Alþýðublaðið - 06.10.1976, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.10.1976, Blaðsíða 4
4 SJÖNARMID Miðvikudagur 6. október 1976 asar TIL BARÁTTU FYRIR JAFNAÐARSTEFNU Nú í haust verður haldið 37. flokksþing Alþýðufl. Eitt af meiriháttar verkefnum þessa þings verður, að samþykkja nýja stefnuskrá fyrir flokk- inn, en tillögur að þess- ari stefnuskrá hafa verið til umræðu allt frá þvi að þær voru fyrst lagðar fram á flokksþinginu i fyrra. A6 vísu samþykkti siBasta flokksþing grundvallarstefnu- skrá, þar sem kveðiö er á um ýmiss veigamikil atriði er varða markmiö og lifsviðhorf Jafnaðarmanna. A þinginu i haust veröur endanlega gengið frá þeim stefnuskráratriðum er varða einstaka málaflokka, s.s. kjaramál, skattamál, verðlags- mál sjávarútvegsmál, iðnaö, landbúnað, verzlun og sam- göngur. Þá veröur einnig mörk- uð stefna i ýmsum málafl., er varöa samskipti þegnanna, s.s. uppeldismál, húsnæðismál, heilbrigðismál og skólamál. Auk annarra málaflokka, sem teknir veröa til meðferðar má nefna dómsmálin og réttar- gæzlu, stjórnskipan og rikis- vald, landhelgi, hafréttarmál, varnarsamstarf og utanrikis- mál. A þvi sem hér hefur verið nefnt má sjá, að stefnuskrá Alþýðuflokksins spannar yfir flesta þá málaflokka, sem mestu varðar. Að visu má segja að stefna flokksins i hinum ýmsu málum hafi verið nokkuð ljós, enda þótt mismunandi á- herzla hafi verið lögð á hina ýmsu málaflokka á hverjum tima. Þetta er eölilegt, ekki slzt á miklum breytinga- og um- brotatimum, eins og þeim, sem við lifum nú á. Alþýðuflokkurinn i sóknarhug Rituö stefnuskrá segir aö visu ekki allt. Það sem mestu máli skiptirer vitaskuld það, hvernig á er haldið. Þrátt fyrir þaö á hnitmiðuö stefnuskrá aö vera okkur jafnaöarmönnum hald- gott tæki og leiðarljós þeim for- ystumönnum okkar, sem standa i framlinu baráttunnar. Það fer ekki heldur á milli mála, að Alþýðuflokkurinn er nú I miklum sóknarhug. Þaö er ekki bara innan raða Alþýöu- flokksins sem þessa veröur vart, heldur langt inn I raöir ánnarra stjórnmálaflokka. Þó er ef til vill annað, sem vekur enn jneiri athygli okkar, og það er sa mikli áhugi, sem ungt fólk hefur sýnt á jafnaöarstefnunni og stefnu og störfum Alþýöu- flokksins. Það er þess vegna gott til þess aö vita, aö eftir flokksþingiö i haust, verður hægt að benda al- menningi á þá stefnuskrá, sem Alþýöuflokkurinn hyggst berj- ast fyrir. Eins og áður sagöi samþykkti siðasta flokksþing nokkur veigamikil undirstöðuatriði i stefnuyfirlýsingu Alþýöuflokks- ins. Þessi hluti i stefnuskrá flokksins verður nú rifjaöur hér upp lesendum blaðsins til um- hugsunar. Þessi inngangsþáttur stefnuskrárinnar er sem hér segir: „Alþýöuflokkurinn er stjórn- málaflokkur, sem starfar á grundvelli jafnaðarstefnúnnar. Jafnaöarstefnan berst fyrir frelsi, jafnrétti og bræöralagi, gegn einræði, kúgun, auövaldi og kommúnisma. Jafnaðarstefnan felur i sér hugsjónir lýöræöis og félags- hýggju. Með félagshyggju er átt við, að framleiðsla og dreifing lifsgæða mótist af samvinnu og samstöðu. Markmiöið er aö koma á þjóðfélagi, þar sem rikir jafnrétti allra til framleiöslu- gæðanna. Meö lýðræöi er átt við rétt allra manna til þátttöku i á- kvörðunum, sem varða þá sjálfa sem félaga 1 heild. For- senda sliks lýðræðis er frelsi manna til orös og æðis. Jafnaðarstefnan miöar að þvi, að lýðræöislegum aðferöum veröi beitt hvarvetna, þar sem ákvarðanir eru teknar fyrir hóp manna. Félagshyggja og lýðræði eiga sameiginlega