Alþýðublaðið - 06.10.1976, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 06.10.1976, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 6. október 1976 ...TILKVðLDS 13 Flokksstarfið---------------------- 30. þing SUJ. Veröur haldiB á Akureyri dagana 8. og 9. okt. 1976. Dagskrá auglýst siöar. Siguröur Blöndal (form.) Harpa Ágústsdóttir (ritari) Alþýðuflokksfólk i Vesturlandskjördæmi Aöalfundur kjördæmisráös veröur haldinn i Borgarnesi sunnudaginn 10. október. Sveinn Guömundsson formaöur Frá Trúnaöarráði Alþýöuflokks- félags Reykjavikur. Listi meö uppástungumum fulltrúa Alþýöuflokksfélags Reykjavikur á 37. þing Alþýöuflokksins liggur frammi á skrifstofu félagsins, Hverfisgötu 8-10. Uppstillingarnefnd FUJ í Hafnarfirði Aöalfundur félagsins veröur haldinn fimmtudaginn 7. október i Alþýöuhúsinu i Hafnarfiröi, og hefst hann kl. 8.30. Dagskrá. Venjuleg aöalfundarstörf. Kosning fulltrúa á 30. þing SUJ önnur mál. Stjórnin. Kvenfélag Alþýðuflokksins í Reykjavik Heldur fræðslufund mánudaginn 11. október n.k. kl. 20.301 Iönó uppi. Umræöuefni: Fjölbrautarskólar. Frummælandi Sjöfn Sigurbjörnsdóttir kennari. Allar Alþýðuflokkskonur velkomnar. Stjórnin Alþýðuflokksfélag Reykjavikur. Allsherjar atkvæöagreiðsla um kjör fulltrúa á 37. flokks- þing Alþýöuflokksins fer fram f Alþýöuhúsinu viö Hverfis- götu laugardaginn 9. og sunnudaginn 10. október n.k. Stjórnin. Fulltrúaráð Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavik Fundur i hverfisráði Breiöholts 2 og 3 veröur haldinn miö- vikudaginn 6. október i fundarsal verzlunarinnar Kjöt og fiskur, Seljabraut 54. Björgvin Guðmundsson Þetta veröur óformlegur kaffifundur þar sem spjallaö verður um þau mál sem mönnum liggja á hjarta, m.a. skólamál hverfisins og aöstööu fyrir börn. Björgvin Guðmundsson, borgarfulltrúi Alþýöuflokksins og Guömundur Magnússon, varaborgarfulltrúi mæta á fundinn. Formaöur hverfisráös Breiöholts 2 og 3 Siguröur Biöndal Alþýðuflokksfélag Reykjavikur. Félagsvist Félagsvistin hefst með þriggja daga keppni laugardaginn 16. október kl. 2 e.h. Siðan heldur félagsvistin áfram eftir talda daga: 30. október, 13. nóvember og 27. nóvember. Byrjað verður stundvislega kl. 2 e.h. Góð verðlaun eins og að venju. Spilað verður i Iðnó, uppi. Skemmtinefndin. Ritstjórn Alþýðublaðsins er í Síðumúla 11 - Sími 81866 Guömundur Magnússon ÍHORNIÐ ■\ HVAÐ ERU „ELDRI BÖRNIN” GÖMUL? Blaðinu barst eftir- farandi bréf frá 5 barna móður: ,,Það hafa vist allir krakkar og margir full- orðnir fagnað þvi að sjá Palla aftur i Stundinni okkar i sjóávarpinu á sunnudaginmt Yngstu krakkarnir H'iíj'a tfekið miklu ástfóstri við Palla og Sirri. Þetta er allt svo eðlilegt og gott hj| þeim. Mér hefur oft fundizt eitthvað vanta fyrir eldri krakkana i Stundina okkar. Mér þótti þvi sérstaklega vænt um þaö, þegar siðari hluti þáttarins átti aö vera fyrir eldri krakkana. Ein- hvern veginn finnst mér, aö hún Sirri litla hafi ekki áttaö sig á þessu. Þvi þegar hún fór aö tala viö eldri krakkana, hélt hún áfram aö tala, eins og hún væri aö tala viö smábörn. Ég veit aö þetta er ekki auðvelt fyrir alla, og allra sizt þá sem ekki hafa reynslu af börnum, en þetta er ekki hægt. Þaö er ekki hægt aö tala við börn á aldrinum 6 til 10 ára eins og maður sé aö tala við börn á aldrinum tveggja til fimm ára. Spurningarnar sem Sirri lagði fyrir skólakrakkana voru lika alveg fyrir neöan allar hellur. Ég held að Sirri hafi staöið sig mjög vel meö litlu börnin, en ég er þeirrar skoðunar aö þaö hljóti að vera" hægt að fá ein- hverja betri manneskju til aö sjá um þátt fyrir eldri krakk- ana. Það er svo sannarlega þörf á slikum þætti. Með þökk fyrir birtinguna. 5 barna móöir.’ gallaðar eldspýtur Enn um Tóbakskarl skrifar horninu á ný: „Mér finnst alveg nauösyn- legt aö forstjóri ATVR geri opinberlega grein fyrir þvi, aö hann er aö selja landsmönnum gallaöar vörur. Samkvæmt upp- lýsingum, sem ég hef fengið frá flugmanni sem flýgur I hverri viku milli Evrópu og Ameriku, fer ekki á milli mála, aö eld- spýturnar sem viö erum aö kaupa hér fyrir milligöngu ATVR eru þriöja flokks vara, stórgölluð vara, sem kaupsýslu- menn erlendis mundu ekki láta bjóða sér. Bara vegna þess aö rikiö hefur einokun á innflutningnum ætti það ekki aö vera nóg til þess aö allir segi takk fyrir og haldi sér saman. Ég held aö þaö ætti aö láta gera rannsókn á þessu máli, enda er mér ekki grun- laust um að hér sé eitthvað meira en litið sleifarlag á feröinni. ATVR flytur inn vörur, sem eru svo svimandi dýrar aö þaö er full ástæöa til aö hafa stlft eftirlit með þvi sem þar er aö gerast. Ég vilbeina þeirriósk til forstjóra ATVR að hann geri opinberlega grein fyrir þessum málum, áöur en lengra veröur haldiö. Tóbakskarl.” 1HRINGEKJAN STUH HÁR, EÐA SÍTT - og þú tollir í tískunni Þær lita óneitanlega vel út stúlkurnar á myndunum hér aö ofan, enda engin furöa þar sem þær eru aö sýna þaö nýjasta i hártfzkunni. Þetta mun vera þaö sem koma skal I hártízkunni I vetur. Og þaö er óneitanlega gott til þess aö vita, aö hægt sé aö vera meö sitt hár eða stutt eftir þvi hvor klippingin klæöir viökomandi vetur, og tolla jafn- framt i tizkunni. En eins og meistarinn segir: Ef þú litur út fyrir aö vera a.m.k. 5 árum yngri, eftir aö þú ert búin aö heimsækja hárskerann þinn, þá er tilganginum náö.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.