Alþýðublaðið - 04.11.1976, Síða 2
2 STJÚRNMÁL
Fimmtudagur 4. nóvember 1976.
Ctgefandi: Alþýftuflokkurinn.
Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgftarmaftur: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggsson.
Aftsetur ritstjórnar er i Sfftumúla 11, slmi 81866. Auglýsingadeild, Alþýftuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906.
Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaftaprent h.f. Askriftarverft: 1100 krónur á mánufti og 60 krónur i lausasölu.
Bandarískt lýðræði hefur staðizt
Það reyndust vera
hrakspár, að Bandaríkja-
menn mundu ekki hafa
áhuga á forsetakosning-
unum, eins og skoðana-
kannanir gáfu til kynna.
Að visu er þátttaka þar
ekki svipuð því, sem við
eigum að venjast í norð-
anverðri Evrópu, en mik-
il þó. Og niðurstaðan varð
breyting — Carter kosinn
forseti og Ford hafnað.
Bandarísk stjórnmál
lúta sínum eigin lögmál-
um og getur verið var-
hugavert að bera þau
saman við stefnur og
strauma annarra landa.
Þó hefur verið greinilegt
allt frá tímum Franklin
Delano Roosvelts, að hinn
frjálslyndari armur dem-
ókrata sver sig í ætt við
jafnaðarmenn Evrópu og
hefur barizt fyrir við-
horfum þeim, sem móta
velferðarríkin, sem þekkt
eru hérna megin hafsins.
Allt bendir til þess, að
Carter sé af því sama
sauðahúsi, og að hann
muni beita sér fyrir þjóð-
félagsbreytingum eins og
almennu sjúkrasamlagi,
sem enn er ekki til nema
fyrir gamla fólkið þar
vestra.
Það er sögulegur at-
burður, að maður úr
hjarta Suðurrik janna,
sem töpuðu hinu mikla
Þrælastríði fyrir rúmlega
öld, er kosinn forseti.
Hitt mun þó hafa ráðið
meiru, að bandaríska
þjóðin er þreytt og svekkt
eftir Vietnamstríðið og
Watergate og vildi fá
nýja menn til þess að
leiða hana til nýrra tíma.
Heiðarleiki og trúhneigð
Carters hafa án ef a ráðið
miklu um, að honum tókst
að vinna traust þjóðar-
innar, þótt hann væri nær
óþekktur fyrir tveim ár-
um.
Saga Bandarikjanna og
þær hugsjónir, sem mót-
að hafa þjóðfélag þeirra,
eru á þá lund, að Vietnam
og Watergate hljóta að
teljast harmleikir, sení
alls ekki hefðu átt að
koma fyrir. Það verður
fróðlegt að fylgjast með
þróun næstu ára. Banda-
ríkskt lýðræði hefur enn
einu sinni staðizt, fólkið
hefur hafnað hinum
gömlu og oft spilltu leið-
togum og snúið við blaði.
40 ára afmæli RAFHA
Fyrr í þessum mánuði
átti Raftækjaverksmiðj-
an í' Hafnarfirði,
RAFHA, f jörutíu ára af-
mæli. Því fólki, sem
sjálft er yngra en þessi
verksmiðja við tjörnina í
Hafnarfirði, finnst ef til
vill ekki mikið til um
þetta afmæli. Fyrirtæki
eru alltaf að eiga einhver
af mæli.
Það er þó sérstök
ástæða til þess að stað-
næmast við afmæli
RAFHA í Hafnarfirði.
Það vita þeir bezt, sem
eru nokkru eldri en verk-
smiðjan sjálf,og þekkja
til þeirra umbrotatíma,
sem leiddu til stofnunar
hennar.
RAFHA er tímamóta-
fyrirtæki í íslenzkum iðn-
aði. Hún var stofnuð af
bjartsýnum mönnum,
sem töldu að íslendingar
væru tæknilega jafnfætis
grannþjóðum og þyrftu
ekki að sækja allt til ann-
arra landa. RAFHA var
stofnuð f þeirri staðföstu
trú, að Islendingar þyrftu
ekki að standa að baki
neinum um tæknilega
kunnáttu og að þeir gætu
það, sem grannþjóðir
þeirra gátu í iðnaði.
Fyrirtækið RAFHA
hefur sannað þetta og
þarmeð veitti það (slend-
ingum það sjáfstraust,
sem þeir þurftu á að
halda í iðnvæðingu sinni.
Síðan hefur enginn getað
haldið því fram, að
(slendingar ráði ekki við
iðnað, þeir hafi ekki
þekkingu til að koma upp
iðnaði. Þegar fyrstu elda-
vélarnar voru fluttar í
hús frá RAFHA, þurfti
ekki frekar vitnanna við.
Og reynslan hefur sann-
að, að íslenzkur iðnaður
er um margt fremri hin-
um erlenda. Það er því
miður oft hreint snobberí,
sem ræður því, að
íslenzkar fjölskyldur
kaupa erlenda vöru, þar
sem jafn góð íslenzk er til
og oft betri.
Margt er það, sem
stendur og fellur með ein-
stökum mönnum í at-
vinnugreinum okkar.
Iðnsigurinn í RAFHA er
þessu marki brenndur, og
ber að þakka hann að
verulegu leyti Axel í
Rafha, iðjuhöldi sem hef-
ur stoltur fengið viður-
nefni af fyrirtæki sinu,
svo og iðnverkamönnum
þeim, sem hafa staðið við
steðjann í fyrirtækinu frá
brautryðjendaárunum.
