Alþýðublaðið - 16.10.1976, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 16.10.1976, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 16. október 1976 SKSS" DR. THEOL. SR. JAKOB JONSSON: LAUNAMAL PRESTA Það er kannske ekki mót von, þótt gömlum stéttarfélags- formanni hitni i hamsi, þegar hann sér á hverjum degi greinar um launakjör, kjarabaráttu, opinbera starfsmenn og svo framvegis. Ég hneykslaöi einu sinnieinnágætan mann með þvi að láta það út úr mér, að fleiri ungir menn myndu sækjast eftir prestsstarfi, ef það væri betur launað. Ég sný ekki aftur með þetta, þvi að þegar öliu er á botninn hvolft, erum við prest- arnir ekkert annað en venjulegt fólk, sem þykir vænt um, að starfið sé einhvers metið. Og þegar ungur maöur velur sér námsefni og starf, er engin furða, þótt hann freistist til að fara dálitið eftir þvi, hvort likur séu til, að hann geti séö fyrir heimili, menntaö börn sin, bætt viö menntun sina o.s.frv. En hvaðsem þessu liður, þá sýnir þó sagan, að ég hef ekki haft að öllu leyti rétt fyrir mér. Min eigin kynslóð og þeir, sem á þessari öld hafa „farið út i prestsskap”, hafa sannarlega ekki veriö að gangast fyrir peningum. Vegna þess, aö ég haföi skyldum að gegna viö launasamninga, lagöi ég það einu sinni á mig aö lesa hverja einustu ræðu, sem haldin hafði verið á Alþingi Islendinga um launamál frá árinu 1875. Þessi lestur var að mörguleyti fróö- legur, og veitti gott yfirlit yfir þróun launamálsins. Áður fyrr var kirkjan eins- konar sjálfseignarstofnun, sem launaði starfsmenn sina af arði kirkjujarðanna, og af sama sjóði kostaði kirkjan bæð: prestsseturshús og guöshúsin sjálf. Mismunur brauðanna var mikill, svo að tekjunum var sumstaðar jafnað, t.d fékk Stöðvarprestakall nokkurn hluta af tekjum Eydala. Næsta skrefið var svo það, aö prestar fengu föst laun frá rlkinu, og voru þá tekjur af prestsseturs- jörðinni dregnar frá. En það kom fljótt i ljós, aö hið opinbera reyndi að halda i við presta- stéttina og launin urðu smám saman minna og minna virði. Siðan voru heimatekjur dregnar frá. T.d. skilaði prestur lóða- gjöldum til rikissjóðs, hvort sem þau innheimtust að fullu eöa ekki, og ekki var að tala um innheimtulaun af þvi sem náðist. (Smám saman geröu breyttir búskaparhættir það að verkum, aö þaö varð stéttinni ekki til hagræðis að treysta á landbúnaðinn sem laun fyrir annað starf. Þá fóru fleiri og fleiri prestar ,,á mölina”, eins og raunar mikill fjöldi bænda. (Hinar svonefndu aukatekjur, t.d. hjónavigslur, jaröarfarir, skirnir, fermingar, hafa alltaf verið misjafn tekjustofn, og ég hugsa, að flestir prestar séu mér sammála um, að þaö sé betra að hafa góö fastalaun, og gera siðan fyrir söfnuðinn þar, sem til er ætlast, án endurgjalds aö öðru leyti. En þetta er önnur saga). En hvaö eiga prestslaunin þá að vera há, miðaö við aðra? Einu sinni var ég aö spjalla við ungan mann um tvitugt. Hann var enn við nám. Ég spurði hann aö gefnu tilefni um tekjur hans. Jú, sagði hann, þær væru nú raunar ekki miklar, enda væri hann ekki ennþá búinn. „Nei, satt segir þú,” varð mér að orði. „Þetta eru engar geysi- tekjur. En þú hefir þó heldur meira en ég hefi, eftir að hafa stundað nám við eina fjóra háskóla”. Þetta átti ungi maöurinn erfitt með að skilja, og er honum ekki láandi. Og loks spuröi hann i einlægni: „Gæti hugsast, aö það væri af þvi, að þú hefðir styttri vinnu- tima en ég?” — „Jú, auðvitað koma fyrir dagar, þegar ég tek mér minna fyrir