakall, og var til- lagan samþykkt með 18 atkvæð- um gegn 12. Varð nokkur úlfa- þytur út af þeim leikslokum, enda klofnaði sjálf rikisstjórnin i þrjá hluta i málinu. Vegna tillögu þessarar safn- aðist Islenzku sjónvarpi nokkurt fé næstu árin, en ekki nægði það til framkvæmda. Meginþýðing til- lögunnar var hins vegar að sýna breytt viðhorf alþingismanna frá 1957, en um leið hina hörðu and- stööu, sem sjónvarpið átti við að etja. Vorið 1963 hélt Gylfi Þ. Gislason menntamálaráðherra marga fundi til þess að reyna að finna sjónvarpsmálinu þá stefnu, er þiokað gæti þvi fram. 'A þessum fundum voru ráðuneytisstjóri, Birgir Thorlacius, útvarpsstjóri og formaður útvarpsráðs og full- trúar Sjálfstæðisflokksins I út- varpsráði, þeir Sigurður Bjarna- son og Þorvaldur Garðar Krist- jánsson. Voru rædd mörg mis- munandi drög að hugsanlegum lögum um íslenzkt sjónvarp, hug- myndir um tilrauna- eða skóla- sjónvarp og margar fleiri tillög- ur. Ekki báru þessi fundahöld ár- angur, og strandaði málið aöal- lega á þeirri hugmynd að byrja með sjónvarp fyrir Reykjavik eina, sem þótti ekki aðgengilegt, eða þá að talið var vonlaust að fá tolltekjur af innfluttum s jón varpstækjum. Gunnlaugur Briem, póst- og simamálastjóri, var nú beðinn aö gera nýja áætlun um hugsanlega dreifingu sjónvarpsefnis um landið.Þegarhér varkomið sögu, hafði Landssimi tslands komið upp þráðlausu simasambandi milli nokkurra staða á landinu, þar á meðal milli höfuöborgar- að þetta var hægt. Mun auðveld- ara virtist að koma sjónvarpi um landið en áður hafði verið talið. Hinn 22. nóvember 1963 sam- þykkti rikisstjórnin loks að hrinda af stað undirbúningi islenzks sjónvarps. ólafur Thors hafði verið áhugalaus um islenzkt sjónvarp, en nú var Bjarni Bene- diktsson tekinn viö og hafði aðra skoðun. Menntamálaráðherra skipaði útvarpsráð og útvarps- stjóra I nefnd til að gera nákvæm- a áætlun um stofnkostnað sjón- varps, kostnað við hvern áfanga i útbreiðslu þess, reksturskostnað, svoogum starfrækslu, senditima og dagskrárstjórn. í sjónvarpsnefnd sátu þessir menn: Benedikt Gröndal, for- maður, Vilhjálmur Þ. Gislason,. Siguröur Bjarnason, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Þórar- inn Þórarinsson og Björn Th. Björnsson. 1 janúar 1964 bættist i nefndina Þorsteinn Hannesson, en hann haföi þá verið kjörinn I útvarpsráð. Nefnd þessi lagði drög aö við- tækri gagnasöfnun og vann mikið starf. Tækniiegir ráðunautar hennar voru póst- og simamála- stjóri og þeir Siguröur Þorkelsson forstjóri og Sæmundur Óskars- son deildarverkfræðingur, báðir við Landssima íslands. Var og leitað til margra fleiri aðila, inn- an lands og utan. Sjónvarpsnefndin skilaði skýrslu sinni I marz 1964. Þótt ýmislegt hafi breytzt er óhætt að segja, að skýrslan hafi verið sú á- ætlun, sem islenzkt sjónvarp var byggt eftir. Hefur i öllum aöal- atriöum verið fylgt þeirri stefnu, sem sjónvarpsnefndin mótaði. Nefndin byrjaði á þvi að gera sér grein fyrir þvi i höfuödráttum hvers konar sjónvarpsdagskrá væri hugsanleg við islenzkar að- stæður og innan þess ramma kostnaðar, sem hér hlyti að ráða rikjum. Voru gerð drög að dag- skrá nokkurra vikna, og má I þeim frumhugmyndum finna ýmislegt, sem siðar reyndist vera vinsælt og jafnvel sögulegt efni, svo sem þáttinn Muni og minjar undir stjórn Kristjáns Eldjárns og ýmsa fleiri af islenzkum þátt- um sjónvarpsins. Þá voru gerðar áætlanir um stofnkostnað vegna húsnæðis og tækja, en þar var gert ráð fyrir nokkru þrengri stakk en siðar hefur verið sniðinn, og þó I aöal- atriðum eins. Ennfremur voru gerðar áætlanir um byggingu sendistöðva og endurvarps- stöðva, og er i þvi sviði skemmst frá að segja, að útbreiðsla sjón- varps um landið hefur orðið örari en nefndina óraði fyrir. Er það sama reynsla og menn hafa öðl- azt i flestum öðrum löndum, en ekki sakar að gera áætlanir með nokkurri varúð hvað slik atriði snertir. Gerð var áætlun um reksturs- kostnaö, og var þar reiknaö með 30manna starfsIiði.