Alþýðublaðið - 16.10.1976, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 16.10.1976, Blaðsíða 10
14 FRÁ MORGNI.. Laugardagur 16. október 1976 pafui1^ FRÉTTA- GETRAUN 1. Hverjir eru mennirnir? 2. Um helgina fór fram prest- kosning i Dómkirkjusöfnuðinum i Reykjavik, og er talningu nú lokið. Hver fékk flest atkvæði? 3. Þá fór einnig fram prestkosn- ing i Háteigsprestakalli. Hver fékk flest atkvæðin þar? 4. Strætisvögnum Kópavogs hefur bæst nýr farkostur I flot- ann. Af hvaða gerö er hann? 5. Hver var kjörinn 1. varafor- maðurBSRB á nýafstöðnu þingi samtakanna? 6. Nýlega var veitt úr minn- ingarsjóöi Kjartans Sigurjónss. til styrktar við söngnám. Hver hlaut styrkinn i þetta sinn? 7. Hver varð sigurvegari á sið- asta hraðmóti skákfélagsins Mjölnis? 8. Hver veitir gitarskóla Yamaha forstöðu? t 9. Hvar er Innréttingabúðin til I húsa nú? 10. Bráðlega veröur gerð könn- un á notkun almenningsvagna á stór-Reykjavikursvæðinu. Til j hve margra aðila nær sú könn- Lausn gát- unnar í dag N r N R N F n a ÍL R r r N r H N K £ R F K F R R N m /i N 73 r SVOR: 'BQI0lpUBH[ 3o ‘MAS‘HAS 'BfggucJ ni '01 £1 iSoAspsuaao qv '6 uossijaggg uejjefyi g uosjepunui[ps snu8eiv t JinöPJBQjeH M JPio '9 uossppo JJSJ3H 'S PUB[X9H V uossuiaAS seuipx 'JS '£ 'juies Z uosspunuiQnf) jiiefH JS 'I HVENÆR BER AÐ INU AÐ ÞAÐ SÉ ÆTTLEITT? SEGJA BARN- Þegar kom að þvú að dóttir okkar átti að ferm- ast, spurðum við prest- inn, hvort við ættum að segja henni, að hún væri ættleidd. Við höfðum lengi ætlað að segja henni þetta, en alltaf gugnað, og afsakað hugleysi okk- ar með því, að betra væVi að bíða þar til hún yrði fullorðin. Presturinn ráðlagði okkur að segja henni þetta undir eins, því hans álit væri, að börn ættu að fá vitneskju um slfka hluti, þegar í æsku. En eftir að við höfðum sagt henni, að við værum ekki raun- verulegir foreldrar hennar, gerðist einmitt það sem við ótt- uðumst mest. Hún tók þessu mjög vel til að byrja meö, en seinna meir varð hún öðru visi en hún átti að sér, úrill og við- skotaill. Hún lætur nú orðið skap sitt bitna á mér, en lætur föður sinn að mestu i friði. Hún segir ýmislegt sem bæði er ósann- gjarnt og ekki rétt, eins og aö ég haldi miklu meira upp á litlu systur hennar heldur en hana sjálfa. Ég veit sjálf aö þetta er ekki rétt en ég veit ekki hvernig ég get komið henni i skilning um það- Er það möguleiki, að við höf- höfum gert rangt, með þvi að segja henni að við séum ekki foreldrar hennar i strangari skilningi? Skilningur er besta lausn- in. Sú saga sem sögð er hér að framan, er ekkert undan- tekningartilfelli. Þau eru mörg vandamálin sem skapast, þegar kemur að þvi að segja á barn- inu, aö það sé ættleitt. For- eldrarnir eiga oft i harðri bar- áttu við sig, áður en þau geta gengið að barninu, eða ungl- ingnum og sagt þvi frá hvers kyns er. Og barnið verður undantekningarlaust fyrir miklu áfalli. Þvi vilja þeir meina, sem hafa haft slik mál til umfjöllunar, eða hafa haft af þeim að segja á einhvern hátt, aö bezt sé að segja börnunum frá þessu strax .iæsku. Þá verður áfallið minna, heldur en þegar um viðkvæma unglinga er að ræða. Þá hefur reynslan sýnt, aö ef dætur eiga hlut að máli, þá láta þær áfallið bitna á mæörum sin- um, en drengirnir veitast að feðrum sinum. A þetta einkum viö ef um unglinga er að ræða. Víst er það þreytandi fyrir foreldra að þurfa að hlusta á ósanngjarnar ásakanir dag eftir dag. En ef þau stilla sig meðan mestu vonbrigðin eru að ganga yfir hjá unglingnum, þá lagast sambandið vonum fyrr og eftir tiltölulega stuttan tima er allt komið I samt lag. Það versta sem hægt er að gera i sliku til- felli er að beita foreldravaldinu fram úr öllu hófi, og ætla sér að siða barnið þannig að það hætti þessu nöldri. Uppreisnargirni unglingsáranna er nóg fyrir þó ekki sé verið að bæta gráu ofan á svart, með alls kyns aðfinnsl- um og nöldri. FRAMHALDS5AGAN Staðgengill stjörnunnar 7 * eftir Ray Bentinck þessa mynd frá byrjun. Við get- um ekki lokið við hana án hennar. Max sagði ekki orð, en Shirley vissi, hvað hann hugsaði. 