hendur en þú, — en ég hefi þó tuttugu og fjög- urra tima vakt”. — Hvorugur gat ráðið gátuna, þegar allt kom til alls. öðru sinni átti ég viðræður við gamlan vin minn, sem fannst hann hafa sérstaka ástæðu til að skamma mig. Hann sagöi: „Heyrðu, séra Jakob, — þú ert góður prestur, en þú ert heldur ekkert annað”. Þarna fékk ég þaö þráðbeint i hausinn. Til að réttlæta tilveru sina, þurfti presturinn að vera eitthvaö annaö en prestur, t.d. hrepps- NÚTÍMA STJORNUI Rit Stjórnunarfélagsins: PGYPB OABIV rBII.fl vWrvri: FJ\n>fÍl\STJOIt \ mUHTIKJV IHU.UV* ATVJfíSUi.tORÆOT NtJTíMASTJóRNUN eftir Peter Gorpe er liklega útbreidd- asta stjórnunarbók á Norðurlöndum um þessar mundir. Höfundurinn gefur i bókinni gott yfirlityfir stjórnunarfræöin. Hann leggur áherzlu á aölýsa starfsemi skipulagsheilda, þ.e. fyrirtækja og stofnana, og dregur fram sam- eiginleg einkenni þeirra.sem stjórnendur þurfa aökunna skil á. FJÁRMÁLASTJÓRN FYRIRTÆKJA eftir Árna Vilhjálmsson prófessor kom fyrst út árið 1965. Bókin hefur veriö ófáanleg um árabil, en hefur nú veriö endurprentuö vegna mikill- ar eftirspurnar. Höfundurinn gerir grein fyrir tegundum fjármuna og fjármagns og atriöum, sem ráöa vali á milli fjármagnstegunda. Þá fjallar hann um fjár- hagsleg vandamál viö rekstur, ogaö lokum er fjárfestingarreikningum lýst. ATVINNULÝÐRÆÐI eftir Ingólf Hjartarson fjallar á hlut- lægan hátt um þann þátt i stjórnun atvinnufyrirtækjanna, sem hvað mest hefur verið i sviðsljósi umræðna i nágranna- löndunum. Auk skilgreiningar á hugtakinu gerir höfundurinn grein fyrir þróun atvinnulýöræöis I Noregi, Danmörku, V-Þýzkalandi og Júgóslavfu og vegur og metur kosti þess og galla. STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS nefndarmaður, kennari, búhöldur, sýslunefndarmaður, skattanefndarmaður, búnaðar- félagsformaður, skólanefndar- maður, og ég veit ekki hver ósköpin. Nú sýnir raunar guðfræðingatalið, að prestarnir hafa ekki verið neinar liðleskjur i borgaralegu lifi. Það væri raunar gaman að gera skrá yfir allt, sem stéttin hefir haft með höndum samkvæmt þeirri heimild. En það, sem hér skiptir máli, er það, að eins og nú er ástatt á tslandi, þarf presturinn að vera eitthvað annaö en prest- ur, hreint og beint til þess að geta lifað. Og nú er svo komiö, að úr þessu er orðinn vita- hringur af versta tagi. Einn af tekjuhæstu prestum landsins gaf fyrir nokkrum árum þær upplýsingar um sjálfan sig, að hann væri tekjulægstur þeirra, sem bjuggu við sömu götu og hann i þorpinu. Þegar ástandið er svona, má ekki lá þeim, sem reyna að vera eitthvað annað en prestar til að fara ekki á sveit- ina. Þess vegna þykir það nú orðið sjálfsagt, að prestar geti lifað af kennslu, eins og þeir áður lifðu á búskap. En það gleymist, að gömlu búhöldarnir i preststéttinni höfðu flestir ráðsmenn til að stjórna fyrir- tækinu, og gáfu sér tima til lestrar, og stúderinga og and- legrar vinnu. Auk þess vitjana á heimili. En i skólann er ekki hægt að senda vinnumann eöa ráösmann. Þangað verður presturinn að fara sjálfur, hvað sem tautar og raular, þó aö hann veröi aö reyna að vinna tvöfalt starf. Sjálfur hefi ég einu sinni á ævinni tekið aö mér „fulla kennslu” viö gagnfræða- skóla. Þaö var á Norðfirði I gamla daga. Þegar ég tók við starfinu, strengdi ég þess heit með sjálfum mér, að ég skyldi ekki láta eitt einasta atriði niður falla, sem tilheyrði prests- skapnum. Það hefði þótt skritið á Norðfirði, að ekki væri messað á hverjum