Alþýðublaðið - 16.10.1976, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.10.1976, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 16. OKTOBER Áskriftar- síminn er 14-900 I BLAÐINU I DAG ?L_JUU IO§F Börnin og umferðin A siðasta ári slösuðust 123 börn, 14 ára og yngri, i umferðinni hérlendis. Fjögur börn létu iifið i umferðarslysum. Þetta eru ógnvekjandi tölur og a'llir verða að leggj- ast á eitt til að fækka slysum i umferðinni. Sjá opnu «iU I LC íacz JL.~JL—3 < Vildarjörðin Votmúli Hljótt hefur verið um Votmúlamálið að undanförnu. Þessi fræga jörð er nú i eigu Búnaðarbankans, en bankinn hefur lýst þvi yfir að jörðin sé föl. En hvað heföi Selfoss- hreppur þurft að greiða i vexti og af- borganir, ef hann hefði keypt jörðina á sinum tima fyrir 30 milljónir? Sjá baksíðu '□n 7J vmr ILH3EUT ;dl taq n noP' 31----\' 3'----i CZDC FRÉTTIR Bílaþjóðin Þrátt fyrir alla okkar barlóm vegna dýr- tiðar og hárra skatta viljum við öll eiga eigin bfl. Islendingar eiga að meðaltali fleiri bila heldur en Norðmenn og Bretar enda hægaðarleikur að koma allri þjóð- inni samtimis i ökuferð. En bill er ekki lengur lúxus hér heldur nauðsyn. Sjá bls. 3 3CT 3E ÍÍ acz: Að gefnu tilefni Ort vegna fréttar i útvarpinu um hina óljósu tilveru Samtakanna Ég hefi aldrei heyrt aðrar eins fréttir! Hvernig eru þeir Magnúsar Torfar settir? Er Ölafur Grimsson alls ekki skrifandi? — Eru Samtökin dauð eða lifandi? H—lULHSCLLJ t!!LU 1 C==J a >□ C3íg ,qv £U Hr—i mrriirn if laa? Öðru nafni mútur Þingmenn Alþýðuflokksins hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um samningu afdráttarlausra lagaákvæða, er banni opinberum starfsmönnum að veita við- töku umtalsveröum gjöfum umfram það, sem starfsréttindi kveða á um. Þessar gjafirerueinfaldlega mútur öðru nafni og margir hafa verið ósparir á að bjóða þær og ótal dæmi um að þær hafi verið þegnar. Sjábls.2 acz J ’.ot IC3C -cacrric il 7C-~ Z-0 cp c=» qcjocjgcjni—icjg- GEIRFINNSAAALIÐ: Tölvuvinnsla undirbúin Þýzki glæpasér- fræðingurinn Karl Schutz er nú kominn aft- ur til starfa hjá saka- dómi eftir að hafa verið i frii erlendis um tima. Nú er unnið að undir- búningi að tölvuvinnslu ymissa gagna i sam- bandi við Geirfinnsmál- ið. Það tekur þó nokkurn tima að mata tölvuna á upplýsingum áður en hægt er að láta hana vinna og er óhætt að full- yrða að undirbúnings- vinnu verður ekki lokið fyrr en komið er fram í nóvember. Um þessar mundir eru liðnir þrír mánuðir siðan Karl Schutz kom hingað til lands að ósk dóms- málaráðherra. A þessum tima hefur rannsókn á morði Guð- mundar Einarssonar og hvarfi Geirfinns Einarssonar veriö efld tilmuna og sérstakur starfshópur myndaður innan sakadóms til að vinna að rannsókninni. Ung- mennin sem sitja i gæzluvarð- haldi vegna þessara eru yfirherð við og við og skýrslur hafa verið teknar af ýmsu fólki. ógerlegt er að segja til um hve langan tima i viðbót rannsóknin á eftir að taka. —SG SAMBAND FISKVINNSLUSTÖÐVA: ..FISKVINNSLUNA SKORTIR ÖLL EFNI TIL VEIZLUHALDA” Áætlað er að útflutningsverð- lag 'sjávarafurða i frystingu, söltun og herzlu muni hækka sem nemur 11,2 milljörðum króna á þessu ári. en kostnað- arhækkanir fiskvinnslu- stöðvanna munu nema 8.6 milljörðum á sama timabili og á þá eftir að taka tillit til gjalda- auka vegna magnaukningar út- flutnings og greiðslna i Verð- jöfnunarsjóð og hækkunar vaxta. Samband fiskvinnslu- stöðvanna hefur sent frá sér greinargerð vegna frétta i fjöl- miðlum um mikla hækkun á út- flutningsverðmæti sjávaraf- urða. Segir þar meðal annars, að meðan hækkun útflutnings- verðlags gerir varla betur en að halda i kostnaðarhækkanir hér innanlands, skorti fiskvinnsluna öll efni til að slá upp veizlu. Gengissig og magnaukning 1 frétt Sambands fisk- vinnslustöðva segir, að af frétt- um um hækkandi verðlag út- fluttra sjávarafurða hafi mátt ráða, að um hreinan hagnað fiskvinnslunnar væri að ræða. Þetta sé þvi miður byggt á mis skilningi. 1 fyrsta lagi stafi verðhækkanirnar að nokkru leyti af gengissigi islenzku krónunnar. í öðru lagi hafi kostnaðarhækkanir hér inn- anlands orðið slikar, að hækk- andi verðlag hafi varla dugað til að brúa bilið. 1 þriðja lagi valdi magnaukning nokkru um heildarverðmætaaukningu út- fluttra sjávarafurða. 35% verðmætaaukning Siðan segir i fréttinni: Spáð er allt að 35% verðmætaaukningu útfluttra sjávarafurða á yfir- standandi ári i Islenzkum krón- um talið. En á sama tima er gert ráð fyrir að hráefni hækki um 35%, laun og tengd gjöld fiskvinnslustöðvanna um 27%, olia og rafmagn um 23%, umbúðir um 15%. Þetta sam- svarar útgjaldaaukningu i frystingu sem nemur 5.650 milljónum króna og i söltun og herzlu um 2.920 milljónum. Um aðrar greinar fiskvinnslunnar skortir nægjanleg gögn. Áætlað er að útflutningsverð- lag sjávarafurða i þessum þremur greinum muni hækka sem nemur 11.2 milljörðum króna á þessu ári. En þær kostn- aðarhækkanir sem nefndar eru að ofan nema einar sér samtals um 8.6 milljörðum króna miðað við sama timabil. Eru þær þó varlega áætlaðar. Þá er eftir að taka tillit til gjaldaauka vegna magnaukningar útflutnings og greiðslna i Verðjöfnunarsjóð og hækkunar vaxta. Drepið er á fleiri atriði sem eykur allan tilkostnað og varar stjórn Sambandsins við þeim málflutningi „sem einblinir á krónutöluhækkanir útfluttra sjávarafurða, en horfir fram hjá þeim kostnaðarhækkunum sem orðið hafa á sama tima.” —SG

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.