grundvallarhug- sjón. Sú hugsjón er jafnrétti. Jafnaðarstefnan er þannig jafn- réttisstefna, sem berst gegn for- réttindum i hvaða mynd, sem þau birtast. Hún er tæki þeirra sem engra forréttinda njóta, i baráttunni gegn forréttinda- hópunum. Hin nýja stétt Is- lenzks samfélags er hin sam- tvinnaða og samtryggða valda- stétt, sem ræður yfir fjármagni og hlunnindum, en býr við tak- markað lýðræðislegt aðhald. Mannúð og mannréttindi Alþýðuflokkurinn er ábyrgur lýðræðisflokkur, sem vill efla mannúð og mannréttindi, tryggja persónufrelsi einstak- linga og stuðla aö efnahags- legum framförum I þágu heildarinnar. Alþýöufl. vill að allir landsmenn eigi, án tillits til efnahags og búsetu, rétt til at- vinnu og menntunar, rétt til heilsugæzlu og læknishjálpar, rétt til aö bera mál sin undir dómstóla, rétt til framlaga úr almannatryggingum, þegar út af ber, rétt til lifeyris þegar ald- urinn færist yfir. A þessum grundvelli veröi efnahagslegur jöfnuður tryggður. Einstak- lingar fái notiö framtaks síns, dugnaðar og ábyrgðar I þvi skyni að tryggja eðlilega verð- mætasköpun i þágu þjóðar- heildarinnar. Rikja á fullur jöfnuður á sviði mannréttinda og persónufrelsis, svo sem jafn- réttikynja, jafn kosningaréttur, jafn réttur allra til að mynda sér skoðanir og berjast fyrir þeim. Alþýðuflokkurinn er verkalýðsflokkur Alþýðuflokkurinn telur aö blandað hagkerfi henti þjóðinni bezt, það er að atvinnuvegirnir verði reknir i formi einkarekst- urs, samvinnureksturs og opin- bers reksturs, en þróa beri at- vinnulýðsræði innan allra rekstrarforma. Alþýðuflokkurinn og samtök launþega berjast fyrir náskyld- um hagsmunum og eiga þvi málefnaiega samleið i grund- vallaratriðum. A'lþýöuflokkurinn vill gera þjóðfélagið allt i senn: siöaðra, réttlátara, betra. Flokkurinn berst fyrir auknum jöfnuöi milli einstaklinga og milli byggða, flokkurinn berst gegn forrétt- indum og gegn spillingu, flokkurinn villaðhverjum þegni þjóðfélagsins verði tryggt að geta lifað lifinu með mannlegri reisn.” Til umhugsunar fyrir jafnaðarmenn. Hér verður numið staðar i upprifjun á þessum þætti stefnuskrárinnar, sem þegar hefur verið samþykktur. En her er af mörgu að taka og um margt að hugsa. Yfirlestur þessarar stefnuyfirlýsingar hlýtur einnig aö verða til þess aö vekja menn til umhugsunar um ýmis þau vandamál, sem Is- lenzk þjóð þarf að horfast i augu við í dag. Inntak jafnaðarstefnunnar er frelsi, jafnrétti og bræðralag. Það eru þessar hugsjónir sem við eigum aö setja a oddinn i baráttunni fyrir betra þjóð- félagi og betra mannlifi. Bragi Jósepsson Sofandi flotið að ósnum Snilldin lætur ekki að sér hæða! Undanfarna daga, jafnvel vikur, höfum við fengiö að lesa um það i málgögnum rikisstj- órnarinnar, að nú sé að birta nokkuð yfir I efnahagsmálum þjóðarinnar. Það er einkar athyglisvert, að auðvitað er þessi bati þvi að þakka, að þeirra mati, að nú hafi ríkisstjórnin loksins getað neytt sinna alkunnu snilldar- ráða, til þess að greiða fram úr vandanum. Þess er að visu getið I fram- hjáhlaupi, að eitthvaö hafi nú liðkazt til i verðmæti útflutn- ingsvara okkar. En jafnvel þó það hafi eitthvað smávegis stuðlað aö efnahagsbatanum, er hlutdeild stjórnvalda náttúru- lega mikilvægari! Inn I þessa mynd vantar samt dálitiö, máske ekki mikilvægt, en þó... Þetta er nú eiginlega ekki annaö en, að upplýst veröi fyrir almenningi, svo ekki veröi um villzt, hvaða áhrif hin einstöku atriði stjórnarstefnunnar hafa haft