Alþýðublaðið - 14.10.1976, Page 3

Alþýðublaðið - 14.10.1976, Page 3
immtudagur 14. október 1976 FRÉTTIR 3 Laun hækki um 3,11% 1. nóvember Samkvæmt útreikningum Kauplagsnefndar á visitölu framfærslukostnaöar, á kaup á almennum vinnumarkaði að hækka um 3.11% um næstu mánaðamót, en visitalan hefur hækkað um 26 stig siðan 1. ágúst s.l. Svohljóðandi fréttatilkynmng var gefin út um þetta af Hagstofu Islands i gær: 1 3. grein rammasamnings aðila vinnumarkaðarins 28. febrúar 1976 segir meðal annars svo: „Ef visitala framfærslukostn- aðar verður hærri en 586 stig 1. október 1976 og minnst 5,2% hærri en visitalan 1. júni 1976, skulu laun samkvæmt samkomulagi þessu hækka frá 1. nóvember 1976 i hlutfalli við hækkun visitölunnar umfram 586 stig eða umfram þá visitölu, er reiknuð var út 1. júni 1976 að viðbættri 5,2% hækkun, hvort sem hærra er.” 1 sömu grein nefnds ramma- samnings segir og, að við um- ræddan útreikning umfram- hækkunar skuli miða við framfærsluvisitölu, með tveim aukastöfum, að frádreginni þeirri hækkun hennar er leitt hefur af hækkun á vinnulið verðlagsgrundvallar búvöru, svo og að frádreginni þeirri hækkun visitölu, sem orðið hef- ur vegna verðhækkunar á út- söluverði áfengis og tóbaks. Kaup1agsnefnd skal samkvæmt rammasamningn- um framkvæma útreikning þennan og til kynna hækkun launa frá 1. nóvember 1976, ef til hennar kemur. Niðurstaða þessa útreiknings Kauplagsnefndar liggur nú fyrir oger hún sú, að laun þau, er hér um ræðir, skuli hækka um 3.11% frá og meö 1. nóvember 1976. Þetta tilkynnist hér með öll- um, sem hlut eiga að máli. GRÆNT LJÓS FRÁ ALMANNAVARNARÁÐI Eins og fram kom í Alþýðublaðinu í gær, lét Almannavarna ráð frá sér fara ályktun þar sem ráðlagt var að fram- kvæmdum við Kröflusvæð- ið yrði frestað i bili. Eftir að þessi yfirlýsing Almannavarnaráðs var gefin út í fyrrakvöld, var haldinn fundur í ráðinu þar sem mættir voru orku- málastjóri auk sérfræð- inga frá Orkustofnun, Ra unvísindastof nun og r.orrænu eldf jallarann- sóknarstöðinni. Á þessum fundi sem stóð [Nefnd til að draga úr verðbólgu: Verðum en...! Alþýðusamband ís- lands og Alþýðuflokk- urinn hafa nú svarað til- mælum forsæfisráðherra um að tilnefna fulltrúa í nefnd, sem er ætlað það hlutverk að huga að verð- bólgumálum. Þessi til- nefning er þó ekki án skil- yrða. 1 svari ASt kemur fram eftir- farandi bókun miðstjórnar: „1 sambandi við þátttöku Alþýðu- sambands Islands i nefnd þessari, vill miðstjórn þess taka skýrt fram, að störf hennar og hugsan- legar niðurstöður geta ekki á neinn hátt bundið stefnumörkun þess eða aðildarsamtaka þess með, Svör ASÍ og Alþýðuflokks varðandi baráttu samtakanna i kjaramálum.” 1 svari þingflokks Alþýðu- flokksins kemur þetta fram: „Þingflokkurinn telur vanda þann, sem við er að etja i efna- hagsmálum vera stærri og alvar- legri en svo, að það megi dragast til febrúarmánaðar að taka af- stöðu til þess, hvernig ráða eigi fram úr honum. Afgreiðsla fjár- laga og nýrra skattalaga hlýtur t.d. að vera þáttur i lausn vand- ans. Þingflokkur Alþýðuflokksins er engu að siður reiðubúinn til þess að tilnefna fulltrúa i nefndina, en tekur skýrt fram, að i þvi felst engin skuldbinding um að móta ekki sérstaka stefnu á þingi og ut- an i efnahagsmálum og kjara- málum, meðan nefndin starfar.” Stefán Björnsson forstjóri Mjólkursamsölunnar: Engar skyndilokanir Það verður ekki gripið til neinna harkalegra aðgerða né neinar lokanir gerðar skyndilega. Engri mjólkurbúð verður lokað fyrr en önnur verzlun er búin að yfir- taka mjólkursöluna að öllu