Alþýðublaðið - 06.10.1976, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 06.10.1976, Blaðsíða 10
alþýöu- AAiðvikudagur 6. október 1976 blaðló 10 IÞROTTIR Rekstrartækni- fræðingur Fataverksmiðjan Hekla á Akureyri, óskar eftir að ráða rekstrartæknifræðing sem fyrst. Reynsla i sambandi við vinnurann- sóknir og launakerfi æskileg. Ibúð til staðar. Upplýsingar i Iðnaðardeild S.Í.S., Akureyri, simi 96-21900. Frá Gagnfræða- skólanum í Keflavík Óskum að ráða iþróttakennara stúlkna og bókavörð að bókasafni skólans. Upplýsingar gefur skólastjóri. Skólanefnd Keflavikur. Starf í afgreiðslu Sjúkrasamlags Reykjavikur er laust. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir með upplýsingum um skóla- göngu og fyrri störf sendist samlaginu fyrir 10. október. Sjúkrasamlag Reykjavikur. i Háskólabiói fimmtudaginn 7. október kl. 20.30. Stjórnandi KARSTEN ANDERSEN Einsöngvari ESTHER CASAS Efnisskrá: Brahms — Sinfónia nr. 3 De Falla — 7 spænskir söngvar Berlioz — Benvenuto Ceilini, forleikur Aögöngumiöar i Bókabúö Lárusar Biöndal, Skóiavöröu- stig 2 og Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austur- stræti 18. jlll SI\FC)\ít IILK).\ISVI M ÍSLA\DS HÍKISl I \ XRI’ID Volkswageneigendur 1 Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Huröir - Vélarlok — Geymsinlok á Wolkswagen f allílestum litum. Skipium á einúm degi meö (lagsfyrirvara fyrir ákveöiö verö. Reyniö viöskiptin, Bífasprautun Garðars Sigmundssouar. Skipholti 25 Simar 19099 og 20988. . Lagerstörf Lagermenn og mann á lyftara vantar sem fyrst. Upplýsingar hjá starfsmannastjóra i sima 28200. ^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Islenzka unglingalandsliðið hafði undirtökin—og vann! I gær léku íslendingar og Norðmenn fyrri leik sinn af tveimur i Evrópukeppni lands- liða. íslendingarnir sigruðu i leiknum með einu marki gegn engu. Markið gerði Jón Orri Guðmundson á 23. min- útu. íslendingarnir voru vel að sigrinum komnir, voru sterkari aðilinn lengst af. Hér má sjá augnabliks- mynd úr leiknum. : Birgir Viðar Halldórsson nýkjörinn formaður SSl 26. þing Sundsambands ts- lands var nýlega haldiö. For- Birgir Viöar Halldórsson, ný- kjörinn formaöur Sundsam- bandsins. maöur Sambandsins, Torfi Tómasson, flutti skýrslu stjórn- ar og Hreggviöur Þorsteinsson skýröi reikninga Sambandsins. Rekstrarhalli ársins var tæp- lega 25.000 krónur, en Sundsam- bandið er meö nokkuö stóran skuldabagga frá árinu áöur. Breytingar á bikarkeppni Þingiö samþykkti breytingar á Bikarkeppni SSÍ, sem veröur framvegis haldin i nóvember- mánuöi og nú i tveimur deild- um. Þá var og samþykkt, aö i marzmánuði ár hvert skuli fara fram Innanhússmeistaramót SSÍ (á sama tima og Bikar- keppnin fórfram áöur) og verö- ur þaö aöalmótiö i lok vetrar- keppnistimabilsins. Einnig var ákveðiö aö stuöla aö þvl, aö komiö yröi á keppni aftur milli Reykjavikur og landsbyggöar- innar, bæöi i unglinga og full- orðinsflokki. Einnig voru sam- þykktar breytingar á reglum Sambandsins um félagaskipti. önnur helztu mál sem rædd voru, var nauðsyn á þjálfara- námskeiöum og sund- og sund- knattleiksdómaranámskeiöum. Stjórnarkjör Formaöur var kosinn Birgir Viðar Halldórsson frá Vest- mannaeyjum, en fráfarandi for- maöur, Torfi T#...asson, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Hann hefur veriö formaöur nú undanfarin 5 ár og ritari þar áö- ur annan eins tima. Voru honum þökkuö gifturik störf i þágu Sambandsins. í stjórninni eru nú Siggeir Sig- geirsson, Hreggviður Þorsteins- son, Ölafur Guðmundsson og Hafþór B. Guömundsson. I varastjórn, Siguröur Olafsson, Pétur Pétursson og Torfi Tómasson. Lið vikunnar: WEST BROMWICH ALBION West Bromwich Albion vann sig upp 1 1. deildina i vor. Það sem af er þessu leiktimabili, hefur liöið staöiö sig mjög vel. Langar okkur til aö kynna liöiö örlitiö fyrir les- endum. Þjálfari: (leikur einnig meö liö- inu): Johnny Giles. Stofnað: 1879. Varð atvinnuliö ár- iö 1885. Fyrra nafn: West Bromwich Strollers (1879-1880) Heimavöllur: The Hawthorns, sem tekur 50.500 áhorfendur. Deildarmeistarar: 1920 Bikarmeistarar: 1888,1892,1931, 1954, 1968. Deildarbikarmeistarar: 1966. Mesti sigur: 12-0, gegn Darwen i fyrstu deild áriö 1892. Aftari röö frá vinstri: W. Johnston, I. Edwards, B. Robson, L. Santello, J. Osborne, B. Ward, T. Brown, R. Wilson, J. Trewixk, A. Glover. Fremri röö: A. Robertson, M. Martin, D. Rustbury, J. Wile, J. Giles, J. Mayo, G. Nasbet, A. Brown, P. Mulligan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.