Alþýðublaðið - 16.10.1976, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.10.1976, Blaðsíða 5
í!5&“' Laugardagur 16. október 1976 SJðNARMID 5 ; 'n Kjartan Jóhannsson: VERÐBÓLGULAND - Uglaunaund V_________________J Þaö er stundum sagt, aö ísland sé láglaunasvæði. Laun eru mjög lág á Islandi i samanburði við laun i þeim löndum, sem næst okkur standa bæði menningar- lega og að þvi er hnattstöðuna varðar. Þetta eru lika þau lönd og þarbúa þær þjóöir sem við berum okkur helzt saman við. Verka- maðurinn og iðnaðarmaðurinn á tslandi hefur liklega um það bil helmingi lægri timakaupstaxta en starfsbróðir hans á hinum Norðurlöndunum. Svipað mun reyndar upp á teningnum ef borið er saman við önnur lönd i Norður Evrópu. Vinnuþrældómur? Til þess að ná bærilegum tekj- um vinna tslendingar hins vegar mjög mikið. Útlendingar sem hingað koma eru furðu slegnir yf- ir þvi, hve Islendingar vinna yfir- leitt langan vinnudag. Þegar þessum erlendu gestum er hins vegar sagt frá þvi, hvert tima- kaupið sé, þá skilja þeir vel, að ekki veiti af tekjunum af þessari yfir- og næturvinnu til þess að framfleyta sér og sinum. Engu að siður undrast þeir það, að menn skuli svo almennt leggja á sig svo langan vinnudag og spurningar þeirra hrannast upp: Verða ekki afköstin léleg, þegar fólk vinnur svona mikið? Hvernig stendur á þvi að atvinnuvegirnir geta ekki borgað hærra dagvinnukaup en eru jafnframt reiðubúnir til þess að greiða tvöfalt kaup i svo rik- um mæli fyrir almenna nætur- vinnu? Hvers konar lif er þetta, eða er þetta annars nokkuð lif? Nú eru Islendingar iðjusöm þjóð og áreiðanlega reiðubúnir til þess að vinna sig út úr hverri þeirri kreppu, sem yfir riður. En þegar menn þurfa að vinna svo mikið sem raun ber vitni, til þess að sjá fyrir sér, og vinnulaunin eru helmingi lægri en i grann- löndunum okkar, er rétt að staldra við og leita skýringa. Fjárfest í steinsteypu en ekki í framleiðni Auðvitað er það rétt, að afköst- in minnka við langan vinnutima, en sú staðreynd hrekkur skammt. 1 ýmsum skrifum hagfræðinga og fleiri um efnahagsmál leynist oft setning, sem er eitthvað á þá leið, að verðbólgan leiði til óarðbærrar fjárfestingar. Spurning er hvort hér er ekki m.a. að leita skýringa á hinum lágu launum á Islandi og hvort þessari afleiðingu verðbólgunnar hafi ekki verið alltof litill gaumur gefinn. Það er hverjúm manni eðlilegt hvort heldur hann er launþegi eða atvinnurekandi að reyna að bjargast eftir mætti. Helzta ráð fólks til þess að tryggja sinn hag hefur verið fjárfesting i fasteign- um. Einstaklingar festa fé sitt i sistækkandi ibúðum. Atvinnu- reksturinn festir fé sitt i húsnæði, oftlangtum stærra en hann þarf á að halda. Ýmsar byggingar i Reykjavik eru til marks um það, sumar hálfkaraðar árum saman. Þessar fjárfestingar skila litlum raunverulegum arði i þjóðarbúið. Þær auka litið afköst vinnandi handa og veita þvi ekki mögu- leika launahækkunum. Það myndi hins vegar fjárfesting i ýmsum tækjum, breyttum vinnu- háttum, auknu verkskipulagi, betri vinnuháttum eða verkkunn- áttu gera. En fjárfesting i þess- um hlutum er ekki verðbólgu- tryggð. Grundvöllur atvinnu- rekstrar er stopull. Fjár- festing i þessum atriðum stenzt ekki samanburð við gulltrygging- una i fasteign á timum óðaverð- bólgu. Þess vegna leitar fjár- magnið ekki i fjárfestingar i endurvæðingu atvinnugreinanna i tækni, skipulagi og kunnáttu, heldur i hina óarðbæru stein- steypu fasteignanna. Þetta er sjálfsvörn borgaranna gegn verð- bólgunni. Þegar verðbólgan er mikil og kaupið lágt verða það eiginlega sameiginlegir hagsmunir laun- þega og atvinnurekenda að vera ekkert að pukka upp á fjárfest- ingu i tæknilegum endurbótum, sem auka afköst hinna vinnandi handa. Launþeginn verður að fá langan vinnudag - yfirvinnu og næturvinnu-til þess að geta lifað. Atvinnurekandinn hefur hag af þvi að setja fé sitt frekar i fjár- festingu, sem skilar öruggum verðbólgugróða. Gaf verðbólgan íbúðina? Nú segja sumir, að það sé nú ýmislegt gott um verðbólguna. Hún hafi hjálpað þeim til þess eignast þak yfir höfuðið. Mig rámar meira að segja i, að einn háttvirtur alþingismaður hafi sagt eitthvað á þessa leið: „Guð hjálpi mér, ef enginn hefði verið verðbólgan. Þá