Þeim ber heiður fyrir að
hafa sannað, að íslend-
ingar geta framleitt f lest
eða öll venjuleg
rafmagns-heimilistæki,
og vafalaust f jöldamargt
annað.
Saga RAFHA er sigur-
braut. Hún hvetur okkur
til aukinnar bjartsýni um
iðnað á íslandi, og hún
ætti að sannfæra okkur
um, að fslendingar geta
búið til, hvað sem beir
vilja. BGr.
EIN-
DALKURINN
Lifandi leikföng.
Dagblaðið segir i gær sögu af
sjóferð islenzkra sjómanna til
Nigeriu og nokkuð sérkennilegum
leikföngum, sem þeir keyptu sér
þar ytra og höfftu meft sér heim.
Þetta eru apagrey, annað sex
mánafta gamalt, hitt ársgamalt,
og hingafteru þessi ,,börn” komin
sem leikföng sjómannanna, en
hvaft um þau verftur veit enginn,
þvi ekki er heimilt aft taka slík
dýr meft sér hingað til lands, enda
eiga þau ekkert erindi hingaft og
myndu hvort eft er aldrei dafna i
þessu loftslagi.
Blaðift skýrir þó frá þvi aft
„apamálaráftuneyti” íslands hafi
veitt þessum apaköttum land-
gönguleyfi á sama tima og
stranglega hefur verift — af sótt-
varnarástæftum — bannaft aft
hafa hingað inn i landift slátraða
og meöhöndlaða kjúkiinga, nema
til sendiráða.
Trúlega endar þetta stundar-
gaman sjómannanna meft þvi aö
binda verftur endi á lif þessara
apabarna, sem rifin hafa verift
frá sinu eðlilega umhverfi.
En endum þessar hugleiftingar
meft beinni tilvitnun i viðtal
blaðamanns DB viö sjómennina á
m/s Sögu:
Þá haffti ung og heillandi
negrastúlka (ein af þessum sem
fást fyrir 2-7 fiska) heimsótt þá
um borft en þar sem þeim þótti
hún frekar illa á sig komin,
ákváftu þeir aft gefa henni dálitinn
súrefnisskammt til aft hressa
hana. En i misgripum tóku þeir
gaskútinn og fréttu þeir ekkert af
stúlkunni annaft en þaft, aft hún
lægi illa haldin á sjúkrahúsi. Já,
það endar ekki alltaf vel þegar
„negrastelpa fer á rall”.
Þarna er mannslifið ekki upp á
marga fiska
—BS.
Lagerstæráir miðað v»3 ^núrop:
ÍJæð; 210 sm x brekJd: 240 sm
3K> - x - 270 sm
Aðrof stáarðir smSaðar eftir beiðni
GLUCÍ^ASMIÐJAN
„ Siftumúla 20, simi 38220 _J
VIPPU - BltSKOSSHÓRSIN
Alþýðuflokkurinn
í borgarstjórn:
Frystihúsin í Reykjavík tekin í gegn
t dag mun Björgvin Guömunds-
son, borgarfulltrúi Alþýöuflokksins
flytja tillögu f borgarstjórn
SSGNRYNÍTflÐBUNflÐ
í FRYSTIHÚSUM B0RG-
ARINNAR RÉTTMÆT
- segir Árni Benediktsson forstjóri á Kirkjusandi
Reykjavikur, þar sem vikiö er aö
þvi alvarlega ástandi, sem nú rikir
i frystihúsum borgarinnar.
Tillaga Björgvins er á þessa leiö:
Borgarstjórn Reykjavikur legg-
ur áherzlu á nauösyn þess aö
aöbúnaöur verkafólks i fisk-
vinnslustöövum i borginni sé sem
beztur. Borgarstjórn er ljóst aö
mikið skortir á að svo sé i dag. T.d.
er aðbúnaöur i fiskverkunarstöð og
fiskiöjuveri BÚR ófullnægjandi,
m.a. aö þvi er varöar matstofur og
snyrtiaðstöðu. Einnig er aöstaöa
verkafólks i vinnusölum slæm.
Borgarstjórn samþykkir, aö
beina þvi til Bæjarútgeröar
Reykjavikur, að láta framkvæma
hið fyrsta nauösynlegar endurbæt-
ur i fiskvinnslustöðvum fyrirtækis-
ins til þess að bæta aðbúnað verka-
fólks.
Jafnframt samþykkir borgar-
stjórn að fela heilbrigöiseftirliti
borgarinnar að framkvæma úttekt
á hreinlætisaöstööu i öllum fisk-
vinnslustöðvum i Reykjavik. Skulu
niðurstööur þessarar úttektar lagö-
ar fyrir heilbrigöismálaráö og
borgarstjórn.
Þessi tillaga Björgvins
Guðmundssonar er fram borin I
beinu framhaldi af miklum umræö-
um, sem um þessi mál uröu, á
kjördæmisþingi Alþýöuflokksins i
Reykjavik nú fyrir stuttu.
Þá hefur einnig komiö fram i
viðtölum við Þórunni Valdimars-
dóttur, formann Verkakvenna-
félagsins Framsóknar og Árna
Benediktsson forstjóra frysti-
hússins á Kirkjusandi, að ástandiö i
frystihúsunum þarfnast skjótra
úrbóta.
—BJ