Það varð raun- ar milli 40 og 50 i fyrstu, en hefur siðan vaxið með stofnuninni, og Baráttan gegn Ameríska sjónvarpinu Nú vikur sögunni aftur til sjónvarps varnarliðsins á Keflavikurflugvelli. Það var nú orðið að miklu deilumáli meðal landsmanna, en sjónvarps- viðtæki, sem náðu sendingum stöðvarinnar, skiptu þúsundum. Af hálfu þeirra, sem börðust gegn ameriska sjónvarpinu, bar hæst svokallað ávarp sextiu- menninga, sem fram kom I marz 1964, um það bil sem sjónvarps- nefndin var að ljúka störfum. Það var áskorun til alþingis um að takmarka útsendingar varnar- liösstöðvarinnar þegar við flug- völlinn sjálfan, og voru færöar fram ýmsar ástæður þeirri kröfu til styrktar. Fylgismenn ameríska sjón- varpsins létu ekki á sér standa. Þeir tóku að safna undirskriftum um hið gagnstæöa, aö engar hömlur yrðu settar á frelsi manna til að horfa á hvaða sjónvarp, sem sinni var meginhluti hreyfingar- innargegn ameriska sjónvarpinu innan þeirra stjónrmálaflokka, sem yfirleitt höfðu fylgt að málum þátttöku Islands i Atlantshafsbandalaginu og dvöl varnarliðsins i landinu. Það kom á daginn, að þjóðerniskennd var engu minni i röðum þessara flokka en andstæöinga þeirra, og stuðningsliö rikjandi utanrikis- stefnu klofnaði nú frá óbreyttum liðsmönnum fram i forustulið. Fyrir mörgum var ekki um að ræða frelsið til að horfa á sjón- varp, heldur frelsið til að reka sjónvarpsstarfsemi á Islenzku landi. Þetta mál varð að miklum þætti i sögu sjónvarps á Islandi, hvort sem mönnum likar betur eða verr. Að visu leiddi Rikisút- varpið, þar með talin sjónvarps- nefndin, það hjá sér og vann að undirbúningi islenzka sjónvarps- ins eins og ekkert væri. En Keflavikurmálið ýtti óneitanlega á eftir og hefur ef til vill flýtt islenzku sjónvarpi um 1-2 ár. Tolltekjur af tækjum, sem keypt voru til aö horfa á Keflavikur dagskrána, komu islenzka sjón- varpinu til góða. Þær tekjur heföu komið hvort sem var, en nokkru siðar, ef aðeins hefði verið um islenzka sjónvarpiö að ræða. Lagabreytingu þurfti til Við skildum þar við, sem sjónvarpsnefndin hafði skilað áliti sinu og var það sent öllum ráðherrum i rikisstjórn. Fékk það góðar viðtökur, en svo stóð þá á, að komið var að þinglokum og óhugsandi að fá afgreitt nýtt frumvarp um sjónvarp. Það þurftiað visu ekki almenna heim- ild til aö koma á fót,sjónvarpi, til þess dugði útvarpslöggjöfin, þótt gömul og ófullkomin væri, sam- kvæmt þeim skilningi, að útvarp væri bæði hljóðvarp og sjónvarp. En það varð ekki komizt hjá sér- stökum lagaheimildum til að nota tolltekjur af sjónvarpstækjum i þágu hins væntanlega, islenzka sjónvarps. Nú komu að góðu haldi ráð, sem gamlir þingmenn stundum kenna jngum. Þingið var langt komið I meðferð á frumvarpi að nýrri tollskrá, og heiUaráöiö var að hengja sjónvarpið aftan á toll- skrána. Það var raunar ekki svo langsótt, þvi að ráðstöfun á toU- tekjum af sjónvarpstækjum var kjarni málsins. skránni væri ekkert islenzkt sjón- varp. Eftir að þessi ákvörðun hafði verið tekin, gaf menntamálaráö- herra Rikisútvarpinu fyrirmæli. um að hefja,,.... þegar undirbún- ing að þvi að koma sem fyrst á laggirnar Islenzku sjónvarpi.” I sama bréfi var heimild fyrir ráð- ningu