leyti, og mjólkur- búðin þvi orðin óþörf. Þannig fórust Stefáni Björnssyni forstjóra Mjólkur- samsölunnar orö er Alþbl. ræddi við hann um lokun mjólkurbúðanna. Þess mis- skilnings virðist hafa gætt hjá amenningi að öllum mjólkur- búðum höfuðborgarinnar yrði lokað á einum og sama deginum, þ.e. 1. febrúar. Það eru um það ákvæði i lögum, að búið veröi að loka öllum mjólkurbúðum 1. febrúar, en þær lokanir verða ekki gerðar allar í einu. Fólk getur þess vegna verið alveg rólegt. Aö sögn Stefáns mun verða reynt að haga lokununum sem bezt fyrir kaupandann, og ætti þvi enginn að þurfa aö óttast neitt. Um þessar mundir eru aö hefjast breytingar á þá leið aö fæytja mjólkursöluna til kaupmanna, og verða mjólkur- búðirnar þvi sem fyrr segir lagðar niður ein og ein i senn. —AB fram á nótt reyndu aöilar aö gera sér enn gleggri grein fyrir þvi hvaða áhætta væri því samfara að leyfa áframhaldandi framkvæmdir á svæöinu, aöallega hvað varðaði mannslif. 1 gærmorgun var siðan enn einn fundur þessara sömu aðila um málið, en að honum loknum fund- aði Almannavarnaráð um málið eitt sér. Út frá þeim umræðum sem áttu sér stað i fyrrakvöld og i gærmorgun var gefin út ný álykt- un frá Almannavarnairáði sem hljóðar svo: Alyktun Almannavarna - ráðs (i3.io) 1 gærkvöldi og i morgun voru haldnir fundir i Almannavarna - ráði með orkustjóra og sérfræð- ingum frá Orkustofnun, Raunvis- indastofnun Háskólans og norrænu eldfjallarannsóknastöð- inni, til að ræða öryggismál og jarðfræðilega þróun á Kröflu- svæðinu með sérstöku tilliti til þeirra atburða sem gerðust þar i gærmorgun. Eftir þeim upplýs- ingum sem nú liggja fyrir virðist goshver sá sem myndaðist i gær- morgun ekki vera sé'rstakur fyrirboði eldgoss. Heldur aðeins liður i þeirri heildarþróun sem að mati margra visindamanna, en þó ekki ailra bendir til vaxandi goshættu á umræddu svæði. Með hliðsjón af framangreindu, telur Almannavarnaráð ekki ástæðu til að leggjast gegn áframhald- andi vinnu á Kröflusvæðinu, en it- rekar fyrri ábendingar sinar frá 3. september um auknar öryggis- ráðstafanir þar.” Ákveðnar úrbætur verði gerðar Alþýðublaðið spurði Guðjón Petersen hverjar þær öryggisráð- stafanir væru sem ráðið vildi að gerðar yrðu. Guðjón sagði. að i byrjun sept- ember hefði Kröflumálið verið rætt hjá ráðinu, sérstaklega með tilliti til þess að nú færi vetur i hönd með versnandi færð og skyggni. Að sögn Guðjóns var það þá samdóma áiit að leggja ein- dregið til að gerðar yrðu úrbætur i þremur meginatriðum. 1 fyrsta lagi, að viðvörunarkerfi það sem er við Kröflu yrði bætt til muna, til dæmis með þvi að auka við það sirenum og gera þær sjálfvirkar. 1 öðru lagi.: að takmörkuð yrði öll umferð óviðkomandi manna um svæðið. 1 þriðja lagi að takmörkuð yrði vera manna á svæðinu á hverjum tima svo sem unnt væri. — Það er að segja að menn yrðu ekki látnir sofa þarna og matast nema brýna nauðsyn bæri til. Sem sagt að menn yrðu aðeins við vinnu á svæðinu, en héldu til utan þess. Ennremur sagði Guðjón Petersen, að ákveðið hefði verið að skipa nefnd með aðilum frá Orkustofnun, iðnaðararáðuneyti og Kröflunefnd til þess að vera samstarfsaðili Almannavarna ráðs um þessar úrbætur. —GEK ERT ÞÚ • • • ekki þreyttur, ungi maður, á því að ganga í fötum, sem eru alveg eins og allur fjöldinn klœðist. Um slíka fram- leiðslu er stund- um haft að orð- taki, að þar séu 13 í dúsíninu. Því ekki að koma og velja úr 100 fata- efnum og 100 sniðum — allt eftir þínum sér- staka smekk. llltínta K ORGARÐI

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.