Alþýðublaðið - 06.10.1976, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 06.10.1976, Blaðsíða 11
alþýöu- blaðiA Miðvikudagu r 6. október 1976 MENNING 11 Sundsam- bandið gefrn* út minnis- pemng Sundsamband Islands er 25 ára i ár. Af þvi til- efni mun Sambandið gefa út minnispening úr kopar. Þessi útgáfa er liður i fjáröflunarher- ferð, sem Sambandið hyggst beita sér fyrir. Verð hvers penings er 4.000 krónur og verða aðeins útgefnir jafn margir peningar og pantaðir verða fyrir 1. desember n.k. Þeir, sem hug hafa á þvi að verða sér úti um minnispening þennan, geta snúið sér til eftir- taldra aðila: Guðmundur Gislason s. 17060 Stefán Ingólfsson, s. 28511 Torfi Tómasson s. 15941 og einnig i afgreiðslu sundstaðanna Reykja- vik. Mesti ósigur: 3-10, gegn Stoke i iyrs'tu öeiiá áriö 1937. Mesti markaskorari: Ronnie All- en, 208 mörk (1950-1961). Flest mörk á einu timabili: William „Ginger” Richardson (1935-1936) Leikmaður með flesta landsleiki: Stuart Williams, 43 (Wales) Mesta sala: Asa Hartford, til Man, City, fyrir 225000 pund, ágúst ’74 Mestu kaup: Willie Johnston, frá Rangers fyrir 13800 pund des. ’72. Leikmenn: Markverðir: John Osborne, Bob Ward og Tony Godden. Varnarmenn: Ray Wilson, Paddy Muligan, Gordon Nisbet, Alistair Robertson, John While, Trevor Thompson, David Rush- bury, Tony Cooper, Derek Statham, Brian Clarke og Martyn Davies. Miðvallarleikmenn: Johnny Giles, Len Cantello, Bryan Rob- son, John Trewick, Wayne Hughes, Colin Gregson og Mick Martin. Sóknarleikmann: Alistair Brown, Tony Bröwn, Alan Glover, Joe Mayo, Willie John- ston, Ian Edvards, Steve Lynex, Kevin Summerfield, Mark Trentér og Ray Treacy. Markhæstu leikmann: 1975-’76: Þetta íeiktimabil skoraði WBA 58 mörk i deildar- og bikarleikj- um. Af þeim skoraði Tony Brown 12, Alistair Brown 11, Joe Mayo 8 og Willie Johnston 7. Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra: Ráðherra skylt að meta sjálfur aðstæður er veita skal stöður Þann 17. september s.l. var Rögnvaldur Sæmundsson skóla- stjórii Keflavik settur aðstoðar- skólastjóri við Fjölbrautaskól- ann i Breiðholti. Sú ákvörðun var i samræmi við tillögur skólameistara þar, fræðslu- stjórans i Reykjavik og minni- hluta (1) fræðsluráðs. Meirihluti fræðsluráðs (5) mælti með öðrum umsækjanda. Vegna blaðaskrifa og bókana hjá fræðsluráði og borgarráði þykir mér rétt að gera örlitið nánari grein fyrir viðhorfi minu en ég hef áður gert opinberlega. Inntak þeirrar umræðu, sem fram hefur farið er annars veg- ar það hvort ráðherra sé skylt lagalega — eða a.m.k. siöferði- lega að hlita tillögum meirihluta fræðsluráös. Hins- vegar er svo spurningin um það, hvort rétt hafi ráðist um skipan nefndrar stöðu efnislega. Fleiri atriði hafa dregist inn I þessa umræðu, eins og gengur, en þau skipta minnu. „Réttindi og skyldur” ráðherra. Alþýðublaðið tilfærir i leiöara 24. september lagagrein, sem segir, að ráðherra veiti stöður ,,að fengnum tillögum fræðslu- ráðs”. Siðan fullyrðir ritstjórinn að það sé „skýrt tekið fram að ráðherra skuli fara að tillögum fræðsluráðs”. Þar sem þessi lögskýring hef- ur mér vitanlega aldrei sést áður né nokkur undir hana tek ið, virðist þarflaust að eyða orð- um aðhenni. — Veitingavaldið I þessu tilviki er hjá ráðherra. Þá er að meta hvort ráðherra sé samt sem áður siðferðilega skylt að veita stöður samkvæmt tillögum umsagnaraðila. Ellegar þá að eðlilegt verði að teljast að hann geri það, og þá án þess að leitast við að meta aðstæður sjálfur. Um þetta segir fyrrverandi menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gislason I greinargerð árið 1960: ,,Ef fræðsluráð eða skóla- nefnd hafa einróma mælt með umsækjanda i skólastjóra- eða kennarastöðu og fræðslu- málastjóri hefur einnig lagt til, að sá umsækjandi hlyti stöðuna, hefiégávalltfarið eftir þeim til- lögum, þótt ráðherra sé slikt að visu ekkiskylt, þar eð hann einn ber ábyrgð á veitingunni og valdið er óskorað i hans hendi en aðeins um tillögurétt að ræða hjá fræðslumálastjóra