fyrsta starfsmanns sjón- varpsins, sem varð nokkrum vik- um siöar Pétur Guöfinnsson, þá starfsmaður Evrópuráðsins i Strassbourg, og hefur hann verið framkvæmdastjóri sjónvarpsins tU þessa. Skriður kemst á málið NU hófst hinn virki undir- búningur, og er ekki ástæða til að rekja hann itarlega á þessum vettvangi. Húsakynni voru valin, gert samkomulag við útvarps- stofnanir hinna Norðurlandanna um veigamikla tæknilega hjálp, ákveðin kaup á tækjum, ráðið starfsfólk og það sent til þjálfunar i öðrum löndum. Danska sjón- varpiö hélt sérstakt námskeið fyrir islenzkt sjónvarpsfólk, Sviar lánuðu hingað stóran sjón- varpsvagn, Norðmenn og Finnar lögðu fram sérfræðinga og tæki. Tvö ár eru ekki langur timi til undirbúnings, en haustið 1966 hóf sjónvarp Rísisút- varpsins útsendingu, og þarf vart að segja segja sögu þess lengra, eftir þaö þekkja landsmenn hana meira eöa minna af eigin raun. Það er af Keflavikurmálum að segja, að deilur um sjónvarps- stöðina TFK fóru sifellt harðn- andi, og kom jafnvel til útvarps- umræðna um málið á alþingi. Landsfeður höfðu af málinu mikl- ar áhygggjur og hygg ég, aö islenzk stjórnvöld hefðu fundið á þvi lausn, ef Ameriku- menn hefðu ekki sjálfir orðið fyrri til. Um þessar mundir var banda- riskur ambassador I Reykjavik James K. Penfield, en yfirfor- ingi varnarliðsins Ralph Weymouth aðmlráll. Er það mál kunnugra, að vart hafi veriö i þessum stöðum tveir menn, sem voru Islandi vinsamlegri en þessir. Penfield ambassador hafði lært að taka i nefið og bauö mönnum úr dósum sinum, er hann spurði tiðinda. Weymouth aðmiráll fékk sér jeppa og þaut á honum um fjöll og firnindi með konu og barnahóp. Það var eins líklegt að hitta hann I f jörunni viö Garðskagavita eins og I veizlusöl- um Reykjavikur. Unnið að gerð dagskrár rétt fyrlr byrjun 1966 þeim þóknaöist. Var áskorun þessi send alþingi með 14.680 undirskriftum. 1 deilum manna á meðal, á málfundum og i blöð- um bar annars vegar mest á rök- semdum um að ameriska sjón- varpiö skapaði hættu fyrir menningu þjöðarinnar, sérstak- lega með þvi að hafa áhrif á börn- in. Hins vegar var teflt fram rök- semdinni um frelsi einstakling- anna til aö horfa á hvaða sjón- varp, sem þeir vildu, án afskipta yfirvalda. Ollu alvarlegra var, að mál þetta varð stórpólitiskt i eðli sinu og náði þannig langt út fyrir ramma sjónvarpsins. A6 þessu Þessa hugmynd bar Benedikt Gröndal alþ.m. undir ráðherra, fyrst Gylfa Þ. Gislason mennta- málaráðherra og siðan Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra. Fékkst samþykki allra rikis- stjórnarinnar, og varð að ráði aö gera á siöasta snúning þá breyt- ingu við tollskrána, að rikis- stjórninni skyldi heimilt að ákveða, að aðflutningsgjöldum af sjónvarpstækjum og hlutum I þau mætti verja til stofnkostnaöar sjónvarps. Þegar hin nýja tollskrá varð að lögum, hafði verið lagöur fjár- hagslegur grundvöllur að islenzku sjónvarpi. An þessa ákvæðis, sem stendur I toll- Þessir menn höfðu þrautrætt sjónvarpsmálið við islenzka ráðamenn, og nú tóku þeir af skarið. Aðmirállinn tilkynnti, að jafnskjótt og islenzkt sjónvarp tæki til starfa, yrði hið ameriska að takmarkast við Keflavikur- flugvöll. Benti hann á reglur frá Washington, sem kveða svo á, að hersjónvarp megi ekki reka i samkeppni við borgaralegar stöðvar af viðskiptaástæðum. Þegar islenzka sjónvarpið lauk tilraunasendingum sinum og tók upp reglulega sex daga dagskrá, var Keflavikurstöðin takmörkuð við flugvöllinn. Siðar blossaöi þetta mál upp aftur, en það er önnur saga.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.