Alþýðublaðið - 16.10.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.10.1976, Blaðsíða 3
"Laugardagur 16. október 1976 FRÉTTIR íslendingar eiga að meðaltali fleiri bíla en Norðmenn og Bretar tslendingar eru efnuð þjóð. Þeir láta sig ekki heldur muna um að skjóta ref fyrir rass þjóðum, sem ætla mætti að væru ennþá auðugri. A siðasta ári áttu islendingar til dæmis 297 bila á hverja þúsund ibúa. Þannig voru 3,36 fbúar um hvern bfl. Á sama tfma urðu 4,5 Norðmenn að láta sér nægja hvern bíl og 4 Bretar voru um hvern bil. Hins vegar voru 2 Bandarikjamenn um hvern bil þar I landi. Islendingar standa þvi nær Bandarikjamönnum i þessum efnum en oliuauðugir Norðmenn oe iðnvæddir Bretar. Sjónvarpstæki og simar. Arið 1974 voru á íslandi 232 sjónvarpstæki fyrir hverja 1000 ibúa. Var þvi eitt sjónvarpstæki fyrir hverja 4,3 ibúa. Árið áður, 1973, voru Norðmenn aðeins betur á vegi staddir i þessum efnum með 4 ibúa um hvert sjónvarp. 1 Bretlandi var eitt sjónvarpstæki fyrir hverja 3,2 ibúa, en Bandarikin eiga metið eins og fyrr, en þar var eitt tæki fyrir hverja 1,9 ibúa. Arið 1974 voru 404 simar fyrir hverja 1000 Islendinga. Þannig voru 2,5 íslendingar um hvern sima. Norðmenn urðu að láta sér nægja að vera 2,9 um hvern sima og Bretar einnig, en i Bandarikjunum voru 1.5 um hvern sima. 1 þessum flokki slá Islendingar Bretum og Norð- mönnum við. Raforkuframleiðsla og orkunotkun. Árið 1974 var raforku- framleiðsla á hvern Islending 10.900 kilówattstundir, 17.000 i Noregi, 4.900 i Bretlandi og 8.500 i Bandarikjunum. Hér eru Norðmenn efstir á blaði, en Islendingar eru i öðru sæti. En tslendingar notuðu einnig orku, sem framleidd var með oliu. Á hvern ibúa voru notuð 5,35 tonn i oliuliki á Islandi árið 1974.1 Noregi var þessi tala 4.91 tonn, i Bretlandi 3.82 og Bandarikin ein komust upp fyrir Islendinga með 8.09 tonn. Þjóðarauður. Þjóðarauður Islendinga var talinn vera 468.5 milljarðar króna árið 1974. Þá er miðað við verðlag þess árs og mætti þvi margfalda þessa tölu all verulega nú. Af þessari f járhæð var þjóðarauður i ibúðarhúsum talinn vera 146 milljarðar króna. Arleg meðalaukning á mann I vergri þjóðarframleiðslu var 3,4% á árabilinu 1955 til 1964, en 2,7% frá 1965 til ’74 Þessar upplýsingar koma fram i Hagtölum mánaðarins, sem Hagfræðideild Seðlabanka Islands gefur út. f * - þeir eiga einnig fleiri síma að meðaltali en þessar tvær þjóðir Stjórnir, nefndir og ráð ríkisins Nefndakostnaður nam 123 millj. kr. í fyrra Fjöldi nefnda, stjórna og ráða á vegum rikisins var svipaður á siðasta ári og þar áður. Samtals störfuðu 465 nefndir á siðasta ári, en inefndarskýrslu fyrir árið 1974 voruþær taldar 466. Heildarfjöldi nefnda manna á siðasta ári var 2.340 og þóknun til þeirra nam samtals 102.7 milljónum króna. Lýst eftir týndum manni Rannsóknarlögreglan 1 Reykja- vík lýsir eftir Gunnari Eyjólfi Guðnasyni, 36 ára að aldri, en hann hvarf frá Kleppsspitalanum miðvikudaginn 29. fyrra mánaðar, og hefur ekkert til hans spurt siðan. Gunnar er meðalmaður á hæð, þrekinn með