og fræðsluráöi eða skólanefnd. Hins vegar er mjög algengt, að fræðsluráð eða skólanefndir séu ekki sammála i umsögnum sin- um. Ég hef heldur aldrei veitt skólastjóra- eða kennarastöðu gegn sameiginlegum tillögum fræðs lumá1astjóra og meirihluta fræðsluráðs eða skólanefndar, þótt til þess beri ráöherra enn siður skylda en þegar fræðslumálastjóri og allt fræðsluráð eða skólanefnd eru á einu máli. Á hinn bóginn hefur það oft gerst, að tillögur fræðslumálastjóra og fræðslu- ráðs eða skólanefndar hafa ekki farið saman, eins og átti sér stað i þvi tilviki sem hér er um að ræða, og hlýtur ráðherra þá að vega sérstaklega og meta þau rök, sem liggja að baki hvorri tillögunnium sig, einkum þóog sérílagi ef fræðsluráð eða skólanefnd er ekki sammála, svo sem einnig átti sér stað i þessu tilviki”. Það er af tveimur ástæðum að ég tilfæri þessi ummæli fyrr- verandi menntamálaráðherra. Ég tel það skipta máli, hvernig aðrir menn litu á þessa hluti þegar þeir stóðu i minum spor- um. Og ég treysti mér ekki að orðfæra betur mina eigin skoðun á þessu atriði. Venjur og frávik. Þrátt fyrir þetta hef ég fylgt þeirri starfsvenju að hlita til lögum umsagnaraðila nema mér hafi sýnst nokkuð sterk rök hniga i gagnstæða átt. Skal ég nefna tvö dæmi þvi til skýringar hvenær ég tel nauðsynlegt að bregða vana að þessu leyti. 1 fyrra dæminu haföi skóla- nefnd raðað umsækjendum um skólastjórastöðu þannig: 1) íþróttakennari við skólann 2) Skólastjóri með langan starfsferil að baki og full réttindi. 3) Reyndur skólastjóri en án réttinda. — Allir umsækjendur höfðu ágæt meðmæli. Mér virtist númer 2 hafa ótviræöa yfirburði og veitti honum stöðuna. Siðara dæmið sem ég nefni er af öðru skólastigi. Við atkvæða- greiðslu um lektorsstöðu fékk bandariskur gistilektor flest at- kvæði, enda hafði hann getið sér gottorð sem kennari. Islending- ur með doktorsgráðu fékk færri atkvæði. Hann hafði áður sótt um prófessorsstöðu i sömu grein og dómnefnd metið hann hæfan til þess starfa. Ég taldi rétt hans meiri og hann fékk veitingu. Stjórnmálaskoðanir réðu engu i nefndum tilvikum þeir sem stöður hlutu eru ekki skoðanabræður ráðherra á stjórnmálasviðinu. Flest orkar tvimælis þá gert er. En mat þess sem veit- ingavald hafði aö lögum og bar ábyrgð samkvæmt þvi réði hér úrslitum. — Mér er annars nær að halda að ef grant væri eftir gáð teldist ég fremur ámælis- verður fyrir að fara of oft eftir tillögum umsagnaraðila við embættaveitingar heldur en hið gagnstæða. Var rétt ráðið i Breiðholti? Það er mergurinn málsins að um það eru skiptar skoðanir. Agreiningur virðist einkum eða einvörðungu snúast um það hvor sé hæfari af tveimur Bragi Jósefsson eða Rögnvaldur Sæmundsson. Það verður að meta sjálfstætt. Fjöldi umsókna um aðrar stöður skiptir ekki máli i þessu tilviki. Báðir umsækjendur hafa tilskilda menntun og þar með réttindi. Virðist þá eðlilegt að huga að starfsferli. — Rögnvaldur Sæmundsson hefur stýrt stórum skóla um langa hrið. Hann hefur reynst traustur starfsmaður og farsæll stjórnandi. Samstarf við sk’ólanefnd, sveitastjórn og raóuneyti hefur verið gott. — Bragi Jósefsson hefur kennt i Bandarikjunum en ekki stjórn- að skóla á íslandi. Aftur á móti varhann deildarstjóri i mennta- málaráðuneytinuí tvö ár og hef- ur viða komið við sögu eins og flestum er kunnugt, m.a. af blaðaskrifum fyrr og nú. Að fengnum umsögnum og að gerðum samanburði á ferli þessara tveggja umsækjenda ákvað ég að setja Rögnvald Sæmundsson aðstoðarskóla- stjóra við Fjölbrautaskólann i Breiðholti, þar sem ég taldi þá lausn hagkvæmari fyrir stofn- unina. Fræðsluráð, blöðin og borgarráðið. Nokkur dagblöð og meirihluti fræðsluráðs og borgarráðs virð- ast telja það hneyksli og vald- niðslu m.m. ef ráðherra fer ekki að vilja meirihluta fræðsluráðs um veitingu embætta. Þessir aðilar vita þó betur. — Ég vitna til þess sem að framan segir, m.a. til greinargerðar fyrrver- andi menntamálaráðherra og visa slikum fullyröingum ger- samlega á bug. Samningur rikis og