Alþýðublaðið - 06.10.1976, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 06.10.1976, Blaðsíða 16
SOÐASKAPUR OG KÆRU- LEYSI VIÐ MINKARÆKT 1 nýútkomnu Búnaðarriti er grein um minkarækt eftir Sigurjón Jónsson Blá- feld, ráðunaut. Er það skýrsla um minkaræktina árið 1975. Kemur ýmislegt fróðlegt fram i þessari grein. Erfiðleikar sunnanlands. A árinu 1975 voru starfandi sjö minkabú á landinu, eöa sami fjöldi og tvö siöustu ár á undan. A árinu voru miklir erfiöleikar hjá búunum i nágrenni Reykja- vikur, búiö aö Skeggjastööum hætti i byrjun ársins og miklir rekstrarerfiöleikar voru á búinu i Helgadal, Dalsbúi. Kemur glögglega i ljís i greininni, aö þar er mannlegum mistökum mikiö um aö kenna, og jafnvel gefið i skyn, aö kæruleysi og sóöaskapur eigi hlut aö máli. Þaö er nefnilega ekki nóg, aö setja slikt bú á stofn, það verður aö reka þaö af mikilli kostgæfni. Þarna er fengist viö lifandi ver- ur og þvi er þrifnaöur og um- hiröa afar nauösynleg. Veröur nú vitnað i greinina: Eigendaskipti á Skeggjastöðum 1 byrjun ársins (1975) uröu eigendaskipti á minkabúi Pólarminks h.f. á Skeggjastöö- um, sem þá hafði hætt rekstri. Heitir þaö nú Islenzkur Jet- minkur h.f. Sútunarverksmiðj- an Loöskinn h.f. og finnska fyrirtækiö Finnjak A.b. eru stærstu hluthafar búsins. Fé- lagið flutti inn um 2500 hvolpa- fullar læður frá Finnlandi. Lélegt got sunnanlands. Gotiö hófst á venjulegum tima á landinu og gekk þaö vel norðanlands. A suövesturlandi gekk gotið ekki eins vel. Læö- umar mjólkuöu treglega og hvolparnir uröu yfirleitt hor- aðir, smáir, gráir og höföu öll einkenni vitaminvöntunar. Hvolpadauði varmikillog mikið um tómar og algeldar læöur. Hjá innfluttu læöunum á Skeggjastöðum var óvanalega há geldprósenta og hvolparnir sérlega smáir, en sæmilega lif- miklir og stinnir. Of fáir hvolpar A minkabúunum suövestan- lands voru fáir hvolpar miöaö viö paraöar læöur, nema hjá Akranesbúinu. Þakkaöi bústjór- inn þaö, aö fyrir miöjan meö- göngutimann var fóöriö bætt með nýju hráefniog vitamlnum. Við fráfærur voru 32.500 hvolpar á öllu landinu og fyrir gotið 10.700 paraöar læöur. Ger- ir þaö rúmlega þrjá hvolpa á paraða læðu, sem er minnst hálfum hvolpi of litið. Vaxtarhraði lítill Eftir fráfærur fór vaxtarhraði hvolpa i nágrenni Reykjavikur ört minnkandi, og um 60 daga aldurinn voru þeir nálægt 200g léttari en á hinum búunum. Þrengsli i búrunum, óhreinindi og kæruleysi viö fóöurlögun hafa án efa stuölað aö minnkandi vaxtarhraöa hvolp- anna. Fyrir pelsunina voru högna- hvolparnir á þessum búum rúmlega 300g léttari en á öðrum búum. Minkabúin i nágranni Reykjavikur mega þvi búazt við, aö skinn þeirra verði einum stæröarflokki minni en hjá öör- um. Það þýöir að meöalveröiö, miðað við núverandi skinna- verö, veröi 300-400 kr. lægra. óhreinindi A nokkrum búum var mikil plága af flugum. Skapaðist af þeim mikil vandræöi vil alla hiröingu og hreinlæti, auk þess sem kvartanir voru gerðar frá nágrönnum. Þá náði flóin sér á strik á ný og beit grimmt, bæöi menn og