Alþýðublaðið - 16.10.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.10.1976, Blaðsíða 2
2 STJÖRNMÁL FRÉTTIR Laugardagur 16. október 1976 fTillaga um gerð sund- [laugar Gjafir, fyrirgreiðsla: fram á Alþingí við Grensásdeild tJtgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Árni Gunnars- son. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggs- son. íítbr.stj.: Kristján Einarsson, simi 14900. Aðsetur ritstjórnar er i Siðumúla 11, simi 81866. Auglýsinga- deild, Aiþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftar - simi 14900. Prentun: Biaðaprenti h.f. Askriftarverö: 1100 krónur á mánuði og 60 krónur I lausasölu. Engum þarf aö blandast hugur um mikilvægi þess- arar tillögu, enda hefur hún þegar vakið mikla at- hygli. Hér er hreyft máli, sem aðrar þjóðir hafa fyrir löngu sett skýr lög um. Sem dæmi má nefna, að í Bandaríkjunum má enginn i þjónustu hins opinbera veita viðtöku gjöf eða þjónustu, sem er að verðgildi hærri en 50 dollarar eða tæplega 10 þúsund íslenzkar krónur. öllu öðru verður að skila til bandaríska ríkis- ins. Frægtdæmi eru um eiginkonu eins af varaforsetum Bandaríkjanna, sem fékk að gjöf verðmætan demant, er þau hjón voru á ferðalagi í Afríku. Blaðamaður fékk veður af þessari gjöf, og sagði frá henni. Frúin skilaði demantnum umsvifalaust, og er hann nú í eigu bandaríska ríkisins. í greinargerð með tillögu þingmanna Alþýðu- f lokksins segir meðal annars: „Að sjálfsögðu er ekki nema mannlegt, að aðili — einstaklingur eða fyrirtæki — sem á allan sinn hag undir því kominn, hverjar viðtökur erindi hans fær hjá forráðamönnum eða umsjármönnum þessara stofnana almannavalds, leiti ýmissa leiða til þess að tryggja sér velvild þess eða þeirra, sem málum ráða. öðru nafni mútur Þingmenn Alþýðuf lokksins hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um samningu afdráttarlausra laga- ákvæða, er banni opinberum starfsmönnum að veita viðtöku umtalsverðum gjöfum umfram það, sem starfsréttindi kveða á um. Þar er óskað eftir því við dómsmálaráðherra, að hann feli þeim aðilum, sem starfa að endurskoðun á lögum um réttindi og skyldur opinberra starf smanna, að þeir geri sérstaklega tillögur um ný og afdráttar- lausari fyrirmæli en nú er að finna í lögum, er banni opinberum starfsmönnum að veita viðtöku umtals- verðum gjöfum, endurgjaldslausri þjónustu, sér- stökum fríðindum eða óvenjulegri fyrirgreiðslu umfram starfsréttindi, er meta má til peningaverðs, frá opinberum aðilum, einstaklingum eða fyrir- tækjum, sem viðkomandi starfsmaður hef ur starfsleg samskipti við. Þá vilja Alþýðuflokks-þingmennirnir, að í lögunum verði kveðið á um skyldu opinbers starfsmanns til þessaðupplýsatil réttra aðila um þaufríðindi, gjafir, endurgjaldslausa þjónustu og f leira, er hann kynni að hafa þegið, svo og um viðurlög við brotum. Þá vilja þtngmennirnir, að þeir er endurskoða lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, geri tillögur um sambærilegar reglur varðandi ráðherra og alþingismenn, sveitarstjórnarmenn og starfsfólk sveitarstjórna og aðra þá, sem ráðnir eru eða kjörnir til opinberra starfa. Fjórir alþingismenn, ■ sem allir hafa dvalizt á ■ Endurhæfingardeild Borgarspitalans við Grensásveg, hafa flutt tillögu til þings- ályktunar um að gerð verði sundlaug við deildina. ■ Flutningsmenn eru ■ þeir