hefði ég ekki get- að eignast húsið mitt”. En i þessu felst argasta blekking. Verðbólg- an býr ekki til verðmæti á ein- hverju skömmu æviskeiði, en væri á öllum öðrum timum æv- innar að taka þau af honum. Hvort hann kemur út meö ein- Kjartan Jóhannsson hvern plús eða minus getum við látið liggja á milli hluta, en i plúsinum fælist stuldur verðmæta frá öðrum og i minusinum að stol- ið hefði verið af honum. Venjulegt launafólk lendir yfirleitt i ein- hverjum minus, stórbraskarar geta náð i vænan plúss, en þá er i rauninni illa fenginn. En aöalatr- iðið er, að sem okkur sýnist verð- bólgan vera aðfæra okkur, tekur hún allt til baka og stundum bet- ur. Hitt er svo annað mál, að kerfið allt varðandi húsbyggingar geng- ur á verðbólgunni, en er jafn- framt eins og það er vegna verð- bólgunnar. Verðbólgan hefur eyðilagt og eyðileggur alla fjár- festingarsjóði. Þvi geta þeir ekki veitt eðlileg lán og allir verða að stóla á verðbólguna til þess að eignast þak yfir höfuðið. Ef ekki væri verðbólgan, ættu sjóöirnir hins vegar að geta risið undir eðlilegu hlutverki sinu og veitt viðunandi lán. Þá þyrftu menn ekki að byggja upp á verðbólg- una. Þá þyrftu menn ekki eins og nú er, að gera ráð fyrir að borga ibúð sina upp að miklu leyti á fá- einum árum. Ofvöxtur skilar engu Annars hefur verðbólgan ai- mennt þau áhrif, að hleypa of- vexti i fjárfestingu. Svo framar- lega sem unnt er að afla fjár til framkvæmdarinnar, er liklegt að menn kaupi eða byggi stærra en þeir þurfa á að halda. Þetta á jafnt við einstaklinga og fyrir- tæki. En i þvi felst lika að fjár- festingin verður óarðbærari en ella. Þaö er þá ekki nema hluti fjárfestingarinnar, sem nýtist til þess að mæta þörfunum eða til þeirra framfara, sem að er stefnt, en það verður að borga fjárfest- inguna alla. Og þótt dæmið komi þannig út af sjónarhóli þess, sem féð festir, að hann sleppi billega vegna verðbólgunnar, og þessi umframfjárfesting sé skynsam- leg, þá er það ekki svo fyrir þjóð- arheildina og e.t.v. ekki heldur fyrir hinn fjárfestandi aðila, þeg- ar málið er skoðað i viðari sam- hengi. Þessi ofvaxtarveiki fjár- festingarinnar hefur lika smitað af sér inn i rikisgeirann. Það má benda á ýmsar fjárfestingar rik- isins sem eru með þvi marki brenndar. Verðbólgan gerir fjárfestinguna að afætu Við getum hir s vegar tæpast álasað nokkurn mann fyrir að hann hagi fjárfesúngu sinni eins og að framan er lyst. Það er ekki nema eðlilegt við rikjandi verð- bólguaðstæður. En verðbolgan hefur með þessu móti gert fjár- festinguna að einskonar afætu i stað þess, að hún á að vera vaxtarbroddur til betri kjara. Hin þjóðhagslega misvitra fjárfesting vegna verðbólgunnar er að rýra framfarirnar. Verðbólgan er hægtog bitandi að vinna að þvi að kjörin vérsni og hér sé ekki hægt að borga eins há laun og i grann- löndum okkar. Orsakir þess, að Island er nú láglaunasvæði, eru auðvitaðýms- ar fleiri, en trú min er sú, að verð- bólgan eigi hér drjúgan þátt og langtum drýgri en margur hygg- ur. 1 viðleitni okkar til þess að halda hér uppi mannsæmandi lifi, borga góð laun og viöurkenna rétt manna tilþess aö slita sér ekki út, væri rétt að hyggja betur en gert hefur verið að þeirri rót vandans, sem i verðbólgunni felst. Hinu er ekki að leyna að kerfið allt er nú miðað við verðbólgu og þess vegna þarf mörgu að breyta til þess að ná eðlilegu ástandi, en mikilvægi átaksins er ekki minna fyrir það. Ef við ætlum að búa okkur góð lifskjör verður hagkerfið að vera sterkt. Nú stendur það á brauð- fótum. Atvinnuvegirnir verða að hafa traustar undirstöður og heil- brigðar. Þannig er þvi ekki farið núna. Verðbólgan á vissulega rik- an þátt i þvi. Grundvelli kippt undan mannsæmandi launum Ég held, að þaö séu sameigin- legir hagsmunir allra, lands- manna og komizt verði út úr vita- hring verðbólgunnar. Við sjáum afleiðingarnar i atvinnulifinu. Við sjáum hvernig verðbólgan leikur gamla fólkið og sparif járeig- endur. En mikilvægast er þó, að verðbólgan á rikan þátt aö gera vinnuna einskis virði, éta upp kaup launþegans og girða fyrir það, að unnt sé að greiöa mann- sæmandi laun og hún er þátttak- andi i þvi að gera launþegana aö vinnuþrælum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.