Alþýðublaðið - 14.10.1976, Side 5
immtudagur 14. október 1976
ÚTLÖWP 5
________51
Þannis skemmta Rússarnir sér
Seiðandi hljómfall
Það sem við áttum sizt von á að sjá i rússnesk-
um veitingastað: gó-gó stúlkur.
Sjaldgæfur
barna-
sjúkdómur
Tviburarnir á myndunum
Werner og Ervin Rohringer
fæddust árið 1969, með lltið
þekktan og mjög óvenjulegan
sjúkdóm. Strax frá fæðingu höfðu
þeir ekkert mótstöðuafl gagnvart
alls kyns veirum og sýklum, sem
í álguðust þá. Þetta mótstöðu-
aflsleysi gerði það að verkum, að
búast: máttivið að þeir létu lifið
hvenær sem var. Tviburarnir
eyddu nær þremur árum á
sjúkrahúsi, i sérstaklega
hönnuðum tjöldum.
Tvenns konar aðferðir voru
reyndar við tviburana. Werner
var gefinn beinmergur úr likama
móður sinnar, meðan Erwin fékk
kirtla úr fóstri.
Erwin dó aðeins þriggja ára
gamall, stuttu eftur að hann var
sendur heim af sjúkrahúsinu með
bróður sinum.
Werner er nú eins og hver
annar skóladrengur i Þýzkalandi.
Ulm rannsóknarstööin i
Þýzkalandi hefur nú á sinum
snærum 15 börn með þennan
sjaldgæfa og erfiða sjúkdóm, og
þurfa þau öll að gangast undir
margs konar rannsóknir.
Sérfræðingar vona að I náinni
framtið megi vísindunum
takast að vinna bug á þessu böli.
VIRPU - BltSKURSHURÐIM
Lagerstæráir miðað við jmúrop:
|Jæð;210 sm x breidd: 240 sm
2W) - x - 270 sm
AÖrar stærðir. smitJadar eftir beiðnc
GLuÍáAS MIÐJAN
Kiðumúla 20, simi 58220
Hvernig skyldi sú al-
varlega þjóð, Rússarnir
skemmta sér? Ekki
alls fyrir löngu voru
nokkrir norskir blaða-
menn staddir i Moskvu.
Þeir höfðu ekki fyrr
komið sér fyrir á hóteli
sinu, en boð bárust um
að þeir væru boðnir i
hóf, sem haldið var á
hótel Úkraniu, sem er !
miðri borginni.
Þegar þangað kom, stóð þar
yfir mikill gleðskapur, sem þeg-
ar til kom reyndist vera brúð-
kaupsveizla. Sigaunahljómsveit
hóf að leika fyrr dansi, og fyrr
en varði fylltist gólfið af hlæj-
andi og syngjandi fólki. Voru
blaðamennirnir sammála um,
að þetta kvöld yrði lengi i minn-
um haft.
En það var ýmislegt fleira aö
sjá i Moskvu, eins og eftirfar-
andi frásögn sýnir.
Það vekur strax athygli, að
hinir svokölluöu skemmtistaðir
ferðamanna, eru mikið sóttir af
ibúum staðanna. Venjulega eru
slikir staðir dýrari en svo, að
hinn almenni borgari hætti sér
þar inn með pyngju sina. En um
Rússland gegnir öðru máli. Þar
er hægt að skemmta sér hið
bezta eina kvöldstund, fyrir
ævintýralega upphæð.
Maturinn sjálfur er kapituli út
af fyrir sig. Eftir að borið hefur
verið fram kalt kjöt, brauð,
tómatar, agúrkur, rússneskur
kaviar og gómsætar pylsur — þá
fyrst kemur aö aðalréttinum.
Yfirleitt samanstendur hann af
ljúffengu kjöti, og alls kyns
grænmeti.
Drykkjarföng eru innifalin i
verðinu, og standa þau tilbúin á
borðinu, þegar gestinn ber að
garði. Þeir sem þess óska, geta
keypt heilflösku af vodka, og
jafnvel haft hana með sér, ef
huga á . frekari skemmtunum.
En undir slikum kringumstæð-
um kostar vinið meira en ella.
Go-Go stúlkur
Að sögn blaöamannanna léku
hljómsveitirnar á skemmtistöð-
unum einkum vestræn danslög.
