Alþýðublaðið - 16.10.1976, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 16.10.1976, Blaðsíða 12
LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1976 Vildarjörðin Votmúli Votmúli. í Þjóðólfi, sem Kjördæmis- samband Framsóknarflokksins á Suðurlandi gefur út, birtist fyrir skömmu grein um hina frægu Votmúlajörö og sölu jaröarinnar. Með leyfi ritstjóra Þjóðólfs er þessi grein birt hér á eftir i heild. Aftur er vildarjörðin Votmúli i Sandvikurhreppi á dagskrá. Trúlega hefur engin sveitar- stjórnarákvörðun á Islandi vak- ið jafnmikla þjóðarathygli og þegar siðla sumars 1973 var samþykktaf meirihluta hrepps- nefndar Selfoss að kaupa jörð- ina Votmúla fyrir 30 milljónir, þegar almennt jarðarverð var 3—4 milljónir. Reyndar voru það viðbrögð Selfossbúa þegar þeir brutu þessa samþykkt á bak aftur sem mesta athygli vöktu. Fyrst með almennri undirskriftasöfnun þar sem yfirgnæfandi meirihluti ibúa mótmæltu þessari ákvörðun og siðar með almennri atkvæöa- greiðslu sem 1264 kjósendur tóku þátt i og andvígir kaupun- um voru 986 eða 78%. Að sjálfsögðu lágu sterk rök aö baki þessari ákvörðun kjós- enda og þau eru enn i fullu gildi. Ef af þessum kaupum hefði orðið hefðu greiðslur Selfoss- hrepps orðið sem hér segir: 1. ár 22. ágúst 1974 vextir 4.861.800,00 2. ár 22. ágúst 1975 vextir 5.400.000,00 2. ár 22. ágúst 1975 afborgun 1.000.000.000 3. ár 22. agúst 1976 vestir 5.310.000,00 3. ár 22. ágúst 1976 afborgun 1.000.000,00 Samtals 17.571.800,00 Nú er byrjað 4 árið og 22. ágústá næsta ári heföu greiöslur Selfosshrepps vegna þessa skuldabréfs verið komnar i tæp- ar 23.900.000.00. Eftir rúmlega 1 1/2 ár hér frá hefði Selfoss- hreppur verið búinn að eyöa öllu kaupverðinu 30.000.000.00 i vexti og afborganir.Án þess að nokk- ur hugsanleg arðbær hagnýting þessara fjármuna sé sýnileg á næstu áratugum. Þessari grein erekki ætlað að rifja þessa sögu frekar upp, aðeins minna á liðna sögu og staðreyndir. Búnaðarbankinn er nú oröinn eigandi þessarar sögufrægu jarðar og eftir talsmönnum hans er nú haft að 30.000.000,00 kr. boð sé aöeins til að brosa að og i Morgunblaðinu 28. sept er haft eftir Stefán Pálssyni for- stöðumanni Stofnlánadeildar landbúnaðarins að hann sé van- trúaður á að svo fjársterkur aðili komi fram er keypt gæti jörðina i heilu lagi. Hvar væri islenzkur landbún aður og lánastofnanir hans staddar ef það verðlag sem virðist eiga að gilda á Votmúl- anum væri ráðandi i landbúnað- inum? Það er sýnilegt aö hin nýju jarðalög hafi ekki ennþá a.m.k. náð þvi markmiði að forða spá- kaupmennsku á landi i nálægð þéttbýlis. Ennþá og það af opin- berum aðilum er kynnt undir katla gróðavonarinnar, að fjár festa i bújörðum i nánd við þétt- býli i þeirri von að sú stund komi, að hægt veröi aö neyða aðliggjandi þéttbýli til landa- kaupa með afarkostum. En hvert er raunverulegt verðmæti Votmúla? Ef skoðað erfasteignamatdags 16.08. 1974 kemur eftirfarandi i ljós: Votmúli I. Tún 32ha. 397.000 Annað land 104.000 Byggingar, flestar byggðar '36—39 534.000 Samtals 1.035.000 Votmúli II. Tún3ha 39.000 Annað land 52.000 Samtals 91.000 Fasteignamat Votmúla I og II Erþvialls 1.126.000 Þaö ber að hafa i huga, að þegar þetta mat er framkvæmt eru hús og ræktun I viðunandi ástandi en I dag ligg- ur við að hvorutveggja sé i rúst. Til verösamanburðarmá taka nýlega seldar jarðir i nágrenni Selfoss sem allar eiga það sam- eiginlegt að liggja við hrað- brautina austur. Gljúfurholtí ölfusi var nýlega seld á kr. 27.000.000, innifalið i þvi verði var bústofn og land- búnaðartæki. Fasteignamatið á þeirri jörð eru: Tún 59 ha 767.000 Annað land 97.000 Byggingar 2.993.000 Samtals 3.867.000 Ingólfshvoll i ölfusi var seld- uráum 30.000.000, innifaliði þvi verði var m.a. 250 ær og land- búnaðartæki. Fasteignamatið er: Tún38ha 468.000 Annaö land 52.000 Byggingar 2.221.000 Samtals 2.741.000 Heiðarbær i