á lffskjör almennings. Vitanlega þyrfti ekki að efast um, að þær upplýsingar yrðu i einu og öllu málefnalegar-þó þaö nú væri. Sennilega gætu stjórnarflokk- arnir ekki fundiö annað hald- bærara, til þess aö ómerkja það sem þeir kalla ómaklegar árás- ir stjórnarandstæöinga. Af hverju ekki þessi spil á borðiö? Þaö er vitanlega heldur aum- legt, að gráta undan þvi, sem þeir kalla neikvæða gagnrýni, án þess að beita snilldinni, til þess aö kveöa hana niður meö rökum. Hvað sem um tslend- inga má annarssegja. Hafa þeir aldrei boriö sérlega viröingu fyrir gátkonum, sizt pólitisk- um. Þaö raskar auðvitað ekki þvi að hægt er aö hafa og sýna meðaumkun, og má það vera nokkursynd á baki stjórnarand- stöðunnar, að láta sér sjást yfir það. En þegar alls er gætt, gerir almenningur eðlilega víötækari kröfur til þeirra, sem stjórna, en að þeir fari vel i ráðherra- stólum. Þann vanda gætu marg- ir leyst ekkert siður. Stjórn á landi, þó mannfátt sé, er nú samt margbrotnari en það. Þegar allt kemur til alls er þó margt áþekkt með heimilis- haldi og landsstjórn, þó annað sé stærra i sniðum. Allir heimil- isfeöur og mæður, sem þaö nafn er gefandi, láta sér fyrst og fremst annt um að sjá heimilinu sómasamlega farborða. Þar undir kemur vitanlega, að reisa sér ekki hurðarás um öxl fjár- hagslega. Þarflaust er að ræöa, hvernig rikisstjórnin hefur meöhöndlaö þennan þátt. Við vitum öll full- vel, aö skuldasöfnun i tið hennar hefur verið svo yfirþyrmandi, aö senn verðum við aö leggja fram um 20% af tekjunum, til þess að standa undir vöxtum og afborgunum af súpunni. Er þó alls ekki séð fyrir þann enda. I annan staö kappkosta flest- ir, aö mismuna heimilisfólkinu ekki stórlega, hvorki 1 útlátum, né heldur áreynslu viö heimilis- verkin. Hver, sem litur yfir þjóölifiö, getur naumast annað séð, en að hér hafi gengið verulega úr- skeiðis á stjórnarheimilinu. Umræður um skattamisréttið hafa meira aö segja skafið svo úr hlustum stjórnarherranna, aö þeir viöurkenna opinberlega að við svo búið megi ekki lengur standa! Við eigum að visu eftir að sjá efndirnar á loforöum um úrbætur. En það er nú hægt að hafa biölund skamman tíma enn. Þá hefur aöbúð að eldra fólki og öryrkjum þótt lýsandi dæmi um hugarfar húsbænda. Allir vita hvernig þau mál standa hér og nú. Raunar væri ekki fjarri lagi að leita þyrfti nokkuð langt aftur i íslandssög- una til þess aö finna fordæmin. Það væri þá helzt til Þórólfs bægifótar eða Svaöa á Svaða- stöðum! Nú er það fjarri mér að halda, að hér ráði mannvonzkan ein rikjum. En loppnar hendur á stjórnartaumunum kunna að leiða að sama eöa svipuöu marki. Þó Islendingar séu óstýrilátir og margt megi um þá misjafnt segja, hafa þeir oft sýnt, og eru eflaust tilbúnir til enn, að láta skutinn ekki frýja skriðar, ef rösklega er róiö frammi i. Þvi miöur hefur hringsnún- ingur rikisstjórnarinnar á „Veiðileysifiröi” leitt til lélegra aflabragða.og ráðleitnina hefur oftast skort til þess að hún fyllti rúmið, sem henni var ætlað og hún batzt i. Þvi er nú meðal annars komiö sem komiö er. Þjóöin, sem gerir ráðherrana út, á þess varla annan kost en að fá þeim pokann og leita annarra skipstjórnarmanna, sem lik- legir væru til að láta viti þess- ara verða sér að varnaöi, og hefðu trúlega annað geöslag til aö bera en fljóta sofandi að feigðarósi, setjast þá niður og gráta undan annarra vonzku. I HREINSKILNI SAGT -Oddur A. Sigurjónsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.