skepnur. Þau bá, sem ekki f jarlægðu skithauga, fóöur- leifar og annan óþverra frá húsum sfnum og héldu þeim þurrum, urðu harðast fyrir óþægindum og skööum af þess- um skorkvikindum. -ATA MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1976 51 milljón kr. hagnaður af söfnunarkössum RKÍ í nýútkominni árs- skýrslu Rauða krossins fyrir liðið ár eru niður- stöðutölur á tekju- og gjaldareikningi liðlega 68 milljónir króna. Tekjur af söfnunar- kössum urðu mjög háar eða 51,4 milljónir þegar búið var að draga kostnað frá. Þvi næst námu daggjöld sjúkrahótels liölega 11 milljónum og eru þetta tveir stærstu tekju- liðirnir. Kostnaöur án afskrifta nam 59 milljónum, þar af laun og launatengd gjöld 20 millj. Fyrir skömmu var haldinn fyrsti formannafundur Rauöa kross Islands. 1 skýrslu formanns Rauöa krossins, Björns Tryggva- sonar kom m.a. fram, aö mikil aukning er á starfi félagsins úti um land á sviöi neyöarvarna- mála. Skipulag þess er i gangi viöa um land og sannaöi ekki sizt ágæti sitt eftir jaröskjálftana á Kópaskeri. Formaöur fjárhagsnefndar Ólafur Mixa skýröi fjárhag félagsins og lagöi fram endur- skoöaöa reikninga og rekstrar- áætlun fyrir næsta ár. Af skýrsl- unni kom m.a. fram, að 19 milljónir króna eöa 32% af tekjum félagsins renna til deilda þess, 24,44% til heilbrigöis- og félagsmála, 4,57% til fræðslu- og kynningarm ála og 4,77% til alþjóölegs samstarfs og neyöar- varna. Sjúkrabifreiðar Fjárhagsnefnd lýsti efa- semdum sinum á réttmæti áframhaldandi fjárveitinga til sjúkrabifreiðakaupa, nema þvi aðeins að skipulag þeirra mála og samstarf af hálfu rikisvaldsins væri öruggara og ábyrgð félags- ins ljósari. Væntir nefndin þess, að sjúkraflutninganefnd sú sem starfar á vegum landlæknis komi með ákveönar tillögur i þessu máli. 1 aöalstjórn Rauöa kross íslands eiga sæti Björn Tryggva- son form., Arinbjörn Kol- beinsson, Ólafur Mixa, Jónas B. Jónsson, GIsli Ólafsson, Kjartan J. Jóhannsson, Njáll Guömundsson, Ragnheiöur Guömundsdóttir og Ragnheiöur Jónsdóttir. Framkvæmdastjóri aöalskrif- stofu er Eggert Asgeirsson. Útliterfyrir aö gasoliusala I landinu minnki um aö minnsta kosti 30 þúsund tonn á þessu ári miöaö viö siðast liöiö ár. Þessar upplýsingar koma fram i nýútkomnu fréttabréfi SIS og eru hafðar eftir Vil- hjálmi Jónssyni forstjóra Olíufélagsins. Þá kemur það einnig fram, aö meö þessari minnkun á gasoliunotkun, sem svarar til 10% minnkun á heildarinnflutningi, sparist um 650 milljónir islenzkra króna i gjaldeyri. Telur Vilhjálmur þennan samdrátt stafa aö langmestu leyti af hitaveitufram- kvæmdum sem staöiö hafa yfir undanfariö i Kópavogi, Garðahreppi og Hafnarfiröi. —GEK Ellilífeyris- þegar úr Kópavogi á Mallorka Félagsstarf eldri bæjarbúa i Kópavogi hefur verið meö miklum blóma i sumar. Undan- farin ár hefur veriö rekin i Kópavogi svonefnd afþrey- ingarstarfsemi, þar sem eldra fólki er gefinn kostur á aö koma saman til ýmissa tómstundaiök- ana o.fl. Asthildur Pétursdóttir tók sér ferö á hendur til Svi- þjóöar til aö kynnast