Þó mátti heyra rússneska
söngva inn á milli, en i miklum
minnihluta. Og svo var komið
aðþvi, sem enginn hefði getað i-
myndað sér að fyndist I Rúss-
landi, gó-gó dansmeyjunum. Til
að bæta gráu ofan á svart, má
nefna manninn, sem gekk um
með ferðasegulbandstæki og frá
þvi hljómaði: Viva Espania.
Þá var heimsóknin á veitinga-
húsið við Svartahafið ógleym-
anleg. Þar lék sigaunahljóm-
sveit fyrir dansi, en i hléum
mátti heyra seiðandi fiðlutóna.
Drykkjusiðir
Drykkjusiðir Rússa eru væg-
ast sagt athyglisverðir. Þjóðar-
drykkurinn er vitaskuld vodka,
og er hann reiddur fram á sér-
stakan hátt. Þeir sem ekki eru
vanir slikum drykkjusiðum,
eiga i smávægilegum byrjunar-
örðugleikum, en æfingin skapar
meistarann.
Vodkinn er borinn fram i
staupum, og vitaniega eru þau
barmafull. Ekki er ætlazt til að
menn lepji drykkinn i rólegheit-
um, heldur á að tæma hvert glas
i botn. Ef gestkomandi getur
einhverra hluta vegna ekki fylgt
þessum sið, á hann á hættu að
móðga gestgjafa sinn.
Þegarglasiðertæmtibotn, er
mönnum ráðlagt að hafa eitt-
hvað matarkyns við höndina, og
er sérstaklega mælt með vel
söltuðum gúrkubita. Um aðra
drykki gegnir allt ööru máli. Þá
má drekka á hvern þann hátt
sem viðkomandi þóknast, og
ræður hann einnig nokkru um
magnið sem hann innbyrðir.
Þjóðdansar
Eitt er það sem enginn ætti að
láta fara fram hjá sér ef Rúss-
land er sótt heim, en það eru
þjóðdansarnir. 1 Tsaikovskij-
leikhúsinu sýndi dansflokkur
frá Volgu þjóðdansa. Leikin
voru rússnesk þjóðlög, en dans-
arar sungu undir hárri raust.
Klæði karla sem kvenna voru
afar skrautleg, og var unun að
horfa á lipurð og mýkt fólksins.
Rússar sækja mikið hring-
leikahúsin, og hafa hina beztu
skemmtun af. Þau hafa fast að-
setur, en litið er um ferðaleik-
hús. Þarna gefur að lita tamda
asna, fjallageitur, búralega
skógarbirni i fataleppum og
margar aðrar tegundir dýra.
Trúðarnir eru ómissandi og
voru þeir heldur fyrirferðamikl-
ir þegar þeir hentust upp á svið-
ið.
Leikhús, sirkusar, þjóðdans
ar söngur og hljómlist eru stór
þáttur i lifi Rússans. Leggja
þeir sérstaka rækt við þessa
þætti, svo mikla, að stofnaðir
hafa verið sérstakir skólar, þar
sem listamennirnir geta fengið
sina þjálfun, áður en þeir taka
til við að skemmta fólki. I borg-
um og þorpum er fjöldinn allur
af leikhúsum og hljómleikasöl-
um. Er greinilega lögð mikil á-
herzla á að auka áhuga manna á
menningu og listum.
Hljómlist
Rússar hafa mikinn áhuga á
sigildri hljómlist og úrval slikra
hljómplatna i verzlununum er
óaöfinnanlegt. Þá er mikiö úr
val dægurlaga, og meðal annars
mátti sjá allar nýjustu hljóm-
plöturnar i rekkunum. Einnig
bar mikið á plötum með Elvis
Presley og The Beatles.
ölið sem framleitt er i Rúss-
landi, nefnist Pjivo. Drekka
Rússar mjög mikið af þessum
drykk, og má ekki á milli sjá,
hvort hefur vinninginn, ölið eða
vodkinn. Að sögn fróöra manna,
bragðast það m jög vel, og er 4-6
prósent að styrkleika. Vodkinn
er aftur á móti 40-60 prósent.
Já, það verður ekki annað
sagt, en að Rússarnir kunni að
skemmta sér. En sú skemmtun
fer yfirleitt mjög vel fram og
betur fram en viöa annars
staðar. Fkki er óalgengt aö sjá
drukkið fólk á ferð um strætin,
en þvi fer fjarri að það fari með
háreysti og söng. Það er nefni
lega mikil skömm fyrir Rússa ef
iiann hegðar sér þannig, þegar
hann er undir áhrifum, svo mik-
il að slikt kemur örsjaldan eða
aldrei fyrir. — JSS