dökkskollitað hár og gráblá augu. Var klæddur i brún- an jakka, Ijósköflótta vinnu- skyrtu, bláar vinnubuxur og svarta skó. Þeir sem geta gefið upplýsing- ar um Gunnar vinsamlegast geri lögreglunni viðvart. Annar kostnaður varð 20.8 milljónir þannig að heildar- kostnaður nam 123.4 milljónum króna. Arið 1974 létu 83 nefndir af störfum, en i fyrra voru skipaðar 82 nýjar nefndir. Fjöldi starfandi nefnda um siðustu áramót var 390. Framkvæmdastjóraskipti verða hjá Kisiliðjunni hf. við Mývatn á næstunni. Björn Frið- finnsson, lögfræðingur, sem verið hefur framkvæmdastjóri viðskipta- og fjármála hjá kisil- gúrverksmiðjunni i tæp 5 ár lætur af þvi starfi og flyzt til Reykjavikur, Við starfi Björns tekur á vegum menntamálaráðu- neytisins eða 150 sem störfuðu á árinu, en hafði fækkað i 103 um áramót. A vegum iðnaðarráðu- neytisins störfuðu 58 nefndir á árinu. Aðeins ein nefnd starfar á vegum Hagstofunnar en það er kauplagsnefnd. Nánar verður fjallað um þessa nefndarskýrslu siðar. — SG Þorsteinn Ólafsson, viðskipta- fræðingur, sem að undanförnu hefur verið deildarstjóri tollamála i fjármálaráðuneytinu. Framkvæmdastjóri tæknilegra málefna kisilgúrverksmiðjunnar er Vésteinn Guðmundsson, efna- verkfræðingur. Formaður stjórnar verksmiðjunnar er Magnús Jónsson, bankastjóri. Hluthafafundur Alþýðubankans h.f. Alþýðubankinnh.f. boðar til hluthafafund- ar mánudaginn 25. október 1976, kl. 13.30 að Hótel Sögu, Reykjavik. Dagskrá er samkvæmt ákvörðun aðal- fundar 24. april 1976. Afhending aðgöngumiða og atkvæðaseðla, hefst i Alþýðubankanum, Laugaveg 31, Reykjavik, miðvikudaginn 20. október n.k. Reykjavik 14. október 1976 f.h. bankaráðs Aiþýðubankans Benedikt Daviðsson Þórunn Valdiinarsdóttir form. v ri. Að venju eru flestar nefndirnar Framkvæmdastjóraskipti 1 Hagkvœmt er heimanám Nú fer í hönd ágætur tími til heimanáms. Bréfaskólinn veitir kennslu á fimm áhugasviðum með um fjörutíu námsgreinum. Þau helstu eru: l I I I Bókfærsla I. 2 bréf. Færslubækur og eyðublöð fylgja. Námsgjald 5.700,00. Bókfærsla II. 2 bréf. Færslur og eyðublöð fylgja. Reikningur. 10 bréf. Má skipta í tvö námskeið 2.900,00. Ensk verslunarbréf. 8 bréf. Nokkur enskukunnátta nauðsynleg. Námsgjald 2.900,00. Danska. 7 bréf + lesbók Bkr. 4.500,00. Enska I. 7 bréf og ensk lesbók. Námsgjald 2.900,00 + bækur 200,-. Enska II. 7 bréf og ensk lesbók II., orðabók og málfræði. Námsgjald 2.900,00 + bækur 800,00. Þýzka. 5 bréf. Námsgjald 2.900,00. Franska. 10 bréf. Námsgjald 2.900,00. Spænska. 10 bréf. Námsgjald 2.900,00. Sálar- og uppeldisfræði. 4. bréf. Námsgjald 1.800,00. Póstið úrklippuna vel útfyllta — eða komið, hringið, skrifið — og skólinn sendir yður allar nánari upplýs- ingar. I I Nndirritaður óskar að gerast nemandi i eftirt. námsgr. □ Vinsaml. sendið gegn póstkröfu. □ □ Greiðsla hjálögð kr Vinsaml. sendið okeypis kynningarbækling. (Nafn) (Heimilisfang) Klippið auglýsingunaúr blaðinu og geymið! I J I I réfaskólinn 1 SUDURLANDSBRAUT32 REYKJAVÍK SÍMI 81255

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.