011 framtið hans var komin undir þessari kvikmynd... 19. kafli Þó að Silverstein reyndi að halda þessu leyndu komst sá orð- rómur brátt á kreik i húsinu, að aldrei yrði lokið við myndina. Þrir dagar voru liðnir frá komu sérfræðingsins, og Paula, sem vissi, að hann hafði ráðlagt öllum að senda hana til Bandarikjanna, varð óþolinmóð. — Hvers vegna gerir Walt ekki neitt? vældi hún. — Ef hann heldur að mér batni fyrir kraftaverk til að bjarga myndinni hans skjátlast honum illa! Loks kom Max og sagöi, að allt væri til fyrir brottför hennar. Shirley sem hafði sjaldan séö hann eftir að Paula fékk tauga- áfall fannst hann fölur og tekinn. —Það kemur sjúkrabíllá morgun og ekur þér út á Heathrow-flug- völl, sagði hann við Paulu, — og þaðan flýguröu heim með leigu- flugvél. Paula andvarpaði léttara og tók um hönd hans. — Hvað um þig, Max? spurði hún. — Walt vill, að ég verði hérna og við reynum að finna einhvern endi á myndina, sagði Max. — Hann heldur, að hann geti kannski notað Shirley. — Hann getur ekki gert mér það! hrópaði Paula. — Ég fer í mál við hann, ef hann lætur staðgengil leika i minn stað slðasta hlutann. Max yppti öxlum. — Ég er ekk- ert að ásaka þig, en þetta er áfall fyrir okkur öll. Ég verö vist að reikna með þvi að veröa óþekktur áfram. Paula leit bliðlega á hann. — Komdu með mér til Hollywood, Max, hvislaði hún. — Ég get út- vegað þér annað hlutverk ekki síður en þetta. Þar batnar mér fljótlega. — Takk, Paula, en ég get ekki svikið Walt! — Þú verður að hugsa um sjálfan þig, sagöi Paula. — Walt stórtapar auðvitað á þessu, en hann þarf ekki að draga þig I svaðið með sér. Shirley til skelfingar leit út fyrir, að Max væri að láta undan. — Það... hljómar vel, Paula, stamaði hann. — Auðvitað vonar Walt, að þú jafnir þig á siðustu stundu, svo að hægt sé að ljúka við myndina. Það er litið eftir af þlnum atriðum. — Ég yrði kyrr ef þeir næðu Luke! andvarpaði Paula. — En það gera þeir ekki, og ég fer! Komdu meö mér. Max. Ég þarfnast þin enn... — Walt lika! sagöi Shirley hvasst. Ef þú ætlar að hjálpa hon- um að ljúka myndinni, Max, skal ég gera mitt bezta. Paula hló hæðnislega. — Þú gerir þitt bezta fyrir sjálfa þig, elskan, en ég er að hugsa um Max. Hann fer á morgun... með mér. Max hikaði aðeins sekúndubrot, svo kinkaði hann kolli. — Allt I lagi, sagði hann lágt. — Ég verð að hugsa um mig... og þig, auðvit- að! Eigingirni hans hneykslaði Shirley, þó að hún væru nú farin aðvenjastþessu. —Þér er þó ekki alvara, Max? sagði hún. — Þú getur ekki svikið Walt! — Ég svik sjálfan mig, ef ég fer ekki! Shirley leit fyrirlitningaraug- um á hann og snérist á hæl. Hún fór inn til sin og grét þar sáran. Þegar hún hafði grátið út, fór hún niöur i bókaherbergið til að vita, hvort hún gæti eitthvað hjálpað Silverstein. — út! Heim með þig! hrópaði hann. — Verið ekki aö hengja nef og væla yfir ein hverju, sem enginn getur breytt. Það er enn hætta á þvi, að Luke Castle hefjist handa, áður en Paula fer, svo þér skulið ekki láta sjá yður. En sendið Janet Gibbs til min til að hjálpa mér með uppsagnirnar en segið þetta eng- um nema henni. Þegar Shirley hafði látið niður I töskurnar fór hún inn til Janet og KOSTABOÐ á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiðholti Simi 71208 74201 ®-0 %V" P0STSENDUM TRULOFUNARHRINGA k>ll.mnts UcifBSon l.iugiiOtgi 30 áiillll 19 209 punn Síðumúla 23 /íffli 04900 Heimiliseldavélar, 6 litir - 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla Rafha við Óðinstorg Símar 25322 og 10322 Birgir Thorberg málarameistari sími 11463 önnumst alla málningarvinnu — úti og inni — gerum upp gömul husgögn">

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.