sunnudegi, og tvisvar á föstunni. Ég fór á fætur flesta morgna klukkan fimm, en það sá ég, að ætti ég að halda þannig áfram, hlyti ég, smám saman að slaka á þeim kröfum, sem prestsstaðan geröi til min eða raunar hvort starfið sem væri. Hitt er annað, að það getur verið gagnlegt bæði fyrir prestog skóla, að eitthvert sam- band sé á milli. En fyrr má nú rota en dauðrota. — En áfram með vitahringinn. Viö skulum hugsa okkur prestafélags- formann, sem arkar til stjórnarvaldanna og fer fram á hækkun launa. Þá er svarið þetta: „Já, mikil ósköp. Þaö er alveg sjálfsagt, að prestarnir séu vel launaðir, — en þiö hafiö svo miklar tekjur af kennslunni og öðru sliku, að sjálf prests- launin þurfa < kki að vera hærri enþau eru, — og reynslan sýnir lika, að starfiö er ekki meira en þaö, að þiö getiö hlaðiö ofan á þaö von úr viti”. En — heiðraði lesari — það er einmitt þessi hugsunarháttur, sem er að drepa þjóðina. Hann gildir ekki aðeins i sambandi við prestana, heldur flestar stéttir. Það er eins og það sé komið upp i vana, að miða tekjur manna við annað hvort aukastörf, eftir- vinnu, yfirvinnu, vaktavinnu eða eitthvaö annaö en sjálft aðalstarfið unnið á eðlilega löngum vinnutima. Einu sinni á striðsárunum flutti ég predikun, sem var útvarpað. Ég benti á, að sumir væru farnir að vinna allan sunnudaginn, en taka sér fri á einhverjum virkum degi, af þvi að sunnudagurinn væri betur iaunaður starfsdagur. — Ég fann að þessu, þvl að ég álit, að sunnudagurinn séu réttindi verkamannsins, sem hann megi ekki virða litils, og hann eigi ekki að neita sér um sunnu- daginn, nema mikð sé i húfi. En hvað skeði? Ein kona i sókninni sagðist ekkert skilja i honum séra Jakobi, sem alltaf væri vanur að vera með verka- lýðnum. Hún varaði sig ekki á þvi, hvert stefndi. t fyrsta lagi verður helgidagurinn ekki metinn hóti meira en aðrir dagar, þegar fólki stendur á sama um hann. Og I öðru lagi má gera ráð fyrir þvi, að það verði smám saman talið eðli- legt, aö menn láti jaska sér út fyrir timann, af þvi aö þeir eigi að lifa á aukastörfum og eftir- vinnu, helgidagavinnu og öðru sliku, en ekki aðal-starfi þvi, sem þeir hafa tamið sig til aö vinna. Það er einmitt þetta, sem er að gerast i landinu. Nú vil ég ekki kasta steini að stjórnarvöldum landsins, rikis- stjórn eöa alþingi. Allar rikis- stjórnir, sem ég hefi haft skipti við, hafa verið vinsamlegar kirkjunni. Hér er um að ræöa afleiöingarnar af langvarandi þróun, sem einnig kemur niður á öðrum, ekki sizt mennta- mönnum. Og það getur kostað nokkurt átak að greiða úr flækj unni. En sannleikurinn er þessi, að eignir kirkjunnar hafa veriö af henni teknar og látnar renna til rikisins, og ríkiö hefir ekki staöiö I skilum viö kirkjuna, aö þvi er prestslaunin snertir. Þó aö guöfræðingar fari vegna áhuga sins á göfugu máiefni I embætti kirkjunnar, og hafi oft veriö litilþægir, þá má þjóöin i heild ekki láta þaö viögangast aö prestar geti ekki lifaö af launum sinum, og leggi framhaldsmenntun á hilluna. Ég efast um, að það sé nokkur stétt, sem heföi meiri ástæðu til aö fara undir eldrauðum fána i kröfugöngu til þingsalanna, heldur en prestarnir. Símavarzla afgreiðsta Við óskum að ráða vanan starfskraft til simavörzlu og afgreiðslustarfa. Nokkur vélritunarkunnátta æskileg. Laun samkvæmt launakerfi rikisstarfs- manna. Umsóknir sendist skrifstofu okkar að Lindargötu 46 fyrir 25. þ.m. Fasteignamat rikisins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.