Magnús Kjartansson, Jóhann Hafstein, Einar Ágústsson og Eggert G. Þorsteinsson. Tillagan er þess efnis, aö Alþingi álykti að beita sér fyrir þvi i samráði við rikisstjdrnina að á fjárlög ársins 1977 verði tekið framlag til sundlaugageröar við Endurhæfingardeild Borgar- spitalans við Grensásveg. í greinargerð er tekið fram, að flutningsmenn hafi allir dvalizt á deildinni, mislengi þó. Enda þótt Grensásdeildin sé myndarleg stofnun sé að sjálfsögðu þörf framkvæmda sem stuðlaö gætu að þvi að hún kæmi að enn meira gagni. Fyrsti flutningsmaður ræddi nokkuð við starfsfólk um það hverjar framkvæmdir væru brýnastar, einkum við Asgeir B. Ef til vill smávægilegur jólaglaðningur til forstöðu- manns lánastofnunar? Kannski boð um sérstaka „kynnisferð" til forstöðumanns opinberra fram- kvæmda frá fyrirtæki, erlendu eða innlendu, sem viðkomandi forstöðumaður stendur í samningum við um stórframkvæmdir fyrir hönd íslenzkra skatt- borgara? Ellegar þá kurteislegt og velviljað tilboð f rá aðila, sem þarf á sérstakri fyrirgreiðslu f járveitinga- valdsins að halda, að það væri ef til vill ekki úr vegi fyrir þá, sem um eiga að fjalla, að kynna sé starf- semina þeim að kostnaðarlausu? Allt þetta ogýmislegtíleira getur verið fyrir hendi. Allt kann þetta að vera ósköp saklaust og eðlilegt. En hvenær er svo ekki lengur? Hvar eru mörkin?" Að sjálfsögðu verður slík markalína að vera til hjá þjóð, sem vill telja sig siðmenntaða. Flutningsmenn hafa þá trú, að því fyrr sem hún verður dregin, því betra. Eðlilegast og öruggast er, að það sé gert með löggjöf, þar sem mörk eru dregin á milli eðlilegrar kynningarstarfsemi, vináttu og virðingarvottar við opinberan starfsmann, ráðinn eða kjörinn, annars vegar, og óeðlilegra „góðvildarkaupa" hins vegar. AG— Óvenju fagurt haustveður hefur rfkt i borginni að undanförnu og hefur það verið svolitil sárabót eftir fá- dæma leiðinlegt veður I sumar. Og það er sjálfsagt að fá sér fs i haustbliðunni. Ellertsson yfirlækni. Niðurstaða hans var sú, að gerð sundlaugar handa fötluðum væri það verkefni sem gagnlegast væri og liklegast til að skila árangri. Fylgir greinargerð yf irlæknisins tillögunni. Samvinna við borgina. 1 greinargerð flutningsmanna kemur fram, að um þetta mál hefur verið fjallað i æðstu stofnunum Reykjavikurborgar. A fundi borgarráös 1, okt. s.l. lögðu borgarráðsfulltrúar Sjálf- s t æ ð i s f 1 o k k s i n s fram svohljóðandi tillögu sem siðarvar einróma staðfest á borgar- stjórnarfundi 7. okt.: „Borgarráð samþykkir að fela borgarverkfræöingi i samráði við borgarlækniað kanna, hvort hægt er að ^koma fyrir sundlaug við Grensasdeild Borgarspitalans, og leggja fyrir borgarráð umsögn ásamt kostnaðaráætlun að þessari könnun lokinni.” Þannig eru fullar forsendur fyrir samvinnu rikisins og Reykjavikurborgar um þessa brýnu framkvæmd, segir i tillögunni og er lagt til að meðferjj, hennar verði hraðað. -SG Erling Blöndal leikur sex svítur eftir Bach - á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins Fyrstu og aðrir tónleikar Kammer- músikklúbbsins á starfsárinu 1976-77 verða haldnir i Bústaðakirkju sunnu- daginn 17. okt. kl. 21. og þriðjudaginn 19. október kl. 21. A tónleikunum leikur Bengtsson sex svitur fyrir einleiksselló, eftir J.S. Bach. —AB

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.