Villingaholts- hreppi seldur fyrir liðlega ári siðan á 17 milljónir, innifalið í verðinu voru 50—60 nautgripir og landbúnaðartæki, en endan- skildir ca. 60 ha lands. Fasteignamat er: Tún 36 ha 468.000 Annað land 156.000 Byggingar 1.677.000 Samtals 2.301.000 Kambholt Villingaholts- hreppi, eyðijörð. Fasteigna- mat: Túnllha 62.000 Annað land 105.000 Samt. 167.000 Söluverð 10.000.000. Þessi samanburður á fast- eignamati, ástandi jarða og söluverði sýnir glögglega hvað furðulegar verðhugmyndir einstaka menn gera sérum Vot- múla eða a.m.k. halda þarfram svo furðulegum hlutum að þar hlýtur eitthvað að 'baki búa sem ástæða væri að skýrðist. Er ekki timi til kominn að Votmúlasagan verði sögð al- menningi? E.J. Samkeppni um uppbyggingu Vestmannaeyjakaupstaðar Dómnefnd sú sem skipuö var á slnum tima til að fjalla um skipulagssamkeppni Norður- landa um byggingu Vestmanna- eyjakaupstaðar, kom saman fyrir stuttu tilað fjalla um fyrir- spurnir þátttakenda. En fyrir- spurnartíma lauk 1. október. Dómnefndin mun slðan fljót- lega svara öllum fyrirspurnum og senda til þátttakenda. Þeir sem um sóttu fá send keppnís- gögn, en umsækjendur munu vera um 100 frá öllum Norður- löndunum. Eftirað allar tillögur hafa borizt, en slðasti dagur er 21. desember, munu tillögur veröa hengdar upp í Vest- mannaeyjum og þar mun svo dómnefnd starfa I janúar að úr- lausnum. Stefnt er að því aö úr- slit veröi tilkynnt 23. janúar en það var upphafsdagur goss I Vestmannaeyjum 1973. Svæði það sem tillögurnar munu fjalla um, nær til ákveöins svæðis, sem er mið- bærinn I Vestmannaeyjum og er sérstaklega haft I huga svæði það sem gos og aska gerðu hvaö mestan usla. Formaður dómnefndar er Bárður Danielsson arkitekt og verkfr. tilnefndur af Skipulags- stjórn rikisins og arkitekta- félagi ísl. Nefndina skipa auk hans, Jóhann Friðfinnsson til- nefndur af Vestmannaeyja- kaupstað, Páll Zóphaniasson bæjarstjóri, tilnefndur af Vest- mannaeyjakaupstað, Vilhjálm- ur Hjálmarsson tilnefndur af Arkitektafélagi Isl. og Eric Adlercreutz arkit. frá Finnlandi tilnefndur af Arkitektafélagi Norðurlanda.Nefndin tók til starfa um áramótin 1974-75. Að sögn Ólafs Jenssonar hefur nefndin skilað miklu og mjög góöu starfi, og hefur útboðs- lýsing og öllgögn verið vönduð og vel úr garöi gerð. _.R alþýðu blaðið Tekið eftir: Að Mogginn er litt sjálfum sér samkvæmur. Hann hefur taið sig hafinn yfir marg- vislega umræðu um spillingar- og glæpamál, og meðal annars gagnrýnt Alþýðublaðið fyrir skrif um ýmsar vafasamar athafnir Framsóknarmanna. En þegar spjótin beinast að Mogganum stendur ekki á viðbrögðum. í blaðinu i gær má lesa eftirfarandi fyrirsögn: „Opinber máls- höfðun vegna skopteikninga. Ahugi Timans á „glæpamálum” loksins vakinn. Þarna gefur Mogginn til kynna að Timinn hafi ekki sinnt þeim glæpámálum, sem til umræðu hafa verið. Fyrir þetta hefur Alþýðublaðið gagnrýnt Timann, en Mogginn aftur gagnrýnt Alþýðublaðið fyrir að atyrða þá Tima- og Fram- sóknarmenn. Hver er sjálfum sér næstur! o Frétt: Að skrifstofustjóri sjónvarpsins hafi nú sagt upp störfum. Honum hafi boðizt a.m.k. heimingi hærri laun á almennum vinnumarkaði en hann fékk hjá sjónvarpinu. Skrif- stofustjórinn er harðdug- legur maður, og hefur haft góð tök á öllum f jármálum stofnunarinnar. Það verður mikil blóðtaka fyrir sjónvarpið, þegar hann hverfur þaðan. o Frétt: Að efnahags- sérfræðingar. rikis- stjórnarinnar og margir hagfræðingar hallist nú meir og meir að þeirri skoðun, að verðbólgu- vandinn hér á landi sé nú að verulegu leyti heima- tilbúinn. Erlend áhrif hafi á þessu ári verið sáralitil. Sérfræðingarnir leiti nú með logandi ljósi á innlendum vettvangi að verðbólguvaldinum, og að á næstunni megi vænta einhverra upplýsinga um hver hann sé. A.m.k. hefur verið útilokað, að of há laun hafi valdið bólgunni miklu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.