borgar um fjölbrautaskólann breytir i engu gildandi lögum um embættaveitingar. Það er og fráleitt sem fram kemur i einni „bókuninni” að ráöherra sé nánast óheimilt aö leita umsagna fleiri aðila en fræðslu- ráðs. Slikt tekur engu tali og er ekki svaravert. Ég árétta að lokum: Ráðherra er eigi aöeins rétt heldur skylt að leitast við að meta sjálfur aðstæður er veita skal stöður. ótviræðust er þó skylda hans til þess ef uppi er ágreiningur, bæði innan fræðsluráðsins sjáifs og milli meirihluta þess annars vegar og fræðslustjóra og viðkomandi skólastjóra hins vegar, eins og hér átti sér stað. Það er eðlilegt að menn greini á og kynni skoðanir sinar með ýmsum hætti og hagi orðavali eftir smekk. En glumrugangur nokkurra kunningja minna á nokkrum dagblöðum að undan- förnu sýnist mér.ekki þungur á metum i efnislegri umræðu. Vilhjálmur Hjálmarsson. menntamálarAðherra TEKUR NÚ * JF SKAKKAN P0L I HÆÐINA Athugasemd við greinargerð hans Hér á undan hefur verið birt athugasemd Vilhjálms Hjálm- arssonar, menntamálaráð- herra, vegna skrifa nokkurra blaða um veitingu hans á starfi aðstoðar-skólastjóra við fjöl- brautarskólann i Breiðholti. Menntamálaráðherra hefur tekið skakkan pól i hæðina með birtingu þessarar löngu grein- argerðar eða athugasemdar. Það hefði betur sæmt svo mæt- um manni, að viðurkenna i eitt skipti fyrir öll að menntamála- ráðuneytið hefur beitt dr. Braga Jósepssyni órétti, ekki aðeins i eitt skipti, heldur margoft. Til þess nú að menntamála- ráðuneytiö og menntamálaráð- herra fái rétta mynd af máli þessu, og til að hnekkja fullyrð- ingum menntamálaráðherra, þar sem hann visar meðal ann- ars i ummæli Gylfa Þ. Gislason, ar, fyrrum menntamálaráð- herra, skal eftirfarandi tekið fram: 1. Menntamálaráðherra vitn- ar i ummæli Gylfa Þ. Gislason- ar, þar sem meðal annars er rættum fræðslumálastjóra.Siö- an er vikið að þeirri ákvörðun Vilhjálms Hjálmarssonar, menntamálaráðherra, að leita umsagnar fræöslustjóra.Hér er um að ræöa tvö algjörlega að- skilin embætti. 2. Embætti fræðslumálastjóra var byggt á lögum frá 1946 og reglugerðum og erindisbréfum, sem byggð voru á eldri lögum, allt frá þeim tima, er embætti fræðslumálastjóra var stofnað stuttu eftir aldamót. 3. Embætti fræöslustjóra er byggt á lögum um grunnskóla frá 1974. Fræðslustjórarnir voru þess vegna alls ekki til, þegar Gylfi Þ. Gislason var mennta- málaráðherra og viðhafði þau ummæli, sem núverandi menntamálaráöherra byggir á i greinargerð sinni. 4. Fræðslumáiastjóri, sam- kvæmt þágildandi lögum, var umsagnaraðili um öll málefni menntamálaráðuneytisins. Frekari útfærzlu á þessu mikla valdi fræðslumálastjórans má einnig sjá i milli 30 og 40 tilvik- um i reglugerðum og erindis- bréfum. 5. Fræðslustjórar, samkvæmt núgildandi lögum og reglugerð, heyra beint undir ráðuneytis- stjóra menntamálaráðuneytis- ins, en ráðuneytisstjóri heyrir siðan undir ráðherra. 6. Fræðslustjóri, sam- kvæmt þágildandi lögum, heyrði beint undir menntamála- i;áðherra. 7. Samkvæmt 12. grein laga um grunnskóla fer fræðsluráð með stjórn fræðslumála innan sins umdæmis. Samkvæmt sömu lögum er fræöslustjóri forstööu- maður fræðsluskrifstofu (sbr. 15. gr.) sem fræðsluráð hefur umsjón með (sbr. 12. gr.) Fræðslustjóri er þess vegna framkvæmdastjóri fræðsiuráðs og embættismaður þeirra sveit- arstjórna, sem eru innan fræðsludæmisins, jafnframt þvi sem hann er embættismaður, sem heyrir undir ráöuneytis- stjóra (samkvæmt reglugerð um menntamálaráðuneytið). Vera má að þessi athugasemd við greinargerð menntamála- ráðherra sé nokkuð flókin. Hún er hins vegar rétt og tekur af allan vafa um, að tilvitnun ráð- herra i ummæli fyrrverandi menntamálaráðherra þjónar engum tilgangi. Málið allt er jafn ógeðfellt og fyrr. — Menntamálaráðherra gefur heldur enga skýringu á þvi hvers vegna dr. Bragi hefur ekki komið til greina i þær 12 stöður, sem hann hefur áður sótt um. Þar þyrfti vafalaust lengri greinargerð. —Arni Gunnarsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.