slikri starfsemi þar. Sl. sunnudag flutti starfsemin að Hamraborg l.Kóp.Er það nýtt og betra hús- næði, en áöur hefur veriö um að ræða. Starfsemi eldra fólksins er rekin af Tómstundaráði Kópavogs. Jafnframt þvi sem gamla fólkinu er gefinn kostur á tómstundaiðkunum ýmiss konar, er þvi heimill aögangur aö bókasafni með fjölbreyttu lesefni, og hafa bókaútlán gefist mjög vel og mikiö veriö notuö. Fólkinu gefst einnig tæki- færi á aö spreyta sig á ýmiss konar handiön, sem þaö getur siðan selt eöa notað á annan hátt. 1 nýja húsnæðinu verður mötuneyti fyrir gestina og hár- snyrting, sem er nýbreytni. Nokkrum sinnum á ári eru leik- hús höfuðborgarinnar sótt, og hafa þær heimsóknir verið mjög vinsælar, og mjög vel sóttar. Einnig er reynt að komast út fyrir höfuðborgarsvæöiö, og sl. haust var flogið til Egilsstaða. A sunnudag lögöu 32 elli- lifeyrisþegar úr Kópavogi upp i ferð tilMallorka. Er það I fyrsta sinn sem farið er út fyrir lands- steinana. Er þar um aö ræöa 18 konur og 6 karlmenn. Aldursfor- seti hópsins er 80 ára gamall hress og friskur karlmaður. —AB Gaso líu- ■ sala minnkar um 30 þús. lestir m alþýðu blaðið Frétt: Aö eftir aö veruleg lækkun varö siöast á gengi pundsins hafi aukist stór- lega sala á brezkum bilum. Annars hefur verið heldur tregt um sölu á nýjum bll- um. o Frétt: Aö á siöasta mál- verkauppboöi Guðmundar Axelssonar á Hótel Sögu hafi sami „aðili” keypt málverk fyrir hátt á aöra milljón króna. o Lesiö: 1 Vestfirzka frétta- blaðinu: „Hálfdán Ingólfs- son, brautryðjandi i þeirri Iþrótt, sem hér á landi hef- urfengið nafniö drekaflug, setti nýlega nýtt Islands- met i iþróttinni. Hálfdán tók sig upp af Þverfjalli og var á lofti samfleytt i 37 minútur. Fyrra metið, 25 minútur, átti Hálfdán sjálfur.” o Lesið: Einnig i Vestfirzka fréttablaðinu: „Nokkrir punktar úr Norðurbænum:- A svokölluöu Skarfaskeri I Hnifsdal er aö risa kubbs- legt hús, sem ku ætlað þaö hlutverk að hýsa sorpeyö- ingarstöð fyrir stórveldið Bolungarvik, Isafjaröar- bæ, þorparana i Súðavik og að vera heilsuverndarstöö fyrir Hnifsdælinga, enda ekki vanþörf á. Þaö veröur oft vart krankleika hér i moldarhverfinu þegar miklir þurrkar standa lengi ( eins og geröist nú á þessu sumri. Enda sá okkar ágæta, en duglausa bæjar- stjórn aldrei ástæöu til ryk- bindingar fyrr en öll hús voru orðin eins lit utan sem innan. (Af moldu ertu kom- inn). Aætlað er að hús þetta (sorpeyðingarstöðin) geti tekið til starfa um næstu aldamót, ef engar óvæntar tafir veröa. — Helgi Björnsson.” o Lesið: 1 fréttabréfi Flug- virkjafélags Islands: „I sumar voru þrir menn hætt komnir i Cherokee (flug- vél) vegna kolsýringseitr- unar. Flogið var út á land og siðan til baka til Reykja- vikur. Þegar þangað kom var einn hinna þriggja manna svo máttfarinn, aö hann komst ekki hjáípar- laust út úr vélinni. Hann var drifinn á spitala. Orsök þessa var sú, aö breyting á vélinni samkvæmt bréfi (A.D.), sem hafði verið gefið út, var ekki fram- kvæmd”

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.